Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF lenskar. Þær eru fengnar víða um land, sumar eru nútímalegar og aðr- ar sígildar. Guðrún segist vera fyrir íslenskan mat en viðurkennir þó að af og til læðist þýskur matur í pottana henn- ar og í sérstöku uppáhaldi er matar- mikil linsusúpa sem hún segir að sé laugardagssúpan á heimilinu. „Þetta er súpa með grænum linsubaunum, svínakjöti, pylsum, kartöflum og öðru grænmeti og edik er lykilorðið í súpugerðinni." Guðrún valdi hátíðarfisk þegar hún varð beðin að velja sína uppá- haldsuppskrift úr bókinni til að birta fyrir lesendur. þegar hún var beðin að benda á sína uppáhaldsuppskrift í bókinni. Hátíðarfiskur 800 g skötuselur (má nota ýsu) 2 paprikur 1 blaðlaukur 2 sellerístangir 150 g ostur eins og Búri 125 g kartöfluflögur með papriku 6 msk hveiti 25 g smjör 2 ½ dl rjómi 1 dl hvítvín 1 dl fiskisoð 2 msk tómatmauk ½ tsk karrí ½ tsk fiskikrydd frá Pottagöldrum 2 tsk olífuolía salt og pipar Kleinur, rabarbarasulta,kjötsúpa og forsetafiskurer meðal rétta í nýútkom-inni matreiðslubók á þýsku Island-Kochbuch. Guðrún M. Kloes er þýsk en hún hefur búið í 23 ár á Íslandi og starfað við ferðamál og þýðingar. Guðrún segist sjá fram á að fara á eftirlaun eftir tíu ár og vill þá hafa eitthvað spennandi að hverfa að. Því stofnaði hún litla og rómantíska útgáfu sem heitir túra og þessi bók er sú fyrsta sem forlagið gefur út. Bókin er bæði hönnuð og skrifuð af dóttur hennar Maike Hanneck en hún er hugsuð fyrir ferðamenn og seld í upplýingamiðstöövum hér- lendis og í bókabúðum en einnig á Netinu í Þýskalandi. Uppskriftirnar í bókinni eru ís- Sjávarréttaspjót með kartöflubátum 250 g skötuselur 250 g laxaflak 250 g humarhalar 2 grænar paprikur 1 kúrbítur 1 dós „smoked chili" eða reykt chili frá Hot Spot salt og pipar grillpinnar Skerið skötusel og lax í fallega bita. Fræhreinsið papriku og skerið í bita. Skerið kúrbítinn í bita og þræðið fiskinn og grænmetið upp á grillpinna. Athugið að láta trépinna liggja í vatni í 4-6 tíma áður en grill- að er svo að þeir brenni ekki þegar grillað er. Makið chilisósunni á fisk- inn og grænmetið á pinnunum og grillið síðan vel á heitu grilli í 3-4 mínútur. Kryddið með salti og pipar Meðlæti: 700 g kartöflur 3 dl „Wok Szechvan Style sósa frá Hot Spot salt ólífuolía Skerið hverja kartöflu í fjóra báta og setjið í smurt eldfast mót með sósunnni, salti og ólífuolíu. Bakið kartöflurnar við 180 gráður í eina klukkustund.  MATREIÐSLUBÆKUR Sköturselurinn er skorin í 4 cm bita. Allt grænmetið er skorið í ten- inga og osturinn er rifinn. Kart- öfluflögurnar eru marðar og þeim blandað saman við ost- inn. Salti og pipar er blandað saman við helming af hveit- inu. Ofninn er settur á grill. Smjör er brætt á pönnu og grænmetið steikt í nokkrar mínútur. Rjóma, hvítvíni og fiskisoði bætt á pönnuna og tómatmauki svo og afgangshveit- inu til að þykkja sósuna. Karrí, fiski- kryddi og salti og pipar bætt í og allt sett í stórt eldfast form. Ólífuolía hituð á pönnu og fisk- inum er velt uppúr hveiti og síðan er hann steiktur í nokkrar mínútur. Fiskurinn settur ofan á grænmet- ið, osta- og kartöfluflögublandan of- an á og fiskrétturinn er grillaður þar til osturinn er bráðnaður. Fylgjast þarf vel með ofninum svo að kart- öfluflögurnar sem eru með ostinum brenni ekki. Borið fram með salati og brauði. 230 fiskuppskriftir Hagkaup hafa gefið út matreiðslu- bókina Fiskréttir. Í bókinni eru yfir 230 uppskriftir þar sem fiskmeti er í aðalhlutverki og eru gefnar upp- skriftir bæði að forréttum, smárétt- um, súpum og ýmiskonar aðalrétt- um. Það eru matreiðslumeistararnir Sigurður L. Hall, Úlfar Eysteinsson, Jón Arnar Guðbrandsson, Rúnar Gíslason og Sveinn Kjartansson sem eiga uppskriftirnar. Matreiðslumeistararnir hafa allir ólíkan bakgrunn og reynslu sem endurspeglast í uppskriftunum sem bókin hefur að geyma. Við birtum hér uppskrift úr bók- inni að sjávarréttaspjóti með kart- öflubátum sem Jón Arnar Guð- brandsson á heiðurinn af. Hátíðarfiskur og sjávarrétta- spjót með kartöflubátum Sjávar- réttaspjót: Með kartöflu- bátum. Epli eru hnossgæti hvortsem er beint af trénu, íkökum, eftirréttum eðamauki. Í sænsku Bonn- iers matreiðslubókinni er góð upp- skrift að „eplachutneyi“ sem auðvelt er að laga en suðutíminn er aðeins klukkustund. Það er sætsúrt á bragðið og chili gefur sterkt bragð en ekki of sterkt. Chutneyið fer vel með reyktu kjöti, ostum eða ind- verskum mat og er líka frábært á samlokur. Það getur hentað vel með ýmsum mat á aðventunni eða á jóla- borðinu, t.d. villibráð eða kalkún. Lítil krukka af eplachutney er einnig góð jólagjöf og alveg óhætt að gera tvöfalda upp- skrift að chutneyinu svo allir fái nóg. Hér kemur uppskrift að einu og hálfu kílói af chutneyi (u.þ.b. 4 litlar krukkur) 1 kg súr epli 1 stór laukur (150 g) 2 hvítlauksrif 1 rautt chili 2 dl rúsínur 1 msk gul sinnepsfræ 1 dl eplacider edik 2 dl hrásykur eða strásykur 1 tsk salt 1 msk rifið ferskt engifer 2 tsk karrí Þvoið eplin og skerið í fjóra hluta. Hreinsið kjarna og steina og skerið eplin í litla báta. Skerið lauk í skífur og hvítlauk í þunnar sneiðar. Fræ- hreinsið chili (þeir sem vilja sterkara chutney láta fræin með). Skerið chili fínt. Blandið öllu saman í stóran pott, hrærið saman og látið suðuna koma upp. Látið sultuna malla undir loki í klukkustund. Hrærið af og til. Hellið sultunni í hreinar gler- krukkur, látið kólna og lokið. Geym- ið á köldum og dimmum stað og þá endist það í marga mánuði.  MATUR | Heimatilbúin jólagjöf sem gera má með fyrirvara Sætsúr eplasulta Jólagjöf: Fín gjöf fyrir þá sem allt eiga. Suðan: Blandið öllu saman í stóran pott, hrærið saman og látið suðuna koma upp. Látið sultuna malla undir loki í klukkustund. Hrærið af og til. Undirbúningur: Skerið lauk í skífur og hvít- lauk í þunnar sneiðar. Fræ- hreinsið chili (þeir sem vilja sterkara chutney láta fræin með). Það er ekki víst að fólk átti sigá því að allir háir matar-stólar fyrir börn geta oltið um koll,“ segir Herdís Storgaard. „Margir foreldrar halda að ef þeir kaupi ákveðinn matarstól frá virt- um framleiðendum þá séu þeir það traustir að þeir geti ekki oltið um koll. Staðreyndin er hinsvegar sú að allir háir matarstólar geta það,“ segir Herdís. Máli sínu til stuðnings bendir hún á nýlegt dæmi sem átti sér stað hér- lendis. „Tíu mánaða gamalt barn sat í háum matarstól við matar- borðið heima hjá sér. Það var brík undir borðplötunni og barnið náði að spyrna með fót- unum þannig að það datt aftur fyrir sig í stólnum og fékk heilahrist- ing.“ Það er hins vegar til raunhæf lausn á þessu vandamáli ef börnin eru mikið fyrir að spyrna í matar- borðið. „Útivistarverslanir selja sterk nælonbönd með spennum hvort sín- ummegin í endum bandsins. For- eldrar geta klippt böndin í sundur, borað bandið fast undir borðplöt- una og fest hina smelluna undir sæti matarstólsins. Þetta er fljótleg lausn og barnið fest með einu hand- taki.“  ÖRYGGI | Nýlega slasaðist lítið barn þeg- ar það datt aftur fyrir sig í matarstól Hægt að koma í veg fyrir að stólarnir velti um koll Morgunblaðið/Árni Sæberg Fréttir á SMS Súrefnistæmdar umbúðir til að næringarefnin varðveitist. Fæst í apótekum Yfirburðagæði og styrkleiki Þú finnurmuninn! Vottað lífræ nt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.