Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ARAFAT ILLA HALDINN Mjög misvísandi fréttir bárust í gær af líðan Yassers Arafats. Full- yrt var að Arafat væri í dauðadái og að hann væri heiladauður en þessum fregnuðu vísuðu sumir nánustu sam- starfsmenn hans á bug. Þeir stað- festu hins vegar að Arafat væri afar þungt haldinn. Nýr orkuforði? Borun á 5 km dýpi eftir 400–600 gráða heitri gufu gæti leitt til end- urmats á orkuforða þjóðarinnar, að mati jarðfræðings hjá Íslenskum Orkurannsóknum. Byrjað verður að bora fyrstu djúpborholuna af þrem- ur á næstu vikum á vinnslusvæði Hitaveitu Suðurnesja á Reykjanesi og er þess vænst að hver þeirra geti gefið allt að 50 megawött. Atlanta-þota í árekstri Alvarlegt flugatvik varð á Man- chesterflugvelli síðdegis í gær þegar farþegaþota Atlanta Europe, sem flugfélagið Excel Airways er með á leigu, lenti í árekstri við þotu frá flugfélaginu British Midland. Ekki urðu slys á fólki en vélarnar lösk- uðust talsvert. Fjölgun „frávika“ í flugi Rannsóknarnefnd flugslysa skráði í fyrra 454 frávik í flugi, bæði ís- lenskra loftfara og erlendra, en af þeim fjölda voru 76 tekin til nánari skoðunar. Til samanburðar skráði RNF 93 atvik árið 2002 en fjölgunin er m.a. rakin til mikillar fjölgunar stórra þotna í flotanum, meiri um- svifa og aukinnar áherslu á að skrá slík frávik í flugi. Mun stokka upp George W. Bush mun stokka upp í stjórn sinni nú þegar ljóst er að hann verður áfram forseti Bandaríkjanna. Þykir a.m.k. líklegt að John Ash- croft dómsmálaráðherra muni biðj- ast lausnar. Þá eru vangaveltur um stöðu Colins Powells utanrík- isráðherra og Donalds Rumsfelds varnarmálaráðherra. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl Í dag Sigmund 8 Umræðan 30/33 Viðskipti 14 Minningar 34/37 Erlent 16/19 Bréf 34 Austurland 21 Brids 38 Akureyri 21 Dagbók 42/44 Suðurnes 24 Menning 45/53 Landið 24 Fólk 48/53 Listir 25 Bíó 50/53 Forystugrein 28 Ljósvakamiðlar 54 Viðhorf 30 Veður 55 * * *                                   ! " #        $         %&' ( )***                      FULLORÐINN maður eða ung- lingspiltur, úr því hefur ekki verið skorið formlega enn, hefur sótt um hæli hér á landi vegna ofsókna sem hann kveðst verða fyrir í heimalandi sínu, Albaníu. Hann segist vera 16 ára og því barn samkvæmt lögum en Útlendingastofnun telur miklar líkur á að hann sé eldri, miðað við útlit og gervileika hans. Að sögn Georgs Kr. Lárussonar, forstjóra Útlendingastofnunar, kom maðurinn til landsins frá París 6. október sl. en hann hafði farið frá Albaníu til Grikklands, þaðan til Spánar og Frakklands áður en hann kom hingað. Hann var með falsað grískt vegabréf og var hann því handtekinn af lögreglunni á Kefla- víkurflugvelli. Daginn eftir óskaði hann eftir hæli hér á landi. Hann kvaðst vera 16 ára gamall og gæti ekki snúið aftur til Albaníu þar sem þar væri líf hans í hættu vegna fjöl- skyldudeilna. Að sögn Georgs hefur hann ekki gefið neinar upplýsingar um hvar fjölskylda hans er niður- komin. Georg bendir á að samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni sé hælisleit- anda tryggð hælismeðferð í ein- hverju aðildarríki sáttmálans. Sé viðkomandi á hinn bóginn yngri en 18 ára sé óheimilt að senda hann úr landi, nema fyrir liggi staðfestar upplýsingar um að hann sé í raun eldri. Ekkert liggur fyrir um að mað- urinn hafi sótt um hæli annars stað- ar. Læknisskoðanir Georg segir því mikilvægt að skera úr um hversu maðurinn sé gamall. Þar sem hann ber því við að hann sé í lífshættu í heimalandi sínu og að stjórnvöld þar geti ekki veitt honum vernd, sé Útlendingastofnun óheimilt, samkvæmt flóttamanna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna, að óska upplýsinga um hann hjá alb- önskum yfirvöldum. Ofsóknir vegna fjölskyldudeilna veita ekki vernd samkvæmt flóttamannasamningi SÞ, að sögn Georgs. Til þess að fá úr því skorið hversu maðurinn er gamall í raun hefur hann gengist undir læknisskoðanir en niðurstöður liggja ekki fyrir enn. Þá hefur tengslanet Rauða krossins verið virkjað til að leita að upplýs- ingum um fjölskyldu hans. Í desember í fyrra sóttu tveir pilt- ar frá Sri Lanka um hæli hér á landi. Þeir kváðust vera 17 ára gamlir en þar sem Útlendingastofnun taldi fullsannað að þeir væru 26 ára var þeim vísað úr landi og þeir sendir til Þýskalands. Georg segir að þýsk stjórnvöld hafi staðfest að þeir væru eldri en 18 ára. Frekari upplýsingar hafi hann ekki fengið um afdrif þeirra. Hælisleitandi kveðst vera 16 ára gamall Útlendingastofnun telur hann eldri miðað við útlit SAMKEPPNISSTOFNUN breytti um viðmiðunartímabil sem samráð olíufélaganna á að hafa náð yfir og lengdi um tvö ár frá því sem var í frumskýrslu hennar og því sem birtist í endanlegu útgáfunni. Þetta kemur fram í greinargerð Jón Þórs Sturlusonar og Tryggva Þórs Herbertssonar frá Hagfræði- stofnun Háskóla Íslands í blaðinu í dag vegna gagnrýni samkeppnis- ráðs á sérfræðiálit þeirra fyrir olíu- félögin þar sem því var haldið fram að mat Samkeppnisstofnunar á meintum ávinningi olíufélaganna vegna samráðs væri algjörlega órökstutt. „Skýrt skal tekið fram að við notuðum það tímabil sem miðað var við í frumskýrslu Samkeppn- isstofnunar, án þess að hafa undir höndum forsendur þeirrar ákvörð- unar,“ segja höfundarnir. „Ekki virðist skýrt út í ákvörðun sam- keppnisráðs af hverju breytt var um viðmiðunartímabil frá því sem gert var í frumathugun Samkeppn- isstofnunar. Þá er órökstutt hvern- ig mæla megi áhrif samráðs á ein- ingarframlegð með því að bera saman tvö tímabil þar sem samráð er talið hafa átt sér stað í báðum tilfellum. Samkeppnisráð telur í ákvörðun sinni að samráð hafi ver- ið viðhaft allt frá því að samkeppni var gefin frjáls, þ.e.a.s. samráð hafi einnig verið viðhaft á viðmiðunar- tímabilinu. Um þetta atriði höfðum við ekki vitneskju við vinnu okkar skýrslna. Augljóst má þó vera að þessar upplýsingar draga enn frek- ar úr áreiðanleika mats Samkeppn- isstofnunar á áhrifum samráðs.“ Segja þeir Jón Þór og Tryggvi að hefði þeim verið þetta ljóst hefði sennilega grundvallargagnrýni þeirra á Samkeppnisstofnun snúist um þá aðferðafræði að bera saman einingarframlegð á tveimur tíma- bilum þar sem samráð ríkti á báð- um tímabilum og álykta út frá því að breytingar á framlegð milli tímabilanna hafi mátt rekja til samráðs. Sérfræðingar Hagfræðistofnunar Háskólans gagnrýna Samkeppnisstofnun Breytt um viðmiðunartíma- bil milli frum- og lokaskýrslu  Ómálefnaleg/miðopna VERULEGA dró úr gosvirkni í Grímsvötnum í fyrrinótt og sam- kvæmt mælum er gosið nánast að líða undir lok. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur útilokar þó ekki að kraftur geti komið aftur í gosið. Í gær komu upp stöku gusur sem náðu aðeins upp í 100 til 200 metra hæð. Ragnar sagðist ekki reikna með að mikil aska bærist út í andrúms- loftið því krafturinn væri svo lítill í gosinu. „Þetta er orðið afskaplega lítið gos sem stendur. Frá því seinni partinn í gær hefur þetta verið nán- ast ekkert,“ sagði Ragnar. Dregur verulega úr gosvirkni Ljósmynd/Páll Stefánsson BORGARRÁÐ samþykkti í gær að fela Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni hrl. að meta, fyrir hönd Reykjavík- urborgar, hvort bótaréttur er fyrir hendi vegna meints ólöglegs sam- ráðs olíufélaganna við gerð tilboða í viðskipti við Reykjavíkurborg og fyrirtæki borgarinnar og hefja undirbúning kröfugerðar ef svo er. Í greinargerð segir að niðurstaða Samkeppnisstofnunar sé m.a. sú að félögin hafi átt með sér víðtækt ólöglegt samráð, m.a. við gerð til- boða í viðskipti við Reykjavík- urborg, þegar þau voru loks boðin út árið 1996. Bótaréttur borg- arinnar metinn HOLLENSKA flugfélagið KLM af- lýsti á miðvikudag átta flugferðum vegna öskuskýs frá eldgosinu í Grímsvötnum. Sama dag var tugum annarra ferða félagsins aflýst en það var gert vegna þoku á Schip- hol-flugvelli við Amsterdam. Frank Houben, talsmaður KLM, segir að flugferðirnar sem var af- lýst hafi m.a. verið frá Moskvu og Kænugarði. Hann hafði ekki upp- lýsingar um hversu margir farþeg- ar urðu fyrir töfum af þessum völd- um. Í gær var flug með eðlilegum hætti. Hjá SAS-flugfélaginu feng- ust þær upplýsingar að engar tafir hefðu orðið af völdum eldgossins. KLM aflýsti átta flugferðum UPPSELT var á útgáfutónleika stúlknasveitarinnar Nylon í Smáralind í gærkvöld en plata hennar, 100% Nylon, er vinsælasta íslenska platan um þessar mundir samkvæmt Tónlistanum svonefnda. Aðdáendur sveit- arinnar á öllum aldri flykktust í Smáralind og urðu ekki sviknir af því sem þar bar fyrir augu og eyru, en ljósa- og hljóðbúnaðurinn, sem notaður var, var sá sami og notaður var á tónleikum Van Morrison í Laug- ardalshöll fyrir skemmstu. Stúlkurnar láta ekki þar við sitja að halda eina út- gáfutónleika, heldur efna til aukatónleika í Smáralind í kvöld og annað kvöld. Morgunblaðið/Þorkell Nylon á sviði í Smáralind
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.