Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1996, Page 54
LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 JL>V 62 fréttir íslensk erfðagreining tekin til starfa: Island er kjörið fyrir þessar rann- sóknir - segir dr. Kári Stefánsson forstjóri Rannsóknafyrirtækið íslensk erfðagreining M. tók formlega til starfa í Reykjavík i gær í fuilkominni aðstöðu við Lyngháls 1. Tugir ís- lenskra og erlendra sérfræðinga hafa verið ráðnir til fyrirtækisins en meg- instarfsemin er leit að erfðafræðileg- um orsökum sjúkdóma eins og syk- ursýki, gigtar og astma. Forstjóri og stofnandi íslenskrar erfðagreiningar er dr. Kári Stefánsson sem getið hef- ur gott orð af sér í erfðarannsóknum á alþjóðlegum vettvangi en hann starfaði lengi við rannsóknir í Bandaríkjunum. Fyrirtækinu var Meypt af stokkun- um með fjármagni frá bandarískum áhættufiárfestum. Stofnendur vona að fyrirtækið sé upphaf nýs atvinnu- vegar á íslandi. Það auki íjölbreytni á sviði iðnaðar í landinu og skapi vel menntuðu fólki atvinnu. „ísland er sannkallað kjörlendi fyrir þessar rannsóknir. Hér gefst okkur kostur á að stunda mannerfða- fræði af bestu gerð, og við væntum þess að gera uppgötvanir sem munu nýtast í framtíðinni við heilsugæslu jafnt hérlendis sem erlendis," sagði Kári m.a. við opnunina í gær. -bjb Lúsafaraldur víða í skólum Nokkrir starfsmanna íslenskrar erfðagreiningar að störfum en fyrirtækiö hóf starfsemi í gær. Fremstar á myndinni eru þær Anna Sigurlína Einarsdóttir og Sóley Björnsdóttir. DV-mynd S „Við gerum ráð fyrir að búið verði að ráða niðurlögum lúsarinn- ar á mánudag og þá byrjar kennsla aftur í skólanum. Við vildum taka þessar öryggisráðstafanir að loka skólanum til að hefta útbreiðslu lús- arinnar. Það er ekkert alvarlegt ástand í gangi'hér og þetta er aðeins í annað skiptið undanfarin 16 ár sem ég hef starfað hér sem lúsafar- aldur kemur upp á svæðinu," segir Vaka Kristjánsdóttir, hjúkrunar- fræðingur í Reykholtsdal. Eins og kom fram i DV í gær var Kleppjámsreykjaskóla lokað í tvo daga vegna lúsafaraldurs og einnig dagheimilinu í Reykholtsdal. Lúsa- faraldur hefur verið víða í skólum landsins í haust og tveimur skólum, á Kjalamesi og í Miðfirði í Húna- vatnssýlsu, var lokað tímabundið fyrr í haust vegna ágangs lúsarinn- ar. -RR Framsókn í 80 ár FRAMSÓKNARFLOKKURINN 1916-1996 Afmælishátíð Framsóknarflokksins haldin í Háskólabíói laugardaginn 23. nóvember kl. 13.45 Dagskrá: Kársneskórinn stjórnandi Þórunn Björnsdóttir - undirleikari Marteinn H. Friðriksson Ávarp Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins Kvennakór Reykjavíkur stjórnandi Margrét Pálmadóttir - undirleikari Svana Víkingsdóttir Ávarp Hildigunnur Árnadóttir, framhaldskólanemi Einsöngur - Rannveig Fríða Bragadóttir, messosópransöngkona - undirleikari Gerrit Schvil Ávarp - Hákon Skúlason, bókmenntafræðinemi Söngur - Emilíana Torrini - undirleikari Jón Ólafsson Karlakórinn Heimir stjórnandi Stefán R. Gíslason - undirleikarar Thomas Higgerson og Jón St. Gíslason Kynnir: Haraldur Ólafsson, dósent Að lokinni dagskrá verður boðið uppá kaffiveitingar í andyri Háskólabíós Afmælishátíðin er öllum opin Framsóknarflokkurinn Bílagæslan við Leifsstöð: Yfirfullt á álagstímum DV, Suðurnesjum: „Þetta hefur sprungið tvisvar hjá okkur. Mun fleiri ferðamenn hMa í þessi skipti komið með bíla sína í gæslu en pláss er fyrir hjá okkur. Við höfum fengið Mnot M svokölluð- um brottfararstæðum og nú eru þetta um 600 stæði en það dugar ekki til,“ sagði Smári Helgason, stjóri Bifreiðagæslunnar við Leifs- stöð. Mikið hefur verið að gera hjá fyrirtækinu að undanförnu. Smári segir að stærstu topparnir séu í júní og ágúst og svo verslunar- ferðirnar á haustin sem stöðugt verða umfangsmeiri. Bifreiðagæsl- an tók til starfa um mitt ár 1993 en áður kom fyrir að bílar voru skemmdir við flugstöðina á meðan eigendur dvöldu erlendis. En síðan gæslan tók til starfa er það úr sög- unni enda bílar í góðri gæslu allan sólarhringinn. Frá 1. desember til 1. apríl er öll- um frjálst að leggja bílum hjá gæsl- unni eða á eigin áhyrgð. Einnig er hægt að fá bílana geymda inni yfir Smári Helgason. DV-mynd ÆMK vetrar- timann. Hjá Bifreiðagæsl- unni eru 7 stöðugildi en yfir vetrar- timann, þegar frjálst er að leggja, eru þau 4. -ÆMK Hulda Jóhannsdóttir Hulda Jóhannsdóttir ljósmóðir, Skeljagranda 6, Reykjavík, verður sjö- tug á morgun. Starfsferill Hulda er fædd í HMn- arfirði og ólst hún þar upp til 9 ára Mdurs. Hulda flutti þá til Hveragerðis. Hún stundaði nám við kvennaskóla Árnýjar Filippusdóttur á Hvera- bökkum í Hveragerði á árunum 1946 og 1947. Enn fremur nam hún við Ljósmæðraskóla íslands á árun- um 1956-1957. Hulda var ráðskona Garðyrkjuskóla ríkisins 1949-1950 og vann á því tímabili ýmis önnur störf við skólann um 15 ára skeið. Enn fremur vann Hulda við hjúkr- unarstörf á Heilsuhæli NLFÍ á árun- Hulda Jóhannsdóttir. um 1959-1965. Hún varð svo aðstoðarráðskona að Reykjalundi 1968-1970. Hulda starfaði svo við hjúkrunarstörf á Elli- heimilinu Grund á árun- um 1973-1994. Hulda hef- ur húið í Reykjavík síðan 1967 en það ár flutti hún frá Hveragerði. Fjölskylda Systkini Huldu eru: ÓIM- ur Lúðvík, vatnsveitu- stjóri á Keflavíkurflugvelli, f. 11.8. 1912, d. 3.5. 1993. Ágúst, f. 29.6. 1914, d. 1917. Ágúst, vélstjóri, f. 28.6. 1917, d. 1963. Kristrún manneldisfræðing- ur, f. 20.3. 1920, d. 1985. Svava Jó- hannsdóttir, f. 7.4. 1910. Hún er bú- sett í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.