Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 1
 Fá›u þúsund þakkir frá óvæntum gestum ÍSLEN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S N A T 24 84 1 1 0/ 20 04 Konunglegar mublur Húsgögn Pouls Reumerts á sýn- ingu í Þjóðminjasafninu | 25 Ungt fólk í sviðsljósið Unglist, listahátíð ungs fólks sett í 13. sinn í kvöld | 49 Íþróttir í́ dag KR-ingar og FH-ingar fá liðsstyrk í knattspyrnunni  Birgir Leifur stendur sig vel á Spáni Í ÞESSUM mánuði verður byrjað að bora fyrstu djúpborholuna hérlendis sem vonir standa til að geti gefið allt að tífalt meiri orku en venjuleg bor- hola á háhitasvæði. Stefnt er að því að bora þrjár djúpar borholur á næstu 15 árum og verður byrjað á þeirri fyrstu á vinnslusvæði Hita- veitu Suðurnesja á Reykjanesi. Það sem verið er að slægjast eftir er 400–600 gráða heit háhitagufa. Þess er vænst að holurnar geti gefið allt að 50 megawött hver, en til sam- anburðar er meðalafl venjulegrar borholu 4–5 MW. Guðmundur Ómar Friðleifsson, jarðfræðingur hjá Íslenskum orku- rannsóknum, ISOR, segir menn sjá fyrir sér hugsanlega margfalda aukningu afls upp úr háhitasvæðun- um. Eins konar eilífðarvél meðan hjarta jarðar slær „Málið er því stórt og varðar orkubúskap þjóðarinnar sem gæti leitt til endurmats á orkuforða þjóð- arinnar,“ segir hann. Um sé að ræða virk kerfi þar sem sprungurnar eru að myndast og því sé verið að nýta lifandi kerfi „þar sem jarðskjálftar og jarðskorpuhreyfingar sjá okkur fyrir sprungum og regn og haf sjá okkur fyrir vatni. Eldfjöllin sjá okk- ur fyrir hitanum og því er ekki fjarri lagi að kalla þetta einskonar eilífð- arvél meðan hjarta jarðar slær. “ Djúpborhola með 50 MW afli  Byrjað/4 GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að öruggur sigur hans í bandarísku forsetakosningunum á þriðjudag hefði veitt honum „pólitíska inneign“ sem hann ætlaði að eyða á nýju kjörtímabili í þau stefnumál, sem hann hefði kynnt bandarísku þjóðinni í kosn- ingabaráttunni. Nefndi hann umbætur á skatta- og almannatryggingakerfinu í því sambandi, menntamál og atvinnumál og þá sagðist Bush staðráðinn í því að vinna hryðjuverkastríðið svokallaða. Bush mætti til vinnu í Hvíta húsinu í gær, degi eftir að ljóst varð að hann hafði tryggt sér endurkjör sem forseti Banda- ríkjanna. Hann fundaði með ríkisstjórn sinni, í fyrsta sinn í þrjá mánuði, og hitti síðan blaðamenn. Hann var m.a. spurður um væntanlega uppstokkun á stjórninni og svaraði hann því til að hann hefði eng- ar ákvarðanir tekið. Þó mætti reikna með einhverjum breytingum./17–18 Reuters Hyggst eyða „pólitískri inneign“ sinni Washington. AP. ÞJÓÐVERJAR hafa afráðið að fækka frí- dögum ársins um einn til að hleypa aukn- um þrótti í heldur dauflegt efnahagslífið. Að sögn Wolfgangs Clements, ráðherra efnahagsmála, verður sjálfur „Sameining- ardagurinn“ fluttur til en 3. október ár hvert hafa landsmenn fagnað sameiningu Þýskalands árið 1990 með því að hlífa sér við vinnu. Þessi dagur verður fluttur til fyrsta sunnudags í október. „Þetta mun koma sér vel fyrir hag- kerfið,“ sagði Clement í gær. „Við getum betur stuðlað að auknum hagvexti með því að fækka frídögunum,“ bætti hann við. Níu opinberir frídagar eru nú á dagatali Þjóðverja en síðan getur hvert sam- bandsland skilgreint eigin hátíðisdaga. Þannig eru 13 slíkir á dagatalinu í Bæjara- landi þar sem menn eru í senn annálaðir fyrir dugnað og hollustu við katólsku kirkjuna. Hagvöxt frek- ar en frídag Berlín. AFP. ALVARLEGT flugatvik varð á Manchesterflugvelli síðdegis í gær þegar farþegaþota Atl- anta Europe, sem flugfélagið Excel Airways er með á leigu, lenti í árekstri við þotu frá flugfélaginu British Midland. Ekki urðu slys á fólki þrátt fyrir að vélarnar löskuðust töluvert. Alls 273 manns voru í Atlantaþotunni Atvikið átti sér stað klukkan 16:30 að staðartíma þegar vél- arnar voru á leið út á braut- arenda fyrir flugtak. Midland- þotan, sem er af gerðinni Boeing 737, rak stélið í væng Excel-þotunnar, sem er af gerðinni Boeing 767, og olli töluverðum skemmdum á vængnum. Um borð í Midland-þotunni voru 74 farþegar en 263 far- þegar í Excel-þotunni ásamt tíu manna áhöfn. Samkvæmt upplýsingum frá talsmanni Atlanta Europe voru ekki Ís- lendingar um borð í vélinni. Vélin var á leið til Goa á Ind- landi en ekki var vitað um ákvörðunarstað hinnar vélar- innar. Farþegar vélanna voru flutt- ir inn í flugstöðvarbygginguna og átti að koma þeim fyrir á hótelum. Ekki þurfti að loka flugvellinum vegna atviksins en vélarnar höfðu enn ekki verið fjarlægðar í gærkvöld. Atvikið var þegar tekið til rannsóknar hjá breskum rann- sóknaraðilum. AP Atlanta- þota í alvarlegu flugatviki Engir Íslend- ingar um borð ÖLLUM liðsmönnum palestínskra öryggissveita var í gærkvöldi skip- að í viðbragðsstöðu en hætta var talin á ókyrrð á heimastjórnar- svæðum Palestínumanna vegna frétta um að Yasser Arafat lægi banaleguna. Fregnir þess efnis um miðjan dag í gær að Arafat væri þegar látinn voru bornar til baka en palestínskir embættismenn við- urkenndu að líðan hans væri graf- alvarleg. AFP-fréttastofan hafði eftir frönskum læknum að í læknis- fræðilegum skilningi væri Arafat enn á lífi. Hann hefði hins vegar fallið í dá sem hann myndi ekki vakna úr og að honum væri í reynd haldið á lífi með öndunarvélum. Var Arafat sagður „heiladauður“. Fyrr um daginn hafði talsmaður franska hersjúkrahússins sem Arafat liggur nú á í útjaðri Parísar borið til baka fregnir þess efnis að Arafat væri látinn. Hafði Jean- Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, hins vegar þá látið hafa eftir sér að Arafat væri látinn, hefði dáið fimmtán mínútum fyrr. Þessa yfirlýsingu dró aðstoðar- maður Junckers síðar til baka. „Guð blessi hann“ „Þetta er rangt. Ef forsetinn væri látinn, myndi allur heimurinn vita um það,“ sagði Azzam al- Ahmed, upplýsingamálaráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, við AFP. „En það er rétt að hann er alvarlega sjúkur.“ Neituðu pal- estínskir embættismenn, þ.á m. Ahmed Qurei forsætisráðherra, því einnig að Arafat væri í dauðadái. Vel er fylgst með veikindum Arafats í Ísrael og ítrekaði Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, í gær að ekki kæmi til greina að Arafat yrði jarðaður í Jerúsalem. „Þetta mun ekki gerast á meðan ég er við völd, og ég hef ekki í hyggju að láta af völdum,“ hafði ísraelska útvarpið eftir Sharon. Eru Ísraelar sagðir aðeins munu samþykkja að Arafat verði greftr- aður á Gaza-svæðinu, ekki komi til greina að hann verði lagður til hinstu hvílu á svæði sem Ísraelar ráða. George W. Bush Bandaríkjafor- seti var spurður að því hvernig hann brygðist við fréttum um að Arafat væri látinn. „Mín fyrstu viðbrögð eru þau að segja: guð blessi hann,“ sagði Bush. „Næstu viðbrögð mín eru þau að við mun- um halda áfram að vinna að stofn- un sjálfstæðs palestínsks ríkis sem á friðsamleg samskipti við Ísrael.“ Arafat sagður vera í dauðadái Reuters Palestínumenn halda á lofti mynd af Yasser Arafat í Hebron í gærkvöldi. Líðan Arafats var sögð tvísýn. Palestínskar öryggissveitir í viðbragðsstöðu STOFNAÐ 1913 302. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.