Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ ER alveg rétt hjá Þórólfi borgarstjóra að hann ber ekki sjálfur ýtrustu ábyrgð á glæp- samlegu framferði olíufélaganna. Hins vegar gerðist hann sekur um ófyrirleitnar lygar hvað eftir ann- að, þegar hann var inntur eftir sínu hlutverki. Ég man vel eftir engilhreinum sakleysissvipnum þegar hann þvertók fyrir að hafa komið nálægt verðsamráði, en lýsti því með dramatísku látbragði fyrir fjölmiðlamönnum hvernig hann fór smám saman að gruna að ekki væri kannski allt með felldu. Þessar lygar voru reyndar auð- sæjar hverjum manni þá, og þær eru auðsæjar núna, þegar fyrir liggur að hann var potturinn og pannan í olíusamráðinu og skrifaði meira að segja fundargerðirnar, þar sem hinar ólögmætu aðgerðir voru ráðgerðar. Svona maður get- ur staðið sig vel í viðskiptalífinu en hann á ekki að koma nálægt stjórnmálum. Þórólfur er dugn- aðarmaður, fokríkur, vinmargur og á sjálfsagt eftir að koma víða við sögu, en það er svívirða að hann skyldi fara í pólitík. Og það er með ólíkindum að borgarfulltrúar R- listans skyldu misbjóða almenningi jafn lengi og raun er orðin. Hvers vegna þegja þeir núna, Illugi Jökulsson, Guðmundur Andri Thorsson og allir hinir sem gengu berserksgang fyrir Þórólf og kölluðu málið allt svívirðilega aðför að heiðvirðum dreng? Og hvers vegna þegja þau núna, Lúð- vík Bergvinsson, Jóhanna Sigurð- ardóttir og allt það lið sem enda- laust er með kjaftinn uppi um ávirðingar annarra, spillingu og hraksmánarlegt athæfi út um víð- an völl? Er það ekki að sannast eina ferðina enn að alltaf skulu þeir fitja mest upp á trýnið sem eru þó sjálfir í skítugustu brókinni? BALDUR HERMANNSSON, Fagrahvammi 11, Kópavogi. Vinstri menn í vondri brók Frá Baldri Hermannssyni: MINNINGAR ✝ Guðný ÁsdísHilmarsdóttir fæddist í Tungu í Fljótum í Skagafirði 4. maí 1936. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 28. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Hilmar Jóns- son frá Tungu í Fljótum, f. 1914, d. 1954, og Magnea Þorláksdóttir frá Gautastöðum í Fljót- um, f. 1913, d. 1975. Albræður Guðnýjar eru Jónmundur og Magnús Þor- mar. Hálfsystkini hennar, sam- feðra, eru Hilmar og Sigurlína. Guðný giftist 28. janúar 1956 Gunnari Þórðarsyni símaverk- stjóra, f. 16. desember 1934, d. 26. Björgvinsdóttur og eiga þau Gunnar Dan. Þórður á fyrir synina Alexander og Adam. Guðný hóf sambúð 1975 með Sveini S. Pálmasyni frá Reykja- völlum í Skagafirði, f. 27. júní 1933, og innsigluðu sambúð sína síðar með hjónabandi. Guðný og Sveinn bjuggu lengst af í Lerkihlíð í Reykjavík en fluttu í maí sl. í Hvassaleiti 58. Guðný fluttist barn til Siglufjarðar og bjó þar til 1972. Þá fluttist hún með börnum sínum til Reykjavíkur. Guðný lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar. Hún var í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Ásamt húsmóðurstörfum starfaði hún við ýmis verslunarstörf og sem ritari á læknastofum og á Borgarspítalan- um um árabil. Guðný tók virkan þátt í söng og kórastarfi alla tíð, bæði á Siglufirði, með Skagfirsku söngsveitinni og Drangey, kór eldri félaga Skagfirsku söngsveit- arinnar. Guðný verður jarðsungin frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. nóvember 1970. Þau eignuðust fjögur börn en þau eru: 1) Sigríð- ur, f. 18. nóv. 1955, d. 20. nóv. 1955. 2) Hilm- ar Magni, f. 28. feb. 1958, kona hans er Freyja Kristjánsdótt- ir, börn þeirra eru: a) Jón Gunnar, sambýlis- kona Elísabet Guð- mundsdóttir og eiga þau nýfæddan son. Hilmar á einnig son, Magnús Gylfa. b) Bylgja, sambýlismað- ur Jónas Hlíðar Vil- helmsson. c) Darri. d) Jara. 3) Guðný Sigríður, f. 7. maí 1963, sambýlismaður Marteinn Valdi- marsson, börn Guðnýjar Sigríðar eru Ingólfur og Auður. 4) Þórður, f. 12. febr. 1967, kvæntur Erlu Elsku mamma og amma. Í dag er komið að kveðjustund. Það er svo óraunverulegt að þú sért farin frá okkur. Minningarnar um þig sækja á okkur. Þú varst okkur svo góð og blíð, svo yndisleg mamma og amma. Þú varst alltaf með opinn faðminn fyrir okkur og það var svo gott að koma til þín. Ég man þegar ég var lítil og var að alast upp á Siglufirði, allan sönginn, hljóðfæraleikinn, leiklistina og gleðina sem var í kringum þig. Þú varst gleðigjafi á mörgum sviðum. Sérstakar stundir eru fastar í minn- inu eins og þegar þú settist upp á eld- húsborð á Hverfisgötunni á Siglufirði með gítarinn og söngst og spilaðir „slatta af súkkulaði að sleikja um sinn, slatta af kolum í ofninn minn …“ þá var gaman að lifa. Ég man einnig sterklega þegar ég fékk að fara með þér á leiklistaræf- ingar hjá leikfélaginu á Siglufirði og þú varst að leika Slettirekuna. Þá var líf í tuskunum. Þú stóðst þig frábær- lega vel og ég var svo stolt, af því að þú varst mamma mín. Sama er að segja þegar þú söngst með blönduð- um kvartett frá Siglufirði inn á hljóm- plötu og við heyrðum þig syngja í út- varpinu. Eftir að pabbi dó og við fluttum til Reykjavíkur hélstu áfram að syngja í kórum og spila á píanóið og gítarinn. Og áfram hélt söngurinn þegar þú kynntist Sveini og þið fóruð að búa saman. Elsku mamma og amma, við sökn- um þín mikið og viljum að lokum þakka þér fyrir með eftirfarandi orð- um: Ég fæ þér aldrei fullþakkað fyrir að vera hjá mér, þú stóðst með mér, hvattir mig til dáða, en hélst þó í tauminn. Þú reistir mig við og styrktir mig. Ég er minnisvarði hugsana þinna og umhyggju. Þakka þér fyrir. (Höf. ókunnur.) Minningin um þig mun lifa með okkur. Þín Guðný Sigríður, Ingólfur og Auður. Elsku Guðný amma. Þér líður örugglega betur hjá guði þegar veikindin eru farin. Nú getur þú ekki kennt okkur á gítar og spilað á píanóið lengur en það er bara allt í lagi. Nú ertu farinn upp til Gunnars afa sem við hittum aldrei. Við hugsum alltaf fallega til þín og munum aldrei gleyma þér. Adam og Alexander Þórðarsynir. Kær æskuvinkona er látin. Í 63 ár höfum við verið vinir og sambandið aldrei slitnað. Við viljum minnast ljúfrar stelpu í barnaskóla, yndislegs unglings og glæsilegrar ungrar konu, sem alltaf var hrókur alls fagnaðar, einkum vegna ljúfrar framkomu og sérstæðs tónlistarhæfileika. Á árunum 1945 til 1953 voru oft langir og snjóamiklir vetur á Siglu- firði. Frítíminn á daginn var þá oft notaður í sleða- og skíðaiðkun en á kvöldin var stundum komið saman á heimili þar sem orgel var til staðar og þá færðist fjör yfir vinahópinn. Okkur fannst enginn spila eins vel og Guðný, hvort það var píanó, orgel, gítar eða harmonikka, allt lék í hennar höndum og ekki var söngurinn síðri. Hún gat djassað, trommað og spilað á gítarinn en slíkt höfðum við ekki heyrt áður. Oft dunaði danstónlistin glatt. Á skólaárum okkar á kirkjuloftinu í Siglufjarðarkirkju fóru flestar frímín- úturnar í að æfa dans, þá spilaði Gunnsa ávallt undir á gamla kirkju- orgelið. Guðný æfði og stjórnaði telp- GUÐNÝ ÁSDÍS HILMARSDÓTTIR ATHYGLISVERT tónverk Hauks Tómassonar er um það bil að fá hin árlegu verðlaun Norð- urlandaráðs og mjög að verð- leikum. Lengi hefur vakið undrun að verkið skuli á íslensku nefnt „Fjórði söngur Guðrúnar“ en ekki „Guðrúnarkviða fjórða“. Á dönsku mun það nefnt „Blodets dronning Gudrun“. Fjögur eddukvæði eru kennd við Guðrúnu Gjúkadóttur og þrjú hin fyrstu venjulega kölluð ‘Guðrún- arkviða I, II og III’. Hið fjórða er „Guðrúnarhvöt“ þar sem Guðrún rekur harma sína. Efnið í óperunni er sótt í þessi kvæði ásamt Snorra Eddu. Orðið „kviða“ er á dönsku ýmist þýtt sem „kvad“ eða „sang“ og á sænsku „kväde“ eða „sång“, en mun tilkomuminna er að notast hér við orðið „söngur“ á íslensku. ÁRNI BJÖRNSSON, Bræðraborgarstíg 4, 101 Reykjavík. Guðrúnarkviða fjórða Frá Árna Björnssyni: Í UMRÆÐUNNI um verð- og markaðssamráð olíufélaganna hafa mörg orð fallið. Sum virðast mér frekar látin falla af hörku og innibirgðri reiði en yfirvegun, réttsýni og skynsemi. Þá verða ýmis aukaatriði að aðalatriðum svo menn missa sjónar á því er mestu máli skiptir, sem er að velta því fyrir sér hvernig við getum komið í veg fyrir sam- ráðs- og einokunartilhneigingu stórfyrirtækjanna í landinu og hvernig hægt er að bæta þeim sem hafa orðið fyrir skaða vegna samráðsins, bæði beint og óbeint. En heimskulegast og illgjar- nast í allri umræðunni hefur mér þó fundist þegar menn taka sig til og ræða um „prestssoninn“ úr Kópavogi, þegar borgarstjórann okkar ber á góma. Slíkt var gert um daginn á annarri sjónvarps- stöðinni og í gær hjá þeim ágæta manni Sveini Andra Sveinssyni hæstaréttarlögmanni í Mbl. Er það venjan hjá lögmönnum í réttarsölum að tiltaka hvað for- eldrar ásakaðra, grunaðra eða afbrotamanna gera? Hvað kem- ur það málinu við hvað faðir Þór- ólfs borgarstjóra gerir. Á borg- arstjorinn ekki móður líka? Ég tek undir með forystu- grein Morgunblaðisins í gær. Það er smekklaust og ósæmandi, að minni hyggju, þegar verið er að draga nánustu aðstandendur fólks, sem verður fyrir þungum ásökunum, inn í þau mál. Nóg held ég þau líði samt vegna að- stæðna sinna elskuðu. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Karl V. Matthíasson Aðgát skal höfð Höfundur er prestur. Smáralind • sími 553 6622 • www hjortur is Jólaskeið Ernu kr. 6.700 Gull- og Silfursmiðjan Erna Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is Landsins mesta úrval Silfurbúnaður Strjál eru laufin í loftsölum trjánna, blika, hrapa í haustkaldri ró. Virðist þó skammt síðan við mér skein græn angan á opnu brumi. (Snorri Hjartarson.) Með söknuði og sorg kveðjum við okkar ágæta nágranna, Ásgeir Guð- mundsson. Frá því að við kynntumst fyrir rúmum sextán árum höfum við ætíð átt góð samskipti við þau hjón, hann og Jóhönnu Þorsteinsdóttur. Góðir nágrannar eru ómetanlegir og það hafa þau svo sannarlega verið að öllu leyti. Garðurinn hjá þeim og allt þeirra umhverfi hefur borið vitni um alúð þeirra og umhyggju og þau nutu lífsins saman til hinstu stundar. Hennar er missirinn mestur. Ásgeir var glaðsinna og hressilegur og ávallt vakinn og sofinn yfir velferð fjölskyldunnar sem var honum svo kær. Ekki fór heldur framhjá okkur hvað börn þeirra og fjölskyldur ÁSGEIR GUÐMUNDSSON ✝ Ásgeir Guð-mundsson fædd- ist í Reykjavík 19. febrúar 1926. Hann lést 22. október síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Frí- kirkjunni 4. nóvem- ber. sóttu mikið til þeirra og sú samheldni sem þar hefur myndast ger- ir þau að sterkum ein- staklingum og hjálpar þeim við að takast á við lífið nú þegar Ásgeirs nýtur ekki lengur við. Á þessum erfiðu tíma- mótum mun Jóhanna njóta umhyggju síns fólks og við vonum innilega að henni takist að búa sér gott líf við breyttar aðstæður. Við biðjum henni og þeim öllum blessunar. Minn- ingin um mætan mann lifir. Ragnhildur Karlsdóttir og Guðmundur M. Sigurðsson. Elsku afi. Ég á svo margar góðar minningar um þig að ég veit ekki hverjar ég á að velja úr til að setja í þessa minningargrein. Það vita allir sem þekktu þig hvað þú varst ynd- islega góður maður, svo hress og kátur. Ég get bara ekki ímyndað mér betri afa en þig. Þú hafðir ein- stakan hæfileika sem var kímnigáf- an þín. Þú gast fengið alla til að hlusta og hlæja, sama á hvaða aldri þeir voru, og þú fékkst mig allavega mjög oft til að hlæja. Ég hef alltaf verið stolt af þér og skrifaði ritgerð um þig í grunnskóla þegar ég var beðin um að skrifa um merkilega persónu. Þetta þótti þér nú svolítið skrítið, en þú hefur bara alltaf átt sérstakan stað í hjarta mínu. Ég átti yndislega tíma með þér í sumar þeg- ar ég var ein heima í mánuð og var hjá ykkur ömmu í mat. Við horfðum á held ég bara hvern einasta leik í heimsmeistarakeppninni. Þó að ég hafi nú engan sérstakan áhuga á fót- bolta þá var svo gaman að horfa með þér því að þú lýstir öllu svo skemmtilega og sást hlutina oft á undan dómaranum, þó að sjónin þín væri ekki sem best. Þú tókst Hödda mínum svo vel, eins og hann hefði alltaf verið í fjölskyldunni. Hann saknar þín sárt eins og við öll. Ég á eftir að sakna þess að heyra sögur frá því þú varst yngri, en þær voru alveg ótrúlegar. Þú sagðir líka svo skemmtilega frá að maður datt al- veg inn í þær. Rétt áður en þú fórst til Kaupmannahafnar sagðirðu mér einmitt frá því þegar þú fórst með vinum þínum í Tívolíið í Kaup- mannahöfn þegar þú varst ungur og hvað var gaman í rússíbananum og draugahúsinu. Þið vinirnir voruð í draugahúsinu þegar einhver starfs- maður greip víst í lærið á vini þínum og hann varð svo hræddur að hann öskraði og kastaði sér á þig þannig að þú varðst hræddur. Þessari sögu fylgdu náttúrlega leikrænir tilburðir sem ég sé fyrir mér þegar ég skrifa þetta. Þú átt eftir að lifa með mér í minningunni. Ég veit að ég á eftir að geyma þig hjá mér að eilífu og segja börnunum mínum frá þér, en það er nú eitt á leiðinni sem þú varst viss um að væri stelpa. Við sjáum til með það en barnið á eftir að fá að vita um þig og allt sem þú hefur gefið fjöl- skyldunni og hversu frábær þú varst. Ég elska þig, elsku afi minn, og ég bið fyrir þér. Þín Jóhanna Vilhjálmsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.