Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 47
Fyrir og eftir er heiti á sýn-ingu sem LjósmyndasafnReykjavíkur opnar á morg- un, laugardag. Með þessum titli er verið að skírskota til útlits, fyr- irmynda eða ímyndar manneskj- unnar sem situr fyrir á ljósmynd á stofu hjá ljósmyndara. Frá upphafi ljósmyndunar árið 1839 hefur verið leitast við að sýna manneskjuna sem fallegasta á hefðbundnum andlits- ljósmyndum og tekið mið af tísku- straumum hvers tíma. „Tilgangurinn með sýningunni er að velta fyrir sér þeirri ímynd sem fólk skapar með ljósmyndum, fyr- irmyndum og fegurðinni – hvað telst fallegt?“ segir María Karen Sigurð- ardóttir, for- stöðumaður Ljós- myndasafns Reykjavíkur. Hermann Stefánsson rithöfundur gerir sér mat úr þessu í skemmti- legri grein í sýningarskrá. Hann segir meðal annars: „Fyrir er hún eins og hún er, Eft- ir er hún falleg – eins og hún vill vera. Við þekkjum þetta úr auglýs- ingum þar sem árangur einhverrar aðgerðar er látinn liggja ljós fyrir með samanburði á tveimur ljós- myndum af sama viðfangi með titl- unum Fyrir og Eftir. Oftast er mun- urinn á myndunum þróun úr vondu yfir í gott, stundum úr góðu í betra – en hann felur örugglega aldrei í sér hnignun: Enginn fer í aðgerð eða biður ljósmyndara að láta mynd sína víkja frá öllum þekktum við- miðum um fegurð, gera úr sér skrímsli. Hverju sætir þessi löngun til að fegra mynd okkar? Áður en ljósmyndin kom til sá portrett- málverkið um þetta, að sníða ag- núana burt af andliti okkar, slétta úr hrukkunum, grenna módelið og stækka á því brjóstin. Hér mætti setja á mikið mál um hégóma og göfgun og svo mætti líka andmæla því jafnharðan, spyrja: Hver er ekki hégómlegur? Og benda á að fegurð – rétt eins og ljótleiki – ristir ekki djúpt í hörundið.“    Á sýningu sem þessari verðurekki komist hjá því að ljóstra upp „atvinnuleyndarmáli“ ljós- myndara og jafnframt svipta hul- unni af andlitinu og sýna andlits- myndir áður en ljósmyndin er „retúseruð“ eða „fótósjoppuð“, eins og sagt er á afbrigðilegri íslensku, og síðan eftir breytinguna. Á sýningunni er jafnframt myndaröð þar sem sjá má þróun tískustrauma í töku andlitsmynda frá 1900 til dagsins í dag. Einnig verða sýndar baksviðsmyndir sem sýna fyrirsætur að störfum – þ.e. AF LISTUM Orri Páll Ormarssom orri@mbl.is þegar verið er að mynda þær. „Á þessari sýningu erum við ekki aðeins að velta fyrir okkur sköpun ljósmyndarans, heldur einnig sköp- un fyrirsætunnar. Á sumum mynd- unum sjáum við bæði „fyrir“- myndina og „eftir“-myndina og munurinn er oft og tíðum sláandi. Margt hefur verið gert til að „fegra“ fyrirsætuna. Þetta er eink- um áberandi framan af síðustu öld. Þannig er á sýningunni myndaröð frá 1936 sem er greinilega „retúser- uð“. Ljósmyndarar gengu stundum langt í því að „laga fólk til“, ef svo má segja. Þegar leið á öldina virðist hafa dregið úr þessu, m.a. vegna tískustrauma, en eykst svo aftur fyrir um áratug, en þó á annan hátt með tilkomu „fótósjopp“-tækninn- ar. Það má því segja að í henni felist ákveðið afturhvarf. Í dag er hægt að gera ótrúlegustu hluti við mynd- ir. Tökum tísku- og auglýs- ingamyndir sem dæmi. Andlit fyr- irsætanna eru oft eins og gínur og líkjast því oft ekki raunverulegum andlitum þeirra, með öðrum orðum þau andlit sem við sjáum á þessum myndum eru ekki til, þau eru tilbún- ingur,“ segir María Karen.    Konur eru í forgrunni á sýning-unni í Ljósmyndasafninu enda meiri fjölbreytni í kventískunni lungann úr tímabilinu. „Fram eftir allri síðustu öld eru karlarnir eins á öllum myndum – í jakkafötum með bindi. Það er ekki fyrr en á hippa- tímanum að það fer að breytast. Þess vegna er auðveldara að sjá þróunina hjá konunum,“ segir María Karen. Sýningunni lýkur 6. desember. Hvað er fallegt? Ljósmynd/Atli Már Hafsteinsson 2004. Fyrir. Ljósmynd/Pétur Leifsson 1928–1936. Fyrir. Eftir. Eftir. ’ Enginn fer í aðgerðeða biður ljósmyndara að láta mynd sína víkja frá öllum þekktum við- miðum um fegurð, gera úr sér skrímsli. ‘ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 47 MENNING AÐRIR tónleikar Caput-manna af fernum í röðinni Nýrri endurreisn fóru fram í Neskirkju í tilefni af út- gáfu á verki Jóhanns Jóhannssonar á hljómdiski. Verkið var samið fyrir 11 málmblásara, slagverk, rafhljóð, tvö orgel, píanó og rafbassa og byggði á bordúntóninum C úr orgeli og raftón- gjafa. Þar á ofan var allt til enda blás- in löturhæg 7 takta lúðrakóralhend- ing í sömu tóntegund á liðlega mínútu fresti með ofurlitlum tilbrigðum inn á milli, mest í formi mismunandi lúðra- áhafna. Auk þess blésu stöku sinni tveir trompetar turnmegin í kirkjunni liggjandi litla tvíund á mí/fa. Fleira gerðist ekki í verkinu. Það stóð í fullar 64 mínútur, en hlaut samt merkilega góðar undirtektir að leiks- lokum. Sennilega þó einkum fyrir al- úð og þolinmæði flytjenda. TÓNLIST Neskirkja Jóhann Jóhannsson: Virðulegu forsetar. Caput-brass hópurinn. Stjórnandi: Guðni Franzson. Miðvikudaginn 3. nóvember. 21. Útgáfutónleikar Ríkarður Ö. Pálsson ❊ frábær tilboð ❊ 100 þúsund eintök um land allt ❊ afþreying helgarinnar ❊ auglýsingapantanir í síma 569 1111 helgin ❊ er komin V I K U L E G A Hér með tilkynnist að umsókn („umsóknin”) um tilskipun að heimila flutn- ing almennrar áætlunar um vátryggingaviðskipti („áætlunin”) samkvæmt VII hluta fjármagnsþjónustu- og markaðslaga 2000, var hinn 14. október árið 2004 lögð fyrir undirrétt æðra dómstóls af hendi CMS. Áætlunin gerir ráð fyrir flutningi til CMS á almennum vátryggingaviðskiptum flutningsaðilans. Afrit af skýrslunni, sem óháður sérfræðingur hefur samið og yfirlýsing er gerir grein fyrir skilmálum áætlunarinnar og inniheldur ágrip af skýrslunni, fást á http://www.grmsolutions.com/merger.html. Einnig er hægt að fá afrit án afgjalds frá Reynolds Porter Chamberlain (lögmönnum flutningsaðila og CMS) eins og segir hér að neðan. Ákveðið er að umsóknin verði tekin fyrir hjá umsóknadómaranum í Royal Courts of Justice, Strand, London WC2A 2LL, hinn 17. desember 2004. Sér- hver aðili, sem telur að hann eða hún mundi verða fyrir skakkaföllum vegna framkvæmdar áætlunarinnar, á rétt á að koma máli sínu á framfæri (sjálf(ur) eða af hendi löglegs fulltrúa) í æðri dómstólnum þegar umsóknin verður tekin fyrir. Hver sá, sem hyggst gera það, og hver sá, er fellst ekki á áætlunina, en hyggst ekki vera viðstaddur réttarhaldið, er beðin(n) að til- kynna mótbárur sínar Jonathan Hyde hjá Reynolds Porter Chamberlain að Chichester House, 278-282 High Holborn, London, WC1V 7HA eins fljótt og auðið er og allavega fyrir 15. desember 2004 eða í símbréfi í síma 00 44 (0)20 7242 1431 eða tölvupósti til jvh@rpc.co.uk. Í UNDIRRÉTTI ÆÐRI DÓMSTÓLS (SÉRDEILD DÓMS) FÉLAGARÉTTUR Nr 6315 árið 2004 Málið varðandi CONTINENTAL REINSURANCE CORPORATION (UK) LIMITED („flutningsaðili”) og málið varðandi CONTINENTAL MANAGEMENT SERVICES LIMITED („CMS”) og málið varðandi fjármagnsþjónustu- og markaðslög 2000 Bókin Truflanir í Vetrarbrautinni eftir Óskar Árna Óskarsson er komin út. Segir hún frá manni sem vaknar af vondum draumi þegar kona frá Sálar- rannsóknarfélaginu vill komast upp í til hans. Eldri hjón standa uppi á Arn- arhóli þegar múrsteinn fellur af himn- um ofan. Lágvær tónlist frá Nepal berst út úr póstkassa handan við göt- una. Ástríkur fjölskyldufaðir á heima í næsta húsi við sjálfan sig og veit því aldrei út úr hvoru hús- inu hann kemur á morgnana. Truflanir í Vetr- arbrautinni eru safn smáprósa sem lýsa ævintýralegum at- burðum úr hversdags- lífinu, atburðum þar sem tilviljanir, mannleg samskipti, jafnvel náttúrulögmálin sjálf koma raunveruleikanum í opna skjöldu. Bjartur gefur út. Ljóð OFT er því haldið fram að Íslend- ingar geti hindrunarlaust lesið texta fornbókmenntanna og þess vegna hafi lifað hér óslitin bókmenntahefð allt frá landnámsöld. Þetta er að sjálf- sögðu ekki alls kostar rétt og ég hygg að þau börn og unglingar sem ætluðu sér að lesa útgáfur Hins íslenzka fornritafélags á Íslendingasögum myndu fljótt gefast upp vegna staf- setningar- og tungumálaörðugleika. Betur gengi vafalaust með útgáfur sem samræmdri stafsetningu en lengd sagnanna og ýmislegt fleira leggur þó enn stein í götu óreyndra lesenda. Það er hins vegar ljóst að efni Íslendingasagna ætti að höfða til þessa lesandahóps nú sem fyrr og þeir hjá Máli og menningu hafa áttað sig á áður ónýttum möguleikum til að leiða ungu kynslóðina inn í heim sagnanna, það er að endursegja sög- urnar í texta sem er aðgengilegur börnum og með skemmtilegum myndskreytingum og viðbótarfróð- leik. Það eru þær Brynhildur Þór- arinsdóttir og Margrét E. Lax- ness sem hafa tekið að sér þetta skemmtilega verkefni og ný- lega sendu þær frá sér aðra bók- ina í þessum flokki, Eglu, byggða á Egils sögu. Fyrsta bókin var Njála, byggð á Njáls sögu, og hún kom út fyrir tveimur árum. Skemmst er frá að segja að leiðin sem þær fara í bókargerðinni er mjög vel heppnuð. Brynhildur endirsegir söguna í 19 köflum og tekst henni vel að koma öll- um meginatriðum sögunnar til skila í lipurlegri frásögn, þótt skiljanlega sé mörgu sleppt. Myndrænt útlit bókarinnar skiptir ekki minna máli en textinn. Margrét E. Laxness hefur hannað mjög skemmtilegt útlit á bókina: blaðsíður eru skreyttar með munstri sem minn- ir á víkingaútskurð og á hverri blað- síðu eru teikningar í lit út frá efni textans hverju sinni. Meginmálið er fyrir miðri bókaropnu en til hliðar við textann, beggja vegna, er að finna ýmislegt viðbótarefni til fróðleiks og skemmtunar. Hér er aðallega um að ræða ýmsan fróðleik um víkinga og þeirra siði, svo og orðskýringar og skýringar á orðtökum til að auðvelda enn skilning á textanum. Ég tel að þessar endursagnir á Ís- lendingasögum séu bráðsnjöll leið til að kynna fornsagnaarfinn fyrir ung- um lesendum og þau börn sem lesa þessar bækur hljóta að eiga auðveld- ara með að tileinka sér sögurnar í fullri lengd þegar þau eldast og þroskast. Foreldrar ættu líka að geta haft gaman af að lesa og skoða bæk- urnar með börnum sínum og rifja þannig upp kynnin við sögurnar – nú eða kynnast þeim í fyrsta sinn með börnunum. Þá tel ég að þessar bækur mætti einnig nýta á skemmtilegan hátt í kennslu í grunnskólum lands- ins. BÆKUR Barnabók Brynhildur Þórarinsdóttir endursagði. Margrét E. Laxness myndskreytti. 61 bls. Mál og menning 2004 Egla Soffía Auður Birgisdóttir Brynhildur Þórarinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.