Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Komdu í næsta útibú, kanna›u máli› á kbbanki.is e›a hringdu í síma 444 7000. KYNNTU fiÉR HVERNIG fiÚ GETUR LÆKKA‹ GREI‹SLUBYR‹I fiÍNA ME‹ KB ÍBÚ‹ALÁNI – kraftur til flín! Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga býður hjúkrunar- fræðingum til 85 ára afmælishófs í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, föstudaginn 5. nóvember kl. 17:00-19:00. Allir hjúkrunarfræðingar velkomnir Afmælishóf Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í Listasafni Reykjavíkur kl. 17.00-19.00 SAMFARA þing- og forsetakosningunum í Bandaríkj- unum á þriðjudag var kosið um ýmis önnur mál. Í 11 ríkjum var samþykkt með miklum meirihluta að banna hjónabönd samkynhneigðra, sem var eitt af hitamál- unum í kosningabaráttunni, og í Kaliforníu var sam- þykkt að verja þremur milljörðum dollara, um 207 millj- örðum ísl. kr., til rannsókna á stofnfrumum. Alls var kosið um 163 mál af þessu tagi í 34 ríkjum og var tillagan um bann við hjónaböndum samkynhneigðra samþykkt í öllum ríkjunum þar sem hún var á dagskrá. Þar er um að ræða Arkansas, Georgíu, Kentucky, Mich- igan, Mississippi, Montana, Norður-Dakóta, Ohio, Okla- homa, Oregon og Utah. Var munurinn yfirleitt 3 á móti 1 nema í Oregon þar sem 55% studdu bannið. Fréttaskýrendur telja, að deilurnar um þessi mál, hjónabönd samkynhneigðra, hafi átt allmikinn þátt í að auka fylgi við George W. Bush forseta. Stofnfrumurannsóknir samþykktar í Kaliforníu Í Kaliforníu var tillaga um að ríkið kostaði miklu fé á næstu 10 árum til rannsókna á stofnfrumum fósturvísa samþykkt með 59% atkvæða gegn 41%. Sögðu stuðn- ingsmenn tillögunnar, að þessar rannsóknir myndu stuðla að lækningu ýmissa sjúkdóma, til dæmis krabba- meins, alnæmis, mænuskaða og fleiri, og gera Kaliforníu að forysturíki í líftækniiðnaði í heiminum. Andstæðing- arnir mótmæltu því, að fósturvísar yrðu notaðir í þessum tilgangi og sögðu, að ríkið hefði ekki efni á þessum rann- sóknum en talið er, að með vöxtum fari kostnaðurinn yfir 400 milljarða ísl. kr. á næsta áratug. Bush forseti hefur í raun bannað alríkisframlög til rannsókna af þessu tagi en leikarinn og repúblikaninn Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforníu, studdi tillöguna. Af tillögununum 163 voru margar heldur smávægileg- ar og náðu yfirleitt ekki fram að ganga. Í Suður-Karólínu var þó samþykkt að afnema 30 ára gamalt bann við því, að barþjónar helltu víni í glös gesta úr venjulegum flösk- um en það hafði þá neytt þá til að notast í staðinn við smáflöskur eins og þær, sem fást í flugvélum. Í Maine var lagt til, að bannað yrði að freista bjarndýra með mat en ekki er ljóst hvort það var samþykkt. Hert að ólöglegum innflytjendum Í Arizona var samþykkt tillaga um aðgerðir gegn ólög- legum innflytjendum en með henni verður bannað að veita þeim ýmsa opinbera þjónustu. Montana varð 10. ríkið til að leyfa marijúana í lækningaskyni en í Alaska var fellt að leyfa almenna neyslu þess og líta það sömu augum og áfengi. Á Flórída var samþykkt að hækka lágmarkstímalaun um einn dollara eða í 6,15 dollara, 425 kr. ísl., og eru þau þá dollaranum hærri en lágmarkslaunin, sem alrík- isstjórnin hefur ákveðið. Í Colorado var felld tillaga um að skipta kjörmönnum hlutfallslega milli frambjóðenda og í Suður-Dakóta var felld tillaga um að lækka virðisaukaskatt á matvöru. Í Maine var felld tillaga um að setja þak á fasteignaskatta en andstæðingar hennar sögðu, að það myndi kalla á uppsagnir meðal kennara og slökkviliðsmanna. Að lok- um má nefna, að í Colorado, Oklahoma og Montana var samþykkt að hækka skatta á tóbaki. Hjónabandi samkyn- hneigðra hafnað Í þing- og forsetakosningunum í Bandaríkjunum var að auki kosið um alls 163 sérmál í 34 sambandsríkjum Los Angeles. AFP. Reuters Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, með stuðningsmönnum sínum á kosninganótt. Hann studdi ákaft tillögu um að styðja rannsóknir á stofnfrumum. LEIÐTOGAR Evrópuríkja hvöttu í gær George W. Bush forseta til að eiga náið samstarf við bandamenn Bandaríkjanna í málum eins og bar- áttunni gegn hryðjuverkastarfsemi og umhverfisvernd á síðara kjör- tímabili hans. Þeir sem gagnrýnt hafa Bush höfðu þó áhyggjur af því að endurkjör hans yrði til þess að hann fylgdi íhaldssamri stefnu sinni enn fastar eftir. Mörg evrópsk blöð létu í ljósi von- brigði með sigur Bush og á forsíðu svissneska vikublaðsins Facts var honum lýst sem „martröð Evrópu“. Spænska íhaldsblaðið El Mundo, sem lagðist gegn innrásinni í Írak, birti skopmynd þar sem Osama bin Laden og Bush héldust í hendur og hrósuðu sigri. „Eftirköst 11. sept- ember, óttinn við hryðjuverk og þrá- in eftir sterkum leiðtoga, urðu þránni eftir breytingum yfirsterkari vegna þess að flestir Bandaríkja- menn vilja einföld svör við flóknum vandamálum,“ sagði í forystugrein El Mundo. „Því miður bendir allt til þess að haukarnir kringum Bush líti á úrslitin sem eindreginn stuðning við kenninguna um fyrirbyggjandi stríð og innrásina í Írak.“ Viðbrögð stjórnmálamannanna voru jákvæðari og þeir vonuðust eft- ir sáttum milli Bandaríkjanna og Evrópulanda á síðara kjörtímabili Bush. „Í forsetatíð George W. Bush hef- ur verið vaxandi spenna milli Bandaríkjanna og Evrópuríkjanna. Ég vona að hann geri sér far um að bæta úr því og leggi meiri áherslu á alþjóðlega samvinnu,“ sagði Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, á miðvikudag. Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, kvaðst hins vegar ekki búast við neinni breytingu á utanrík- isstefnu Bush. Anders Fogh Rasm- ussen, forsætisráðherra Danmerk- ur, var bjartsýnni og sagðist viss um að Bush myndi gera sér far um aukna samvinnu, jafnt við Samein- uðu þjóðirnar sem Evrópu. Franski utanríkisráðherrann Mic- hel Barnier sagði að kominn væri tími til að endurnýja samskipti Bandaríkjanna og Frakklands á jafnréttisgrundvelli. „Bandaríkja- menn mega ekki ímynda sér að þeir einir geti ráðið lögum og lofum í heiminum,“ sagði Barnier. Telja auknar líkur á sigri í baráttu gegn hryðjuverkum Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagði að endurkjör Bush myndi auka líkur á sigri í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi í heiminum. Margir leiðtogar Asíuríkja tóku í sama streng og sögðust einnig vona að Bush stuðlaði að friðsamlegri lausn deilunnar um kjarnavopna- áætlun Norður-Kóreu. Aðrir létu í ljósi áhyggjur af því að endurkjör Bush leiddi til vaxandi ólgu meðal múslíma og meiri spennu milli Vest- urlanda og múslímaheimsins. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kvaðst ætla að knýja á stjórn Bush um að beita sér meira fyrir friði í Mið-Austurlöndum sem hann lýsti sem „brýnasta pólitíska úrlausnarefni heimsins“. Viðbrögð einkennast af óskum um bætt samskipti London, París. AP, AFP. Kjell Magne Bondevik Vladímír Pútín Bush hvattur til að hafa meira samstarf við bandalagsþjóðir Vönduð ryðfrí húsaskilti Fjölbreytt myndaval HÚSASKILTI Klapparstíg 44, sími 562 3614 18. nóvember er síðasti pöntunar- dagur fyrir jól Pantið tímanlega til jólagjafa Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.