Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 25 MENNING Sófi og sex stólar sem áðurvoru í eigu danska leik-arans Pouls Reumertsmynda kjarna sýningar sem opnuð verður í Þjóðminjasafn- inu í dag. Sýningin ber yfirskriftina Konunglegar mublur og er unnin í samvinnu Leikminjasafns Íslands og Þjóðminjasafnsins. „Heiti sýn- ingarinnar vísar til sagnar um að húsgögnin séu gjöf frá Friðriki ní- unda Danakonungi til Pouls Reu- merts,“ segir Jón Viðar Jónsson, forstöðumaður Leikminjasafns Ís- lands í samtali við Morgunblaðið. Óvíst er hvenær Reumert eignaðist húsgögnin, sem stóðu um árabil í búningsherbergi hans í Kon- unglega leikhúsinu í Kaupmanna- höfn. „Ég tek það nú fram að þessi sögn um konungsgjöfina hefur ekki verið formlega staðfest. En þeir voru góður vinir, Reumert og Frið- rik níundi, svo það mælir ekkert gegn því að svo hafi verið.“ Reumert dáður um Norðurlönd Sögnin um konungsgjöfina er til- komin frá Geir Borg, mági Reum- erts, sem var bróðir Önnu konu hans. Geir keypti húsgögnin eftir lát Reumerts árið 1968 og stóðu þau upp frá því í stofunni hans. Eft- ir að Geir lést í fyrravetur tóku börn hans þá ákvörðun að færa Leikminjasafninu húsgögnin að gjöf. „Það er mikill fengur að þeim fyrir safnið og stór gjöf sem við er- um að taka við,“ segir Jón Viðar. „Allar menningarþjóðir leggja kapp á að eignast hluti sem per- sónulega tengjast látnum merk- ismönnum og þjóðfrægum, og Reu- mert er auðvitað einn af þeim. Hann starfaði sem leikari í 65 ár og var elskaður og dáður um af Dön- um og um öll Norðurlönd.“ En Reumert hafði einnig per- sónulega þýðingu fyrir íslenskan leikhúsheim. „Hann giftist Önnu Borg árið 1932. Hún hafði útskrif- ast sem leikkona árið 1927 og mætti segja að hún væri fyrsta ís- lenska atvinnuleikkonan. Þau sýndu Íslandi alla tíð mikla rækt- arsemi sem leikhúsfólk,“ segir Jón Viðar, en hjónin bjuggu allan sinn búskap í Danmörku. „Þau komu hingað oft og léku gestaleiki, bæði í samvinnu við íslenskt leikhúsfólk og á eigin vegum. Til dæmis settu þau upp Dauðadansinn eftir Strind- berg árið 1948 og tóku þá með sér einn besta leikara Dana af yngri kynslóðinni, Mogens Wieth. Síðan settu þau upp Refina eftir Lillan Hellman á móti íslenskum leik- urum.“ Að sögn Jóns Viðars skiptu þess- ar heimsóknir miklu máli fyrir ís- lenskt leikhúslíf. „Við verðum að muna það að á þessum tíma eru ís- lenskir leikarar að berjast fyrir at- vinnuleikhúsi og fyrir því að fá við- urkenningu sem alvöru listamenn. Það var ekkert sjálfsagður hlutur. Þessi tengsl skiptu máli fyrir sjálfs- virðingu listgreinarinnar og urðu til að auka veg leikhússins í augum almennings, að þetta mikla listafólk kom hingað og sýndi það í verki að það trúði á þennan málstað.“ Hann bætir við að heimsóknirnar hafi oft á tíðum virkað eins og víta- mínsprauta fyrir leikhúslífið. „Það að sjá þessa þrautþjálfuðu og góðu leikara, Reumert og svo nátt- úrulega Önnu sem var líka mjög góð leikkona, gaf ákveðið listrænt viðmið sem íslenskt leikhúslíf þurfti á að halda. Menn urðu að gera meiri kröfur til sín.“ Konungleg leikhúsfjölskylda Gjöf barna Geirs fylgdu auk hús- gagnanna konunglegu marg- víslegir gripir úr eigu fjölskyldu Önnu á Íslandi, þar á meðal úr fór- um móður hennar, Stefaníu Guð- mundsdóttur leikkonu, og á sýning- unni gefur að líta brot af hinni veglegu gjöf. „Við erum með mál- verk af þeim Önnu og Reumert, svo dæmi séu tekin, og ýmsar minjar frá gestaleikjunum. Þarna er líka portrett sem Reumert málaði af sjálfum sér í hlutverki, en hann gerði það gjarnan og Geir átti eitt slíkt. Þetta er mjög merkilegur áfangi sem Leikminjasafnið er að ná með þessari stóru gjöf frá börn- um hans,“ segir Jón Viðar og segist vona að í framtíðarhúsnæði safns- ins, sem enn er húsnæðislaust, verði jafnvel herbergi tileinkað hinni stóru leikhúsfjölskyldu. „Þetta var sannur leikhúsaðall, og þess vegna finnst mér konunglega vísunin í heiti sýningarinnar eiga afar vel við. Það undirstrikar tákn- gildi þess að þarna átti ekkert venjulegt fólk í hlut.“ Söfn | Húsgögn Pouls Reumerts á sýningu Leikminjasafns í Þjóðminjasafninu Morgunblaðið/Kristinn Jón Viðar Jónsson, forstöðumaður Leikminjasafns Íslands, tyllir sér í sófa Pouls Reumerts í Þjóðminjasafninu með eina af pípum danska leikarans. Reumert var á sínum tíma mikill pípumaður. Sýningin verður opnuð í dag kl. 16. Fengur að höfðinglegri gjöf ingamaria@mbl.is UNDIR óútskýrðu fyrirsögninni „Ný endurreisn“ hófst fernra tón- leika röð á mánudagskvöldið var í Listasafni Íslands.Verk Hans Abra- hamsens (f. 1952) tóku bróðurpart- inn af dagskrá kvöldsins. Líkt og Richard Strauss lærði danska tón- skáldið fyrst á horn, en nam síðar tónsmíðar hjá Per Nørgaard og Li- geti. Síðar drapst Hans í tíu ára rit- dróma, en tók þó þráðinn upp að nýju fyrir nokkrum árum. Af þrem verkum hans þetta kvöld voru hið fyrsta og síðasta samin fyrir þá teppu, en Píanókonsertinn eftir. Afspyrnuerfitt er að lýsa stíl Abrahamsens, hvað þá greina hann frá öðrum framsæknum verkum sömu kynslóðar. Tærast og áheyri- legast var fyrsta verkið, Winter- nacht (12’) frá 1978. Märchenbilder (12’) frá 1984 féll dável að skugga- legri Grimmsævintýrum, en dróst á langinn í lokaþætti þar sem and- stæðurnar létu sig vanta. Halda mætti að áratugar fjarvera frá tónsmíðum hefði afklárað stílinn. Svo reyndist þó ekki, nema hvað andstæður virtust orðnar heldur hvassari í Píanókonsertnum frá 2000, er Abrahamsen samdi fyrir konu sína A.-M. Abildskov. Píanó- parturinn var ekki ýkja virtúóst skrifaður, en samt leiðandi og ágæt- lega útfærður, sem og hljómsveit- arspilamennska Caputs undir fag- mennskri stjórn Joels Sachs. Að hljóta tónlistarverðlaun Norð- urlandaráðs er ekki lítill áfangi á ferli íslenzks tónskálds, og var upp- lagt að draga saman í svítu kjarnann úr stóra verðlaunaverkinu svo flytja megi sem víðast og með minna til- standi en þurfti þegar 4. söngur Guðrúnar lagði undir sig heila skipa- kví í Kaupmannahöfn 1996. Svítan var í sex pörtum – forspili og þrem söngvum með tveim millispilum á milli. Fór Caput-sveitin á miklum kostum, enda þaulkunnug frumgerð- inni eftir innspilun sína fyrir BIS. Enn glæsilegri var þó frammi- staða Ingibjargar Guðjónsdóttur í hlutverki Guðrúnar Gjúkadóttur, hinnar frumnorrænu Medeu, er rakti hér harma sína svo varla varð betur gert. Hljómsveitarspilið var að sama skapi tilþrifamikið í litríkri og gustmikilli orkestrun Hauks. Aðeins eitt truflaði mann, en það líka svo um munaði. Hvers vegna í ósköpum þurfa nútímakompónistar alltaf að afskræma söngtexta? Mergjaður kveðskapur Eddukvæða átti sannarlega skilið að heyrast, en hér var hann nánast falinn í sífelld- um risastökkum og langteygðum melismum svo varla heyrðust orða- skil – nema þá helzt án undirleiks. Endur-endurreisn? TÓNLIST Listasafn Íslands Hans Abrahamsen: Winternacht (1978); Píanókonsert (2000); Märchenbilder (1996). Haukur Tómasson: Guðrún- arsöngvar. Ingibjörg Guðjónsdóttir sópr- an, Anne-Marie Abildskov píanó ásamt kammerhljómsveitinni Caput. Stjórn- andi: Joel Sachs. Mánudaginn 1. nóv- ember kl. 20. Kammertónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Ingibjörg Guðjónsdóttir Haukur Tómasson Joel Sachs JÓHANN Hjálmarsson er skáld mánaðarins í Þjóðmenningarhúsinu og verður af því tilefni opnuð sýn- ing á bókmennta- verkum hans þar í dag. Á sýning- unni gefur að líta útgefin rit og þýðingar á er- lend mál, umfjöll- un í blöðum og tímaritum, auk ljósmynda og annars efnis sem skáldinu tengist. Dagskráin í dag hefst kl. 17 og mun Þröstur Helgason, bókmennta- fræðingur og umsjónarmaður Les- bókar Morgunblaðsins, flytja ávarp. Jóhann mun lesa úr eigin ljóðum og Hjalti Rögnvaldsson leikari les úr ljóðabókinni Hljóðleikar, sem til- nefnd var til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2003, við undirleik Tríós Carls Möller. Ingi- björg Gísladóttir frá Þjóðdeild Landsbókasafns – háskóla- bókasafns kynnir efni sýning- arinnar. Sýningin um Jóhann Hjálm- arsson verður opin fram yfir ára- mót, alla daga vikunnar kl. 11–17, og er ókeypis aðgangur á mið- vikudögum. Á eftir Jóhanni verður Davíð Stefánsson skáld mánaðarins. Rætt verður við Jóhann Hjálm- arsson í Lesbók á morgun. Jóhann Hjálmars- son skáld mánaðarins Jóhann Hjálmarsson BÓKIN Fallskärmsresor, safn ljóða eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur, er komin út hjá sænska forlaginu Gondolin. Um er að ræða ljóð sem Helen Halldórs- dóttir hefur valið og þýtt úr bókum Sigurbjargar, Hnattflugi og Túlípanafall- hlífum. Af þessu tilefni kom höfundurinn fram á tveim há- tíðum í Lundi á dögunum. Annars vegar í hádegisumræðum bókamess- unnar Boklördag, ásamt dönsku skáldkonunni Piu Tafdrup, og hins vegar á kvölddagskrá ljóðahátíð- arinnar Poesifestival i Lund, en stjórnandi hátíðarinnar var skáld- konan og þýðandinn Helen Hall- dórsdóttir, sem býr og starfar í Sví- þjóð. Ljóð úr þriðju ljóðabók Sig- urbjargar, Túlípanafallhlífar, hafa nú verið þýdd á níu tungumál, en bókin kom út hjá JPV útgáfu í fyrra- vor. Nú síðast voru þýðingar birtar í Slóvakíu og á Ítalíu, hinar síð- arnefndu í tengslum við hátíðahöldin í Genova, menningarborg Evrópu 2004. Ljóðasafn Sigurbjargar á sænsku Sigurbjörg Þrastardóttir ♦♦♦ Sigur í hörðum heimi er eftir Guð- mund Sesar Magnússon, en Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir skrásetur. Hvað gerir faðir 14 ára stúlku þeg- ar hann horfir upp á dóttur sína drag- ast inn í harðan heim fíkniefnanna – heim sem hann sjálfur kynntist alltof vel á sínum yngri árum? Þegar öryggisnet velferðarkerf- isins bregst ákveður Guðmundur Ses- ar að berjast fyrir lífi dóttur sinnar. Útg.: Alm. bókafél. Verð: 4.690 kr. Frásögn ♦♦♦ Ólöf eskimói – Ævisaga dvergs í Vesturheimi er eftir Ingu Dóru Björnsdóttur. Árið 1858 fæddist dvergvax- ið stúlkubarn á Ytri-Löngumýri í Blöndudal. Þetta var Ólöf Sölvadóttir sem fluttist til Vesturheims 18 ára og slóst fljót- lega í för með bandarísku farand- fjölleikahúsi. Síðar brá hún sér í inúítagervi og hóf að flytja fyrirlestra um Grænland og líf sitt þar, en á það land hafði hún aldrei stigið fæti. Sem eskimóinn Olof Krarer ávann hún sér frægð og frama með upp- spunninni ævisögu sinni, ferðaðist víðs vegar um Bandaríkin og tókst að halda blekkingaleiknum áfram í upp undir þrjá áratugi og flytja um 2.500 fyrirlestra. Inga Dóra Björnsdóttir segir hér frá ævintýralegu lífshlaupi Ólafar. Hún greinir frá æsku hennar og uppruna, lífinu í Kanada og Banda- ríkjunum, samferðamönnum og tíð- aranda, ekki síst áhuga Bandaríkja- manna á norðurslóðum og kapphlaupinu á norðurpólinn. Þá er grafist fyrir um orsakir þess að Ólöf komst upp með að þylja ósannindi á opinberum vettvangi árum sam- an. Af hverju var hún tekin trúan- leg? Og hvers vegna komu þeir sem betur vissu ekki upp um hana? Bókin er 275 bls. Útgefandi: Mál og menning Verð 4.990 kr. en á tilboði 3.490 kr. í nóvember. Frásögn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.