Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ M álefni hælisleitenda eru enn ofarlega á verkaskrá Evrópu- sambandsins. Þótt hælisleitendurnir í Evrópu hafi ekki verið jafnfáir í mörg ár er málið enn mjög eldfimt og blossar upp reglulega á mik- ilvægum fundum Evrópusambands- ins eins og leiðtogafundi þess í Brussel, sem hófst í gær og lýkur í dag. Á þeim fundi ætla forsetar og for- sætisráðherrar ESB-landa að ákveða verkaskrá næstu ára í mál- efnum hælisleitenda og innflytj- enda. Sem flóttamannafulltrúi Sam- einuðu þjóðanna vil ég reifa nokkur atriði leiðtogunum til ígrundunar á þessum mikilvæga fundi. Fyrst þurfum við að bægja frá þeirri hugsun að hælisleitendur flæði yfir Evrópu. Árið 1992 sóttu um 680.000 manns um hæli í þeim 25 löndum sem eiga nú aðild að Evr- ópusambandinu. Í fyrra voru hæl- isleitendurnir færri en 350.000. Þetta er viðráðanlegur fjöldi en samt er enn talað um að mikil vá sé fyrir dyrum – tal sem oft má rekja til illa dulbúins útlendingahaturs og pólitískrar hentistefnu. Nota ætti þessa miklu fækkun hælisleitenda sem gullið tækifæri til að flýta og bæta afgreiðslu hælisumsókna. Skjótar ákvarðanir verða til þess að flóttamenn fá þá vernd sem þeir þurfa nauðsynlega. Þær auðvelda einnig brottvísun fólks sem á ekki rétt á þessari vernd. Ekki til nein skyndilausn Áhyggjur af ólöglegum innflytj- endum, slæmri samlögun sumra samfélaga innflytjenda og eft- irköstum hryðjuverkanna 11. sept- ember eru mál sem vert er að ræða. En við megum ekki láta þessar áhyggjur grafa undan fyrirheitum Evrópulandanna um að virða mann- réttindi og veita flóttafólki vernd. Ég skil löngunina til að finna auð- velda skyndilausn á erfiðu vanda- máli. En hafi ég lært eitthvað á þeim tíma sem ég hef starfað sem flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóð- anna er það sú staðreynd að ekki er til nein auðveld skyndilausn á svo flóknum málum sem varða allan heiminn. Evrópusambandið getur leyst mörg af þeim vandamálum sem að- ildarlöndin eiga við að stríða í þess- um efnum. Sambandið getur þó ekki gert það á meðan stjórnvöld í aðild- arlöndunum setja pólitíska skamm- tímahagsmuni heima fyrir ofar sam- eiginlegum langtímahagsmunum allra. Þegar Evrópusambandið fjallar um málefni hælisleitenda gengur það út frá þeirri mikilvægu for- sendu að öll ESB-löndin séu með svipað fyrirkomulag á afgreiðslu hælisumsókna. Evrópusambandið hefur nú leitast við í fimm ár að samræma ólík kerfi aðildarlandanna á þessu sviði. Einu mikilvægu atriði hefur hins vegar verið sleppt: ekki er til neitt kerfi sem miðast að því að dreifa byrðinni. Þess í stað hafa ESB-löndin tilhneigingu til að færa byrðina – til annarra ESB-ríkja eða jafnvel landa utan Evrópusam- bandsins sem eru illa í stakk búin að taka við hælisleitendum. Möguleikarnir mismiklir Síðan kemur að spurningunni um hverja beri að viðurkenna sem flóttamenn. Gengið er út frá þeirri forsendu að umsækjendurnir hafi sömu möguleika á að fá vernd sem flóttamenn í öllum löndum Evrópu- sambandsins. Svo er þó ekki. Í Sló- vakíu, svo dæmi sé tekið, eru margir hælisleitendurnir Tétsenar – sem fá hæli í rúmum 50% tilvika í nokkrum ESB-löndum – en samt fengu að- eins tveir af 1.080 umsækjendum hæli í Slóvakíu á fyrstu níu mán- uðum ársins. Í Grikklandi fékk að- eins tæpt prósent íraskra umsækj- enda stöðu flóttamanns í landinu, jafnvel þegar Saddam Hussein var enn við völd í Írak, og heildarhlut- fall þeirra sem viðurkenndir voru sem flóttamenn lækkaði í 0,6% í fyrra. Það er því engin furða að margir hælisleit- endur skuli fara til landa þar sem þeir telja sig eiga meiri möguleika á að fá hæli. Óskilvirk afgreiðsla hæl- isumsókna er annað vandamál. Það væri góð fjárfesting að breyta fyr- irkomulaginu þannig að rétt ákvörð- un sé tekin í fyrstu atrennu, en ekki við aðra eða þriðju áfrýjun eins og nú er oft raunin. Úrræðin þurfa að miðast að því að gera kerfið skil- virkara í stað þess að reyna aðeins að ógilda áfrýjunarréttinn (en það hefur verið tilhneigingin í aðild- arlöndunum og á vettvangi Evrópu- sambandsins). Ég gladdist við ný- lega frétt um að stjórnarskrárdómstóll Austurríkis hefði komið á nokkru jafnvægi í þessum efnum. Njóta ekki nægrar verndar Í orði kveðnu eru allir hlynntir því markmiði að sannir flóttamenn njóti verndar – sem er tilgangur al- þjóðlega kerfisins sem komið hefur verið upp í málefnum hælisleitenda. Því miður er raunin hins vegar sú að í Evrópu er flóttamönnum ekki veitt sú vernd sem þeir þurfa og stundum fá þeir jafnvel ekki tæki- færi til að sækja um hæli – og ég hef ekki aðeins nýlega atburði á Ítalíu í huga. Mikil umræða hefur einnig verið um þörfina á því að flóttamenn og innflytjendur samlagist betur nýju heimalandi í Evrópu. Það styð ég eindregið. Samt setti Evrópusam- bandið samræmd lög í fyrra þar sem margir flóttamenn – einkum þeir sem flýja stríð eða ofbeldi – eru sviptir raunverulegum tækifærum til að samlagast vegna þess að lögin heimila ríkisstjórnum ESB-landa að neita þeim um atvinnuleyfi. Auðnist Evrópusambandinu að ráða fram úr erfiðleikunum og sam- ræma ekki aðeins lögin heldur einn- ig framkvæmd þeirra fer það loks- ins að ná tökum á úrlausnarefninu. Það þjónar hagsmunum ríkisstjórn- anna ekki síður en flóttafólksins. Það er ánægjuefni að nokkrir ráð- herrar eru einnig farnir að leggja áherslu á að Evrópusambandið þurfi að gera meira í þeim heims- hlutum sem flóttafólkið kemur frá – og þar sem mikill meirihluti flótta- manna heimsins er enn. Í þróun- arlöndum eru milljónir flóttamanna sem verðskulda miklu meiri póli- tískar ráðstafanir og fjárfestingar til að hjálpa þeim að snúa aftur til fyrri heimkynna sinna eins fljótt og auðið er og tryggja að þeir búi við öryggi og mannsæmandi aðstæður. Sanngjarnt og skilvirkt kerfi Vilji Evrópusambandið í alvöru stemma stigu við ólögmætum bú- ferlaflutningum til aðildarlandanna þarf það að gefa flóttafólki tækifæri til að koma til álfunnar með lögleg- um hætti. Innan Evrópusambands- ins hefur verið lögð fram tillaga um áætlun, sem miðast að því að að- stoða flóttafólk við að flytja búferl- um, og hún er mikilvægt skref í rétta átt. Við þurfum einnig að koma á kerfi til að hafa skyn- samlega stjórn á búferlaflutningum fólks sem flýr heimkynni sín af efnahagslegum ástæðum. Með því að veita þeim, sem við viljum, dval- ar- og atvinnuleyfi – í stað þess að hagnast á ólöglegri vinnu þeirra í aldingörðum okkar, hótelum og sjúkrahúsum – getum við tekið við stjórninni á búferlaflutningunum af þeim sem stunda smygl á fólki. Stefna sem byggist á því að vísa flóttafólki á brott er ekki aðeins sið- ferðislega vítaverð heldur einnig óhagkvæm: hún verður aðeins til þess að hvers konar búferlaflutn- ingar til Evrópu, m.a. flóttafólks, færast enn lengra „neðanjarðar“. Nú þegar leiðtogar Evrópusam- bandsins undirbúa verkaskrá næstu fimm ára í málefnum hælisleitenda og innflytjenda skora ég á þá að við- urkenna þessar staðreyndir og ein- beita sér að því að búa til gott kerfi, sem er sanngjarnt og skilvirkt, ekki aðeins hraðvirkt. Traust kerfi sem verndar sanna flóttamenn er það sem Evrópubúar vilja og flóttafólkið verðskuldar. ESB dreifi ábyrgðinni á hælisleitendum Eftir Ruud Lubbers Höfundur er flóttamannafulltrúi Sam- einuðu þjóðanna (UNHCR) og fyrrver- andi forsætisráðherra Hollands. Milli- fyrirsagnir eru Morgunblaðsins. Reuters Hælisleitendur þurrka föt sín á girðingu í Sangatte-flóttamannamiðstöð- inni í Frakklandi. ’Ekki er til neitt kerfi sem mið-ast að því að dreifa byrðinni. Þess í stað hafa ESB-löndin til- hneigingu til að færa byrðina – til annarra ESB-ríkja eða jafnvel landa utan Evrópusambandsins.‘ Landstvímenningur 2004 Föstudaginn 5. nóv. verður hinn árlegi Landstvímenningur spilaður. Að þessu sinni verður spilað á fjór- um stöðum víðsvegar um landið: Reykjavík, Síðumúla 37, kl. 19. Ísafjörður, Íshúsfélaginu, kl. 19.30. Akureyri, Hamri, kl. 19.30. Hornafjörður, Golfskálanum kl. 19.30. Spilað er um gullstig. Eins og und- anfarin ár fer útreikningur fram á Netinu, þannig að úrslit liggja fyrir fljótlega eftir að spilamennsku lýk- ur. Bridskvöld nýliða Fyrsta spilakvöld vetrarins verð- ur föstudaginn 5. nóv. Allir sem kunna undirstöðuatriðin í brids eru velkomnir. Umsjónarmenn í vetur verða Sigurbjörn Haraldsson og Björgvin Már Kristinsson. Spilað verður alla föstudaga kl. 19.30 í Síðu- múla 37, 3. hæð. Íslandsmót yngri spilara Íslandsmót yngri spilara í tví- menningi verður spilað helgina 13.– 14.nóvember. Í flokki yngri spilara eru þátttakendur fæddir 1. janúar 1980 eða síðar. Þátttaka er ókeypis. Íslandsmót heldri spilara Íslandsmót heldri spilara í tví- menningi verður spilað sömu helgi. Lágmarksaldur er 50 ár og sam- anlagður aldur pars minnst 110 ár. Bæði mótin eru haldin í Síðumúla 37 og hefst spilamennska kl. 11 báða dagana. Skráning er hafin í s. 587 9360 og www.bridge.is Bridsdeild FEBK Gjábakka Þriðjudaginn 2. nóvember var spilaður tvímenningur á 6 borðum. Meðalskor var 100. Úrslit urðu þessi í N/S: Ólafur Ingvarss.-Ragnar Björrnss. 111 Brynja Dýrborgard. -Þorl.Þórarinss. 109 Lilja Kristjánsd. - Ólafur Lárusson 108 A/V: Eysteinn Einarss.-Jón Stefánsson 127 Björn E.Péturss.- Gunnar Bjarnason 124 Jón Jóhannss.-Sturl. Eyjólfsson 99 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.