Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna hf. (SH) hefur gengið frá kaupum á Cavaghan & Gray Seafood, sem er hluti af sam- stæðu Northern Foods Plc. Kaupverðið nemur 12,6 milljón- um punda eða 1.600 milljónum króna. Við kaupin mun fram- leiðsla dótturfélaga SH í Bret- landi á kældum sjávarafurðum fyrir breskar smásölukeðjur aukast um 40 milljónir punda eða um 5 milljarða króna. Með kaupunum styrkir SH stöðu sína í framleiðslu kældra sjávarafurða fyrir breskan smá- sölumarkað. Um er að ræða kaup á rekstri, fastafjármunum og hreinu veltufé, en engar vaxtaberandi skuldir fylgja. Verksmiðjurnar eru tvær, önnur í Grimsby þar sem 240 manns starfa og hin í Aberdeen með um 150 manna starfslið. Lands- bankinn mun fjármagna kaupin til skemmri tíma. Gengið verður frá langtímafjármögnun á næst- unni, samhliða fjármögnun á Seachill Ltd sem keypt var fyrr á árinu. Fjármögnunin verður í formi lánsfjár og útgáfu nýs hlutafjár. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans veitti SH ráðgjöf vegna kaupanna. Áfram mikill vöxtur í kældum afurðum „Með kaupunum mun umfang SH í framleiðslu kældra sjáv- arafurða fyrir breskan smásölu- markað aukast umtalsvert, og eru kaupin í rökréttu framhaldi kaupa á Redditch verksmiðjunni 2002 og Seachill Ltd. í júlí sl. Framleiðsla SH á kældum af- urðum fyrir Bretlandsmarkað mun nema um 160 milljónum punda á ársgrunni en heildar- velta samstæðunnar í Bretlandi verður 260 milljónir punda. Sala á kældum sjávarafurðum hefur vaxið hratt í Bretlandi á síðustu árum, en vöxturinn nam um 8,5% á síðasta ári. Markaðs- rannsóknir benda til þess að vöxtur kælda markaðarins verði áfram mikill á næstu árum. Framleiðsla Cavaghan & Gray á sviði sjávarafurða hefur að mestu leyti verið fyrir Marks & Spencer undir þeirra eigin merki, en smásölukeðjan hefur einnig verið stærsti viðskipta- vinur dótturfélags SH, Cold- water UK, um árabil. Viðræður hafa átt sér stað við Marks & Spencer samfara kaupunum og hefur Marks & Spencer lýst yfir fullum stuðningi við þau. Vör- urnar eru svokallaðar virðis- aukavörur svo sem brauðaður fiskur, lax, flatfiskur, bökur og þægindavörur tilbúnar til eld- unar eða hitunar. Þær falla mjög vel að núverandi vöru- framboði dótturfélaga SH í Bretlandi og er þess vænst að ná megi verulegri hagræðingu við samþættingu rekstrarins og viðunandi arðsemi heildarfjár- festingar SH í Bretlandi,“ segir meðal annars í frétt frá SH. SH samstæðan starfrækir sölu- og framleiðslufyrirtæki í kældum og frystum sjávarafurð- um í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Í samstæðunni eru 14 fé- lög í 11 löndum. Velta samstæð- unnar er áætluð tæpir 70 millj- arðar króna yfirstandandi ári samanborið við 59 milljarða króna á síðasta ári. Starfsmenn samstæðunnar verða um 2.700 talsins. SH kaupir breskt fyrirtæki fyrir 1,6 milljarða króna Framleiðsla SH á kældum afurðum í Bretlandi eykst um 5 milljarða króna SVEIN Ludvigsen, sjávarútvegsráðherra Nor- egs, vill draga verulega úr kolmunnaveiðum til að ganga ekki of nærri stofninum. Þetta kemur fram í bréfi frá honum til Franz Fischler, fram- kvæmdastjóra sjávarútvegsmála hjá Evrópu- sambandinu. Frá þessu er greint á heimasíðu norska blaðs- ins Bergens Tidende. Þar segir að tillögur Lud- vigsens geti leitt til 40% samdráttar hjá norsku kolmunnaskipunum. Það eru Norðmenn, Ís- lendingar, Evrópusambandið, Færeyingar og Rússar sem stunda kolmunnaveiðarnar og hafa þessar þjóðir selt sér sjálfdæmi í úthlutun veiði- heimilda undanfarin ár. Fyrir vikið hefur verið veitt langt umfram tillögur fiskifræðinga og er árlegur afli yfir tvær milljónir tonna. Viðræður um skiptingu kolmunnans hafa hingað til farið út um þúfur, einkum vegna óbilgjarnra krafna Evrópusambandsins sem ætlar sér mun meiri hlutdeild en aflareynsla þess segir til um. Norðmenn veiða mest af kolmunnanum, nærri eina milljón tonna, eða um 45% aflans á þessu ári, en meðaltal þeirra er um 36%. Sam- kvæmt tillögu Ludvigsens gæti hlutdeild Norð- manna farið niður í 31%. Íslendingar veiða næstmest, um fjórðung aflans í fyrra, eða ríflega 500.000 tonn. Í ár er aflinn mun minni eða um 363.000 tonn, sem er um helmingur þess kvóta sem Íslendingar úthlutuðu sér. Vilja draga úr kolmunna- veiðum REYKJAVÍKURBORG tók hagkvæmasta til- boðinu í járnsteypt brunnlok og niðurföll segir framkvæmdastjóri Brunnloka ehf., en forsvars- menn samkeppnisaðila Brunnloka gagnrýndu vinnubrögð borgarinnar harðlega í gær og kröfðust þess að verkið yrði boðið út aftur. Magnús Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brunnloks ehf., segir að hagstæðasta tilboðinu hafi verið tekið, og staðið hafi verið við allar skuldbindingar um afhendingu á lokum og nið- urföllum. Forsaga málsins er sú að boðin var út fram- leiðsla á brunnlokum og niðurföllum fyrir Reykjavíkurborg snemma árs 2004, og gekk borgin til samninga við lægstbjóðanda, Brunn- lok ehf., sem flytja inn vörur frá Kína. Forsvars- menn Málmsteypu Þorgríms Jónssonar, sem einnig bauð í verkið, gagnrýna vinnubrögð borg- arinnar, m.a. að borgin hafi komið sér upp lager í stað þess að nota lageraðstöðu innflytjenda, auk þess sem þeir segja að lægstbjóðandi hafi ekki staðið við skuldbindingar um afhendingar. Magnús segir að í útboðsgögnum hafi verið talað um þrjár afhendingar á ári, og það hafi verið staðið við. Hann segir að auk þess sem borgin sé með eitthvað af vörum á sínum lager hafi hann verið að byggja upp lager hjá sér til að eiga ef borgin þarf viðbótarmagn. Hann segir sparnað fólginn í því að borgin sé með lager. „Það er gríðarlegur sparnaður fyrir borgina í þessu fyrirkomulagi sem er núna miðað við það sem áður var. Núna fá þeir vöruna sér að kostn- aðarlausu alveg inn á lager, áður þurftu þeir að sækja vöruna til Málmsteypu Þorgríms í Garða- bæ,“ segir Magnús. Magnús segir að allar þær vörur sem hann flytur inn standist Evrópustaðal eins og kröfur séu gerðar um. „Síðan er prófað samkvæmt þessum staðli, bæði hjá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og Iðntæknistofnun. Þetta er í fyrsta skipti hér á landi sem vörur hafa verið prófaðar þar, þetta hefur allt verið óprófað þetta íslenska.“ Brunnlok hafa þegar afhent meira magn af brunnlokum og niðurföllum á þessu ári en út- boðsgögn kváðu á um, og segir Magnús ekki rétt að Málmsteypa Þorgríms sé notuð sem vara- skeifa. Hið rétta sé að verið sé að standa við gerða samninga um framleiðslu fyrir Norðlinga- holt. Hann segir það rétt að Brunnlok hafi af- hent lok án skjaldarmerkis Reykjavíkurborgar, en segir það hafa verið gert til að leysa brýna þörf áður en ráðrúm hafi verið til að koma sér upp lager, og þeim verði skipt út við hentugleika fyrir ný lok með merkinu á. Brunnlok munu standa straum af kostnaði við nýju lokin, en Reykjavíkurborg sér um að skipta um lokin. Útboð Reykjavíkurborgar á brunnlokum og niðurföllum veldur deilum Tók hagkvæmasta tilboðinu ÚR VERINU EINUNGIS eitt innflutt brunnlok var prófað hér á landi fyrir Reykjavíkurborg, og var það flutt inn frá Indlandi en ekki Kína eins og þau lok sem síðar var ákveðið að nota, segir Ingólfur Sverrisson, deildarstjóri hjá Samtökum iðnað- arins. Hann segir ekki rétt að innflutt brunnlok og niðurföll hafi verið rannsökuð ítarlega hér á landi, eins og kom fram í máli Sigurðar I. Skarp- héðinssonar gatnamálastjóra í blaðinu í gær. „Ég hef fengið hjá gatnamálastjóra þau gögn sem þeir leggja til grundvallar í þessari ályktun hans, og þau stóðust enga skoðun, þetta voru al- veg gagnslausir pappírar,“ segir Ingólfur. Hann segir einu vottunina sem hann viti af hafa verið gerða hjá Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins, og hafi hún verið gerð á einu loki, sem þar að auki hafi verið flutt inn frá Ind- landi, en ekki Kína eins og þau lok sem síðar var ákveðið að nota. „Þetta tiltekna lok stóðst ákveðna tékkun, það segir hins vegar ekkert um öll önnur lok sem koma frá þessari verksmiðju á Indlandi, og þaðan af síður um lokin frá Kína sem núna eru að flæða inn í landið.“ Með vörunum frá Kína fylgir vottorð frá verk- smiðjunum, en Ingólfur segir að þar þyrfti að vera með vottun þriðja aðila til þess að eitthvað væri að marka vottorð verksmiðjunnar. Gallar á framkvæmd útboða „Það er grafalvarlegt mál ef embættismenn eru í þeirri trú að framleiðsla sem þeir kaupa og á að uppfylla ákveðna öryggisstaðla, sé í lagi og svo liggi ekkert fyrir um að það sé svo,“ segir Ingólfur. Hann segir að þetta mál sýni í hnot- skurn ákveðinn galla á framkvæmd útboða Reykjavíkurborgar og raunar víðar. Oft skortir verulega á eftirfylgni með því að farið sé eftir þeim kröfum sem gerðar eru í útboðunum. Hann segir að Samtök iðnaðarins eigi nú í vin- samlegum viðræðum við innkauparáð Reykja- víkurborgar um þetta mál og leggi samtökin til að farið verði yfir gæðamálin þannig að kannað verði með kerfisbundnum hætti hvernig gæða- kröfunum er fylgt eftir og ekki síður hvernig þær eru metnar áður en ákvörðun er tekin um hagstæðasta tilboðið hverju sinni. Ingólfur segir að við útboð borgarinnar sé annars vegar of mikið einblínt á verð og hins vegar að sá aðili sem samið er við sé með nægi- legar tryggingar á rekstrinum. „Það er fleira sem kemur til álita í þessu sambandi. Til dæmis hvort gæðakröfur eru uppfylltar eða hvort menn taki gagnrýnislaust við einhverjum papp- írum sem stenst ekki nánari skoðun. Þá skiptir máli að öllum atriðum útboðslýsinga sé fylgt eft- ir í raun og þau verðlög ef svo ber undir og þar á meðal kröfur um birgðahald eins og í þessu til- viki. Alltént er óþolandi að innlend framleiðsla njóti ekki jafnræðis við erlenda þegar kemur að því að meta raunverulegt verð og gæði.“ Prófuðu aðeins eitt brunnlok FORSVARSMENN Atlantsolíu hafa merkt mikla aukningu í bensínsölu undanfarna daga við bensínstöðvar fyrirtækisins í Hafn- arfirði og Kópavogi. Hugi Hreiðarsson, markaðs- og kynningarfulltrúi Atlantsolíu, líkir sölunni við góða ferðahelgi sl. sumar. Fólk hringir öskuillt „Það sem við erum að upplifa í dag er með ólíkindum. Hingað hringir fólk í okkur ösku- illt og spyr um fyrirtækjakort og ein- staklingskort. Fólk segist vera orðið þreytt á blekkingum samkeppnisaðilanna með punktum og einhverjum tilboðum. Við fáum símtöl frá reiðum íbúum úti á landsbyggð- inni sem spyrja hvenær við séum að koma á hinn og þennan staðinn,“ segir Hugi. Að hans sögn hefur fólk hringt með fyr- irspurnir úr öllum landsfjórðungum. Þá hafi fulltrúi úr skipulags- og byggingarnefnd í ónefndu sveitarfélagi hringt og boðið lóð undir bensínstöð en venjan sé sú að fyr- irtækið leiti til sveitarfélaganna með lóðir. Bensínverð óbreytt að sinni Bensínverð hefur haldist óbreytt hjá Atl- antsolíu frá því í ágúst og segir Hugi að eng- ar ákvarðanir hafi verið teknar um verð- breytingar en að fylgst sé með þróun heimsmarkaðsverðs á olíu. Hins vegar megi gera ráð fyrir að bensínverð í sjálfs- afgreiðslustöðvum olíufélaganna sé 5–8 krónum ódýrara en væri Atlantsolía ekki á markaðnum, enda hafi hin olíufélögin haldið að sér höndum með verðhækkanir að und- anförnu. Atlantsolía áformar að opna bensínstöð á Bústaðavegi og við Hreðavatnsskála í byrj- un næsta árs. Vonir séu bundnar við að framkvæmdir við bensínstöð á Bústaðavegi hefjist í þessum mánuði. Aukning í bensínsölu hjá Atlantsolíu á síðustu dögum Salan líkt og fyrir góða ferðahelgi Morgunblaðið/Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.