Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR edda.is Kristofer Boone er stærðfræðisnillingur en veit ekkert um tilfinningar. Þegar hann finnur dauðan hund nágrannans hefur hann rannsókn. Lausnin er stærri en nokkurn hefði órað fyrir ... hún breytir lífi hans. Trúið öllu hrósinu! „Trúið öllu hrósinu: Stórkostleg og hrífandi bók.“ - The Scotsman Frumútgáfa bæði í kilju og bandi. Þú velur! Ein mest selda og vinsæl- asta bók hins ensku- mælandi heims á árinu 2004! 1.500.000 eintök seld! Ein af þessum örfáu bókum sem allir verða að lesa. WHSmith Barnabók ársins 2004 WHSmith Skáldsaga ársins 2004 Whitbread verðlaunin 2004 LA Times- verðlaunin Guardian- verðlaunin 2003 1. sæti Metsölulisti PE - Börn og unglingar 8. sæti Skáldverk 27. okt. – 2. nóv. LÍÐAN mannsins sem ráðist var á með eggvopni í íbúð á Hverfisgötu aðfaranótt miðvikudags er stöðug, að sögn læknis á gjörgæsludeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Hann gekkst undir aðgerð og var um tíma í öndunarvél en losnaði úr henni fljótlega. Meintur árásarmaður situr nú í einangrun á Litla-Hrauni. Lög- reglan í Reykjavík lagði hald á nokkra hnífa í íbúð hans en ekki er að fullu ljóst hverjum var beitt við árásina. Ekki ljóst hvaða vopni var beitt ÚRVINNSLUGJALD verður lagt á heyrúlluplast frá og með næstu áramótum eða væntanlega 25 krón- ur á hvert kíló en gjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði vegna meðhöndlunar notaðs heyrúllu- plasts og þeim kostnaði sem hlýst af endurnýtingu þess. Á bilinu 1.600– 1.800 tonn af heyrúlluplasti eru flutt árlega til landsins en fram til þessa hefur plastinu ekki verið safnað með skipulögðum hætti. Hefur mestu af því verið hent á sorphauga eða það verið brennt en urðun plasts eða brennsla heima á bæjum er nú ekki heimil. Ólafur Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, segir að nú á næstunni verði auglýstir skilmálar fyrir aðila til þess að starfa við að safna plastinu saman og koma því endurvinnslu. Ólafur segir úrvinnslugjaldið á plastið muni eingöngu renna til endurvinnslu þess. Gjald lagt á hey- rúlluplast bænda Morgunblaðið/RAX ORKUVEITA Reykjavíkur (OR) mun kaupa og reka kaldavatns- veitu á Álftanesi frá og með næstu áramótum ef samningar nást við Sveitarfélagið Álftanes. Bæjarráð Álftaness samþykkti á fundi sínum í gær að fela bæjarstjóra að ljúka samningaviðræðum við OR. Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri OR, segir að það liggi beint við að taka yfir rekstur kaldavatns- veitunnar á Álftanesi, enda sjái OR nú þegar um hitaveituna þar í bæ. Kaupi OR vatnsveituna á Álfta- nesi mun verð til neytenda haldast svipað og áður, en Guðmundur seg- ir að notað verði annað kerfi en nú til þess að reikna út kostnað. „Þeir eru með hlutfall af fasteignamati en við notum fermetra í íbúð. Hjá einstökum notendum getur þetta breyst eitthvað en að jafnaði er þetta mjög svipað verð.“ Guðmundur segist vonast til þess að gengið verði frá samningum um kaupin á næstu dögum. Ekki er ljóst hvert kaupverðið verður, enda ekki búið að ganga frá samningum. OR kaupir vatns- veitu á Álftanesi STARFSMENN Bensínorkunnar voru að störfum í Súðavík í vikunni við að setja upp nýja sjálfs- afgreiðslustöð þar sem áður var bensínstöð Skelj- ungs. For- ráðamenn Bensín- orkunnar ákváðu að opna stöð í Súðavík vegna óánægju með að fá ekki kost á lóð á Ísafirði undir bensínstöð. Þó að Orkustöðin hafi verið opnuð verður hún formlega vígð á morgun, laugardag. Orkan með stöð í Súðavík LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um stuðning við einstæða for- eldra í námi. Flutningsmaður tillögunnar er Bjarkey Gunnarsdóttir, varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Meginefni tillögunnar er að Alþingi álykti að fela menntamálaráðherra að skipa starfshóp sem móti tillögur um aðgerðir til að bæta að- stöðu einstæðra foreldra í námi með fjárhags- legum og félagslegum stuðningi. Markmiðið sé að einstæðir foreldrar geti fylgt jafnöldrum sínum í námi á framhaldsskólastigi og stundað nám á efri skólastigum til jafns við aðra. Varaþingmaðurinn segir í greinargerð tillög- unnar að hér sé um gríðarstóran þjóðfélagshóp að ræða sem geti átt harla erfitt um vik þegar komi að því að sækja sér menntun og stunda sitt nám. Hún segir ennfremur að einstæðar mæður skili sér illa í framhaldsskólanám. „Að- eins 32,9% þeirra sem eru 19 ára eða yngri stunda nám á framhaldsskólastigi,“ segir hún. „Þá eru rúm 4% einstæðra mæðra 30 ára og eldri við nám á framhaldsskólastigi.“ Í grein- argerðinni segir einnig að hlutfall einstæðra foreldra, feðra og mæðra, á aldrinum 20–29 ára sem stundi nám á háskóla- eða sérskólastigi sé um 15,1%. Geti orðið mörgum ofviða „Kostnaðurinn við að afla sér menntunar getur hæglega orðið mörgum ofviða og þarf þá ekki einstæða foreldra til,“ segir ennfremur í greinargerð. „Hins vegar gefur auga leið að fjárhagsstaða þeirra [einstæðra foreldra]er yf- irleitt erfiðari en vísitölunámsmannsins ef svo mætti að orði komast. Lánasjóður íslenskra námsmanna hleypur undir bagga með skóla- fólki upp að vissu marki en það takmarkast við háskólanám og það sérskólanám sem telst láns- hæft samkvæmt reglum lánasjóðsins. Út af stendur allt almennt nám á framhaldsskólastigi og kemur það afar illa við einstæða foreldra sem hafa orðið að gera hlé á skólagöngu sinni vegna fjölskylduaðstæðna. Eðlilegt væri að sá starfshópur, sem hér er gerð tillaga um, færi vandlega yfir það hvort ekki þurfi að breyta lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna á þann veg að námslán verði einnig veitt til for- eldra sem eru að hefja nám á framhalds- skólastigi á nýjan leik.“ Að fleiru þurfi þó að hyggja en fjárhagslegri hlið málsins. „Félagslegar aðstæður verða að vera þannig að einstæðir foreldrar geti yfir höfuð sinnt sínu námi. Þar verður einkum að staldra við húsnæðismál, dagvistun og leik- skólamál. Verðlag á almennum leigumarkaði hér á landi er með þeim hætti að slíkt húsnæði er engan veginn á færi venjulegra einstæðra foreldra ætli þeir sér að taka nám fram yfir vinnu. Víst er að margir eiga ekki annarra kosta völ en að búa í foreldrahúsum til að láta enda ná saman þótt sú leið sé ekki endilega ávísun á betri aðstæður til að sinna t.d. heima- námi,“ segir í greinargerð tillögunnar. „Við viljum öll státa af jafnrétti til náms í okkar þjóðfélagi og það felur m.a. í sér greiðan aðgang að námi á framhalds- og háskólastigi án tillits til efnahags, búsetu eða fjölskyldu- aðstæðna,“ segir að síðustu. Stuðningur við einstæða í námi HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær ökumann bíls sem ákærður var fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa ekið bíl sínum yfir á rang- an vegarhelming á Vesturlands- vegi með þeim afleiðingum að far- þegi í bíl sem kom úr gagnstæðri átt lést. Slysið varð í ágúst 2002 við bæ- inn Fiskilæk í Leirár- og Mela- hreppi. Að mati Hæstaréttar þótti sannað að bíll ákærða hefði verið á röngum vegarhelmingi miðað við akstursstefnu þegar áreksturinn varð. Hvorugur ökumannanna hefði getið borið um aðdraganda árekst- ursins vegna minnisleysis, en báðir slösuðust alvarlega. Þá taldi Hæstiréttur að skoðun sem gerð var á bílunum eftir áreksturinn hefði hvorki verið ít- arleg né til þess ætluð að leiða í ljós orsakir árekstursins. Á grund- velli hennar varð því ekki útilokað að bilun hefði orðið í bíl ákærða skömmu fyrir áreksturinn. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að orsök árekstursins væri óupp- lýst og því ósannað að bíll ákærða hefði verið á röngum vegarhelm- ingi vegna gáleysis hans. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason og Ingibjörg Benediktsdóttir. Verjandi ákærða var Guðmundur Ágústsson hdl. og sækjandi Sigríður Jósefsdóttir frá ríkissaksóknara. Gáleysi bílstjór- ans ósannað BÆJARRÁÐ Sveitarfélagsins Ölf- uss hefur samþykkt að veita Vega- gerðinni framkvæmdaleyfi vegna lagningar Suðurlandsvegar um Svínahraun. Bæjarstjórinn segist hafa vissu fyrir því að þingmenn kjördæmisins muni tryggja nægilegt fjármagn til að byggð verði mislæg gatnamót við Þrengslaveg. Hægt verður að bjóða framkvæmdina út fljótlega, samkvæmt upplýsingum vegamálastjóra. Vegagerðin hefur verið að undir- búa lagningu nýs vegar frá Litlu kaffistofunni, um Svínahraun og að Hveradalabrekku. Suðurlandsvegur styttist við þessa framkvæmd og tvær erfiðar beygjur leggjast af. Til stóð að bjóða út verkið með stefnu- greindum gatnamótum á Þrengsla- vegamótum. Bæjarstjórn Ölfuss hafnaði beiðni Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi nema þar yrðu byggð mislæg gatnamót. Vegagerðin taldi að það myndi kosta 100 millj- ónir til viðbótar, taldi sig ekki hafa fjármagn til að leggja í það og hefur ekki treyst sér til að bjóða verkið út nema fyrir liggi framkvæmdaleyfi. Bæjarstjórnir flestra stærri sveit- arfélaga á Suðurlandi, samtök þeirra og fleiri aðilar hafa tekið undir skoð- anir bæjarstjórnar Ölfuss. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir að þrátefli hafi verið komið upp og hætta á að ekkert yrði úr þessari framkvæmd. Bæjarstjórnin hafi fengið vissu fyrir því að þingmenn Suðurkjördæmis mundu tryggja nægilegt fjármagn til þess að hægt yrði að byggja þarna mislæg gatna- mót. Það væri grundvöllur þess að bæjarráð hefði ákveðið að veita leyfi til framkvæmda. Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri segir að verkhönnun sé á lokastigi og megi búast við því að lagning veg- arins verði boðin út fljótlega eftir að framkvæmdaleyfi berst. Hann segist þó ekki geta tjáð sig um það á þess- ari stundu hvort gert yrði ráð fyrir mislægum gatnamótum í útboðinu, það færi eftir nýju kostnaðarmati sem nú væri verið að vinna. Morgunblaðið/Sverrir Hættuleg beygja á Suðurlandsvegi við Þrengslavegamót lagast hvort sem þar verða byggð mislæg eða stefnugreind vegamót. Bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfi á Suðurlandsvegi um Svínahraun Mislæg gatna- mót verði við Þrengslaveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.