Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 4
EFTIR fimm ára aðdraganda verð- ur á næstu vikum byrjað að bora fyrstu djúpborholuna hérlendis sem vonir standa til að geti gefið allt að tí- falt meiri orku en venjuleg borhola á háhitasvæði. Stefnt er að því að bora þrjár djúpar borholur eða IDDP- holur (Iceland Deep Drilling Proj- ect) á næstu 15 árum og verður byrj- að á þeirri fyrstu í þessum mánuði á vinnslusvæði Hitaveitu Suðurnesja á Reykjanesi. Borað verður í þremur áföngum á næstu þremur árum, fyrst niður á 2,7 km dýpi, en síðan verður holan dýpkuð í tveimur áföngum, fyrst í 4 km og loks niður á 5 km dýpi. Það sem verið er að slægjast eftir er 4– 600 gráða heit háhitagufa, en til sam- anburðar er venjuleg háhitagufa um 240–280 gráða heit. Þess er vænst að IDDP-holurnar geti gefið allt að 50 megawött hver, en til samanburðar er meðalafl venjulegrar borholu 4–5 mw. „Tilgangurinn er að sjá hvort við getum fundið jarðhita í svokölluðu yfirmarksástandi,“ segir Guðmund- ur Ómar Friðleifsson, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, ISOR. „Við sjáum fyrir okkur hugs- anlega margfalda aukningu afls upp úr háhitasvæðunum. Málið er því stórt og varðar orkubúskap þjóðar- innar sem gæti leitt til endurmats á orkuforða þjóðarinnar. Málið snýst um hvort unnt sé að ná í slíka orku og vinna hana með hagkvæmum hætti.“ Allt að 1,5 milljarðar á hverja holu Ein IDDP-hola kostar 1–1,5 millj- arða króna og veltur framkvæmd verkefnisins á næstu árum á því hvort tekst að afla verkefninu nægi- legs fjár. Hitaveita Suðurnesja, Orkuveita Reykjavíkur, Landsvirkj- un og Orkustofnun standa að verk- efninu með ráðgjöf ISOR, VGK verkfræðistofu og öðrum ráðgjöfum innlendum og erlendum Guðmundur Ómar segir verkefnið ekki síður áhugavert á alþjóðlegum vettvangi þar sem yfirfæra megi reynsluna héðan á háhitasvæði víðs- vegar um heiminn. Ísland sé ákjós- anlegur tilraunastaður sökum þess hve grunnt er niður á mikinn hita. „Stóru spurningarnar snúast um Borun á 5 km dýpi eftir 4–600 gráða heitri gufu gæti leitt til endurmats á orkuforða þjóðarinnar Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson Kröfluvirkjun. Háhitasvæði gætu verið dýrmætur orkugjafi framtíðarinnar. vatnslekt og hitann,“ segir hann. „Við erum vissir um hitann en ekki eins vissir um vatnsmagnið.“ Nýtum okkur lifandi kerfi Hann segir jarðskjálfta leika mik- ilvægt hlutverk í þessu sambandi en flestir skjálftanna eiga sér upptök á 4–6 km dýpi. Við hvern skjálfta opn- ast sprunga sem vatn og gufa kemst um og tekur í sig varma úr heitu berginu. „Við erum að tala um virk kerfi þar sem sprungurnar eru að myndast og erum því að nýta okkur lifandi kerfi þar sem jarðskjálftar og jarðskorpuhreyfingar sjá okkur fyr- ir sprungum og regn og haf sjá okk- ur fyrir vatni. Eldfjöllin sjá okkur fyrir hitanum og því er ekki fjarri lagi að kalla þetta einskonar eilífð- arvél meðan hjarta jarðar slær. Nú erum við að skyggnast dýpra í rætur kerfanna og ná gufunni upp í há- orkuformi með margföldu afli. Þetta verkefni er í eðli sínu mjög umhverfisvænt t.d. í þeim skilningi að hægt er að sækja meiri orku á nú- verandi vinnslusvæði.“ Guðmundur Ómar segir að svona aflmiklar borholur séu þegar til og nefnir holur í Salton Sea í Bandaríkj- unum sem gefa 40–50 mw við góðar aðstæður. „Með sama hætti ætti að vera hægt að taka annað eins afl upp úr íslenskum borholum ef vökva- og hitamagn er nægilegt. Þetta þarf því ekki að vera fjarlægur draumur ef fjármagn fæst til að kanna rætur há- hitasvæðanna.“ Byrjað á fyrstu djúpbor- holunni á næstu vikum 4 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bubbi Morthens Robert Jackson Spennandi saga um síðustu ferð Stórlax upp í heimaána sína og unglaxana Ugga og Unu sem eru að fara í ferðina miklu í fyrsta sinn. Laxveiðimennirnir Bubbi Morthens og Robert Jackson skapa ógleymanlegar persónur úr íbúum Djúpríkisins sem lifna við á síðunum í bráðskemmtilegum myndum Halldórs Baldurssonar. edda.is KVIKMYNDAÁHUGI Íslendinga var til umfjöllunar í bandaríska dagblaðinu The New York Times í gær. Þar kemur fram að Íslend- ingar fari oftar í kvikmyndahús en aðrar þjóðir, jafnvel oftar en Bandaríkjamenn, sem eru í öðru sæti og Ástralar sem eru í því þriðja. Kemur fram í greininni að Íslend- ingar fari að meðaltali 5,4 sinnum á ári í bíó. Í greininni segir höfundur frá því þegar hann fór í kvikmynda- hús á Íslandi á laugardagskvöldi. Þar hitti hann þrjár 14 ára íslensk- ar stúlkur sem voru að reyna að komast inn á kvikmyndina Anacondas: The Hunt for the Blood Orchid. Var þeim bent á að þær væru of ungar, enda myndin bönn- uð yngri en 16 ára. Segir grein- arhöfundur, Jason George, að þrátt fyrir að tvær íslenskar myndir væru sýndar í þessu kvikmyndahúsi ákváðu stúlkurnar að halda heim á leið og horfa frekar á sjónvarpið, enda væri að þeirra sögn lítið varið í íslenskar kvikmyndir. Segir hann frá því að ein stúlknanna hafi tekið hlé frá því að skrifa SMS-skilaboð til þess að segja honum að ungling- ar færu ekki á íslenskar kvikmynd- ir. Enda væru þær fyrir eldra fólk. Í greininni er einnig fjallað um þá viðleitni íslenskra stjórnvalda að laða að erlenda kvikmyndagerð- armenn. Í greininni er rætt við kvik- myndagerðarmanninn Sigurjón Sighvatsson sem segir að ákvörð- unin um að taka kvikmyndina A Little Trip to Heaven á Íslandi byggist á breyttum skattareglum á Íslandi. Áður en breytingarnar komu til hafi átt að taka alla mynd- ina upp í Bandaríkjunum. Að sögn Sturlu Gunnarssonar kvikmyndagerðarmanns, sem er að taka kvikmyndina Bjólfssögu á Ís- landi, elskar hann að kvikmynda á Íslandi. Enda aðstæður hér ein- stakar sem og landslagið, að sögn þessa vestur-íslenska kvikmynda- gerðarmanns. Bíóþjóðin Ísland til umfjöllunar í The New York Times Morgunblaðið/Þorkell Baltasar Kormákur og Sigurjón Sighvatsson við tökur A little trip to heaven. Ungling- arnir velji ekki íslenskt STYRKTARFÉLAG vangef- inna mun standa fyrir ráðstefnu 12. nóvember nk. um framtíðar- sýn í öldrunarþjónustu við fólk með þroskahömlun, á Grand Hóteli í Reykjavík, undir yfir- skriftinni „Átaks er þörf“. Félagið telur nauðsynlegt að benda á að öldruðum fer fjölg- andi í þessum hóp í þjóðfélaginu, því með bættum aðbúnaði hefur heilsufar batnað mikið hin síð- ustu ár. „Við þessu þarf að bregðast varðandi þjónustu í nú- tíð og framtíð. Stjórn félagsins ákvað því að efna til ráðstefnu um málefnið og mun hún koma í stað haustfundar félagsins, seg- ir í tilkynningu. Við upphaf ráðstefnunnar mun Árni Magnússon félags- málaráðherra flytja ávarp, en fjöldi fyrirlestra verður haldinn á ráðstefnunni. Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast á heimasíðu félagsins: www.styrktarfelag.is. Félagið hvetur fagfólk og for- eldra eindregið til að sækja þessa ráðstefnu. Öldruðum með þroska- hömlun fer fjölgandi DR. SHIRIN Ebadi, friðarverð- launahafi Nóbels, og Davíð Oddsson utanríkisráðherra áttu fund saman í Ráðherrabústaðnum síðdegis í gær en Ebadi er hingað komin til að taka við heiðursdoktorsnafnbót fé- lagsvísinda- og lagadeildar Háskól- ans á Akureyri. Ebadi sagði eftir fundinn að við- ræður hennar og ráðherrans hefðu verið góðar og gagnmerkar og þau hefðu rætt vítt og breitt um lýðræði og mannréttindi. „Við ræddum um rætur hryðjuverka í heiminum í dag og hvað hægt er að gera til að kom- ast að grundvallarniðurstöðu til að leysa vandann,“ sagði hún. Ebadi heimsótti Þingvelli í gær og fékk ágrip af sögu staðarins frá Sigurði Líndal, fyrrum lagaprófess- or. Edadi sagði Nóbelsverðlaunin hafa opnað ýmsar alþjóðlegar dyr fyrir sig en þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur hingað til lands. Hún kvaðst hlakka til að hitta íslenska stúdenta við Háskólann á Akureyri sem hún mun ræða við í dag. Dr. Shirin Ebadi friðarverðlaunahafi og Davíð Oddsson utanríkisráðherra funduðu Morgunblaðið/Sverrir Ræddu vítt og breitt um lýðræðið HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær ís- lenska ríkið af kröfu Spalar hf. sem krafðist ógildingar á úrskurði yfir- skattanefndar þar sem félaginu var gert að standa ríkissjóði skil á virð- isaukaskatti af skilagjaldi, sem það krafði viðskiptavini sína um við af- hendingu svokallaðra veglykla. Spölur sér um rekstur Hvalfjarð- arganganna en lykillinn nýttist Speli til að fylgjast með ferðafjölda við- skiptavinar, segir í dómi Hæstarétt- ar. Afhending veglykils var háð því að skilagjald væri greitt. Að mati Hæstaréttar var skilagjaldið talið standa í slíkum tengslum við sölu á skattskyldri þjónustu félagsins að telja yrði það til skattverðs þjónust- unnar. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Hrafn Bragason. Hall- dór Jónsson hrl. flutti málið fyrir Spöl og Skarphéðinn Þórisson rík- islögmaður fyrir ríkið. Skilagjald veglykla talið til skattverðs þjónustu Spalar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.