Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 harðsvíraður, 8 hárknippis, 9 spil, 10 smá- býli, 11 mjórri götu, 13 kjánar, 15 höfuðfats, 18 eru gjaldgeng, 21 spil, 22 höfðu upp á, 23 ákveðin, 24 rétta. Lóðrétt | | 2 veðurofsi, 3 illþýði, 4 svíkja, 5 mergð, 6 vefnaður með jöfnu yf- irborði, 7 skordýr, 12 munir, 14 klaufdýr, 15 fjötur, 16 kaggi, 17 tími, 18 þarma, 19 óbundin, 20 korna. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 horsk, 4 hæfur, 7 sólar, 8 lærði, 9 tel, 11 rauf, 13 kalt, 14 ólmur, 15 karl, 17 álum, 20 arg, 22 tækið, 23 örðug, 24 remma, 25 tugur. Lóðrétt | 1 hosur, 2 rollu, 3 kurt, 4 höll, 5 forna, 6 reist, 10 eimur, 12 fól, 13 krá, 15 kútur, 16 ríkum, 18 liðug, 19 mág- ur, 20 aðra, 21 gölt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hafðu auga með bankareikningnum í dag. Eitthvað óvænt gæti gerst varðandi þínar persónulegu eigur. Passaðu þig að fara ekki yfir heimildina í kæruleysi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Allt er á fleygiferð í dag og upplýsingar berast úr mörgum áttum í einu. Makar og nánir vinir eru ekki sérstaklega sam- vinnuþýðir. Allir vilja fara sína leið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tölvuvandræði og tæknilegir erfiðleikar gera vart við sig í dag. Farðu vel yfir öll verkefni og ekki taka neitt sem gefið. Það er of mikið á seyði. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Spennandi daður eykur hjartsláttinn og þú undrast yfir því hver það er sem vek- ur áhuga þinn. Þið eigið ekkert sameig- inlegt en hið ólíka vekur forvitni þína. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Fjölskyldusamkundur og samtöl við for- eldra taka óvænta stefnu í dag. Einhver ákveður að stappa fætinum í gólfið og standa með sjálfum sér. Það er gott. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hrífst af hverju sem er í dag. Bjartir og skínandi hlutir heilla þig gersamlega. Í rauninni er ástæðan sú að þig þyrstir í tilbreytingu í lífinu. Gangi þér vel. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vertu á varðbergi gagnvart eyðslusemi í dag, þú gætir misst stjórn á þér. Græjur og dellutæki freista þín ákaflega, enda bæði nútímaleg og sniðug. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er ekki laust við að innblásturinn hafi náð tökum á þér og þér líður hrein- lega sem snillingi. Skrifaðu niður hug- myndirnar eða varðveittu á bandi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ekki dæma aðra of hart og af fljótfærni í dag. Gagnrýni á aðra á yfirleitt við mann sjálfan. Það er hinn bitri raunveruleiki um slúður og kjaftasögur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Búðu þig undir að undarlegar mann- gerðir verði á vegi þínum í dag. Ef sú spá rætist ekki máttu búast við að fólk sem þú þekkir taki upp á einhverju skrýtnu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú finnur fyrir óvenjumiklu sjálfstæði og uppreisnargirni og vilt alls ekki láta segja þér fyrir verkum. Reyndar ertu alltaf svona, það sést bara betur núna. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Áætlanir sem þú hefur gert fyrir daginn í dag ganga ekki eftir eins og þú hefðir kosið. Allt virðist vera falt um þessar mundir. Góður tími fyrir brunaæfingu! Stjörnuspá Frances Drake Sporðdreki Afmælisbarn dagsins: Eiginleikar þínir eru heiðarleiki og ein- lægni. Þú ert jafnframt leyndardómsfull og einræn manneskja sem finnur sig knúna til þess að svipta hulunni af sann- leikanum í mörgum tilvikum. Góður málstaður höfðar sterklega til þín og þú ert til í að berjast. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.  Staðurogstund http://www.mbl.is/sos 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. Bg5 Bb7 5. Rc3 h6 6. Bh4 Be7 7. e3 Re4 8. Rxe4 Bxe4 9. Bg3 O-O 10. Rd2 Bb7 11. Bd3 d6 12. O-O Rd7 13. e4 Bh4 14. Bxh4 Dxh4 15. f4 e5 16. fxe5 dxe5 17. d5 c6 18. Hc1 De7 19. De2 Rc5 20. Bb1 a5 21. Hf3 Had8 22. Df2 Ba6 23. b3 Hc8 24. Rf1 cxd5 25. exd5 g6 26. He1 Rd7 27. Re3 b5 28. Rf5 Dc5 29. Hee3 e4 30. Rxh6+ Kg7 31. Rf5+ gxf5 32. Dg3+ Kf6 33. Dh4+ Ke5 Staðan kom upp í opnum flokki á Ólympíuskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Calviu á Mallorca. Baadur Jobava (2614) hafði hvítt gegn Neur- is Delgado (2554). 34. Hxf5+! og svartur gafst upp enda fátt til varnar eftir 34... Kd6 35. Dg3+ Ke7 36. d6+ Dxd6 37. Hxe4+ og 34... Kxf5 35. Dxe4+ Kg5 36. h4+ Kh6 37. Df4+. Jobava þessi er stórmeistari frá Georgíu og náði hann bestum ár- angri á fjórða borði á mótinu en hann fékk 8½ vinning af 10 mögulegum. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. 50 ÁRA afmæli. Ídag, 5. nóv- ember, er fimmtugur Birkir Ingibergsson. Birkir, sem er búsett- ur í Svíþjóð, er stadd- ur hér á landi um þessar mundir og mun taka á móti ættingjum og vinum í safn- aðarsal Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, laugardaginn 6. nóvember, eftir kl. 17. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Tónlist Akureyrarkirkja | Eyþór Ingi Jónsson org- anisti leikur verk eftir Couperin og ensk tónskáld frá 16. öld á hádegistónleikum á laugardag kl. 12. Aðgangur ókeypis. Dómkirkjan | Eyþór Ingi Jónsson, org- anleikari frá Akureyri, heldur tónleika kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir Lubeck, Böhm, Byrd og Couperin. Hitt húsið | Hljómsveitirnar Lada Sport, Coral, Lokbrá, Búdrýgindi, Hoffmann, Isi- dor, Armæða, og Tonik munu setja Unglist listahátíð ungs fólks í Tjarnabíói kl. 20 í kvöld. Myndlistamaraþoninu fræga verður hleypt af stokkunum og mikið um að vera. 16 ára aldurstakmark og frítt inn. Myndlist Gerðuberg | Sýningin nefnist Efnið og and- inn en þar sýnir Guðríður listsaum. Við hverja mynd hefur listakonan samið ljóð. Sýningin stendur frá 5. nóv.–16. jan. Kvikmyndir Háskólabíó | Norræn kvikmyndahátíð Buddy kl. 18, Kops kl. 20, Midsommer kl. 22. Leiklist Sjallinn Akureyri | Vodkakúrinn með Helgu Brögu og Steini Ármanni verður sýndur á föstudag og laugardag í Sjall- anum. Uppselt er á báðar sýningarnar og verður aukasýning á sunnudeginum 7. nóv- ember. Miðasala er í síma 4622770. www.vodkakurinn.is / www.sjallinn.is. Skemmtanir Cafe Catalina | Hermann Ingi Jr. spilar í kvöld á Catalinu í Hamraborg. Café Victor | Idol-partíið heldur áfram á Victor. Eftir miðnætti sér DJ Gunni um partítónlist hússins. Celtic Cross | Spilafíklarnir leika í kjall- aranum á Celtic og á efri hæðinni leikur hljómsveitin 3some. Frítt inn. Classic Rock | Hljómsveitin Fimm á Ricter mun halda uppi fjörinu ásamt söngv- aranum Geira Sæm um helgina. Kaffi Sólon | Léttur föstudagur á Sóloni, ítölsk veisla á tilboðsverði, síðan Dj Þröst- ur 3000. Klúbburinn við Gullinbrú | Hinir stórkost- legu Logar frá Vestmannaeyjum skemmta. Kringlukráin | Hljómar frá Keflavík verða með dansleik í kvöld. Ballið hefst kl. 23. Players, Kópavogi | Á móti sól leikur á Players. Hljómsveitin mun m.a. leika lög af væntanlegri hljómplötu sinni, 12 ÍSLENSK TOPPLÖG, sem kemur í búðir 15. nóv. nk. VÉLSMIÐJAN Akureyri | Hljómsveitin Sixties leikur fyrir dansi um helgina. Húsið opnað kl. 22. Frítt inn til kl. 24, eftir það kr. 1.000. Fyrirlestrar ITC-samtökin á Íslandi | Námstefna ITC í Hlégarði í Mosfellsbæ kl. 10, skráning kl. 9. Markaðssetning Terrie Baxter kjörforseti alþjóðasamtaka ITC Fræðsluhelgi ITC í London. Skráning og uppl. gudrunsv- @simnet.is og í síma 698 0144 www.sim- net.is/itc. Kjarvalsstaðir | Arkitektarnir Marie- Theres Holler og Hans Schartner frá Vín- arborg halda fyrirlestur um eigin verk á Kjarvalsstöðum kl. 17 í dag. Fyrirlesturinn er á vegum dagskrárnefndar Arkitekta- félags Íslands og öllum opin. ReykjavíkurAkademían | Mannfræð- ingurinn Brian Palmer ræðir um forseta- kosningarnar í Bandaríkjunum og þýðingu úrslitanna um framtíð landsins. Brian Pal- mer hefur kennt trúarbragðafræði við Har- vard-háskóla. Námskeið hans „Persónu- legt val og hnattræn umskipti er eitt umdeildasta og fjölsóttasta námskeið við skólann. Málstofur ReykjavíkurAkademían | Þriðji laug- ardagsfundur ReykjavíkurAkademíunnar í fundaröðinni Virkjun lands og þjóðar verð- ur 6. nóv. Fundarefnið er umhverfiss- iðfræði og tæknihyggja. Frummælandi verður Þorvarður Árnason náttúrufræð- ingur sem flytur erindi er nefnist „Er vit í visthverfum viðhorfum“. Fundir Félag einhleypra | Fundur verður laug- ardag kl. 21. Heitt á könnunni. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburðidagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Í KVÖLD munu dönsku þungarokk-kóngarnir í hatesphere spila á tónleikum fyrir rokk- þyrsta Íslendinga í Hellinum, tónleikasal Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar við Hólma- slóð. HateSphere er ein vinsælasta þungarokksveit Danmerkur og hefur m.a. deilt sviði með Exodus, Crowbar, Danzig, Napalm Death og Testament auk fjölda annarra sveita. Þrátt fyrir að hafa einungis spilað saman í 4 ár hefur sveitin fengið mikla athygli og hef- ur sveitin verið á tónleikaferðalagi megnið af þessu ári. Húsið verður opnað kl. 19, en ásamt HateSphere munu koma fram sveitirnar Hryggjandi sannleikur, Fighting Shit, I Adapt og Sólstafir. Aðgangseyrir er 1000 kr. Bakhjarlar tónleikanna eru: Iceland Express, X-ið 977 og Gutenberg Prentsmiðja. Á morgun mun HateSphere síðan leika fyrir gesti tónleikastaðarins Grandrokk. HateSphere í Hellinum HLJÓMSVEITIN Maus fagnar í kvöld út- gáfu nýrrar safnplötu sinnar með útgáfu- tónleikum í Austurbæ. Þar munu Maus renna í gegnum feril sinn og leika lög af öllum plötum sveitarinnar, mörg sem hafa ekki verið flutt á tón- leikum í nokkur ár. Tónleikarnir hefjast kl. 21, miðaverð er 1.500 kr. og ekkert aldurstakmark ríkir. Á fyrri diski hinnar tvöföldu safnplötu, Tónlyst 1994–2004, er boðið upp á flest þau lög sem hafa verið leikin í útvarpi á 10 ára útgáfuferli sveitarinnar. Á seinni diskinum, Lystaukar 1993– 2004, er fullt af áður óútgefnu efni frá Maus og inniheldur hann prufuupptökur af lögum sem aldrei hafa komið út áður. Einnig er þar að finna endurhljóðblandanir eftir deLpHi, Dáðadrengi, Quarashi og Gusgus. Maus fagnar útgáfu ÚTVARPSSTÖÐVARNAR Bylgjan og Stjarnan taka í dag þátt í landssöfnun til styrktar hjartalækningum á Íslandi. Mark- miðið er að safna fyrir gervihjörtum sem eru alger bylting í hjartalækningum. Hermann Gunnarsson, talsmaður söfn- unarinnar, segir þarna um að ræða gríð- arlega framför sem geti bjargað fjölda mannslífa hér á landi á ári hverju. „Söfn- unin kallast Í hjartastað, sem er einmitt það sem þetta gervihjarta kemur til með að gera. Allir sem fá stíflur eða vírusa eða skemmdir í hjartað fá drep í hjartað. Þetta litla tæki er sett inn í hjartað og vinnur með hjartanu og aðstoðar það við að halda sér gangandi,“ segir Hermann, en fyrirtæki og einstaklingar geta hringt inn á útvarpsstöðvarnar tvær og heitið fram- lagi. Smiðshöggið verður síðan rekið á söfn- unina með stórtónleikum í Háskólabíói kl. 14 á morgun, en þá mun landslið skemmti- krafta og tónlistarmanna leggja þessu góða málefni lið. Morgunblaðið/Þorkell Bylgjan og Stjarnan í hjartastað Þeir sem vilja styrkja söfnunina geta farið á vefslóðina www.spar.is og einnig hringt í síma 540 4040.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.