Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR á morgun ‚Greinarhöfundur étur sín eigin orð og leggur allar þessar konur undir dóm, þær sem ekki er búið að sak- fella, þær sem sitja inni og afplána sinn dóm og þær sem lokið hafa afplánun.‘U M R Æ Ð A N Hvað segir gagnrýnandinn? HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra sagði á Alþingi í gær að engin ástæða væri til þess að óttast að stöðugleiki myndi ekki ríkja áfram í efnahags- lífinu hér á landi. „Það er engin ástæða til þess að óttast að stöðug- leiki verði ekki hér áfram,“ sagði hann m.a. í um- ræðu utan dag- skrár um þróun verðbólgu og for- sendur kjara- samninga. Össur Skarp- héðinsson, for- maður Samfylk- ingarinnar og málshefjandi um- ræðunnar, sagði á hinn bóginn að æ fleiri teikn væru á lofti um að ríkisstjórnin væri að missa tökin á verðbólgunni með þeim afleiðing- um að forsendur kjarasamninga kynnu að bresta. Forsætisráðherra svaraði því til, í upphafi andsvars síns, að ekkert nýtt eða óvenjulegt hefði komið fram í efnahagslífinu síðustu vikur sem réttlætti þessa svartsýni þing- mannsins. „Það er alveg ljóst og bú- ið að vera ljóst lengi að þær miklu framkvæmdir sem eru í landinu – og þá sérstaklega í kringum virkj- anir og stóriðju – hefðu í för með sér nokkra þenslu í þjóðfélaginu.“ Hann sagði síðar að það væri mikið álag á efnahagskerfið en engin ástæða væri til að ætla annað en að það þyldi það. „Við erum að leggja allt þetta á efnahagskerfið til að skapa meiri verðmæti, fá fleiri störf; minnka atvinnuleysi. Þess vegna er þessi mikla uppbygging og það mun að sjálfsögðu verða íslenskum laun- þegum til góðs.“ Full ástæða til aðhalds Ráðherra benti á að fjárlögin fyr- ir árið 2004 væru mun aðhaldssam- ari en fjárlagafrumvarp næsta árs. Þrátt fyrir það væri gert ráð fyrir aðhaldssömum fjárlögum fyrir árið 2005. „Það er hins vegar rétt,“ sagði hann, „að verðbólguvæntingar hafa nokkuð aukist m.a. vegna þess að það hafa verið mikil íbúðalán hjá bönkunum, sem er ekki aðeins nei- kvætt, heldur fyrst og fremst já- kvætt, því þar hefur almenningur fengið tækifæri til að endurskipu- leggja sinn fjárhag; koma stuttum lánum yfir í löng. En vissulega létt- ist greiðslubyrðin meðal almennings vegna þessara ráðstafana og verður til þess að almenningur hefur meira á milli handanna til ráðstöfunar til neyslu. Það liggur fyrir.“ Ráðherra bætti því við að það væri hins vegar löngu orðið tímabært að lánaum- hverfið, vegna íbúðalána, hér á landi yrði sambærilegt við það umhverfi sem væri við lýði í löndunum í kringum okkur. „Það er hins vegar rétt að olíuverð hefur hækkað um- fram það sem var áætlað á sínum tíma og fasteignaverð hefur jafn- framt hækkað. Og virði eigna er meira.“ Ráðherra sagði það sömuleiðis rétt að kjarasamningar ættu að koma til endurskoðunar haustið 2005. „Það var gert ráð fyrir því, um forsendur kjarasamninga, að verð- bólga yrði þá um það bil þrjú pró- sent. Í spám fjármálaráðuneytisins sem birtist með fjárlagafrumvarp- inu er gert ráð fyrir því að verðbólg- an, haustið 2005 eða í nóvember 2005, verði 3,2% sem er um það bil það sama og var gert ráð fyrir í for- sendum kjarasamninga.“ Hann sagði þó vissulega ástæðu til að gæta aðhalds og „gæta varkárni í þessu sambandi“. Ríkisstjórnin grípi í taumana Í framsöguræðu sinni vitnaði Öss- ur m.a. í hagspá greiningardeildar Landsbankans. „Greiningardeild Landsbankans spáir því að innan árs muni verðbólgan fara yfir þol- mörk Seðlabankans og að lokum yf- ir sex prósent.“ Sagði Össur að hag- deild Alþýðusambands Íslands (ASÍ) hefði tekið í sama streng. „Hún birti fyrir skömmu spá, þar sem er gert ráð fyrir því að verð- bólgan muni sprengja forsendur kjarasamninga um þróun verðlags. Þetta er falleinkunn á fyrsta prófinu sem lagt er fyrir nýjan forsætisráð- herra.“ Þingmaðurinn sagði síðar: „Þegar gengið var frá kjarasamningum á almennum vinnumarkaði í mars gekk verkalýðshreyfingin út frá því að verðbólgan yrði nálægt tveimur og hálfu prósenti sem er verðbólgu- markmið Seðlabankans. Í dag er verðbólgan komin vel upp fyrir það. Því er spáð að hún fari í fjögur pró- sent á næsta ári og greiningardeild Landsbankans spáir því að hún fari að lokum yfir sex prósent. Ef rík- isstjórnin grípur ekki í taumana – og fái verðbólgan að þróast með þeim hætti sem hagdeild ASÍ hefur spáð – er veruleg hætta á því að kjarasamningum verði sagt upp í árslok 2005. Þá er veruleg hætta á því að stöðugleikinn bresti.“ Áhyggjulaus ráðherra Eftir andsvar forsætisráðherra, sem vitnað var til hér að ofan, sagði Össur að Halldór væri áhyggjulaus- asti forsætisráðherra á öllu jarðríki. „Hæstvirtur forsætisráðherra kem- ur með heimakokkaða verðbólguspá úr fjármálaráðuneytinu frá því í haust en hann tekur ekki mark á ASÍ. Hann tekur ekki mark á Seðla- bankanum. Hann tekur ekki mark á Landsbankanum. Hann tekur ekki mark á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Hann er áhyggjulausasti maður í heim.“ Síðan bætti Össur við: „Gam- an væri að vera svona.“ Halldór sagði á hinn bóginn, und- ir lok umræðunnar, að ekki væri hægt að taka mark á málflutningi stjórnarandstöðunnar, því fyrir há- degi hefði hún, í umræðum um hús- næðismál, gagnrýnt að húsnæðis- lánin væru ekki nógu há, en eftir hádegi, talaði hún um að draga ætti úr þenslu í þjóðfélaginu. „Það er semsagt hvatt til þenslu fyrir há- degi en reynt að draga úr henni eft- ir hádegi,“ sagði ráðherra og ítrek- aði að hann hefði ekki áhyggjur af stöðugleikanum. „Við höfum þrátt fyrir allt – þrátt fyrir svartsýnis- spár – viðhaldið stöðugleikanum og við ætlum að gera það áfram.“ Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í umræðu um þróun verðbólgu og forsendur kjarasamninga „Engin ástæða til að óttast að stöðugleiki verði ekki hér áfram“ Össur Skarphéð- insson segir teikn á lofti um að ríkis- stjórnin sé að missa tökin á verðbólgunni Össur Skarphéðinsson Halldór Ásgrímsson GEIR H. Haarde fjármálaráðherra sat fund með for- sætisnefnd Norð- urlandaráðs í Stokkhólmi á miðvikudag. Glatt var á hjalla hjá þeim Lailu Freivalds, utan- ríkisráðherra Svíþjóðar, Per Stig Møller, utan- ríkisráðherra Danmerkur, og Geir þegar þau hittust á fund- inum. Kátir ráð- herrar ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar fögnuðu frum- varpi félagsmálaráðherra, Árna Magnússonar, um hækkun íbúðarlána í 90%, í umræðum um frumvarpið á Alþingi í gær. Lagt er til að frumvarpið, verði það að lögum, taki gildi 1. janúar 2005. Í athugasemdum frumvarpsins segir að þegar breytingin verði að fullu komin til framkvæmda nemi hámarkslánsfjárhæð Íbúðalánasjóðs 90% af „verði hóflegs íbúðarhúsnæðis“, eins og það er orðað. „Ég fagna því að þetta frumvarp er komið fram þar sem meginmarkmiðið er að lánshlutfall verði hækkað í 90%,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, meðal annars. Hún sem og aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu þó einstakar athugasemdir við frumvarpið. Vildi hún til dæmis að það tæki sem fyrst gildi og að hámarkslánsfjárhæðin færi strax í fimmtán til sextán milljónir. „Ég heiti hæstvirtum ráðherra stuðningi í því að afgreiða þetta mál fljótt og vel í nefndinni þannig að hægt verði að fara fyrr í hækkun á lánshlutfallinu í 90%,“ sagði þing- maðurinn. Skoraði hún jafnframt á ráðherra að end- urskoða ákvörðun sína varðandi hámarksfjárhæðina. Fagna frumvarpi um 90% lán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.