Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Reykjanesbær | Kaffibarþjónar víða að komu til Íslands til að fylgjast með Norðurlandamóti kaffibarþjóna, Nordic baristacup 2004, sem fram fór í Kaffitári í Njarðvík um helgina. Danska liðið sigraði í keppninni. „Við ákváðum að halda Norð- urlandakeppni vegna þess hvað heimsmeistaramótin eru orðin al- varleg. Þar eru svo miklir pening- ar og pólitík að gleðin er að hverfa,“ segir Aðalheiður Héðins- dóttir, framkvæmdastjóri Kaffi- társ, um Norðurlandakeppnina. Keppnin stóð yfir í þrjá daga og þurftu keppendur að leysa ýmsar þrautir á þeim tíma. Keppnin var haldin í Kaffitári nema hvað Mjólkursamsalan í Reykjavík sá um keppnina einn daginn og þá var mjólkin í fyrirrúmi. Danska liðið sigraði í keppninni. Ekki voru veitt verðlaun fyrir önnur sæti en Aðalheiður upplýsir að íslenska liðið hafi staðið sig vel og verið næsthæst að stigum. Það kom skipuleggjendum keppninnar á óvart hversu margir erlendir gestir komu til að fylgjast með og taka þátt í dagskránni. Að- alheiður segist hafa átt von á um sjötíu manns, að meðtöldum keppnisliðunum og fylgifiskum þeirra, en alls hefðu þátttakendir og gestir verið 110 talsins. Þrettán komu frá Bandaríkjunum en einn- ig fólk frá Póllandi, Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi og Mexíkó, svo dæmi séu tekin. Í keppninni voru notaðar kaffibaunir frá Mexíkó og það skýrir þátttökuna þaðan, að sögn Aðalheiðar. Flestir gestirnir eru kaffibar- þjónar sem vilja fylgjast með því besta sem gerist í heiminum og sækja til Norðurlandanna í þeim tilgangi enda segir Aðalheiður að Norðurlandabúar hafi orð á sér fyrir að vera framsæknir í þessu efni. Það sýni árangur þeirra á síðasta heimsmeistaramóti. Danska liðið sigraði í alþjóðlegri kaffibarþjónakeppni Yfir hundrað erlendir þátttakendur og gestir Morgunblaðið/Héðinn Eiríksson Sigurvegari Klaus Thomsen úr sig- urliði Dana bar sig faglega að við blöndun drykkja. Bolungarvík | Allir gera sér grein fyrir uppeldislegu og menningarlegu gildi tónlistarmenntunar fyrir sam- félagið, sagði Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi bæjarstjóri Bolungar- víkur, í tilefni af fjörutíu ára afmæli Tónlistarskóla Bolungarvíkur sem minnst var um helgina með mikilli tónlistarveislu. Ólafur byggði upp starfsemi Tónlistarskólans sem fyrsti skólastjóri hans og því starfi gegndi hann í 24 ár. Kennslan á vegum skólans fór fram á heimilum kennara hans allt fram til 1989 að skólinn fékk inni í leiguhúsnæði hjá Verkalýðsfélagi Bolungarvíkur en 1993 flutti skólinn svo í varanlegt húsnæði í gamla Barnaskólanum þar sem vel er búið að starfsemi hans. Ólafur Kristjánsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hann væri afar þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að byggja upp Tónlistar- skóla Bolungarvíkur en ánægðastur kvaðst hann þó vera með það að hafa átt þátt í því að koma skólanum í var- anlegt húsnæði og fá gott fólk til starfa við skólann en á þessum 40 ár- um hafa margir afar hæfir tónlistar- kennarar starfað við skólann. „Ég veit að bæjaryfirvöld og Bol- víkingar allir bera góðan hug til skól- ans og gera sér ljósa grein fyrir upp- eldislegu og menningarlegu gildi tónlistarmenntunar fyrir samfélag- ið,“ sagði Ólafur. Djasssveifla kynslóðanna Afmælisins var minnst með viða- mikilli dagskrá sem samanstóð af tónleikahaldi og fræðslu. „Þegar litið er yfir farinn veg, gluggað í sögu skólans og horft til áhrifa hans nær og fjær, gefst innsýn í þann arf sem skólinn hefur skapað á sínum fjöru- tíu ára starfsferli. Þennan arf er ekki hægt að vega og meta í eitt skipti fyrir öll, en við vitum að hann er dýr- mætur og að áhrif hans á samfélagið eru mikil og sífellt að verki. Þetta er eftirsóknarverður arfur því tónlistin er óaðskiljanlegur hluti af lífi hverr- ar manneskju, uppspretta marg- brotinna tilfinninga og mótandi afl,“ sagði Kristinn J. Níelsson, skóla- stjóri Tónlistarskólans, í ávarpi á af- mælishátíðinni. Nemendur og kennarar tónlistar- skólans komu fram á einum þremur tónleikum. Þar bar hæst Djass- sveiflu kynslóðanna, afmælistónleik- ar þar sem fram komu Jón Páll Bjarnason á gítar, Tómas R. Einars- son á kontrabassa, Szymon Kuran á fiðlu og Zbigniew Jaremko á saxófón ásamt vestfirsku djassgeggjurunum Villa Valla, Óla Kristjáns, Magnúsi Reyni og Önundi Pálssyni. Voru þetta stórskemmtilegir djasstón- leikar þar sem nokkrir nemendur Tónlistarskólans fengu að spreyta sig með snillingunum. Af öðrum dagskráratriðum má nefna fræðsluerindi Unu Margrétar Jónsdóttur um rannsóknir hennar á leikjasöngvum, djassnámskeið, sögusýningu, söngtónleika og fleira. Skólanum voru færðar margar góðar kveðjur og gjafir á þessum tímamótum. Bæjarstjórn Bolungar- víkur færði skólanum að gjöf full- komið rafmagnspíanó. Einnig fékk skólinn að gjöf stúdíótíma til að taka upp hljómdisk með tónlistarflutningi nemenda skólans. Að gjöfinni standa börn Vagns heitins Hrólfssonar. Skólastjórar Tónlistarskóla Bol- ungarvíkur hafa verið fimm frá upp- hafi. Ólafur Kristjánsson frá 1964 til 1988, Guðrún Bjarnveig Magnús- dóttir til 1994, Hannes Baldursson til 1998 og Soffía Vagnsdóttir til 2002 en þá tók núverandi skólastjóri, Kristinn Jóhann Níelsson, við stjórninni. Tónlistarveisla á fertugsafmæli Tónlistarskóla Bolungarvíkur Hefur skapað dýrmætan arf Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Tónlistarskólaafmæli Fjórir af þeim fimm sem verið hafa skólastjórar frá upphafi voru á hátíðinni en þau eru, frá vinstri: Kristinn J. Níelsson, Guð- rún B. Magnúsdóttir, Soffía Vagnsdóttir og Ólafur Kristjánsson. Sandgerði | „Þetta breytir miklu fyrir þá sem stunda æfingar hér. Gólfið er miklu mýkra. Þeir segja að þetta sé allt annað,“ segir Einar Bergsson, húsvörður í íþróttahúsi Sandgerðis. Húsið hefur allt verið tekið í gegn sem og tækjabúnaður. Sandgerðisbær lagði skólamannvirkin inn í Fasteignafélagið Fasteign hf., þar á meðal íþróttahúsið. Í samningum bæjarins og Fast- eignar var gert ráð fyrir umfangsmiklum end- urbótum á íþróttahúsinu og er þeim að mestu lokið. Eftir er að ganga frá umhverfinu. Einar segir að húsið hafi verið tekið í gegn og tækjabúnaður endurnýjaður. Íþróttahúsið var byggt fyrir 1980 og hefur sami dúkurinn verið á gólfinu allan þann tíma og fjöðrunin fyrir löngu farin úr honum. Nú var sett parket á gólfið og er það sömu gerðar og lagt hefur verið á Íþróttahúsið við Sunnubraut í Keflavík og fleiri hús. Einar segir að iðkendur séu afar ánægðir með gólfið, það fjaðri vel. Sett voru upp ný mörk og nýjar körfur sem nú eru festar á bita og eru hífðar upp þegar þær eru ekki í notkun. Rimlum var bætt við og sett upp ný klukka. Þá var gert við ýmislegt í húsinu og það málað hátt og lágt. „Þetta er orð- ið mjög glæsilegt,“ segir Einar. Íþróttahúsið er mikið notað. Íþróttakennsla er fyrri hluta dags og síðan taka við æfingar íþróttafélagsins og einstakra hópa. Einar segir að húsið sé í notkun frá átta á morgnana til tíu eða ellefu á kvöldin, alla virka daga og heil- mikið um helgar einnig. „Húsið dugar okkur eins og er en eftir því sem það fjölgar í bænum kemur að því að ekki verður hægt að koma æf- ingum fyrir,“ segir Einar Bergsson. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Æfing Iðkendur eru ánægðir með nýja gólfið. Upprennandi knattspyrnustúlkur að æfa sig. Íþróttahúsið í Sandgerði opnað að nýju eftir gagngerar endurbætur með nýjum tækjum og búnaði Gólfið fjaðrar vel Sandgerði | Faðir og tveir ungir synir hans sluppu ómeiddir þegar eldur kom upp í íbúð þeirra í Sand- gerði rétt fyrir hádegið í gær. Miklar skemmdir urðu á íbúðinni. „Þetta uppgötvaðist snemma. Ég heyrði gler springa og áttaði mig á því að eitthvað væri að ger- ast,“ segir Jón Valdimar Ingvason, sem var heima hjá sér í íbúð á efri hæð steinsteypts íbúðarhúss við Tjarnargötu í Sandgerði. Heima voru einnig synir hans, eins og fjögurra ára, en eiginkonan var í vinnu. Þegar Jón leit inn í eldhús- ið, þaðan sem brothljóðið barst, sá hann að viftan yfir eldavélinni stóð í ljósum logum. Hann segir að eld- urinn hafi verið það mikill að ekki hafi verið annað að gera en að hringja í neyðarlínuna og drífa sig út með strákana. Þegar hann opnaði út virtist eld- urinn magnast og upp steig svartur reykur. Slökkvilið Sandgerðis kom á vettvang örfáum mínútum síðar og slökkti eldinn á stuttum tíma. Jón segir að eldhúsið sé ónýtt og reykur hafi farið um alla íbúðina. Sandgerðisbær bauð honum strax afnot af sumarhúsi í landi Þórodds- staða rétt utan Sandgerðis og bjóst Jón Valdimar við því að þiggja það. Feðgar Jón Valdimar Ingvason með sonum sínum, Valdimar Rafni og Kristjáni Mark. „Dreif mig út með strákana“ Björguðust úr bruna í Sandgerði Morgunblaðið/Reynir Sveinsson LANDIÐ Ölfus | Hætt verður að urða sorp á Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi á árinu 2008 og nýjasta urðunarreinin lækk- uð, samkvæmt samkomulagi sem náðst hefur milli sveitarfélagsins og stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands. Samkomulagið felur í sér, að sögn Ólafs Áka Ragnarssonar bæjar- stjóra að urðun sorps verði hætt 2008 og sorpstöðinni lokað. Þó er möguleiki á framlengingu í eitt ár, verði nýr urðunarstaður ekki tilbú- inn. Ólafur Áki segir að sveitarfélög- in muni í sameiningu leita að nýjum stað fyrir sorpeyðingar- og endur- vinnslustöð. Áhugi er á því að hafa samvinnu við Sorpu um það og sveit- arfélagið Ölfus hefur bent á svæði fjarri byggð í Ölfusi sem möguleika. Deilur hafa staðið um hæð urðun- arreina á Kirkjuferjuhjáleigu. Í sam- komulaginu felst að nýjasta reinin verður lækkuð í samræmi við nýtt skipulag sem gert verður. Þýðir það að hún verður líklega lækkuð um 3 metra. Ekki verður hróflað við eldri urðunarreinum, í samræmi við úr- skurð Skipulagsstofnunar. Ólafur Áki segist ánægður með samkomulagið. Mikilvægt hafi verið að setja niður þessar deilur sem hafi verið farnar að hafa áhrif á annað samstarf sveitarfélaga á Suðurlandi. Sorpstöð- inni verður lokað 2008 SUÐURNES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.