Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÍSLENDINGAR mega eiga von á ódýrari flugfargjöldum til Banda- ríkjanna í framtíðinni, að því er segir í viðtali norska Aftenposten við Sig- urð Helgason, forstjóra Flugleiða. Blaðið segir Sigurð hafa óskað eftir fundi með Stelios Haji-Ioannou, stofnanda og stærsta eiganda Easy- Jet, sem Flugleiðir eiga nú 10% hlut í, til að ræða lágfargjaldaflug á milli Evrópu og Bandaríkjanna. „Það eru lágfargjaldaflugfélög sem fljúga á milli vesturstrandar og austurstrandar Bandaríkjanna, það flug tekur fimm tíma. Og við getum notað okkar staðsetningu til að tengja saman Evrópu og Norður- Ameríku,“ er haft eftir Sigurði. Hann telur að í framtíðinni muni lág- fargjaldafélög vera með 50% hlut- deild á evrópskum flugmarkaði, og Ryanair og EasyJet verði stærst. Ódýrari flugfargjöld til Bandaríkjanna ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands hækkaði í gær, annan daginn í röð, eftir undangegna tíu daga sam- fellda lækkun. Hækkaði úrvals- vísitalan í gær um 2,2% og var loka- gildi hennar 3.381,44 stig. Heildarviðskipti í Kauphöllinni námu tæpum 20 milljörðum króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir rúma 6 milljarða. Rúmur helm- ingur af viðskiptunum með hlutabréf voru með bréf í KB banka, eða fyrir 3,9 milljarða. Hækkaði gengi bréf- anna um 2,3%. Mest hækkuðu hins vegar bréf í SH, eða um 5,9%. Hluta- bréf í Flugleiðum lækkuðu hins veg- ar mest í gær, eða um 2,1%. Úrvalsvísitalan hækk- ar annan daginn í röð STARFANDI fólki á vinnumarkaði hefur fækkað á undanförnum miss- erum samfara miklum hagvexti og stefnir í að framleiðniaukning á þessu ári verði 6%. Í Fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins (SA) segir að þótt fækkun starfa sé áhyggjuefni sé þessi mikla framleiðniaukning mjög ánægjuleg tíðindi. „Aukin framleiðni á alls ekki að þurfa að leiða til aukins atvinnuleys- is til lengri tíma. Aukin skilvirkni eykur arðsemi fyrirtækja sem aftur leiðir til aukinna fjárfestinga. Fjár- festingarnar auka tekjur annarra fyrirtækja og skapa ný störf hjá þeim,“ segir SA. Samkvæmt niðurstöðum vinnu- markaðskönnunar Hagstofu Íslands voru störf um 4.800 færri á þriðja fjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra, sem er 3% fækkun milli ára. Fækkunin er minni ef litið er til fyrstu níu mánaða þessa árs saman- borið við sama tímabil 2003, en þá var fækkunin um 2.000 störf, sem er 1,3% fækkun. Segir í Fréttabréfi SA að niðurstöður könnunarinnar komi nokkuð á óvart. Þegar rætt er um framleiðniaukn- ingu er átt við hlutfallið milli aukn- ingar landsframleiðslu og aukningar í heildarfjölda starfandi. Segir SA að ef tekið er tillit til breytingar á vinnutíma verði matið á framleiðni- aukningunni lægra. Vinnutími hafi lengst nokkuð þannig að á fyrstu níu mánuðum þessa árs hafi vinnumagn landsmanna minnkað í heild minna en hvað störfunum fækkaði, eða um 0,4%. Þar sem hagvöxturinn sé tal- inn hafa verið 5,5% á fyrri helmingi ársins virðist stefna í verulega fram- leiðniaukningu á árinu, eða sem nemur hagvextinum að viðbættri minnkun vinnumagnsins, eða sam- tals um 6%. Vöxtur lífsnauðsynlegur „Ef það er rétt að framleiðniaukn- ing sé svona mikil þá verða það að teljast ánægjuleg tíðindi vegna þess að ef framleiðni eykst getur kaup- máttur launa aukist, sem og hagn- aður fyrirtækja og arður hluthafa og hvati til fjárfestinga þar með einnig. Ef á hinn bóginn framleiðni eykst lít- ið sem ekkert eru allar líkur á stöðn- un sem að öllum líkindum fylgir verðbólga, aukið atvinnuleysi og minnkandi kaupmáttur. Staðreyndin er því sú að kröftugur framleiðni- vöxtur er lífsnauðsynlegur, ekki síst í heimi hnattvæðingar þar sem sam- keppnin fer sífellt harðnandi,“ segir í Fréttabréfi SA. Þar segir einnig að tækninýjung- ar, sem komu fram um og upp úr miðjum síðasta áratug, hafi valdið því að framleiðniaukningin hafi færst á hærra stig. Farsímar, far- tölvur, tölvupóstur, háhraðanet og tölvustýrð framleiðslukerfi hafi leitt til framleiðnibyltingar. Þessi fram- leiðnibylting sé hins vegar þess eðlis að hún byggist á tækninýjungum og nýjum vinnuaðferðum og sé þannig í eðli sínu stighækkun í eitt skipti þótt áhrifin af þessum tækninýjungum og stöðugum endurbótum á þeim séu að koma fram á allmörgum árum. „Það er hins vegar umhugsunar- efni hvort sambandið á milli hag- vaxtar og atvinnusköpunar hafi breyst varanlega með þeim hætti að stöfum fjölgi hægar en áður, í krafti fyrrnefndra tækninýjunga,“ segir í Fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins. Stefnir í mikla framleiðniaukn- ingu á þessu ári Morgunblaðið/Þorkell Ný störf Aukin skilvirkni fyrirtækja eykur fjárfestingar þeirra, sem auka tekjur annarra fyrirtækja og skapa ný störf hjá þeim, að sögn SA. ● AFL fjárfestingarfélag hf. hefur eignast 14,49% eignarhlut í breska iðnfyrirtækinu Low and Bonar, en félagið hefur átt hlut í hinu breska fyrirtæki í rúm tvö ár. Frá því var greint í tilkynn- ingu til Kaup- hallar Íslands í gær að tilkynning um eignarhlut Afls í Low and Bonar hefði birst í Kauphöllinni í London í fyrradag. Afl fjárfestingarfélag er dótturfélag Fjárfestingarfélagsins Atorku hf., en Atorka á í dag rúmlega 99% af virku hlutafé í Afli. Styrmir Þór Bragason, fram- kvæmdastjóri Atorku, segir að geng- ið í kaupunum hafi verið 113,5 til 114 pens á hlut. Þetta séu góð kaup. Fyrirtækið hafi verið að skila góðum rekstrarárangri. „Miðað við verðlagningu á íslenskum hluta- bréfamarkaði er verðlagningin mjög hagstæð,“ segir hann. Eign Afls í Low and Bonar er nú rúmlega tveggja milljarða króna virði. Afl með rúm 14% í bresku iðnfyrirtæki Styrmir Þór Bragason ● MARKAÐSVIRÐI hlutabréfa fyr- irtækjanna fimmtán í Úrvalsvísitöl- unni er tuttugu og fimm sinnum hærra en hagnaður fyrirtækjanna. Er þetta þriðja hæsta V/H-hlutfall úr- valsvísitölu í 18 löndum Vestur- Evrópu, samkvæmt könnun Bloom- berg.com sem byggist á síðustu fjór- um ársfjórðungum. Aðeins á Írlandi og í Lúxemborg er hlutfallið hærra. Í frétt Bloomberg segir að V/H- hlutfallið á Íslandi sé það þriðja hæsta þrátt fyrir mikla verðlækkun að undanförnu. Lækkunarlota ís- lensku úrvalsvísitölunnar hafi varað í 10 daga og numið 16% en áður hafi hún hækkað um 87% frá áramótum. Það sé mesta hækkun úrvalsvísitölu í Vestur-Evrópu. Hækkunin sé reynd- ar enn mest hér á landi þrátt fyrir lækkunina undanfarið. Úrvals- vísitalan ATX í Austurríki hafi hækkað næst mest á árinu, eða um 40%. Vitnað er til Lionel Heurtin, sjóðs- stjóra State Street Banqués Midcap Europe-sjóðsins í París, sem keypti hlutabréf í KB banka í desember í fyrra og seldi níu mánuðum síðar á 123% hærra verði. „Hlutabréf í Kaupþingi voru ódýr, fyrirtækið leit út fyrir að geta skilað góðum hagnaði,“ er haft eftir Heurtin. „Skyndilega var Ísland komið á ratsjána hjá mér.“ Ísland með þriðja hæsta V/H-hlutfallið                        !!"     # $% &$'"                      () *  +,$-. / !! *0, +,$-. /-,1 ,2 32,4") '5 ,46 )$,! 7/ +, ' 89 ': '! / : '! ; ': '! 89 '  ,"9 "( ," 9 5 5 43 ,! .) . ' !",4 <=",3 ), -<-, 32,4") '5 :6 >-,    !< ,! 1-, 89 ' 9-59" 1 , 7 <. 13 ' 79-) :,3?1-, /@' 1 ,:6 7, 14,A) )6 B?,= 4' , & ,1:$, ' ,  9: !-, 05-' ;C4)D!' 3?1-, '' E=",3 8 92)-,4F9 5 -1-,9 ' D.9 ) 09-< 1)01 =, 14,A) =6  '5 ,A55 '5 < 1)01 ' G ''9-)01 ' B$,<?1-, , << H D:",5      ! -)-,: !!  !"9 A3 43 ,1 , ; 'C< 89 ' D! 4D, G2),A55 '5 4F9 5 89 ' C1 ) * 1!6*",1     H            H   H H  H  H H H H H H H H H H H /,"A) '5 4,2 4A,, * 1!6*",1  H H   H  H H H H H H H   H H   H H H H H H H H H H H H I J I  J I J H H I  J I  J I  J I  J I J I  J I HJ I H J I J H H H H I  J H I H J I J H H I  J H H H H H H H H H H H H H 7" 9 ,* 1! .)  5 '  9:$1 C 9$!  5K  -. 9 6 6   6  6 H  6 6 6 6 6 6  6  6  6 H  6 H H 6 6 H  6 6 H   6 H H H H H H H H H                  H H    H                      H    H        G 1! .) C L@6 !,6 76 M )=-5-' ,9 ) 309 * 1! .)   H        H H  H  H   H  H H H H H H H H H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.