Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 21 MINNSTAÐUR SENDUM Í PÓSTKRÖFU Náttúrulega leiðin til að léttast www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Borgartúni 24 Árnesaptóteki Selfossi Kárastíg 1 Fjarðarkaupum SKOÐIÐ HEIMASÍÐU MÚLALUNDAR. NOVUS B 10 FC Lítill og fer vel í hendi. Heftar allt að 15 blöð. Fletur heftin vel út. Verð 445 kr/stk NOVUS B 225 Gatar 25 síður. Má læsa í geymslu- stöðu eftir notkun. Verð 535 kr/stk NOVUS B 425 4ra gata endingargóður gatari með kvarða. Allur úr málmi og tekur 25 síður. Verð 2.995 kr/stk Novus B 80 Tengdamamma til að ná heftum úr. Verð 59 kr/stk Office mate penninn VERÐ 29 KR bréfabindi NOVUS B 50/3 Heftar allt að 140 blöð. Með stillingu til að hefta allt að 8 cm frá kanti Verð 7.450 kr/stk Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • 562 8501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is HJALTI Jón Sveinsson, annar af ritstjórum bókarinnar Íslenski hesturinn, kom færandi hendi á Amtsbókasafnið á Akureyri, en hann færði safninu bókina að gjöf í þakklætisskyni fyrir góða þjónustu. Gísli B. Björnsson er ritstjóri ásamt Hjalta Jóni, skólameistara Verkmennaskólans á Akureyri. Hjalti Jón leitaði víða fanga við skrif bókarinnar og kvaðst hann hafa fengið aðdáunarverða þjón- ustu á Amtsbókasafninu við öflun heimilda og það þrátt fyrir erfiðar aðstæður en umfangsmiklar breyt- ingar stóðu yfir á safninu mestallan þann tíma sem hann vann að bók- inni. Íslenski hesturinn er langstærsta og yfirgripsmesta verk sem komið hefur út um einstakt hrossakyn, en fjallað er um nær allt sem við- kemur hestinum; uppruna hans, sögu, notkun, eiginleika, liti, lifn- aðarhætti og hæfileika, einnig hlut- verk hans í daglegu lífi, á ferðalög- um og í skáldskap og listum auk ótrúlegs landnáms hans í útlöndum. Bókin er í stóru broti með yfir 700 ljósmyndum og auk Hjalta Jóns ritaði texta hennar kunn- áttufólk sem reynslu hefur af hin- um ýmsu hliðum hestamennsku og þekkir sögu íslenska hestsins. Þakkar góða þjónustu Morgunblaðið/Kristján Bókargjöf Hjalti Jón Sveinsson afhendir Hólmkeli Hreinssyni bókina. AKUREYRI AUSTURLAND Leiksvæði | Framkvæmdaráð Ak- ureyrar samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja til að á árunum 2005–2008 yrði varið allt að 45 millj- ónum króna til uppbyggingar og endurgerðar eldri leiksvæða í bæn- um í samræmi við nýja reglugerð og fyrirliggjandi áætlun fram- kvæmdadeildar. Þá samþykkti fram- kvæmdaráð að leggja til að veitt yrði heimild að fjárhæð 18 milljónir króna til kaupa á nýjum stræt- isvagni og 1,2 milljónir króna til kaupa og uppsetningar á tveimur biðskýlum á árinu 2005. Kökusala | Kvenfélagið Hlíf verður með kökusölu á Glerártorgi í dag, föstudaginn 5, nóvember, frá kl. 14– 17. Að vanda rennur ágóðinn til tækjakaupa fyrir barnadeild FSA. Vopnafjörður | Þeir voru kampa- kátir hafnarverkamennirnir sem voru að skipa út mjöli frá Tanga á Vopnafirði. Það eru 1200 tonn sem fara að þessu sinni en allar geymslur eru löngu fullar og hefur nánast allt geymslupláss í þorpinu verið fyllt af mjöli. Mikill afli hefur borist á land undanfarnar vikur, bæði síld og kolmunni. Síldin hefur verið flokk- uð og fryst hjá Tanga í uppsjáv- arfrystihúsi félagsins og hefur það staðið vel undir nafni sínu, „Millj- ón“. Búið er að frysta yfir þrjú þúsund tonn af síld í haust og mik- ið af því verið norsk-íslensk síld. Víkingur AK hefur komið með megnið af þeirri síld sem borist hefur en Svanur RE hefur einnig landað nokkur hundruð tonnum. Menn frá Fiskistofu hafa verið á Vopnafirði og fylgst með löndun- um úr síldarskipunum og mælt magnið af norsk-íslensku síldinni í aflanum. Frá 17. maí 2004 hafa 39.457 tonn af kolmunna borist til Tanga og hefur hann allur farið í bræðslu. Sunnuberg NS og Svanur RE hafa landað mestu af kolmunn- anum en nú síðustu misserin hafa skipin Ingunn AK og Faxi RE í eigu HB Granda haldið bræðslu- körlum við efnið þannig að þeir hafa brætt stanslaust í rúman mánuð. Til marks um vinnuna sem er á staðnum þá voru 27 landanir úr skipum í október eða nærri ein á dag. Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Kampakátir Mennirnir voru ánægðir með mikla vinnu, f.v.: Smári Valsson, Friðbjörn Marteinsson, Þorsteinn Sigurðsson og Baldvin Eyjólfsson. Stanslaust brætt í mánuð Vopnafjörður | Fólksbíll fór útaf á miðri Hellisheiði að vestanverðu í mikilli hálku og rann niður bratta skriðu en án þess að velta. Bíl- stjóranum tókst að stýra bílnum niður þannig að hann hékk á hjól- unum. Ökumanninn, sem var einn í bílnum, sakaði ekki. Björgunarsveitin Vopni-Örn ásamt kranabíl var fengin til að- stoðar við að ná bílnum upp á veg- inn aftur og var bíllinn dreginn með bíl björgunarsveitarinnar upp á veg en þegar kranabíllinn var að athafna sig á vettvangi biluðu bremsur á honum og rann hann afturábak og valt upp fyrir veginn og skemmdist hann nokk- uð. Ökumann kranabílsins sakaði ekki og ökumaður fólksbílsins sem var kominn inn í kranabílinn slapp aftur með skrekkinn. Frá þessu óhappi er sagt á vef Vopna- fjarðarhrepps. Slapp með skrekkinn FYLGI Sjálfstæðisflokks í bæj- arstjórn Akureyrar er nú 32%, sam- kvæmt þjóðmálakönnun Rann- sóknastofnunar Háskólans á Akureyri, en hún var gerð í október síðastliðnum, dagana 1. til 24. Flokk- urinn fékk 42% greiddra atkvæða við síðustu sveitarstjórnarkosn- ingar, árið 2002. Könnunin var gerð meðal Akureyringa, 600 manns á aldrinum 18 til 80 ára, og var svörun 70,6%. Alls tilgreindu 59% þeirra sem svöruðu ákveðinn flokk, 34% voru óákveðnir eða neituðu að svara og 7% sögðust ekki ætla að kjósa. Fylgi við flokka og framboð á Ak- ureyri mældist þannig að 26,4% sögðust ætla að kjósa Framsókn- arflokk, 13,7% Samfylkinguna, 11,2% Lista fólksins og 16,8% Vinstri græna. Þannig hefur framsókn- arflokkur bætt við sig fylgi miðað við síðustu kosningar, fékk þá um 22% atkvæða. Hið sama gildir um Samfylkinguna sem fékk 8% at- kvæða 2002, Listi fólksins fékk þá 13% atkvæða og hefur því um 2% minna fylgi nú samkvæmt könn- uninni. Vinstri grænir hafa aftur á móti bætt við sig 2%, voru mð 15% atkvæða við síðustu kosningar. D-listi tapar fylgi Egilsstaðir | Um 800 manns hafa séð söngleikinn Bugsy Malone í Vala- skjálf, en Leikfélag Fljótsdalshéraðs hefur sýnt leikinn sem fengið hefur góðar viðtökur og aðsókn einnig ver- ið góð. Öll hlutverk í Bugsy Malone eru leikin af krökkum á aldrinum 11–16 ára og þykja þau standa sig með miklum sóma bæði í leik, dansi og söng, segir í frétt á vefnum egilstad- ir.is. Um 70 leikendur og tónlistar- menn eru í verkinu og „það er örugg- lega ekki oft sem svo margir leikarar stíga á svið í einni leiksýningu hér á landi, hvað þá krakkar á þessum aldri“. Nú eru aðeins tvær sýningar eftir af Bugsy Malone í Valaskjálf og því síðustu forvöð að tryggja sér miða. Næsta sýning í kvöld, föstu- dagskvöldið 5. nóvember, og hefst hún kl. 20 og lokasýning er svo á sunnudaginn, 7. nóvember kl. 17. Góð aðsókn á Bugsy Malone Ljósmynd/Ágúst Ólafsson Tröllaskagi | Framfarafélagið efn- ir til fræðslufundar um jarðfræði og jarðhita á norðanverðum Trölla- skaga á morgun, laugardaginn 6. nóvember, kl. 13.30 að Rimum í Svarfaðardal. Kristján Sæmundsson, ÍSOR, flytur erindi um jarðhita við vest- anverðan Eyjafjörð. Árni Hjartarson, starfsmaður ÍSOR, mun fjalla um sögu jarð- myndana í Svarfaðardal og á Tröllaskaga. Ragnar Stefánsson, Veðurstofu Íslands, flytur erindi sem nefnist Jarðskjálftavirkni og jarðhiti á Tröllaskaga. Bjarni Gautason, starfsmaður Akureyr- arútibús ÍSOR, flytur erindi um starfsemi Íslenskra Orkurann- sókna á Akureyri. Ragnar Ás- mundsson, ÍSOR á Akureyri, fjallar um reynslu af varmadælum á Íslandi. Mikil umræða hefur verið í byggðarlaginu um jarðhitamál. Menn eru almennt sammála um að aukin nýting jarðhita sé mikilvæg til að efla byggðina, en með fræðslufundinum verður m.a. reynt að varpa ljósi á hvað vitað er um jarðfræði svæðisins, hvernig hægt er að auka við þekkinguna og hvort fleiri nýtanleg jarðhitasvæði eru á svæðinu en þau sem þegar eru nýtt. Jarðhiti á norðan- verðum Tröllaskaga       Menntasmiðjan 10 ára | Í tilefni af 10 ára afmæli Menntasmiðju kvenna verður efnt til afmæl- issamsætis í húsi Menntasmiðjunnar við Glerárgötu 28, 3. hæð, á laug- ardag, 6. nóvember, frá kl. 14 til 17. Konum verður þar boðið að stíga á pall og tjá sig um það sem þeim ligg- ur á hjarta og gildir þá einu hvort þær þekkja til Menntasmiðjunnar eður ei, málefnið getur verið hvað sem er og í hvaða formi sem er, s.s. ræða, ljóðalestur, söngur, upplestur, gjörningur eða dans. Uppákoman er í anda hugmyndafræði Mennta- smiðjunnar því nemendahópurinn sem þar hefur stundað nám síðasta áratug er fjölbreyttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.