Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 35 MINNINGAR nakvartett, söng dúett með Núru og minnisstætt er atriði þar sem þær tóku topp 10 þess tíma, lagið Com on in my house, sem Rosmary Cloony gerði frægt. Frábært atriði! Á milli okkar skapaðist mikil vinátta sem haldist hefur gegnum öll árin. Gunni, góður og fallegur drengur, var hennar allra besti vinur á æskuár- unum og um 12 ára aldur voru þau far- in að „ganga saman“. Seinna urðu þau kærustupar, giftust og fóru að búa. Þau upplifðu sorgir eins og gengur í lífinu en eignuðust svo þrjú yndisleg börn sem Guðný elskaði mjög heitt og var stolt af. Gunnar lést af slysförum langt um aldur fram. Seinni maður Guðnýjar er Sveinn Pálmason. Guðný mín, það er erfitt að hugsa til þess að nú hætta heimsóknirnar til þín, þar sem við töluðum um gamla daga á Sigló. Þá var mikið hlegið að stórum sem smáum atburðum. Við sendum börnum Guðnýjar, Sveini og öðrum aðstandendum okkur dýpstu samúðarkveðjur, það er hugg- un harmi gegn að nú bætist frábær tónlistarmaður við á annað tilverusvið. Guð blessi minningu Gunnsu okkar. Heiðar, Sólrún (Núra) og Erla. Kveðja frá Söngsveitinni Drangey Nótt að beði sígur senn, sofnar gleði á vörum. Samt við kveðjum eina enn, áður en héðan förum. (Jón Þorfinnsson.) Góður félagi okkar, Guðný Ásdís Hilmarsdóttir, hefur nú kvatt. Guð- nýju var margt til lista lagt og fór sönggyðjan ekki varhluta af því. Við kórfélagar hennar í Söngsveitinni Drangey eigum margs að minnast frá skemmtilegum samverustundum með henni. Alltaf sýndi hún af sér hlýtt við- mót og notalegt bros hversu erfitt sem lífshlaup hennar sjálfrar var á stund- um. Hugurinn reikar til baka til allra þeirra ánægjustunda sem þessi sam- stæði hópur átti á æfingum, á tónleik- um, í kórferðalögum og mörgu fleiru. Þátttaka í starfinu var henni mik- ilvæg en stundum erfið á seinni árum. Alltaf kom hún þó aftur um leið og heilsan leyfði og var vel fagnað. Guðný var glæsileg kona og hélt því allt til enda. Við kórfélagarnir þökkum henni ljúfar minningar í starfi og leik. Erla Lúðvíksdóttir. ✝ Katrín Andrés-dóttir fæddist í Núpstúni í Hruna- mannahreppi í Ár- nessýslu 21. ágúst 1901. Hún lést á Landspítalanum Hringbraut 23. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Kristín Stefánsdótt- ir, f. 23. júní 1867, d. 7. mars 1937 og Andrés Jónsson, f. 12. september 1861, d. 15. ágúst 1920, bændur í Núpstúni. Katrín átti hálfsystur, Margréti, samfeðra, f. 19. september 1886, d. 29. nóvember 1983. Alsystkini hennar eru Jón, f. 7. júlí 1898, d. 19. nóvember 1969, Helga, f. 12. júní 1900, d. 28. mars 1945, Stefanía, f. 15. júlí 1906, d. 31. des- ember 1912. Krist- ín, f. 22. júlí 1907. Katrín var ógift og barnlaus. Hún fluttist ung til Hafnarfjarðar og þaðan 1930 til Reykjavíkur, þar sem hún bjó alla tíð síðan. Katrín vann við saumaskap mestan hluta ævinn- ar. Útför Katrínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Kallið er komið. Þegar við kveðj- um elsku Kötu frænku þá hefur hún lifað í 103 ár, það er býsna langur tími en hver líðandi stund var henni svo eðlileg. Kata vann í fullu starfi til 80 ára aldurs á saumastofu og þar af í 40 ár hjá Saumastofunni Max. Hún bjó alltaf með Stínu systur sinni og er ekki hægt að minnast Kötu án Stínu sem lifir systur sína. Við systkinin nutum samveru við þær frá fæðingu og áttum þar margar ánægjustundir við spil, leik, nám og fróðleik, því þær systur voru hafsjór fróðleiks. Þær ferðuðust mikið bæði innan- lands sem utan og festu í minni það sem fyrir augu bar. Þær fylgdust vel með þjóðmálum innanlands og einn- ig öllum heimsviðburðum. Eftir að við systkinin stofnuðum eigin fjölskyldur, þá nutu börn okkar og síðan barnabörn ástar þeirra og umhyggju og ekki má gleyma ullar- sokkunum góðu sem hafa haldið hlýju á öllum í fjölskyldunni. Við vottum Stínu okkar innileg- ustu samúð og biðjum henni bless- unar. Við viljum þakka Kötu fyrir sam- fylgdina og geymum í minni hin góðu samskipti á lífsins leið. Þökk sé henni. Við kveðjum Kötu með gælu- orðinu sem hún notaði við okkur, keipuklærnar þínar, Þóra, Valdimar og Bryndís. KATRÍN ANDRÉSDÓTTIR Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morg- unblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í flip- aröndinni – þá birtist valkost- urinn „Senda inn minningar/af- mæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánu- degi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skila- frests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónar- menn minningargreina vita. Minningar- greinar Ég þakka þann tíma sem ég átti með henni Dóru, að sitja hjá henni í þögninni og láta hugann reika til þess tíma þegar ég var barn. Minnast þess hve vel hún hugsaði alltaf um mig og kenndi mér svo margt fallegt. Það var sárt að horfa upp á þessa góðu frænku svo veika sem hún var orðin. Þó kvartaði hún ekki og bar sig alltaf vel. En nú er hún farin og eftir lifir minning um konu sem ekki talaði illa um nokkurn mann en var svo auðsærð, ef að henni var vegið. En þannig var hún, sem vildi öllum svo vel. Frá að ég man fyrst eftir mér mátti ég ekki af henni sjá, svo hænd var ég að henni. Hún var svo mikið heima hjá foreldrum sínum á sumrin og vann þar við bústörfin. Alltaf man ég þegar hún fór að vinna á Vegamótum, en það líkaði mér ekki vel. Ég man hvað hún var góð að leyfa mér að fara með sér ef hún fór af bæ og þá var gjarnan farið í Krossholt, gangandi eða á hestum. Já, þær voru margar ferð- irnar sem við fórum með henni, en það nutu fleiri börn hennar gæða og hændust að henni og tókum við þátt í því sem Dóra var að gera hverju sinni. Þeir eru ofarlega í minningunni þessir stóru kartöflugarðar sem okkur fannst að mættu vera miklu minni, en réttir og kartöflugarðar tengjast í huga okkar því það varð að vera búið að taka allt upp því annars komumst við ekki í réttir. Mikið var hún Dóra óþreytandi að segja okkur sögur og hún sagði líka svo vel frá, en hún var svo minnug alla tíð. Hvað hún gat mun- að afmælisdaga allra, ekki bara HALLDÓRA JÚLÍUSDÓTTIR ✝ Halldóra Júl-íusdóttir fæddist í Hítarnesi 29. maí 1920. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 23. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Langholtskirkju 4. nóvember. systkina sinna heldur allra systkinabarna sinna og þeirra barna. Ekki brást það þeg- ar aðventan gekk í garð að þá kom Dóra með jólastörnu og gaf mér í afmælisgjöf en hún gaf mér líka alltaf jólagjöf. Þær voru skemmti- legar ferðirnar sem við fórum í seinni tíð í Borgarnes, Hítarnes, á bæina þar í kring eða í heimsókn til Laufeyjar, Lóu og Unnar. Þá var gjarnan farið í minn- ingasjóð og sagt frá einhverju skemmtilegu. En er ég lít til baka finn ég að ég fór samt alltof sjaldan til Dóru. Þegar við Unnur sátum við sjúkrarúmið hennar og sögðum henni að Hafliði væri að koma heim frá Þýskalandi svaraði hún svo skýrt: „Það er gott, blessaður drengurinn.“ Dóra var líka stolt af honum og hans fjölskyldu. Hann var mömmu sinni mjög góður og vék varla frá sjúkrabeð hennar fyrr er yfir lauk. Elsku Dóra mín, ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Guð geymi þig. Kristín Stefánsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og bróðir, GUÐJÓN JÓNSSON, Núpi II, Vestur-Eyjafjöllum, verður jarðsunginn frá Ásólfsskálakirkju laugar- daginn 6. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á reikning Kvenfélagsins Eyglóar nr. 0182-05-690, kt.: 571188-1399. Ásta Sveinbjörnsdóttir, Jón Kristinn Guðjónsson, Linda Bára Finnbogadóttir, Hanna Valdís Guðjónsdóttir, Guðmundur Ingi Guðjónsson, Bryndís Hrund Brynjólfsdóttir, Svanhildur Ósk Guðjónsdóttir, systkini og fjölskyldur. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, STEFÁN AÐALSTEINSSON kennari, Víðilundi 2b, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 1. nóvember. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 8. nóvember kl. 13.30. María Sigurbjörnsdóttir, Stefán Þór Stefánsson, Guðrún Betsy Árnadóttir, Þuríður Þórðardóttir, Björn Ragnarsson, Ásþór Tryggvi Steinþórsson, Steinþór Kristinn Stefánsson, Jón Aðalsteinsson, Þór Aðalsteinsson, Rósa Aðalsteinsdóttir. Faðir okkar og afi, RAGNAR BJARNASON, Borg, Skriðdal, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugar- daginn 6. nóvember kl. 14.00. Jarðsett verður í heimagrafreit að Borg. Margrét Ragnarsdóttir, Ingibjörg Ragnarsdóttir, Ragnar Helgi Borgþórsson, Kristrún Anna Borgþórsdóttir, stjúpsynir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HJÖRTUR ÓLAFSSON, Fossheiði 32, Selfossi, áður til heimilis á Efri-Brúnavöllum, Skeiðum, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands mánu- daginn 1. nóvember. Útför hans mun fara fram frá Selfosskirkju föstudaginn 12. nóvember kl. 13.00. Ásbjörg Fríða Lárusdóttir, Lárus Hjartarson, Ólöf Hjartardóttir, Rósar Aðalsteinsson, Ólafur Már Hjartarson, Jóhanna Sigríður Hjartardóttir, Bragi Hjartarson, Einar Örn Rósarsson, Sóley Rós Rósarsdóttir, Elma Rut Jónsdóttir, Sölvi Már Birgisson, Arnór Ingi Birgisson. Okkar ástkæri, VILHJÁLMUR PÁLL GARÐARSSON, Vanabyggð 19, Akureyri, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, föstudaginn 29. október, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju þriðjudaginn 9. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Sigurrós Jónsdóttir, Hafdís, Sigurpáll, Elva Dögg og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.