Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Side 18
18 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 JjV Heimir Már Pétursson er nýr framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins. DV-mynd ÞÖK Dagur í lífi Heimis Más Péturssonar, nýs framkvæmdastjóra Alþýðubandalagsins: Pólitískur refur, bragðarefur eða kannski Mikki refur? -voru vangavelturnar á Alþingi þegar fréttir bárust af forseta íslands í Danmörku Það kemur vel á vondan að eina útvarpsstöðin sem útvarpsvekjar- inn minn samþykkir er Kanaút- varpið. Eftir að loftnetið slitnaði af klukkunni sendi hún lengi vel að- eins frá sér truflanir en af ein- hverjum dularfullum ástæðum tók svo Kaninn upp á því að vekja mig, að vísu dálítið bjagaður. Eftir hefðbundin morgunstörf var Mogginn gripinn og haldið upp á efri hæðina þar sem Boxer og Tinni teygðu sig letilega á fætur. Þá var að hleypa Blíðu inn úr kuldanum en hún stendur vaktina um landareignina á næturnar. Kettimir vita að fyrsta verk tvífæt- linganna á heimilinu á morgnana er að gefa þeim að borða. Hvort á það nú að vera kanínugúllas eða túnfiskur? Á meðan kettimir smjatta á morgunmatnuiH reyki ég fyrstu sígarettu dagsins á meðan blaða- maður Morgunblaðsins lýsir fyrir mér hlýjum móttökum sem forseti íslands og frú fengu hjá dönsku konungsijölskyldunni. Ólafur Ragnar kann sig sem þjóðkjörinn forseti og hellir sjálfur upp á kaffi fyrir danskan blaðamann. Og svo bað hann guð að blessa Margréti Þórhildi og fjölskyldu hennar. Öðruvísi sjónarhorn Eftir stuttan stans á skrifstofu Alþýöubandalagsins hélt ég niður á Alþingi til að sitja mikilvægan fund. Kom við á pósthúsinu til að sækja málverk sem vinur minn Bjartmar Guölaugsson málaði og sendi mér frá Danaveldi. Þar hefur Bjartmar brillerað sem myndlist- ar- og tónlistarmaður undanfarin ár og myndin mín hefur farið víða til sýningar. Enda gerði borgar- stjórn Óðinsvéa Bjartmar að borg- arlistamanni. í mínu fyrra starfi var ég vanur að bíða fyrir utan fréttnæma fundi í stjómmálunum. Nú horfir svo við að ég sit fyrsta fund fulltrúa Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Kvennalista og Þjóðvaka um hugs- anlega samvinnu eða jafnvel sam- einingu þessara flokka fyrir næstu kosningar. Óneitanlega er þetta annað sjónarhorn. Ég velti því fyr- ir mér hvort ég sé nútímalegur jafnaðarmaður eða bara gamal- dags kreppukommi en kemst svo fljótlega að þeirri niðurstöðu að „ég sé bara ég, ekki annar“ eins og Megas komst að orði í einum texta sinna. Frakkar mynda brúðkaup homma Eftir þennan fyrsta alvörufund um vinstra samstarf og spjall við nokkra fyrrverandi kollega í blaða- mannastétt lá leiðin út á Hótel Loftleiðir til að taka á móti frönsk- um sjónvarpsfréttamanni. Hann er fyrstrn- til landsins af fjögurra manna hópi sem ætlar að fylgjast með því þegar tveir vinir mínir staðfesta samvist sína í dag. Frökkum þykja íslensku samvist- arlögin merkileg. í landi rómantík- urinnar þykir ekki við hæfi sam- kvæmt lögum að tveir karlmenn eða tvær konur bindi trúss sitt. Ekkert upplýsingartímabil hjá Frökkum í þeim efnum. Svona erum við miklir menn íslendingar, að frátöldum nokkrum Lundakoll- um í Eyjum og fommönnum á fasta landinu. Eftir að Frakkanum hafði verið skilað inn á hótel lá leiðin á nýjan leik út á Alþingi. Þar voru atburð- ir dagsins ræddir við nokkra þing- menn, bæði úr Alþýðubandalagi og öðrum flokkum. Þau tíðindi höfðu borist frá Danaveldi að bílalest for- seta íslands og Danadrottningar hefði keyrt yfir ref. Menn ræddu hvort það hefði verið pólitískur refur, bragðarefur eða bara ósköp venjulegur danskur refur. Von- andi barnanna vegna að þetta hafi ekki verið Mikki refur. Margrét Frímannsdóttir, for- maður minn, fjarstýrir Alþýðu- bandalaginu þessa dagana með öll- um þeim leiðum sem rafræn tækni nútímans býður upp á. Ég hef ekki tölu á öllum þeim erindum sem sinna þurfti fyrir hana þennan dag. Við áttum nokkur ítarleg sam- töl um hitt og þetta. Það einkennir samtöl mín við Margréti að ég fer frá þeim verkefnum hlaðinn og ekkert nema gott um það að segja. Kvöldmaturinn var snæddur undir fréttaflutningi útvarps og sjónvarps. Ég er orðinn sérþjálfað- ur í að hlusta bæði á sjöfl-éttir RÚV og horfa á ísland í dag. Þetta kvöldið tróð Rúnar Þór, bróðir minn og tónlistarmaður, upp á Stöð 2 með eitt af nýju lögunum sínum. Eftir fréttir var aftur rætt við Frakkann. Það er að mörgu að hyggja fyrir myndatöku af brúð- kaupinu. Og þegar ég dottaði um síðir fyrir framan sjónvarpið man ég hvorki á hvaða stöð ég var að horfa né hvað var á skjánum. Síð- asta hugsunin fyrir svefhinn var: Það verður mikið að gera á morg- un. En kötturinn til fóta hefur sjálfsagt verið aö velta því fyrir sér hvað hann fengi í morgunmat. Finnur þu fimm breytingar? 386 Nafn: _ Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruð áttugustu og fjórðu getraun reyndust vera: Brynjar Lárus Brynjarsson Anna Katrín Sveinsdóttir Víðimýri 6 Gaukshólum 2 550 Sauðárkróki 111 Reykjavík. Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriöi skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi, að verðmæti kr. 4.900, frá Bræðmnum Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1.790. Annars vegar James Bond- bók- in Gullauga eða Goldeneye eftir John Gardner og hins vegar bók Luzanne North, Fín og rík og liðin lík. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagiö með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 386 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.