Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 43 DAGBÓK Ámorgun kl. 10 standa Regnbogabörn,Eineltissamtökin og Miðborgarstarfkirkjunnar fyrir opnu málþingi um ein-elti á Hótel Nordica, þar sem starfsemi hinna þriggja aðila verður stuttlega kynnt auk þess sem fjallað verður um einelti frá hinum ýmsu hliðum. Meðal fyrirlesara eru Vanda Sigurgeirs- dóttir, lektor við KHÍ, sem fjallar um hvernig kennarar eru búnir undir að taka á einelti, Þorlák- ur Helgason, framkvæmdastjóri yfir Olweus- áætluninni, sem mun fjalla um ábyrgð fullorðinna og líðan og vanlíðan barna og ungmenna, Gunnar Hersveinn, heimspekingur hjá Reykjavík- urakademíunni, sem mun fjalla um samlíðan og einelti, og Elín Einarsdóttir námsráðgjafi, sem mun kynna nýja rannsókn sem gerð var á meðal 9. bekkinga á höfuðborgarsvæðinu þar sem þau voru spurð um einelti með GSM-símum og á Netinu. Einnig verður fjallað um einelti á meðal fullorð- inna. Að lokum verður opinn ræðustóll þar sem gestir geta fengið að tjá sig. Margrét Birna Auðunsdóttir, stofnandi Einelt- issamtakanna, segir mikilvægt að hlusta og taka mark á þolandanum og sýna honum virðingu og skilning, sama hvort um er að ræða barn eða full- orðinn. Segir hún miklar framfarir hafa orðið und- anfarin ár varðandi einelti og umræðuna orðna mun opnari. „Það er ekki lengur feimnismál að hafa orðið fyrir einelti, þolandinn situr ekki leng- ur einn uppi með skaðann,“ segir Margrét. Hvaða úrræði eru í boði fyrir þolendur eineltis? „Í dag eru starfandi þrenn grasrótarsamtök á Reykjavíkursvæðinu. Fyrst má nefna Regnboga- börn, samtök gegn einelti sem voru stofnuð fyrir réttum tveimur árum fyrir tilstuðlan Stefáns Karls Stefánssonar leikara. Á þessum tveimur ár- um hafa samtökin þróast mjög mikið og eru mark- mið þeirra að umræða um einelti í skólum og þjóð- félaginu öllu sé í hávegum höfð. Þau leita allra leiða til að gera starfið sem árangursríkast í þágu þeirra fjölmörgu einstaklinga sem eiga um sárt að binda vegna eineltis. Á vegum Miðborgarstarfs kirkjunnar er hópur sem kallar sig Gleym mér ei sem er sjálfshjálp- arhópur ungs fólks sem hefur orðið fyrir einelti. Þetta er vinahópur ungs fólks á aldrinum 14–20 ára. Tilgangurinn með starfinu er að rjúfa fé- lagslega einangrun og skapa vettvang þar sem unga fólkið getur notið samfélags við jafnaldra sína. Hópurinn hittist á föstudögum milli kl.16.00 og 18.00 í Austurstræti 20, fyrir ofan gamla Hressingarskálann. Síðast má nefna Eineltissamtökin, 12 spora samtök þolenda eineltis. Þau halda fundi á hverju þriðjudagskvöldi kl. 20 í húsakynnum Geðhjálpar, Túngötu 7. Þar deilir fólk reynslu sinni, styrk og vonum og byggir sig upp eftir erfiða lífsreynslu.“ Einelti | Opið málþing um einelti á Hótel Nordica á morgun Umræðan orðin mun opnari  Margrét Birna Auð- unsdóttir er fædd á Sel- fossi 1963. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti 1995 og nemur nú sagnfræði við Háskóla Íslands. Margrét hefur unnið við ýmis störf, en undan- farin ár hefur hún verið starfsmaður Svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík og vinnur þar nú með námi. Margrét stofnaði Eineltissamtökin í framhaldi af því að hún skrifaði grein um reynslu sína sem þolandi eineltis í Morgunblaðið 1998. Áað kúga kennara til samþykktar? NÚ HEFUR ríkissáttasemjari spilað út sínu síðasta spili. Sáttatillögu sem fer beint til félagsmanna KÍ til at- kvæðagreiðslu. Eftir að hafa kynnt mér efni tillögunnar og séð hve hreint út sagt fáránleg hún er – þá finnst mér hún móðgun við alla kennara og hvet ég alla sem kjósa um þessa til- lögu að íhuga málið mjög vandlega og kynna sér efni hennar til hlítar. Tekn- ir verða fullir skattar af eingreiðsl- unni svo hún mun verða um 79.000 kr. Samningsaðilar hafa haft tíma frá því í vor til að leysa málið. Ég vona bara að nálægð jóla og neyðin sem verk- fallið hefur skapað hjá mörgum fjöl- skyldum, þ.m.t. minni eigin, verði ekki til þess að miðlunartillaga þessi verði samþykkt! Skoðið málið vand- lega áður en þið kjósið! Ef þessi miðl- unartillaga verður að veruleika mun kennarastarfið breytast svo mikið að forsendur margra kennara, kenn- aranema og leiðbeinenda fyrir þessu starfi breytast gífurlega og munu án efa hafa þær afleiðingar að hópur fólks mun hreinlega hætta – enda ekki sama starfið lengur! Hallgrímur Sveinn Sævarsson. Þakklæti ÉG vil koma á framfæri þakklæti mínu til Brynjólfs Einarssonar á Sogavegi, sem er gull af manni og sérstök persóna. Ég hef verið hjá honum í heilun, nuddi og reiki. Ég var öll ómöguleg þegar ég kom fyrst til hans en hann er búinn að gera mikið fyrir mig og er ég nú allt önnur. Ánægð kona. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Velkomin í Eignamiðlun, elstu starfandi fasteignasölu á landinu. Velkomin í trausta og ábyrga þjónustu hjá fólki sem er með áratuga reynslu af fasteignaviðskiptum. Velkomin í pottþétt fasteignaviðskipti, -við sjáum um allt fyrir þig, -nema flutningana. Velkomin heim! ÍSLEN SKA A U G LÝSIN G A STO FA N /SIA .IS EIG 26088 LJÓ SM YN D : SILJA M A G G Síðumúla 21 sími 588 90 90 www.eignamidlun.is LISTAKONAN Steinunn Marteins- dóttir opnar á morgun sýningu í húsakynnum sínum á Hulduhólum þar sem hún sýnir ný olíumálverk og leirverk. Steinunn hefur haldið fjölda sýninga í listhúsinu Hulduhól- um bæði á eigin verkum og annarra listamanna og er þetta þriðja stóra einkasýningin sem hún heldur þar síðan 2001, þar sem hún sýnir bæði leirverk og málverk og vinnur með svipaðar hugmyndir í ólík efni. Steinunn segist vita fátt betra en að ganga um ósnortið landið, „örlátt og síbreytilegt eins og lífið sjálft. Það gerir allt tilkall til okkar, einnig móarnir sem ég hefi mest í heiðri á þessari sýningu. Hér er horft yfir hóla og grös, læki og kindaslóðir, þúfnakolla fleiri en dagar mannsins eru og heilsað upp á mófuglana um leið. Allt vill þetta eignast form og lit á striga og í leir, og um leið minna á að móarnir elskulegir eru í háska vegna brambolts manna og fljótræð- is. Þeir fá augu sem sjá okkur og eins og við þá, um þá fer uggur og illur grunur: verður okkur sökkt innan skamms, verður okkur útrýmt afvélskrímslum eða annarlegum gróðri? Ég leitast um leið við að flétta inn í verkin form sem minna í senn á kvenlega gjafmildi landsins og þörf fyrir vernd og virðingu. Á sýningunni eru líka leirmyndir sem sýna fjöllin sem rísa yfir því smáa og lága, æðar þeirra og innviði og klettarúnir sem ná utan um þau og bjóða hverjum og einum að lesa í.“ Náttúrusýn á Hulduhólum Kort að leiðinni að Hulduhólum er að finna á vefsíðunni: www.hulduholar.com Fréttir í tölvupósti Úrslitin úr ítalska boltanum beint í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.