Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 58

Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 58
Dr. Björn Þorsteinsson, Búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri Rannsóknastörf á landsbyggðinni „reynslusögur og draumar“ Erindi haldið á 20 ára afmœlishátíð Félags bókasafnsfrœðinga 12. nóvember 1993 að var ekki fyrr en ég fór í framhaldsnám til Svíþjóðar upp úr 1980 sem ég fór að nota bókasöfn af alvöru. Ég hafði áður komið á ýmis söfn hér heima en aldrei í þeim til- gangi að vaka yfir einhverju tilteknu sviði viðfangsefnis, heldur voru þetta forvitnisferðir þar sem gluggað var í hill- ur af handahófi. Mig minnir að það hafi ekki reynt mikið á hæfni okkar til að nýta bókasöfn þegar ég var í líffræði- námi við Háskóla íslands. Á Stokkhólmsháskóla þar sem ég var á grasafræðistofn- un um 7 ára skeið var málum þannig fyrir komið að við skólann var feikistórt aðalbókasafn í nýrri stórbyggingu. Jafnframt var á grasafræðistofnuninni sem var þó aðeins 10 mín. gangur frá aðalsafni vel búið sérbókasafn á sviði grasa- fræði sem sinnti þörfum þeirra 4 deilda sem stofnunin hýsti. Það þótti mikil breyting þegar aðalsafnið var, nú fyrir um 10 árum síðan, vætt tölvuneti með útstöðvum víða um húsið þar sem hægt var að fletta upp á bókum og tímarit- um í eigu safnsins. M.ö.o. margir töpuðu fljótlega æfingu í að fletta upp í spjaldskrá úr pappír. Hver nemandi og starfsmaður skólans fékk sitt segulkort með strikamerki sem notað var til að skrá inn í tölvu útlán hvers lánþega og bækurnar höfðu einnig sín strikamerki þannig að það tók aðeins augnablik að spyrða saman í tölvuminni nafn á lán- þega og nafn á riti. Þetta þóttu allt miklar framfarir og nýjungar á þessum tíma en þykir sjálfsagt núna á stórum bókasöfnum. Á grasafræðistofnun Stokkhólmsháskóla voru starfandi 1-2 bókasafnsfræðingar sem voru með 4-6 tíma viðveru á dag. Þetta fólk veitti þjónustu sem mig hafði aldrei dreymt um þá. Hægt var að skilja eftir lista á borði bókasafnsfræð- ingsins yfir þær heimildir sem safngesti vanhagaði um og safnið átti ekki í sínum fórum. Á fáum dögum bárust svo greinarnar inn á skrifborð viðkomandi starfsmanns. Fyrir mörg viðfangsefni var safnið þarna á stofnuninni mjög gott. Ég komst fljótlega upp á lag með að tölvuskrá strax allt sem ég viðaði að mér og það var til mikillar hag- ræðingar t.d. bara við það að hirða úr hillum. Þá gildir að raða skránni í stafrófsröð eftir tímaritum (ekki höfúndum) og í aldursröð. Þá var hægt að fara í beinan göngutúr í gegnum tímaritadeildina og kippa úr hillunum því sem við átti í beinni röð. Eitt mátti þó finna að þessu annars ágæta safni og það var að ljósritunarvél var á næstu hæð fyrir neð- an þannig að það þurfti að bera gögn út af safninu til ljós- ritunar. Það vakti athygli mína fljótlega að tímarit á vissum svið- um voru ekki til í Stokkhólmi. Það voru tímarit sem tengd- ust hagnýtum þáttum grasafræðinnar, grasafræði t.d. nytja- grasa og landbúnaðar. Þá þurfti að biðja um millisafnalán til bókasafnsins á landsbúnaðarháskólann í Ultuna. Stund- um gat Ultuna ekki hjálpað upp á sakirnar heldur, þegar um var að ræða tímarit sem t.d. snertu gróðurhúsa- eða ilrækt. Slík rit þurfti að panta frá Alnarp á Skáni þar sem garðyrkjudeild landbúnaðarháskólans er staðsett. Niður- staðan var því sú að í Stokkhólmi var maður háður milli- safnalánum á tilteknum sérhæfðum sviðum þrátt fyrir vel búið safn 30.000 manna háskóla. Ekki datt manni þó í hug að þar með væru Stokkhólmsbúar staddir í erfiðri einangr- un því að millisafnalánin gengu hratt og hnökralítið fyrir sig. Þegar ég flutti heim og hóf störf við Búvísindadeildina á Hvanneyri kynnist ég bókasafni sem við fyrstu sýn virðist vera geymsla fyrir gamlar bækur og úrelt skjöl, en ekld lif- andi brunnur ferskra upplýsinga eins og til má ætlast af bókasafni. Ég fann ekkert þeirra tímarita sem ég hafði mest notað á mínum ferli. Ekki einu sinni tímarit almenns eðlis á borð við New Scientist var þar að finna. Ég var í samvinnu við tvo aðra búvísindakennara að hrinda af stað rann- sóknarverkefni á sviði lífefnafræði sykra í túngrösum og örlög þeirra við votheysgerjun. Sáralítil stoð var í bókasafn- inu við fræðilegan undirbúning þess, enda hafði skólinn engan starfsmann með sérmenntun á sviði bókasafnsfræði. Þarna var bara tekin upp póstur og raðað í hillur eftir atvik- um og flokkuð útlánaspjöld og gengið eftir að bókum væri skilað á tilteknum skilafresti. Ég man þegar ég spurði stúlku sem vann á safninu um millisafnalánsþjónustu, var svarið að svoleiðis væri ekki gert hér, best væri að biðja Guðrúnu á RALA hún kann það. Ég gleymdi þessu safni. Mér er minnistætt að þegar ég fór á vinnufúnd til Finnlands eitt vorið, eftir að ég var flutt- ur heim, kom ég við í Stokkhólmi og Ultuna og var 2-3 daga á bókasöfnum. Þetta gerði ég af því að ég var að vinna að yfirlitserindi um tengsl næringarefnabúskapar og kulda- þols í grösum. Ég held ég hafi verið með 500 síður af Ijós- ritum í farangrinum heim. Nú hefur það gerst á Hvanneyri að til safnsins hefur ver- ið ráðinn starfsmaður með fagmenntun á sviði bókasafns- fræði og við höfum verið að sjá litla byltingu á högum safnsins. Megninu af innihaldi safnsins hefur verið umrað- að í mun greinilegri og betur merkta skipan en áður var. Búið er að setja upp tölvu með Current Contents gagna- banka og nú er hægt að leita til safnsins með millisafnalán. Með öðrum orðum safnið er að lifna úr dauðri geymslu yfir í virkt bókasafn. Til þess að gera nú ekki safninu okkar á Hvanneyri of lágt undir höfði vil ég þó nefna nokkra kosti safnsins. í fyrsta lagi þá er safnið mjög sterkt á svið sögu íslenskra landbúnaðarrannsókna og er það meðal annars vegna þess að fyrir nokkrum árum gaf Tómás Helgason frá Hnífsdal ásamt konu sinni Vigdísi Björnsdóttur mjög ítarlegt safn rita um landbúnaðarmál á íslensku sem nær til upphafs út- gáfústarfsemi hér á landi. Það eru nokkrir fræðimenn sem hafa nýtt sér safnið sem sagnfræðisafn og nú síðast í sumar var íslenskur og bandarískur vísindamaður frá Iowa í heim- 58 Bókasafhið 18. drg. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.