Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 37 MINNINGAR anna, en í hjarta sínu veit hann að hún hefur notið þeirra og huggun hefur það verið fyrir hann og alla nákomna að fylgjast með því hversu frábærrar umönnunar hún hefur notið hjá starfsliði E-deildarinnar. Þar er fólk sem gerir meira en vinna fyrir kaupi sínu, það gefur svo mikið af sjálfu sér, sínum kærleiksríka innra manni. Engin fjölskylda hefur verið okkur Ingibjörgu og síðar börnum nánari en Guðrún nú í meira en hálfa öld. Ég varð strax fyrir nærri 60 árum hrifinn af þessari söng- og sagnaglöðu Hjart- arfjölskyldu rétt eins og unnustunni. Hús okkar Adams standa hlið við hlið en þó þvergata á milli. Systurnar gátu næstum horfst í augu úr eldhús- gluggunum – veifað kaffibolla sem þýddi kom þú til mín eða fleira. Inni- legt samlyndi þeirra systra og vinátta var kjölfesta fjölskyldulífisins alla tíð. Við húsbændurnir vorum að sjálf- sögðu hamingjusamir þiggjendur og þátttakendur. Börnin okkar sex af sjö eru fædd á sama áratug og ólust upp næstum sem systkini. Gaman væri að rifja upp yndisstundirnar frá bernskuárum þeirra. Það er ótæm- andi minningasjóður, sem oft er ausið af. Þar voru Guðrún og Ingibjörg sjóðstjórar. Hinum glaða og góða arfi frá bernskuheimili þeirra á Siglufirði var óspart útdeilt. Þar var söngur og þroskandi leikir í fyrirrúmi ásamt mikilli virðingu fyrir íslensku máli og þjóðlegum háttum. Þegar Friðrik skólastjóri tengdafaðir deyr snögg- lega við starfslok, flyst Þóra kona hans á heimili Guðrúnar og Adams og býr þar til hinstu dvalar á sjúkrahúsi. Hún er þá enn full starfsorku og fær að njóta sín við félagsstörfin og önnur áhugamál að vild. Er formaður kven- félagsins, mjög virk í góðtemplarast- úku og leikfélagi. Börnin fá að njóta ömmunnar í ríkasta skilningi þess orðs. Guðrún dregur sig nokkuð til hlés í félagsstörfum en fær þó tæki- færi til þess að sinna sínu áhugamáli – söngnum – amma er heima. Hún söng í Kirkjukór Akraness ásamt manni sínum í áratugi. Hún hafði fallega millirödd og var frábærlega lagviss. Síðustu árin í kór aldraðra. Þegar Þóru þyngdist fótur varð hlutur Guð- rúnar og Adams í umönnun hennar æ meiri. Fyrir þá ástúð og umhyggju erum við aðrir aðstandendur í mikilli þakkarskuld við þau. Gestrisni þeirra er rómuð og heimilið fallegt og við bættist að Þóra var líka vinmörg. Þar naut sín vel hið ljúfa og glaða geð Guðrúnar, öllum þótti vænt um hana sem kynntust henni. Stóri og fallegi trjá- og jurtagarðurinn umhverfis húsið þeirra var henni mikill yndis- reitur og starfsvettvangur þegar tóm gafst til. Guðrún vann í mörg ár í Úra– og skartgripaverslun Helga Júlíussonar. Hún var ákaflega vinsæl í því starfi, svo óendanlega þolinmóð, glöð og hlý í viðmóti. Gaf viðskiptavinun- um nægan tíma til að ákveða sig, enda um verðmæta vöru að ræða; laus við alla ýtni en tilbúin að leið- beina og hjálpa. Þetta kunnu margir að meta, urðu vinir hennar og komu aftur og aftur. Þegar hún fór að verða þess vör að hún mundi ekki strax nafn þess sem kom í verslunina og hún átti að þekkja, ákvað hún að hætta, þótt starfsþrek væri óbilað. Þetta segir mikið um sterka skapgerð hennar og heiðarleika. Engan grunaði þá að Alz- heimer-sjúkdómurinn væri að leggja drög að því tómarúmi sem hún lifði í síðustu árin. Ég segi ekki að hún hafi dáið fyrir aldur fram, en allir hennar nánustu hefðu kosið að njóta elliár- anna með henni lengur. Hún var svo ljúf og kær okkur öllum. Ingibjörg systir hennar og fjöl- skylda okkar senda nánustu fjöl- skyldu hennar innilegustu þakkar- og samúðarkveðjur. Þorgils V. Stefánsson. Foreldrar mínir fluttu til Akraness 1955 og brátt varð mér ljóst að móðir mín, Sigríður Hjartar, og systur hennar Guðrún og Ingibjörg voru ekki aðeins systur, heldur líka vin- konur. Sambandið milli heimila þeirra var náið enda stutt á milli. Amma Þóra bjó hjá Guðrúnu og þar var því aðalhornið í „Hjartarsystra- þríhyrningnum“ sem heimilin mynd- uðu við Háholt og Heiðarbraut. Á þessum heimilum var lesið, leikið, sungið og handíð stunduð. Þær syst- ur voru léttar í lund, sögðu frá, sungu, spauguðu og hlógu mikið. Guðrún var sérstaklega barngóð og nutum við börn hinna systranna þess. Það var ávallt gott að koma við hjá Gunnu frænku og leiðin lá dag- lega framhjá. Seinna þegar mín börn, búandi á Akureyri, áttu ekki lengur ömmu var þessi frænka sjálfkjörinn staðgengill og Akranes varð sæluríki þeirra. Ýmsir uppáhaldsréttir fengu forskeytið „Gunnu-“ þetta eða hitt, því hún dekraði við þau í mat og drykk. Sérstaklega var Högni, eldri sonur minn, hændur að henni og lík- aði vel vistin á Skaga. Hann spurði einhverju sinni Þórleif afa hvort hann myndi einhvern tímann deyja. Afi kvað það líklegt en það væri ekki svo slæmt því í himnaríki væri gott að vera. Þá spurði sá stutti: „Er það eins og hjá Gunnu frænku?“ Þannig náði umhyggja Guðrúnar landshorna á milli. Við systkinin og þó sérstaklega börnin mín, nutum þessarar umhyggju í mörg ár og fáum seint fullþakkað. Adam var líka góður „afi“ og alltaf fundum við hve hann var Guðrúnu traustur bakhjarl. Á það reyndi sérstaklega síðustu árin þegar hún fjarlægðist sína nánustu smátt og smátt. Einnig við höfum saknað hennar mikið og þótt Guðrún móðursystir mín sé nú farin gleymist ekki mynd hennar þar sem hún tekur brosandi á móti okkur á Háholtinu. Frá Hólmfríði í New York og Áka í Mílanó koma saknaðar- og samúðar- kveðjur. Við Svanfríður og Högni vottum Adam og allri fjölskyldunni samúð okkar og þökkum þeim áralanga vin- áttu. Hörður Þórleifsson. Nóttina eftir að hafa heyrt að Gunna frænka væri dáin, vaknaði ég óteljandi sinnum og eyddi nóttinni milli draums og vöku, altekin minn- ingum sem flæddu um mig. Ég hugs- aði, þegar ég var almennilega vöknuð, að þetta væri raun nærri en ef hug- urinn gæti stillt sig við nokkrar ein- stakar minningar. Við göngum lífsferlið um landslag sem er ekki skapað af náttúruöflum, heldur af fólkinu sem í kringum okk- ur er. Þetta fólk skapar okkur vett- vang, heim gleði eða sorgar, ástar eða vanrækslu, vellíðunar eða leiðinda. Gunna skapaði þess konar huglægt landslag sem kom okkur til að ganga léttum sporum tilhlökkunar og lífs- nautnar. Glettnin, áhuginn, gestrisn- in, örlætið, söngurinn, umlék okkur í nærveru hennar. Hún spann heim okkar, óf hlýju í dagana, glit í kvöldin, mýkt í hvíldina og glæsileik í hátíðir. Umhyggjan kostaði vinnu. Öll blá- berjasultan sem við borðuðum yfir umræðum í eldhúskróknum, þétt saman á kollum, var svo ljúffeng af því Gunna og Adam höfðu lagt á sig berjatínslu og puð, oft langt fram á nótt. Þegar ég, næturhrafninn, leit yfir úr eldhúsglugganum heima var alltaf ljós í eldhúsglugganum fyrir handan. Af því ég dáði þessa frænku mína hef ég oft kallað á hana innra mér, séstaklega í samskiptum við fólk sem ég er óörugg gagnvart. Ég hugsa mér Gunnu, hvernig töfrar hennar lágu einhvern veginn í því hvernig af henni stafaði umhyggja og jákvæðni og sannur áhugi á öðrum og þeirra heimi. Hversu sem mér tekst að líkja eftir frænku minni veit ég að svo lengi sem tilveran lofar mér er ímynd hennar í sálu minni, brosandi og veifandi til mín af tröppunum, eins og þegar við kvöddumst síðast eða þá ég sé hana koma upp Holtsbrekkuna og ég fyllist af fögnuði. Og ég hleyp til hennar. Dagný Þorgilsdóttir. Fósturfaðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN FRIÐRIKSSON frá Aðalvík, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 30. október, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 8. nóvember kl. 13.00. Ingi Walter Sigurvinsson, Steinunn L. Steinarsdóttir, Elvar Jóhann Ingason, Helga Hjaltested, Sigrún Ingadóttir, Skúli Bjarnason, Berglind Laufey Ingadóttir, Stephen A. Cimino og langafabörn. Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns og föður okkar, dr. GEORGE WASHINGTON SIMONS III prófessors í barnabæklunarlækningum, Medical College í Wisconsin. Sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun færum við læknum og starfsfólki á Landspítala Fossvogi, Landakoti, Hlaðhömrum og heilsugæslu Mosfell- sbæjar. Innilegar þakkir fær einnig sr. Gunnar Rúnar Matthíasson fyrir sérstakan stuðning við fjölskylduna. Sigrún Magnúsdóttir Simons, Christina Herborg Simons, Anna Maya Simons. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG LÚÐVÍKSDÓTTIR, Smáragrund 15, Sauðárkróki, sem andaðist mánudaginn 25. október, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 6. nóvember kl. 14.00. Stefán Birgir Pedersen, Árni Ragnar Stefánsson, Ása Dóra Konráðsdóttir, Olgeir Ingi og Hólmar Smári Árnasynir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÓLI HELGI ANANÍASSON, Merkigerði 21, Akranesi, andaðist á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, þriðjudaginn 2. nóvember. Útför hans verður gerð frá Akraneskirkju þriðjudaginn 9. nóvember kl. 14.00. Sigurbjörg Sæmundsdóttir, börn, tengdabörn og fjölskyldur. PÉTUR ÞÓRSSON, Marbakkabraut 38, Kópavogi, sem lést á heimili sínu 1. nóvember, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 9. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans, er bent á heima- hlynningu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, sími 540 1944. Hulda Finnbogadóttir, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, Þórný Pétursdóttir, Baldur Bragason, Atli Mar Baldursson, Þór Pétursson, Guðrún Pétursdóttir, Rán Pétursdóttir. Ástkær móðir okkar, dóttir, systir og mágkona, barnabarn og tengdadóttir, SÆUNN PÁLSDÓTTIR, Hamraborg 38, er látin. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju mánu- daginn 8. nóvember nk. kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hjálparlínu Rauða kross Íslands. Sóley Sara og Hlynur Freyr Magnúsarbörn, Sólveig Bogadóttir, Páll Einarsson, Vignir Pálsson, Eyrún Pálsdóttir, Andri Snædal Aðalsteinsson, Bogi Þórir Guðjónsson, Valdís Viktoría Pálsdóttir, Anna Hjaltalín, Stefán Jósafatsson, Einar Sigurjónsson. REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR, Víðihlíð, Mývatnssveit, lést á heilbrigðisstofnun Þingeyinga aðfaranótt miðvikudagsins 3. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Héðinn Sverrisson, Sigrún Sverrisdóttir, Kristín Þ. Sverrisdóttir Gísli Sverrisson, Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið fær: ást í hjarta, blik á brá og brosin silfur tær. Mesta auðinn eignast sá er öllum reyndist kær. (G.Ö.) Með söknuði og þökk kveð ég kæra vinkonu. Anna Erlendsdóttir. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.