Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 45 DAGBÓK Útilíf 20% afsláttur af Puma skóm, fótboltaskóm, hlaupaskóm, handboltaskóm, barnaskóm, götuskóm. Carat 15% endurgrei›sla af öllum keyptum vörum í nóv. ESSO 10 rósir í búnti 990 kr. fullt ver› 1.490 kr. Pizza Hut Tilbo›smáltí› fyrir 2 á 1.190 kr. Tvær litlar pönnupizzur me› 2 áleggstegundum og 1 lítri af Pepsí. Gildir í „Take away“. Sony Center Sony Harddisk Walkman 20 GB á tilbo›i 53.995 kr. fullt ver› 65.995 kr. Hagkaup 40% afsláttur af Nóa konfekti 20% afsláttur af Freschetta 20% afsláttur af barnakuldaskóm 15% afsláttur af herrabolum 20% afsláttur af KEEL böngsum 20% afsláttur af Pictionary og Scrabble. BT HP stafræn myndavél, tilbo› 19.990 kr. fullt ver› 27.990 kr. Apóteki› bar, grill Glæsilegur villibrá›amatse›ill, 10% endurgrei›sla af öllu í nóvember. TOPSHOP 20% afsláttur af skóm og 20% afsláttur af skyrtum. Dorothy Perkins 20% afsláttur af úlpum í nóvember. Kjóll og hvítt 20% endurgrei›sla af allri fljónustu í nóvember. Búsáhöld, Kringlunni 10% endurgrei›sla af öllum vörum í nóvember. Heimilistæki Whirlpool 1400 snúninga flvottavél, tilbo›sver› fyrir e-korthafa 59.995 kr. fullt ver› 79.995 kr. Nóvembertilbo› 2004 F í t o n / S Í A F I 0 1 0 9 9 2 Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Kátir karlar koma og syngja við undirleik og stjórn Sigrún- ar Þórsteinsdóttur í kaffitímanum eftir Bingó sem hefst kl. 14. Árskógar 4, | Bað kl. 8–14, handa- vinna kl. 9–12, smíði, útskurður kl.13– 16.30. Vetrarfagnaður laugardaginn 6. nóvember kl. 19. Borgfirðingafélagið í Reykjavík | spiluð félagsvist laugardaginn 16. nóvember kl. 14 í Síðumúla 37, 3. hæð. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böð- un, almenn handavinna, félagsvist. Félag eldri borgara í Kópavogi, | Bingó í Gullsmára kl. 14. Félagsvist í Gjábakka kl. 20.30. Skvettuball í Gull- smára 13 laugardaginn 6. nóv. kl. 20. Brids í Gjábakka kl. 13.15. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Fé- lagsvist í Garðabergi kl. 13 á vegum Félags eldri borgara. Slökunarjóga og teygjur kl. 10.30 og 11.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. bókband eftir hádegi. Kl. 10.30 gönguferð. Frá há- degi spilasalur opinn. Kl. 16. opnuð listmunasýning. S. 575 7720. Furugerði 1 | Kl. 9 aðstoð við böðun, kl. 14.15 verður Aðalheiður Þorsteins- dóttir við píanóið fram að kaffi kl. 15. Hraunbær 105 | Kl. 9 útskurður og hárgreiðsla, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 12 hádegismatur, kl. 14 bingó, kl. 15, kaffi. Árlegi basarinn verður laug- ardaginn 6. nóvember. Hvassaleiti 56–58 | Frjáls aðgangur að opinni vinnustofu. Böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir, hár- snyrting. Hæðargarður 31 | Opið félagsstarf, listasmiðja, myndlist, hárgreiðslu- stofa s. 568 3139, gönuhlaup kl. 9.30, bridge kl. 13.30. Skráning í há- degisverð alla daga. Edith Piaf í há- deginu á föstudag, saltkjöt og baunir. S. 568 3132. Norðurbrún 1 | Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9–12 myndlist, kl.10 boccia, kl. 14 leik- fimi, kl.15 kaffi. Seyðfirðingafélagið | Vinafagnaður Seyðfirðingafélagsins verður haldinn í Gjábakka, Fannborg 8, Kópavogi, laugardaginn 6. nóvember kl. 19. Skaftfellingabúð | Fyrsta mynda- kvöld vetrarins kl. 20.30 í Skaftfell- ingabúð, Laugavegi 178. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræð- ingur fjallar um ástand og horfur í Kötlu í máli og myndum. Aðgangur er ókeypis. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–14.30, hann- yrðir, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13.30–14.30 sungið v/flygilinn, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar, kl. 14.30– 16 dansað í Aðalsal, við lagaval Hall- dóru, gott með kaffinu. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, leirmótun, hárgreiðsla, morgunstund, fótsnyrting, leikfimi og bingó kl. 13.30. Jólamarkaðstorg verður á Vitatorgi fimmtudaginn 11. nóvember kl. 13.00 til 17.00. Þórðarsveigur 3 | Bænastund og samvera kl. 10. Kirkjustarf Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn alla föstudaga kl. 10. Kaffi og spjall. Sögustund fyrir börnin. Kl. 10–11. Hallgrímskirkja | Starf með öldr- uðum þriðjudaga og föstudaga kl. 11. Súpa, leikfimi, kaffi og spjall. Kl. 11–14. Kvenfélags Langholtssóknar | Hinn árlegi basar og happdrætti Kven- félags Langholtssóknar í Reykjavík verður í safnaðarheimili kirkjunnar á morgun, laugardaginn 6. nóvember, og hefst kl. 14. Mikið úrval verður af heimagerðum jólavörum, tertum og kökum. Eigulegar bækur fást í kaup- bæti í anddyri safnaðarheimilisins. Tilvalin fjölskylduskemmtun. Allur ágóði rennur í gluggasjóð kirkjunnar. ÓL í Istanbúl. Norður ♠732 ♥KG5 ♦754 ♣KG106 Vestur Austur ♠G5 ♠ÁD1084 ♥1092 ♥D743 ♦KG62 ♦983 ♣9832 ♣5 Suður ♠K96 ♥Á86 ♦ÁD10 ♣ÁD74 Ítalska ofursveitin spilar vel útfært og nútímalegt kerfi, en þegar grannt er skoðað kemur í ljós að styrkur liðs- ins liggur ekki í sögnum fyrst og fremst – miklu fremur í góðri vörn og úrspili. Spilið að ofan er ágætt dæmi, en það er frá átta liða úrslitum ÓL úr leik Ítala og Pakistana. Þrjú grönd voru spiluð á báðum borðum og hafði austur komið spað- anum að í sögnum. Vestur hóf vörnina með spaðagosa. Áður en lengra er haldið – hvort myndi lesandinn veðja á vörnina eða sóknina? Byrjum í lokaða salnum þar sem Ítalinn Bocchi var í suður gegn Fazli og Allanda. Bocchi dúkkaði spaðgos- ann og vestur spilaði spaða áfram, sem austur tók og spilaði þriðja spað- anum (tíunni), en vestur henti tígli. Bocchi átti slaginn á spaðakóng og fór inn á blindan á lauf til að spila tígli á tíuna. Vestur drap á gosann og skipti yfir í hjartatíu (spaðatía austurs áður var augljóst kall í hjarta). Bocchi prófaði hjartagosann og drap svo drottningu austurs með ás. Hann tók næst alla laufslagina, en spilaði svo hjartakóng og meira hjarta. Vestur lenti inni á hjartaníu og varð að spila frá tígulkóng í lokin upp í ÁD. Níu slagir. Þetta er vandað, en engin sérstök snilld. Á hinu borðinu fékk sagnhafi hins vegar ekkert tækifæri til að sýna sínar bestu hliðar. Útspilið var líka spaðagosi, en þar yfirdrap Versace í austur með drottningunni! Sagnhafi dúkkaði réttilega, en frekar en spila spaða áfram, skipti Versace yfir í tíg- ul. Sagnhafi svínaði tíunni, sem Lauria í vestur drap með gosa og spilaði spaða. Versace tók með ás og spilaði enn tígli. Sagnhafi svínaði aftur og enn mis- heppnaðist svíningin. Lauria fríaði tíg- ulinn og nú var hjartagosinn eini möguleiki sagnhafa á níunda slagnum. En svíningin misheppnaðist – einn niður og 10 stig til Ítala. Það er erfitt að eiga við svona menn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is BORGARKVARTETTINN verður á faraldsfæti í vetur og ætlar að halda tónleika víða um land. Ferð- in hefst á þrennum tónleikum á Snæfellsnesi nú um helgina. Fyrstu tónleikarnir verða í Ólafs- víkurkirkju kl. 20 í kvöld. Á laug- ardag munu þeir síðan syngja í Stykkishólmskirkju kl. 16. Frá Stykkishólmi verður síðan ekið til Grundarfjarðar þar sem loka- tónleikarnir verða haldnir á veit- ingastaðnum Krákunni kl. 22 um kvöldið. Borgarkvartettinn er karlakv- artett, skipaður þeim Þorvaldi Halldórssyni, Þorvaldi Þorvalds- syni, Atla Guðlaugssyni og Ásgeiri Páli Ágústssyni. Þeir hafa sungið saman um nokkurra ára skeið ýmsa tegund tónlistar. Í fyrstu lögðu þeir rækt við „barbershop“ lög og negrasálma, en smásaman hefur breiddin í lagavali aukist svo nú kennir þar ýmissa grasa og flytja þeir nú allt frá gömlum klassískum perlum upp í nútíma dægurlög. Kvartettinn hefur ekki síst vakið athygli fyrir nýja útsetningu á lag- inu Á sjó sem Þorvaldur Hall- dórsson gerði vinsælt á árum áður með hljómsveit Ingimars Eydal. Á tónleikunum á Snæfellsnesinu verða auk kvartettsöngsins flutt einsöngslög og dúettar en allir hafa meðlimirnir getið sér gott orð sem einsöngvarar. Morgunblaðið/Golli Kvartettinn æfir með undirleikaranum Árna Heiðari Karlssyni. Borgarkvartettinn heldur á Snæfellsnes Nánari upplýsingar má nálgast á www.borgarkvartett.is UM þessar mundir er öld frá fæðingu Sím- onar Jóhannesar Ágústssonar, en hann var mikilvirkur rithöfundur og vís- indamaður á sviði heimspeki, uppeld- isfræði og sálarfræði og meðal brautryðj- enda í kennslu í þeim greinum á Íslandi. Símon var prófessor í Háskóla Íslands um áratuga skeið. Í tilefni af aldarafmæli Símonar verður efnt til dagskrár í Hátíðarsal Háskóla Ís- lands á morgun milli klukkan 15 og 17. Þar munu nokkrir fræðimenn í þeim greinum sem Símon lét sig varða flytja stutt er- indi, þau Páll Skúlason, Sigurjón Björns- son, Tómas Helgason, Jörgen Pind, Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Guðný Guðbjörns- dóttir, Jón Torfi Jónasson og Þorbjörn Broddason. Milli erinda flytja Marta Guðrún Halldórs- dóttir söngkona og Örn Magnússon píanó- leikari lög eftir íslensk tónskáld við nokkr- ar vísur úr Vísnabókinni sem Símon ritstýrði á sínum tíma. Símonar Jóhannesar Ágústssonar minnst í HÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.