Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 42

Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 42
bókasafns- og upplýsingafræði eru gerðar og/eða birtar á ís- landi eru líka margvíslegar. Helsta hindrunin er ef til vill sú að rétta „rannsóknarjarðveginn“ vantar, faglegt umhverfi sem hvetur til og býður heim rannsóknum. Þörf er á um- ræðu um þessi mál og bókasafnsfræðingar verða að gera sér ljóst að auknar rannsóknir bæta stöðu þeirra og bókasafns- fræðinnar í heild. Rannsóknarvinna er góð leið til að halda sér við faglega og hópvinna getur verið nauðsynleg fyrir flesta íslenska bókasafnsfræðinga sem vinna mjög oft einir á söfnum. Aukin menntun bókasafnsfræðinga gæti leitt til fjöl- breyttari rannsóknaraðferða. Tölfræðiupplýsingar um starf- semi bókasafna nægja ekki til að afla þeirra fjármuna sem söfnin þurfa, fleiri vandaðar rannsóknir er besta leiðin til þess. Flytja þarf áhersluna frá lýsandi rannsóknum til rann- sókna sem hafa forspárgildi eða sem hægt er að draga álykt- anir af við stefnumörkun og skipulagningu. Skiljanlegt er að þeir sem hafa getu og tækifæri til birti rannsóknir sínar á alþjóðlegum vettvangi, en einnig þarf að beina kastljósinu að séríslenskum málefnum og birta niðurstöður íslenskra rannsókna á íslensku. Möguleikar á slíkum rannsóknum hafa aukist á undanförnum árum og í því sambandi má nefna aukinn fjölda ýmiss konar bókasafna, aukna notkun bókasafna, fleiri bókasafnsfræðinga og meiri útgáfu efnis um bókasafnamál. 7.0. Tillögur urn rannsóknir og úrbætur Ljóst er að þörf er á auknum rannsóknum í bókasafns- og upplýsingafræði á íslandi tii að byggja upp góða bólca- safnsþjónustu. Eftirfarandi tillögur eru byggðar á niður- stöðum þessarar rannsóknar: Kannað verði til hlítar hvaða rannsóknir hafa verið gerð- ar og að hvaða rannsóknum er verið að vinna. Óprentaðar rannsóknir og rannsóknir á öðrum sviðum (t.d. í sagnfræði, félagsfræði og menntamálum), sem skipta máli fyrir bóka- safns- og upplýsingafræði, ætti að taka með. Rannsókn þeirri sem hér birtist var ekki ætlað að vera tæmandi en engu að síður gefur hún til kynna að ýmsar eyður eru í skrifum um íslensk bókasafnamál. A þeim sviðum, þar sem litlar eða engar rannsóknir hafa verið gerðar á íslandi, er greinilega þörf á úrbótum. Þar er um að ræða stjórnun, tölvuvæðingu og notendur bóka- safna. Auk þessa er ekki til neitt yfirlitsrit um sögu íslenskra bókasafna. Frásagnir af sögu einstakra bókasafna hafa verið birtar en fæstar þeirra byggjast á vísindalegum rannsókn- um. Nauðsynlegt er að safna sögulegum staðreyndum um þróun bókasafna á íslandi meðan það er enn hægt. Rann- sókna er þörf til að leysa sérstök vandamál sem tengjast bókasöfnum á íslandi, t.d. þjónustu við afskekktar byggð- ir, skipulagningu bókasafnskerfa lítilla þjóða og vandamál sem tengjast einhæfri og takmarkaðri bókaútgáfu. Vegna þess hve fáir birta rannsóknir og vegna fjölda svo- kallaðra faggreina vaknar sú spurning hvort það sé sama fólkið sem birtir rannsóknir og sem skrifar faggreinar. Það gæti verið athyglisvert skoðunarefni. Einnig þyrfti að gera könnun á viðhorfum íslenskra bókasafnsfræðinga til rannsókna í bókasafns- og upplýs- ingafræði. Við það mundu safnast upplýsingar sem hægt væri að nota til að skipuleggja faglegt starf innan stéttarinn- ar og um leið væri lögð áhersla á mikilvægi rannsókna inn- an greinarinnar. Koma þarf á fót nefnd um rannsóknir í bókasafns- og upplýsingafræði. Meðal verkefna hennar ætti að vera til- lögugerð um áherslur í framtíðarrannsóknum. Nefndin gæti einnig miðlað upplýsingum um rannsóknir sem eru í gangi og stuðlað að því að bókasafnsfræðingar, sem áhuga hafa, geti komið saman og rætt þau mál. Ef birta á niðurstöður íslenskra rannsókna á íslandi er einhvers konar útgáfa, ef til vill árleg, nauðsynleg. Þetta gæti verið samvinnuverkefni bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla íslands og Félags bókasafnsfræðinga og ef til vill í samvinnu við aðra hópa og stofnanir með svipuð markmið og áhugamál. Þar væru birtar skýrslur um rann- sólcnir á öllum stigum, allt frá litlum innanhússverkefnum til stórra verkefna sem styrkt væru úr opinberum sjóðum. Einnig mætti hugsa sér stutt yfirlit yfir BA-verkefni sem lokið er við Háskóla Islands. Bókasafhinu er ekki ætlað að vera rannsóknartímarit en sú ritstjórnarstefna að birta eina merkta rannsókn í hverju hefti gæti hvatt til útgáfu rann- sóknarniðurstaðna og þær greinar mundu ná til víðari les- endahóps en ella. Vitað er að niðurstöður sumra rannsókna, sem hafa ver- ið gerðar á Islandi, eru ekki ætlaðar til birtingar. Sama gild- ir einnig um flestar námsritgerðir Islendinga sem taka meistarapróf við erlenda háskóla. Það þarf að hvetja fólk til að ganga þannig frá verkum sínum að þau séu hæf til út- gáfu og birta þau. Þetta gæti verið hlutverk nefndarinnar sem áður er minnst á. Bókasafnsfræðingar þurfa að berjast fyrir því að ákvæði um rannsóknir verði víðtækari í lögum um nýja Þjóðarbók- hlöðu en gert er ráð fyrir í drögunum. Slík breyting gerði Þjóðarbókhlöðusafninu kleift að taka virkan þátt í rann- sóknum. Bókasafnsfræðingar þurfa líka að líta í eigin barm. I nú- verandi lögum Félags bókasafnsfræðinga er einungis sagt að stuðla eigi ,,að bættri aðstöðu til rannsókna og náms í bókasafnsfræði.“ (Félag bóksafnsfræðinga, 1993). Þessu þarf að breyta í þá átt að félagið taki þátt í rannsóknum og hvetji til rannsókna og birtingar á þeim. Félagsmenn ættu að íhuga með hvaða ráðum væri hægt að undirbúa „rann- sóknarjarðveginn“ innan stéttarinnar. Til slíkra aðgerða mætti telja rannsóknarstyrki, þátttöku í útgáfu á rannsókn- arefni og stofnun rannsóknarnefndar. Athugasemd frá frá höfundum: Grein þessi er unnin upp úr enskri útgáfu af rannsókninni og er mjög mikið stytt. Mörgum heimildum er einnig sleppt. Höfundar gera sér Ijóst að ekki er víst að allir séu sammála valiþeirra á rannsóknum og munu taka meðþökkum ábend- ingum um rit eða greinar sem attu að bœtast í flokk rann- sókna í frœðunum. Verið er að vinna að frekari samantekt. HEIMILDIR: Atkins, Stephen E. 1988. Subject trends in library and information sci- ence research, 1975-1984. Library Trends36: 633-658. Busha, Charles H. og Stephen P. Harter. 1980. Research Methods in Libr- arianship : Techniques and Interpretation. New York : Academic Press. Buttlar, Lois. 1991. Analyzing the library periodical literature : content and authorship. College and Research Libraries 52: 38-53. Cano, Virginia og C. Rey. 1993. Ten Years of Spanish Library and In- formation Science Research: a Bibliometric Study. Paper presented at the 59th IFLA Conference, Barcelona, Spain, August (197-THEORE). Clyde, Laurel A. 1992. Introduction to research in school librarianship. Australian Library Review 9(3): 182-185. Dyer, Hilary og Richard Stern. 1990. Overcoming barriers to library and information science research : a report of the First Advanced Research Institute held at the University of Illinois at Urbana-Champaign. Intemational Journal of Information and Library Research 9: 173-185. Eisenberg, Michael B. 1993. Current research. School Library Media Qu- arterly 21(4): 241. Feehan, Patricia, W. Lee Gragg, W. Michael Havener og Diane D. Kest- er. 1987. Library and information science research : an analysis of the 42 Bókasafnið 18. árg. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.