Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 33 UMRÆÐAN KENNARAR standa frammi fyrir því þessa dagana að greiða atkvæði með eða á móti miðl- unartillögu rík- issáttasemjara. Sitt sýnist hverjum um ágæti hennar og langar mig í greinarkorni þessu að varpa ljósi á hvernig hún snýr að mér. 1. Í dag raðast ég í launaflokk 235 og er með í laun fyrir 100% starf 186.035 kr. Inni í þessari krónutölu eru einnig þrír skólastjórapottar. 2. Ef miðlunartillagan verður að veruleika verða laun mín við gild- istöku hennar 199.266 kr. Enn er ég í launaflokki 235 og með þrjá skóla- stjórapotta. 3. 1. janúar 2005 hækka laun mín um 3% og verða þá 202.154 kr. Enn er ég í launaflokki 235 og með þrjá skólastjórapotta. 4. 1. ágúst 2008 verður ákveðin til- færsla á launum og 2½ skólastjórapottur færist inn í grunnlaunin. Þessi tilfærsla er metin á 7,68% en er ekki hækk- un í sjálfu sér þar sem þessir peningar eru þegar til staðar í launa- kerfi kennara. Við þessa aðgerð lækka all- ir kennarar í launum sem eru með meira en 2½ skólastjórapott. Eftir breytinguna verða kennarar að grunnraða sér upp á nýtt í launatöflunni. Í mínu tilviki verð ég að skila þeim þremur skóla- stjórapottum sem ég var með og grunnraðast því eftir 1. ágúst 2005 í launaflokk 232. Laun mín 1. ágúst 2005 lækka því niður í 199.209 kr. sem þýðir launalækkun upp á tæpar 3.000 kr. 5. 1. jan. 2005 verða laun mín komin í 213.480 kr. Þegar ég reikna þessa hækkun miðað við 3,5% verð- bólgu næstu fjögur ár kemur í ljós að ég lendi í nákvæmlega sömu tölu miðað við að laun mín hafi verið verðtryggð þessi fjögur ár. Eftir sex vikna verkfall fá kennarar ekki krónu umfram almennar launahækk- anir. Kennarar eru langt á eftir við- miðunarstéttum í launum og telja sig því þurfa að fá launaleiðréttingu. Það er því alveg ljóst að þeir verða að bera eitthvað meira úr býtum en verðtryggingu til að brúa það bil. Á ég að segja já eða nei? Alda Áskelsdóttir fjallar um hvað kennarar eigi að taka til bragðs ’Kennarar eru langt áeftir viðmiðunarstéttum í launum. ‘ Alda Áskelsdóttir Höfundur er grunnskólakennari, með þriggja ára háskólanám og fimmtán ára starfsreynslu að baki. BÚIÐ er að stilla grunnskólakenn- urum upp við vegg. Annaðhvort halda þeir áfram verkfalli sínu núna eða árið 2008. Ástæðan? Jú, sveit- arfélögin eiga ekki þá fjármuni sem þarf til að greiða þeim mannsæm- andi laun. Og af hverju skyldi það nú vera? Svarið er ef til vill um- deilanlegt en ég hef þó ekki heyrt nokkurn mann bera á móti því að sveitarfélögin sömdu af sér þegar þau tóku að sér grunnskólana á sínum tíma. Að mínu mati liggur því svarið í augum uppi. Ríkisvaldið lúrir á tekjustofnum sem með réttu tilheyra sveitarfélögunum og grunnskól- unum. Kannski telja sveitarstjórnarmenn þetta ranga staðhæfingu, sem er gott og blessað, svo fremi þeir rökstyðji álit sitt. Ef þeir eru á hinn bóginn sammála fullyrðingunni þá gengur ekki lengur að þeir (eða ráðandi hluti þeirra) láti sem kennaradeilan og skipt- ing tekjustofna á milli ríkis og sveita séu óskyld mál sem ekki megi undir nokkrum kringumstæðum blanda saman. Þetta er alls ekki boðleg skoðun og hefur aldrei verið. Svo leyfa þessir sömu menn sér að rjúka upp til handa og fóta þegar Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra tæpir á því hvort grunnskólarnir væru ef til vill betur komnir hjá ríkinu? Vanga- veltur ráðherrans eru skiljanlegar en segja ekkert um skoðanir hennar. Hitt er með öllu óskiljanlegt að sveitarstjórnarmenn skuli hafa látið öll þessi ár líða án þess að fá leiðrétt- ingu skólamálanna. Í stað þess að viðurkenna mistök sín og sækja á ríkisvaldið láta þeir hroka sinn bitna á börnum þessa lands – og kennarar sitja uppi sem vondi maðurinn í þessu dæmi. Eða hvað haldið þið að gerist þegar sáttatillagan svokallaða verður felld? Með þökk fyrir birtinguna. Hversu lengi eiga börnin okkar að líða fyrir hroka sveitarstjórna? Jón Hjaltason fjallar um kennaradeiluna ’Kannski telja sveit-arstjórnarmenn þetta ranga staðhæfingu, sem er gott og blessað, svo fremi þeir rökstyðji álit sitt. ‘ Jón Hjaltason Höfundur er áhyggjufullur faðir grunnskólabarns. LÖNGU og erfiðu kennaraverk- falli hefur verið slegið á frest. Verk- falli sem hefur verið erfitt börn- unum ekki síður en kennurum og foreldrum og öðrum sem það hefur bitnað á. Þegar skólunum var lokað fyrir börnunum höfðu sum þeirra ekki tekið öll námsgögnin með sér heim og var þeim meinað að sækja þau. Hvað höfðu börn- in gert til að verð- skulda slíka fram- komu? Af þessu mætti draga þá ályktun að þeim var ekki ætlað að vinna heima í kenn- araverkfallinu. Þetta hefur þó eflaust valdið einhverjum þeirra áhyggjum og kvíða. Mörg börn hafa átt langa daga í verkfallinu og sjálf þurft að hafa ofan af fyrir sér þar sem foreldrar hafa ekki verið í að- stöðu til að taka sér frí frá vinnu eða bregðast við ástandinu á annan viðunandi hátt. Börnin hafa ekki verið í fríi, þau hafa verið að bíða og biðin hefur verið löng. Mörg þeirra fylgdust af athygli með fréttum af verkfallinu í fjölmiðlum og höfðu ekki síður áhyggjur af framvindu mála en þeir fullorðnu. Engar skipulagðar að- gerðir voru fyrir þau á verkfallstím- anum. Þau höfðu heldur ekkert um að semja en urðu að laga sig að að- stæðum og ákvörðunum þeirra full- orðnu hvort sem þeim líkaði betur eða verr. Það er ljóst að þegar kennsla hefur legið niðri í 6 vikur hefur tapast mikil vinna kennara og nemenda. Hvernig á að vinna þetta tap upp? Það væri ósanngjarnt að gera það með því að setja yfirvinnu á börn- in. Sex vikur af lífs- hlaupi er stuttur tími. Sex vikur af 18 vikna önn er langur tími. Það er kvíði í börnunum. Þau vita nefnilega ekki hverju þau eiga von á frá þeim fullorðnu. Þau vita að kannski verður aftur verkfall fljót- lega. Þau vita að ákveðið magn af námsefni átti að klárast fyrir jól. Þau vita að tíminn styttist og kannski var þeim ætlað að læra heima. En þau vita líka að þau verða hvorki spurð né höfð með í ráðum þegar ákvarðanir verða teknar. Ákveðið var af fræðsluyfirvöldum í Reykjavík að fella niður vetrarfrí í skólum. Tillagan hljóðaði upp á að kennararnir fengju borgaða yf- irvinnu en börnin voru einskis spurð. Fríið þeirra var tekið af þeim. Hver er réttur barnanna? Eiga þau ekki rétt á sínu fríi þó þau hafi verið að bíða eftir fullorðna fólkinu í 6 vikur? Sum þeirra höfðu skipulagt vetrarfrí með pabba og mömmu fyrir löngu og hlakkað til. Það gleymist æði oft að gæta hagsmuna barnanna eða setja sig í spor þeirra þegar fullorðnir taka ákvarðanir sem þau varða. ,,Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.“ Það á líka við um tillitssemi og virð- ingu. Höfum velferð barnanna í huga þegar ákveðið verður um framhaldið og hvernig vinna á upp þá miklu vinnu sem tapast hefur á síðustu vikum. Látum verkfallið ekki bitna frekar á þeim með auknu álagi og streitu, öryggisleysi og kvíða. Hlúum að börnunum okkar og stuðlum að vellíðan þeirra. Horf- um til framtíðar þegar kennsluáætl- un verður endurskoðuð en ekki bara fram til jóla eða vors. Stöndum vörð um börnin okkar Ólöf Guðný Valdimarsdóttir fjallar um skólagöngu barna ’Hlúum að börnunumokkar og stuðlum að vellíðan þeirra. ‘ Ólöf Guðný Valdimarsdóttir Höfundur er foreldri grunnskólabarns. ÞÓTT Íslendingar eigi sér rúmlega þúsund ára sögu hefur fjölbreytni at- vinnulífsins lengst af verið lítil. Menn stunduðu sinn hefð- bundna búskap og reru til fiskjar þar sem því var við komið. Það þarf engan að undra að í þessu fátæka og kalda landi væri lengst af lít- ill áhugi á að stunda garðrækt því bæði skorti efnivið og þekk- ingu. Garðyrkjuskóli ríkisins var stofnaður á Reykjum í Ölfusi árið 1939 en með stofnun hans og útskrift fyrstu nemendanna 1941 má segja að lagður sé grunnur að garðyrkju sem atvinnugrein á Ís- landi. Í Garðyrkjuskól- anum hefur í gegnum tíðina verið unnið mikið og gott starf bæði á sviði rannsókna og fræðslu og því á skól- inn skilið að það sé hlúð að starfsemi hans svo sem kostur er. Í dag er boðið uppá sex verknámsbrautir við skól- ann, þ.e. blómaskreytinga-, garð- plöntu-, ylræktar-, umhverfis- og skógræktarbraut, en námi í skrúð- garðyrkju, sem er löggilt iðngrein, lýkur með sveinsprófi. Síðast en ekki síst er boðið uppá eins árs há- skólanám á þremur brautum þ.e. garðyrkjutækni, skógræktartækni og skrúðgarðyrkjutækni. Það er því mikið fagnaðarefni að nú eigi að fara að reisa skólanum nýtt húsnæði en fyrir tveim- ur árum var kennslu- húsnæði skólans dæmt ónýtt af Fram- kvæmdasýslu ríkisins. Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra sem fer með málefni skólans hefur lýst því yfir að efla eigi starfsemina og einn liður í því sé að byggja nýtt kennsluhús. Félag iðn- og tæknigreina leggur ríka áherslu á að undirbúningi að nýrri byggingu verði hraðað svo sem kostur er og ákvarðanir um fram- kvæmdir teknar sem fyrst. Félagið skorar á landbúnaðarráðherra að tryggja fjármagn til framkvæmdanna á næstu fjárlögum hvort sem það verður gert með beinum fjárveitingum eða með sölu á hluta jarðarinnar að Reykjum eins og einn- ig hefur verið rætt um. Garðyrkjuskóli ríkisins Hilmar Harðarson fjallar um Garðyrkjuskóla ríkisins Hilmar Harðarson ’Félagið skorará landbúnaðar- ráðherra að tryggja fjár- magn til fram- kvæmdanna. ‘ Höfundur er formaður Félags iðn- og tæknigreina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.