Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT STJÓRN George W. Bush Banda- ríkjaforseta hefur undanfarna mán- uði reynt að koma í veg fyrir að í væntanlegri skýrslu Norðurheim- skautsráðsins um loftslagsbreyting- ar á norðurslóðum verði mælt með róttækum aðgerðum til að draga úr hlýnun andrúmsloftsins. Kemur þetta fram í grein í bandaríska blaðinu The Washington Post fyrir skömmu. Fundur utanríkisráðherra aðildarríkja ráðsins, þar sem skýrslan, sameiginlegt verkefni nokkurra ríkja á norðurhveli jarð- ar, verður kynnt verður haldinn í Reykjavík 24. nóvember. Efasemdir um rannsóknir Þegar hefur verið skýrt frá helstu niðurstöðum rannsóknanna. Kemur þar fram að hitastig hækki ört í löndunum umhverfis Suður- heimskautið og valdi þegar marg- víslegum breytingum á umhverfinu, ekki síst séu jöklar og heimskautaís að bráðna hratt. Stjórn Bush er andvíg Kyoto- bókuninni um ráðstafanir gegn los- un gróðurhúsalofttegunda. Hefur forsetinn m.a. lýst efasemdum um vísindalegt gildi niðurstaðna rann- sókna þar sem sagt er að athafnir manna, einkum notkun á olíu, gasi og kolum, eigi mesta sök á hækk- andi hitastigi. Fullyrt er í fréttinni að fulltrúar Bandaríkjanna í ráðinu segi að ekki séu lagðar fram nægi- legar sannanir til þess að verjandi sé að grípa til aðgerða. Sagt er að margir fulltrúar ann- arra aðildarríkja en Bandaríkjanna séu farnir að kvarta yfir því að ráðamenn í Washington forðist að leggja fram skýra stefnu. Formað- ur Norðurheimskautsráðsins er Gunnar Pálsson sendiherra. Er hann í The Washington Post sagð- ur hafa lýst því yfir í viðtali að deil- ur um stefnu Bandaríkjamanna hefðu flækt tilraunir hans til að ná fram einingu meðal ráðherranna fyrir fundinn. „Þetta er ákaflega viðkvæmt mál í pólitísku tilliti,“ segir Gunnar. „Ráðherrar verða að fá ráðrúm til að finna lausn á bak við tjöldin.“ Haraldur Johannessen, aðstoðar- maður Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra, segir aðspurð- ur að ráðuneytið komi sem slíkt ekki að fundi ráðsins í Reykjavík; hann sé á vegum utanríkisráðu- neytisins. Segir reynt „að þóknast öllum“ Sheila Watt-Cloutier, sem er for- maður samtaka inúíta í löndum í grennd við norðurskautið, hefur gagnrýnt drög að skýrslunni sem þegar hafa verið kynnt. Hún ritaði Gunnari Pálssyni bréf í ágúst og segir þar að drögin reyni og mis- takist oft „að þóknast öllum“. Þannig sé „forðast að leggja fram tillögur að stefnu en slík stefnu- mótun var sjálft markmið skýrsl- unnar“. Í grein The Washington Post er sagt að nokkrir repúblikanar í öld- ungadeild Bandríkjaþings, þ. á m. John McCain og Olympia Snowe, hafi hvatt ríkisstjórn Bush til að styðja róttækar aðgerðir vegna hlýnar á norðurslóðum. Aðrir þing- menn segja að mikilvægt sé að þingið hafi aðgang að fullkomnum, vísindalegum gögnum um málið og viti hvað stjórnvöld ætli sér að gera. Reyna Bandaríkjamenn að útvatna orðalagið? Skýrsla Norðurheimskautsráðsins um loftslagsbreytingar  !"#$% && # & !"  " #     $ %#% " $    #  #  $ &   #     % %  '( ) (# (% *                 !" +$ %$ # % ,  /00102 1 *0    34!5678 9:;0102 02 < *   0=:'9>: !3102 :?33102 0@%#       AB0 CBD BD BD EBD BD FBD .<"1 9) 9 ' 1-,) 1'  9$4)9 59C! ' TALIÐ er víst, að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hyggist gera allmiklar breytingar á stjórn sinni en haft er eftir heimildum, að nokkrir mánuðir muni þó líða áður en þær líti dagsins ljós. Mesta breytingin verður líklega sú, að Colin Powell utanrík- isráðherra verður látinn fara og sum- ir fjölmiðlar vestra spá því, að við það muni ítök íhaldssömustu mannanna í stjórn Bush aukast mikið. Ekki er heldur ólíklegt, að Donald M. Rums- feld varnarmálaráðherra verði látinn taka pokann sinn eftir einhvern tíma. Vitað er, að mikill ágreiningur hef- ur verið Powell og Bush um utanrík- ismálin og svo virðist sem utanrík- isráðherrann hafi oft ekki verið hafður með í ráðum um mikilvægar ákvarðanir. Brotthvarf Powells yrði því til að lægja þær deilur, sem verið hafa milli hófsamra manna og íhalds- samra innan stjórnarinnar, og auka um leið áhrif Dicks Cheneys varafor- seta á stefnuna í öryggismálum. Rumsfeld hefur sagt, að hann vilji vera áfram í embætti varn- armálaráðherra og fá tíma til að ljúka við Íraksmálið. Er það haft eftir ónefndum en háttsettum repúblik- ana, að hann hafi beðið Bush um tvö ár enn. Bush fór mjög lofsamlegum orðum um Rumsfeld snemma á síð- asta kjörtímabili en ekki er alveg ljóst hvaða álit hann hefur á honum nú eft- ir stanslaus átök í Írak í 20 mánuði. Ekki er þó víst, að Bush láti hann fara alveg strax enda gæti það virst við- urkenning á því, að ástandið í Írak sé verra en hann hefur viljað játa. Vangaveltur um Rice og Danforth Ýmsar vangaveltur eru um hugs- anlega eftirmenn þeirra Powells og Rumsfelds. Að undanförnu hefur John Danforth, sendiherra Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, oft verið nefndur sem hugsanlegur utanríkisráðherra en hann er fyrr- verandi öldungadeildarmaður fyrir Missouri, vígður prestur og ákaflega íhaldssamur. Yrði skipan hans í emb- ættið vel fagnað meðal kristinna hægrimanna en þeir eru einn áhrifa- mesti bakhjarl Bush. Ekki er talið óhugsandi, að Condo- leezza Rice, ráðgjafi Bush í öryggis- málum, taki við af Rumsfeld sem varnarmálaráðherra og sagt er, að Bush þyki það freistandi að verða fyrstur til að skipa konu, hvað þá blökkukonu, í þetta embætti. Raunar er Rice einnig orðuð við utanrík- isráðherraembættið en hún hefur sjálf gefið til kynna, að hún kjósi heldur varn- armálaráðherra- embættið. Ekki er ljóst hvað bíður Pauls Wolfowitz, hins umdeilda aðstoð- arvarn- armálaráðherra. Haft er eftir heim- ildum í ráðuneyt- inu, að hann vilji fá nýtt embætti í stjórninni og hafa sumir orðað hann ýmist við varn- armála- eða utan- ríkisráðherra- embættið. Búast má þó við hörðum átökum á þingi, verði Wolfowitz, mesti áróðursmað- urinn fyrir Íraksinnrásinni, skipaður í annað hvort embættið. Haft er eftir núverandi og fyrrver- andi aðstoðarmönnum Johns Ash- crofts dómsmálaráðherra, að hann ætli að leggja fram uppsögn sína mjög fljótlega og láta af störfum í jan- úar næstkomandi. Hafa tveir verið nefndir í hans stað, Larry D. Thomp- son, fyrrverandi aðstoðardóms- málaráðherra, og Alberto Gonzales, ráðgjafi Hvíta hússins. Thompson yrði þá fyrsti blökkumaðurinn í emb- ættinu og Gonzales fyrsti Hispaninn. Óvissa um stefnuna í utanríkismálum Bush hefur fengið gott umboð frá bandarískum kjósendum en það mun koma í ljós við breytingar á rík- isstjórninni og í viðræðum hans við erlenda frammámenn á næstu vikum hvort hann ætlar að halda til streitu umdeildri stefnu sinni í utanrík- ismálum eða leggja áherslu á aukna samvinnu við bandamenn Bandaríkj- anna og aðra. „Bush stendur ekki aðeins frammi fyrir alvarlegum klofningi hjá sinni eigin þjóð, heldur einnig frammi fyrir umheimi, sem átti almennt þá ósk heitasta, að hann tapaði kosning- unum,“ sagði í leiðara The Wash- ington Post í fyrradag. Sumir fréttaskýrendur og sérfræð- ingar spá því, að Bush muni taka upp nánari samvinnu við Evrópuríkin en aðrir telja, að „haukarnir“ í stjórn hans muni nota kosningasigurinn til að herða enn á stefnumálum sínum. „Ég hallast að því, að margir í stjórn Bush líti á kosningasigurinn sem réttlætingu á núverandi stefnu og umboð til að halda henni áfram,“ sagði Joseph Cirincione hjá Carnegie-friðarstofnuninni. Alvarlegt ástand í fjármálunum Umræðan um bandarísk stjórn- völd hefur snúist mest um menn og stefnuna í einstökum málum, utan- ríkis- og innanlandsmál, hryðju- verkastríð og siðferðileg gildi, en minna um mesta vandann, sem blasir við Bush og stjórn hans á næsta kjör- tímabili. Það eru fjármál ríkisins. Þau eru vægast sagt í slæmu ástandi eftir fjögurra ára setu hans á forsetastóli. Fjárlagahallinn er óskaplegur og viðskiptahallinn hefur slegið öll fyrri met. Á miðvikudag, daginn eftir kosningarnar, tilkynnti fjármálaráðu- neytið, að ríkisstjórnin yrði að taka að láni 145 milljarða dollara á fyrsta fjórðungi næsta árs. Talið er, að það sé bara byrjunin. Bush hefur lofað að beita sér fyrir tveimur stórum og dýrum verkefnum á komandi kjörtímabili. Annað er að umbylta skattkerfinu, trúlega til að draga enn úr fjármagnssköttum, en hitt er að einkavæða félagslega tryggingakerfið að hluta. Talið er, að það kunni hugsanlega að spara eitt- hvað þegar fram líða stundir en mun á næstu 20 árum kalla á lántökur, sem nema meira en tveimur billj- ónum dollara. Hnignunina í fjármálum ríkisins má sjá í því, að tekjur þess eru 100 milljörðum dollara minni á þessu ári en þegar Bush tók við fyrir fjórum ár- um. Útgjöldin eru hins vegar 400 milljörðum dollara meiri. Ef Bush tekst að gera þær skattalækkanir, sem þegar eru orðnar, varanlegar, gæti fjárlagahallinn orðið samtals fimm billjónir dollara á 10 árum. Hingað til hafa erlendir fjárfestar, aðallega seðlabankar í Asíu, verið meira en fúsir til að fjármagna lán- tökuþörf Bandaríkjanna en dragi úr áhuga þeirra á bandarískum rík- isskuldabréfum er vá fyrir dyrum. Hrollvekjan framundan Mesta vandamálið er þó það, að undir lok þessa áratugar fara þeir fyrstu úr stóru ágöngunum eftir stríð að fara á eftirlaun, samtals um 76 milljónir manna. Áætlað er, að þá muni útgjöld tryggingakerfisins og heilbrigðiskerfisins aukast um nokkr- ar billjónir dollara. Sagt er, að þessi vandi eigi eftir að skyggja á öll önnur vandamál í fjármálum bandaríska al- ríkisins. AP, AFP, New York Times, Los Angeles Times. Fréttaskýring | Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar spá því, að á næstu mánuðum muni George W. Bush forseti stokka upp í ríkisstjórninni og sjá margir fyrir sér, að við það muni áhrif þeirra, sem standa lengst til hægri, aukast verulega. Búist við breytingum á stjórn Bush Reuters George W. Bush og eiginkona hans, Laura Bush, í garði Hvíta hússins á leið að þyrlu sem flutti þau til sveitaseturs Bandaríkjaforseta, Camp Dav- id, í gær. Þar hugðist Bush huga að ráðherraskipan í næstu stjórn. Condoleezza Rice John Danforth
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.