Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 49
UNGLIST, listahátíð ungs fólks, verður sett í þrettánda sinn í Tjarn- arbíói í kvöld. Birgir Örn Thorodd- sen, Bibbi Curver, setur hátíðina að þessu sinni en hún hefst á rokkbræð- ingi. Fram koma hljómsveitirnar Lada Sport, Búdrýgindi, Mammút, Lokbrá, Coral, Isidor, Hoffmann, Ar- mæða og Tonik. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og er húsið opnað hálf- tíma fyrr. Ekki er orðið of seint að gerast þát- takandi í Unglist 2004 en á sama tíma og hátíðin hefst verður mynd- listamaraþoni hleypt af stokkunum. Unglist stendur til 13. nóvember með fjölbreytilegum uppákomum úr heimi dans, tísku, leiklistar, myndlistar og tónlistar. Allir viðburðirnir fara fram í Tjarnarbíói og sem fyrr er ókeypis inn. Ákveðinn stökkpallur Ása Hauksdóttir er deildarstjóri menningarmála hjá Hinu húsinu, sem stendur fyrir hátíðinni. „Fyrst og fremst er unglist vettvangur fyrir ungt fólk og alla aðra í samfélaginu að sjá og heyra hvað ungt fólk er að gera á sviði menningar og lista. Meg- inmarkmiðið er að koma ungu fólki í sviðsljósið,“ segir hún og bætir við að hátíð sem þessi hafi mikið gildi. „Ég held hún hafi ómetanlegt gildi og maður hefur séð það síðastliðin þrettán ár að margir sem hafa verið að stíga sín fyrstu skref á unglist hafa síðan sannað sig úti í listheiminum,“ segir Ása og tekur Bibba Curver og Mínus sem dæmi. „Þetta hefur verið ákveðinn stökkpallur áfram. List verður aldrei til úr engu. Það verður að vera vettvangur, ekki bara fyrir atvinnulistamenn heldur líka gras- rótina. Listamenn þurfa að geta próf- að list sína á áhorfendum og við góðar aðstæður,“ útskýrir Ása. Líka fyrir þá sem eldri eru „Þó að þeir sem stígi á sviðið hafi meðalaldur um tvítugt þá er Unglist ekki síður fyrir þá sem eldri eru til að kynna sér hvað er í gangi hjá unga fólkinu,“ segir hún, en hátíðin hefur jafnan verið vel sótt. Þátttakendur eru líka margir. „Á þessum kvöldum stíga á svið hátt í fimm hundruð manns. Það er alveg ómetanlegt.“ Unga fólkið tekur virkan þátt í skipulagningunni og segir Ása það góða þjálfun. „Þetta er svo mikið tækifæri fyrir unga fólkið sem heldur utan um hvern viðburð. Þá læra þau viðburðastjórnun en það eru ótal at- riði sem þarf að huga að í sambandi við hvert kvöld.“ Unglist | Rokkbræðingur og myndlistarmaraþon á fyrsta degi List verður ekki til úr engu Morgunblaðið/Þorkell Alla dagskrána má skoða á www.unglist.is ingarun@mbl.is Lokbrá er á meðal þeirra hljóm- sveita sem stíga á svið á rokkbræð- ingi við upphaf Unglistar í Tjarn- arbíói í kvöld. Morgunblaðið/Árni Torfason Ása Hauksdóttir ásamt nokkrum af hinum atorkumiklu ungu listamönnum sem leggja munu hönd á plóg. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 49 Suðurlandsbraut 32 Sími 577 5775 Fundur eða veisla framundan? útbúum girnilega brauðbakka fyrir stórar veislur sem smáar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.