Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN B ritney Spears og Arn- old Schwarzenegger studdu Bush í kosn- ingunum á þriðju- dag. En skyldi Lynndie England, ógæfusami hermaðurinn úr hjólhýsahverfinu í Vestur-Virginíu, sem sást á myndum með niðurlægðum föng- um úr Abu Ghraib-fangelsinu í Írak á vordögum, hafa greitt for- setanum atkvæði sitt? Hvort sem Lynndie mætti á kjörstað eða ekki er ljóst að íbúar í Vestur- Virginíu, einu fátækasta ríki Bandaríkjanna, kusu Bush til áframhaldandi valdasetu næstu fjögur árin. Sé landakort af Bandaríkjunum skoðað með tilliti til stuðnings við repúblikana og demókrata koma athyglisverðar staðreyndir í ljós. Í mörgum ríkj- um við austur- og vesturströnd- ina, þar sem almenn vel- megun er mest, mennt- unarstigið hæst, þar sem listamennirnir og háskólafólkið búa – þar hafa demókratar betur. Í mið- og suð- urríkjunum, þar sem margir eiga undir högg að sækja, hafa repú- blikanar nær undantekning- arlaust vinninginn. „Hvernig getur fólk sem hefur einhvern tímann verið í vinnu hjá öðrum kosið repúblikana, kosið gegn eigin hagsmunum?“ Að þessu spyr Bandaríkjamaðurinn Thomas Frank, sem nýlega skrif- aði metsölubók þar sem hann lýs- ir því hvernig repúblikönum hefur tekist að höfða á sama tíma til ríkra kaupsýslumanna og fátækra verkamanna. Spurning Franks er mikilvæg og ágætt að ræða hana með því að horfa til fyrrnefndrar Vestur- Virginíu. Fólkið þar hefur nefni- lega ekki alltaf verið stuðnings- menn repúblikana. Í eina tíð var ríkið vígi demókrata og verka- lýðsfélaga og árið 1980 var það eitt sex ríkja sem ekki studdu framboð Ronalds Reagans. En hvað varð til þess að meirihluti íbúa Vestur-Virginíu tók þá ákvörðun að kjósa Bush fram yfir demókratann Al Gore árið 2000? Lyktir kosninganna í Vestur- Virginíu reyndust afdrifaríkar fyrir Gore, því sigur þar hefði tryggt honum forsetaembættið. Hugsanlega geta demókratar kennt sjálfum sér og stefnu sinni að nokkru leyti um ósigrana í Vestur-Virginíu. Því var í það minnsta haldið fram grein í blaðinu Le Monde Diplomatique, sem skrifuð var fyrir kosning- arnar í ár. Þar var bent á að John Kerry, forsetaefni Demókrata- flokksins, ætti ef til vill að hugsa sig tvisvar um áður en hann leit- aði ráða hjá síðasta forseta demó- krata, hinum vinsæla Bill Clinton. Frjálshyggjustefna Clintons í efnahagsmálum og sýnd- arumbætur í félagsmálum hefðu í raun gert Demókrataflokkinn að minnihlutaflokki. Í greininni í Le Monde Diplo- matique er jafnframt vikið að her- fræði repúblikana í kosningabar- áttunni. Þar er því haldið fram að þeim takist að höfða til almúgans með því að beina spjótum sínum gegn mennta- og menningarelít- unni og koma fram sem menn hinna vinnandi stétta. Í greininni er vikið að ólíkum persónu- einkennum Bush og Kerrys. Allir vita að báðir eru þeir miklir auð- menn. Bush ber auðlegð sína hins vegar ekki með sér með sama hætti og Kerry. Kerry er kominn af efnafólki frá austurströndinni, hann gekk í einkaskóla í Sviss og kvæntist milljarðamæringi. Hann fer reglulega á sjóbretti og meira að segja reiðhjólið hans kostaði 8 þúsund Bandaríkjadali. Bush kann hins vegar best við sig heima á búgarðinum sínum í Tex- as og á kosningafundum í Vestur- Virginíu í sumar flutti hann eft- irfarandi skilaboð: „Mér skilst að þið hafið gaman af veiðum … ég er líka veiðimaður,“ sagði forset- inn. „Mér finnst alltaf jafn gott að koma hingað. Því fólkið hér er jarðbundið, vinnusamt, heiðarlegt og það elskar Bandaríkin rétt eins og ég,“ bætti forsetinn við. Þá uppskar Bush þétt lófatak þegar hann sagði að hann myndi aldrei leyfa öðrum þjóðríkjum að taka ákvarðanir um bandaríska örygg- ishagsmuni. Í ríki eins og Vestur-Virginíu, þar sem margir vinna iðnaðar- störf sem eru í hættu vegna sam- keppni frá löndum sem bjóða ódýrara vinnuafl, þar sem fólk leggur margt hvert stund á dá- dýraveiðar í tómstundum, fellur boðskapur á borð við þennan í góðan jarðveg. Fólk er ekki að- eins vantrúað á að demókratar muni standa fyrir félagslegum umbótum. Það óttast einnig að umhverfisverndarsinnar úr þeirra röðum muni valda því að það missi störf sín eða að yfirlýst stefna margra leiðtoga Demó- krataflokksins um óheft milli- ríkjaviðskipti muni leiða til þess að störfum fækki. Þá eru margir hræddir um að demókratar á borð við Michael Moore muni hafa af þeim ánægjuna af veiðum með því að krefjast lagasetningar um tak- mörkun á byssueign. Vitaskuld stendur Bush einnig fyrir frjálshyggju og óheftum við- skiptum og hann hefur gripið til ýmissa augljósra aðgerða til þess að gera hina ríku ríkari á valda- tíma sínum. Eftir stendur hins vegar að re- públikönum tekst vel upp í hinum fátækari og íhaldssamari ríkjum Bandaríkjanna, að setja sig í and- stöðu við hina svonefndu menn- ingarelítu. Fólk sem býr í New York eða LA, stundar kaffihús, drekkur rauðvín og talar jafnvel frönsku. Þetta fólk, segja repú- blikanar við fólkið í mið- og suð- urríkjunum, er úr öllum takti við ykkur – hina raunverulegu Bandaríkjamenn. Það er vissulega rétt að Banda- ríkin eru stórt land og þar búa í raun margar ólíkar þjóðir. Lög- fræðingur í Boston á sennilega fátt sameiginlegt með verka- manni í kolaiðnaði í Vestur- Virginíu. En það ætti ekki að gefa fólki raunverulega ástæðu til þess að kjósa Bush. Ef til vill myndi staðan breytast ef demókratar þyrðu að tefla næst fram forseta- frambjóðanda sem byði banda- rískum almenningi upp á raun- verulegan valkost við skefjalausa frjálshyggjustefnu repúblikana. Þá færi fólkið í Vestur-Virginíu ef til vill að hlusta – hver veit? Amerísk sveitasæla „Hvernig getur fólk sem hefur einhvern tímann verið í vinnu hjá öðrum kosið repúblikana, kosið gegn eigin hags- munum?“ VIÐHORF Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is REGNBOGABÖRN, samtök gegn einelti, voru stofnuð fyrir rétt- um tveimur árum fyrir tilstuðlan Stefáns Karls Stefánssonar leikara. Síðasta vetur leituðu 75 börn og unglingar til samtakanna ásamt for- eldrum sínum. Það er oft átakanlegt að sitja í viðtölum með ein- staklingum sem hafa verið lagðir í einelti í lengri eða skemmri tíma. Foreldrar og forráðamenn eru oftar en ekki uppgefnir og ráðþrota og telja sig hafa fengið dræm viðbrögð við vandanum. Kvarta mjög yfir að- gerðarleysi skóla og sveitarfélaga. Við nánari athugun kemur oft á tíð- um í ljós að skólinn og starfsmenn hans hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa málin. Það hefur fæst mikið í vöxt að námsráðgjafar grunnskóla á Íslandi nýti sér þjón- ustuna og sameiginlega sé tekið á málunum. Sjá graf I Þjónusta samtakanna er fjöl- breytt og unnið er á flestum stigum forvarna. Þar má t.d. nefna sam- vinnuverkefni við Prentmet eins og Ýmu tröllastelpu – litabók sem yngstu nemendurnir fengu gefins við upphaf skólaárs. Forvarnir sem miðast að því að koma í veg fyrir einelti eru kostn- aðarsamar og þess vegna ekki úr vegi að nota tækifærið og þakka þeim fyrirtækjum og samtökum sem staðið hafa með okkur í þessari bar- áttu. Um leið eru önnur fyrirtæki hvött til að gera slíkt hið sama því Regnbogabörn geta ekki staðið ein og þurfa öflugan stuðning gegn ein- elti. Meginmarkmið Regnbogabarna frá upphafi hefur verið að standa fyrir námskeiðahaldi og veita börn- um og unglingum fé- lagslegan stuðning. Þetta hefur allt gengið eftir og Regnbogabörn hafa ásamt Foreldra- húsinu og Fjölskyldu- skóla Hafnarfjarðar tekið höndum saman um námskeið fyrir börn, unglinga og for- ráðamenn þeirra. Opið hús á þriðju- dagskvöldum hjá Regnbogabörnum er vettvangur fyrir börn á aldrinum 12 til 15 ára til að koma saman og eiga ánægju- lega stund í öruggu umhverfi. Þau börn sem verða fyrir barðinu á ein- elti verða oft mjög einangruð og eru því samskipti við aðra ekki þeirra sterkasta hlið. Á Opnu húsi læra þau að treysta hvert öðru, gefa af sér og stíga skrefi lengra en þau hafa þorað hingað til. Mikill áhugi er hjá sam- tökunum að þróa þetta starf áfram og veita börnum á aldrinum 6 til 11 ára samskonar félagslegan stuðning. Viðtalsþjónusta Regnbogabarna hefur farið vel af stað. Á síðast- liðnum vetri tók ráðgjafi samtak- anna 257 viðtöl við 75 börn og ung- linga. Það segir okkur að margir þessara einstaklinga koma aftur. Skýringin sem þau gefa fyrir komu sinni er sú að þau eigi erfitt með að tengjast og taka þátt í því félagslífi sem skólinn hefur upp á að bjóða. Þau eru annaðhvort í þann mund að hætta í skóla eða eru þegar hætt. Sú þjónusta sem Regnbogabörn hafa veitt þessum einstaklingum er svokölluð eftirfylgni þar sem við styðjum þá í því sem þá langar til að gera hverju sinni. Í samvinnu við þá einstaklinga hefur okk- ur oft tekist að fá við- komandi til að byrja aftur í námi og halda áfram í vinnu. Með því að koma reglulega í viðtöl hefur skjólstæð- ingum okkar tekist að fylgja ofangreindum áhersluatriðum. Ráðgjafi Regnboga- barna hefur haldið ut- an um skráningu skjól- stæðinga og lagt fyrir spurningalista sem börn og unglingar fylla út. Þessi upplýsingasöfnun gerir Regnbogabörnum kleift að kort- leggja það umhverfi sem samtökin eru að vinna í. Það er mjög mikilvægt að gefa sér tíma til að meta þörfina á úrræðum fyrir þá sem verða fyrir einelti. Með opnu félagsstarfi og viðtölum við skjólstæðinga verður til reynsla sem nýtist samtökunum í að móta starfið áfram. Samtökin fóru af stað með mjög ákveðin markmið. Þau voru að veita börnum, unglingum og fjöl- skyldum þeirra sem glíma við einelti víðtæka þjónustu og ráðgjöf. Þessi markmið halda Regnbogabörn enn í heiðri. Þegar litið er yfir sviðið í dag eiga börnin sem leita til Regnbogabarna það sameiginlegt að þeim líður illa og þau eru kvíðin og hrædd. Einelti er vel skilgreindur samfélagslegur vandi. Spurningin hlýtur að vera sú hvort þau tilfelli sem koma inn á borð Regnbogabarna þurfi að eiga sér stað í velferðarþjóðfélaginu sem við Íslendingar búum í. Þeir for- eldrar og aðrir sem leita til samtak- anna gera það ekki að ástæðulausu. Í nokkrum tilfellum hefur skólinn brugðist og að sjálfsögðu geta aðrar ástæður legið að baki. Því þarf að vega og meta hvert einasta tilfelli fyrir sig. Hlutverk okkar sem sinnum börn- um og unglingum, foreldra, forráða- manna, starfsmanna skóla og fé- lagsmiðstöðva, starfsfólks íþróttafélaga o.s.frv., er að fylgjast með og tryggja að börnum og ung- lingum líði vel í skóla og félagsstarfi. Þau þurfa að finna fyrir öryggi í skóla, tómstundaiðju og í hópi jafn- ingja. Einelti er samfélagslegt vandamál sem snertir okkur öll á einn eða ann- an hátt. Við erum sameiginlega ábyrg, þetta snýst ekki bara um mig og mitt barn heldur öll börn í þessu samfélagi okkar. Regnbogabörn, Eineltissamtökin og Miðborgarstarf kirkjunnar standa fyrir málþingi næsta laugardag á Hótel Nordica frá kl. 10–16. Öllum heimil þátttaka svo lengi sem húsrúm leyfir. Einelti – samfélagslegur vandi Jón Páll Hallgrímsson fjallar um einelti ’Þjónusta samtakannaer fjölbreytt og unnið er á flestum stigum for- varna.‘ Jón Páll Hallgrímsson Höfundur er ráðgjafi. 6. maí 2004 © Jón Páll Hallgrímsson, ráðgjafi 8 16 20 15 16 0 5 10 15 20 25 6 - 9 10 - 12 13 - 15 16 - 19 20> Samtals 75 einstaklingar Aldursdreifing skjólstæðinga Regnbogabarna 6. maí 2004 © Jón Páll Hallgrímsson, ráðgjafi Einstaklingar eldri en 16 ára Hafa aldrei byrjað 19% Hafa byrjað og hætt 29%Eru í framh,skóla 26% Hafa lokið framh,skóla 13% Svöruðu ekki 13% Graf I Graf II Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Gunnlaugur Jónsson: „Sú stað- reynd að stúlkan á um sárt að binda má ekki valda því að rang- ar fullyrðingar hennar verði að viðteknum sannindum.“ Ólafur F. Magnússon: „Sigurinn í Eyjabakkamálinu sýnir að um- hverfisverndarsinnar á Íslandi geta náð miklum árangri með hugrekki og þverpólitískri sam- stöðu.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Vilj- um við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluaðferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerðar- menn til að lesa sjómannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamn- ingana.“ Sveinn Aðalsteinsson: „Nýjasta útspil Landsvirkjunar og Alcoa er að lýsa því yfir að Kárahnjúka- virkjun, álbræðslan í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Hafsteinn Hjaltason: „Landa- kröfumenn hafa engar heimildir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eignarland, eða eignarland Bisk- upstungna- og Svínavatns- hreppa.“ María Th. Jónsdóttir: „Á landinu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nemendur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.