Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 66

Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 66
Söguþræðir : handbók fyrir alla bóka- og barnavini / Anna Mar- grét Birgisdóttir. Reykjavík: Lindin, 1993. - 263 s. : myndir. 1 desember sl. kom út bókin Söguþræðir, hand- bók um efni barnabóka, sú fyrsta sinnar tegundar hér á Iandi. Hér eru raktir söguþræðir eitt þúsund og fimm bóka og eru þeir sérstaklega vel skrifaðir og skemmtilega fram settir. Eina sem mætti hugsan- lega setja út á þá er að, ef þeir eru hugsaðir til að hvetja börn til lesturs, mættu þeir stundum vera örlítið óræðari. Það er að segja að skilja eftir rúsínuna í pylsuendanum og hvetja börn þannig til að vilja vita meira um þessa bók sem lýst er svo skemmtilega. í formála Guðrúnar Helgadóttur alþingismanns og barnabókarithöfundar segir m.a.: „Það er því ekki lítil ábyrgð að velja barni lesefni sem eykur því þroska ...“, þetta virðist megintilgangur ritsins að aðstoða heimili, skóla og bókasöfn við að velja lesefni fyrir börn, frekar en að börn- in velji sjálf. Um val bóka í ritið segir höfundur í inngangi: „Islensku bækurnar eru heldur fleiri en þær þýddu þó að reynt hafi verið að hafa hlutfall sem jafnast“ hér er eins og höfundur sé ekki ánægður með að íslensku bækurnar séu fleiri en þær erlendu. Eru það ekki einmitt bækur eftir íslenska höfunda sem miðla okkar menningar- og reynsluheimi til barna okkar og þess vegna ætti frekar að telja það kost að hlutur íslenskra bóka sé meiri. Söguþráðunum er raðað í stafrófsröð eftir titli en jafn- framt eru þeir númeraðir til að auðvelda millivísanir. 5 söguþræðir eru settir aftan við í viðauka og er í raun óskilj- anlegt hvers vegna þeim var ekki fremur skotið inn í á rétt- an stað í stafrófsröð; t.d. hefði mátt merkja titilinn Breið- holtsstrákur í vetrarvist 113A o.s.frv. Við hvern söguþráð kemur fram á eftir titli: höfundur, útgefandi og ár, auk þess koma fram neðst efnisorð og frummál bókar. Blaðsíðutal er oftast með en oft ekki og stundum er getið að um síðari út- gáfu sé að ræða en hvergi skýrt hvers vegna nema ef það á að standa í þessum orðum höfundar: „Við valið á bókun- um var tekið mið af því að þær væru aðgengilegar á söfn- um.“ Ef titlar teljast til ákveðins flokks bóka er honum að- eins lýst við fyrstu bók og þá vísað frá seinni titlum til hins fyrsta en í einstaka tilfellum er búið til samnefni fyrir flokk- inn. Þetta er mjög góð lausn til að forðast endurtekningar. I bókinni er sérstök skrá um verðlaunabækur röðuð fyrst eftir verðlaunaveitanda og svo eftir verðlaunaári. Fram kemur titill, númer söguþráðs og ár. Þar sem ártalið er aðalraðeining hefði verið eðlilegast að það kæmi fyrst og svo raðað innan árs í stafrófsröð. Nokkrar þessaraverð- launabóka hafa ekki verið teknar með í Söguþrœði. Auk þessa er bæði höfundaskrá og efnisorðaskrá þar sem vísað er í númer söguþráðs. Efnisorðaskráin er veikasti hlekkur bókarinnar. Notuð eru samsett efnisorð eins og t.d. „Afbrot og glæpir" en svo ef fletta á upp á „Glæpir“ er það ekki til sem efnisorð og þar af leiðandi er engin frávís- un. Einnig eru „Þjófnaðir", sem eru vissulega afbrot, sér- stakt efnisorð. Efnisorðið „Foreldrar" er ekki til en aftur á móti bæði „Einstæðir foreldrar" og „Stjúpforeldrar11. Þrátt fyrir galla í efnisorðaskrá er hér á ferðinni skemmtileg bók og gott hjálpartæki við val á bókum fyrir börn, sérstaklega ef velja á með tilliti til efnis. Letur er mátulega stórt og skýrt, hver bókstafur hefst á mynd af bókstaf sem veldur því að í uppsetningu texta er oft tómarúm sem hefði stundum mátt fylla með fleiri fal- legum myndum. Það sem gerir myndmál bókarinnar sér- staklega skemmtilegt eru ljósmyndir úr barnaleikritum Þjóðleikhússins en myndaskrá vantar. Bókarkápa er falleg með teikningum úr íslenskum barnabókum. Mynd er af höfundi á bakhlið og sögð á hon- um nokkur deili, sem ætti að vera föst regla. Hér er á ferð- inni skemmtilegt og frumlegt brautryðjandaverk sem von- andi verður framhald á. Regína Eiríksdóttir Landsbókasafni íslands Athugasemd við ritdóm íslensk bókfræði í nútíð og framtíð : ráðstefna hald- in á Akureyri 20.-21. september 1990 : ásamt niðurstöð- um könnunar um efnisskrár og heimildalista í íslenskum bókasöfnum / ritstjóri Sigrún Magnúsdóttir. - [Akureyri] : Háskólinn á Akureyri, 1992. Vegna ritdóms Einars G. Péturssonar um ritið Islensk bókfrœði í nútíð ogframtíð, í Bókasafiinu 17. árg. 1993, sá ég mér ekki annað fært en að stinga niður penna. Tilefnið er umfjöllun hans um síðasta hluta ritsins „Könnun á bók- fræðiverkum íslenskra bókasafna11 og „Efnisskrár og heim- ildalistar í íslenskum bókasöfnum11. Ég verð að segja eins og er, að þegar ég opnaði ritið og fór að blaða í þessum hluta bókarinnar, þá rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds. Nafn bókasafns Fjölbrautaskólans í Breiðholti kom fyrir undir því næst hverju efnisorði. Það Ieit út fyrir að í bóka- safni FB væru til þessir fínu heimildalistar um allt milli himins og jarðar. Og það vakti líka athygli mína, eins og Einars, að allar skrár eða heimildalistar frá FB skuli vera taldar prenthæfar! Þarna hlaut að vera einhver misskilningur á ferðinni. En því miður er ekki svo. Þetta stendur þarna, svart á hvítu og verður þannig framvegis. Og ég get ekkert annað gert en að biðjast afsökunar á þessu fyrir hönd safnsins og sverja af mér alla þátttöku í þessari könnun. Auðvitað vissi ég að eitthvað var verið að vinna með heimildalistana og einnig lista og skrár frá öðrum söfnum, en allar upplýsingar sem ég fékk voru afskaplega takmarkaðar. Og ekki fékk ég próförk til yfirlestrar, ekkert sem birta átti var borið undir mig. Könnunin sem slík er ef til vill ágæt, en ég er sammála Einari að gera hefði átt betri greinarmun á efnisskrám og heimildalistum, þannig að úrvinnslan hefði orðið allt önn- ur. Einnig hefði verið eðlilegra að gefa hana út í sérhefti og þá einhverju ódýru fjölriti. Þannig hefði könnunin orðið betra hjálpargagn fyrir bókaverði í heimildaleit. En víkjum að listum Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Það er rétt að þar eru til fjölmargir heimildalistar sem hafa ver- ið unnir í sambandi við verkefni og ritgerðasmíð nemenda og einnig eigum við töluvert af listum sem við höfum sankað að okkur gegnum árin og eru m.a. frá öðrum skóla- söfnum á framhaldsskólastigi. Við samningu okkar heim- ildalista er notað ákveðið verklag við uppsetningu og frá- gang, en þeir miðast nær eingöngu við það efni sem til er á safninu. Þeir hafa því takmarkað gildi fyrir aðra, nema að hægt er að afla efnis eftir þeim og byggja aðra lista á þeim. 66 Bókasafnið 18. árg. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.