Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 20
Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skap- ti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898- 5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg- arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Gúmmísandur til vandræða | Nem- endur Grunnskóla Borgarness eru byrjaðir að nota gervigrasvöllinn sem gerður hefur verið við skólann. Á vef skólans kemur fram að al- menn ánægja virðist með völlinn. Hins vegar fylgi notkuninni einn ann- marki. Töluvert gúmmíkurl festist í skóm og fötum þeirra er æfa og leika á vellinum og berst síðan inn í hús. Þetta gúmmí er ekki talið gott fyrir þvottavélar og er því beint til barnanna að hrista vel úr fötunum áður en þau eru sett í þvott. Jafnframt er sú von lát- in í ljósi að vandamálið minnki eftir því sem fram líða stundir. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Bjartsýnir íbúar | Í nýlegri könnun Rannsóknastofnunar Háskólans á Ak- ureyri kom fram að 35% íbúa Þingeyj- arsveitar hafa mjög mikla trú og önnur 49% frekar mikla trú á jákvæðri þróun síns byggðarlags á næstu árum. Samtals segjast því 84% íbúa sveitarfélagsins trúa á að þeirra byggðarlag muni þróast með jákvæðum hætti á komandi árum. Þetta kemur fram í frétt á vef sveitarfélagsins og þess jafnframt getið að sambærileg tala fyrir Akureyri sé 81%. Nánar verður greint frá könnun þessari þegar frekari niðurstöður liggja fyrir en ljóst er að íbúar Þingeyjarsveitar bera höfuðið hátt og eru bjartsýnir sem er afar gott veganesti inn í framtíðina. „Við viss- um svo sem að við værum bjartsýn en nú er það vísindalega sannað!“ segir í frétt- inni. Kynning á Siglufirði | Samtökin Lands- byggðin lifi heldur kynningarfund á Kaffi Torgi á Siglufirði í kvöld, föstudag, kl. 19. Þetta er hreyfing fólks sem vill efla byggð um land allt og er áhersla lögð á að tengja fólk saman, mynda samstarfsvettvang fyrir einstaklinga og áhugamannafélög sem hafa á stefnu sinni að styrkja heimabyggðina. Á fundinn koma Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur á Laugasteini í Svarf- aðardal og Sveinn Jónsson bóndi á Ytra- Kálfsskinni á Árskógsströnd. Vikublaðið Tunnan býður upp á siglfirska súpu, að því er fram kemur í tilkynningu. Öll tilboð sem bárustí loftskiljutank oglagnir fyrir Hita- veitu Eskifjarðar voru yfir kostnaðaráætlun verk- kaupans. Alls bárust fimm tilboð. Kostnaðaráætlun var upp á rúmar 13,5 milljónir króna, að því er fram kem- ur í frétt á vef Fjarða- byggðar. Það tilboð sem næst kom áætluninni var frá Hamri ehf. og var upp á tæpar 19,9 milljónir króna eða 47% yfir áætl- un. Þá kom tilboð frá Véla- verkstæði Sigurðar upp á 24,4 milljónir, Dalhús bauð 24,8 milljónir, Slipp- stöðin 26,7 milljónir og SR-Vélaverkstæði bauð hæst, 28,4 milljónir sem er meira en tvöföld kostn- aðaráætlun. Nú er verið að yfirfara tilboðin og mun bæjarráð Fjarðabyggðar taka ákvörðun um framhaldið á næsta fundi sínum. Yfir áætlun Félagsþjónustan íHraunbæ 105 íReykjavík verður með sinn árlega basar á morgun, laugardag. Þar er til sýnis og sölu margt fallegra muna sem þátt- takendur í félagsstarfi eldri borgara hafa gert að undanförnu. Þar verða prjónavörur, bútasaum- ur, dúkkur, púðar, svunt- ur, kort, rekaviður og margt fleira. Einn þátt- takandinn í félagsstarfi eldri borgara í Hraunbæ 105, Steingerður Þor- steinsdóttir, stendur við sýnishorn af handavinn- unni. Handavinna á basar Valdimar Böðv-arsson (1883–1963), bóndi á Butru í Fljótshlíð, safnaði lausavísum og orti nokk- uð sjálfur. Í Goðasteini, héraðsriti Rangæinga, eru birtar fimm vísur sem hann orti 1950 þegar hann sótti um ellilaun: Ellin beygir anda minn, er það meginsiður. Að mér teygir arminn sinn, öllum fleygir niður. Það eru lúin þessi bein, það er flúinn hugur. Að mér snúa margföld mein, minn er búinn dugur. Hef ég skalla og hárin grá hægt er varla að dylja. Bakið gallað, brjóstið frá, brestur allan vilja. Ævi hallar óðfluga, ýmsir gallar baga. Taugar allar aflaga, ekki er falleg saga. Margt ótalið er víst enn andar svala húmið. Heilsukvalinn hátta senn í hinsta dvalarrúmið. Sótt um ellilaun frett@mbl.is Mýrdalur | Bændur eru að ljúka uppskerustörfum á þessu hausti. Rófnauppskeran er með besta móti, að því er framleið- endur segja fréttaritara. Tví- burabræðurnir Þorgeir og Ein- ar Guðnasynir voru að aðstoða við rófnaupptöku í Þórisholti í Mýrdal þegar þeir fundu risa- stóra gulrófu. Þeir voru stoltir þótt rófan hefði skaddast eitt- hvað í upptökuvélinni. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Aðstoða við rófnaupptöku Uppskera Hafnarfjörður | Alcan á Íslandi hefur keypt landspildu við álverslóðina af Hafn- arfjarðarbæ fyrir um 34 milljónir króna. Um er að ræða 10.350 fermetra land sem liggur að hafnarsvæðinu. Innan þess er ný skrifstofubygging Alcan sem vígð verður í dag, föstudag. Í tilkynningu frá Alcan segir að ekki sé ráðgert að byggja frekar á landinu heldur verður þetta útivistar- og afhafnasvæði fyrirtækisins. Stefna Alcan sé að eiga og hafa yfirráðarétt yfir öllu því landi þar sem starfsemi þess fari fram. Með kaupunum af Hafnarfjarðarbæ sé tryggt að í kringum nýjar höfuðstöðvar í Straumsvík verði ekki starfsemi óskyld rekstri Alcan. Alcan kaupir land í Straumsvík Fljótsdalshérað | Á fyrsta fundi bæj- arstjórnar sameinaðs sveitarfélags Aust- ur-Héraðs, Fellahrepps og Norður-Hér- aðs, sem haldinn var í fyrradag, var samþykkt að sveitarfélagið heiti Fljóts- dalshérað. Soffía Lárusdóttir, D-lista, var kjörin forseti bæjarstjórnar og Skúli Björnsson, L-lista, formaður bæjarráðs. Samþykkt var að ganga til samninga við Eirík Björn Björgvinsson, fráfarandi bæjarstjóra Austur-Héraðs, í stöðu bæjarstjóra. Samþykkt var með 7 atkvæðum meiri- hlutans, tillaga að nýju skipuriti fyrir Fljótsdalshérað, en Björn Ármann Ólafs- son, B-lista, lagði fram bókun, í fram- haldi af atkvæðagreiðslunni. Þar kemur fram að B-listinn greiði atkvæði á móti skipuritinu þar sem það sé ekki í sam- ræmi við málefnaskrá vegna sameining- ar. Einnig liggi ekki fyrir útreikningar á kostnaði vegna framkvæmda skipuritsins og þá verði ekki séð hver skilvirkni milli nefnda og bæjarstjórnar verði. Í kjölfar bókunar B-lista lagði meiri- hlutinn fram bókun þar sem segir að öll- um nefndum verði sent ýtarlegt erind- isbréf. „Fyrir liggur að fjölgun á stöðugildum, miðað við Austur-Hérað, eru fyrst og fremst tímabundin vegna sameiningar og mikillar uppbyggingar á svæðinu,“ segir í bókun meirihlutans. Eiríkur Bj. Björgvinsson bæjarstjóri ♦♦♦      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.