Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Sneiddur ostur í n‡jum umbú›um Endurlokanlegar umbúðir ÍBÚAR í Grundarfirði eru bjartsýnastir allra á norðanverðu Vesturlandi og Norður- landi vestra, ef marka má nýja rannsókn Byggðarannsóknastofnunar Íslands á Akur- eyri um tengsl samfélagsanda og nýsköpun- arstarfs í þessum landshlutum. Samkvæmt könnun sem stofnunin gerði sögðust 87% Grundfirðinga vera bjartsýn á framtíð síns byggðarlags hvað varðar at- vinnuþróun. Þar af voru 53% mjög bjartsýn og 34% íbúanna frekar bjartsýn. Sker Grundarfjörður sig nokkuð úr öðrum þétt- býlisstöðum í könnuninni. Næstir voru Hvammstangabúar, þar sem 11% voru mjög bjartsýn á framtíðaratvinnuhorfur og 63% voru frekar bjartsýn. Grundfirðingar reynd- ust einnig bjartsýnastir er þeir voru spurðir um upplifun af afstöðu fólksins í byggðarlag- inu. Rannsóknina má nálgast á vef Byggða- rannsóknastofnunar, www.brsi.is. Grundfirð- ingar allra bjartsýnastir ÍSAK Ríkharðsson, ellefu ára gamall drengja- sópran, verður meðal einsöngvara á tón- leikum Mótettukórs Hallgrímskirkju í kirkj- unni á allra heilagra messu, nk. sunnudag, kl. 20. Á efnisskrá eru sálumessur eftir tvo Frans- menn, Gabriel Fauré og Maurice Duruflé. Er þetta í fyrsta sinn sem kórinn leggur til atlögu við sálumessu Faurés en áratugur er síðan hann söng sálumessu Duruflés á tónleikum. Það var Ísak sem hafði orðið þegar ljós- myndara Morgunblaðsins bar að garði á æf- ingu í gær en það er mál manna að hann gefi atvinnusöngvurunum, sem einnig syngja ein- söng á sunnudag, Sesselju Kristjánsdóttur og Magnúsi Baldvinssyni, lítið eftir. Morgunblaðið/Kristinn Ellefu ára einsöngvari RANNSÓKNARNEFND flug- slysa, RNF, skráði í fyrra 454 frá- vik í flugi íslenskra loftfara hér- lendis og erlendis og í flugi erlendra loftfara um íslenska lög- sögu. Nefndin skoðaði 76 frávik- anna nánar og tók af þeim 41 mál til formlegrar meðferðar og rann- sóknar. Slysin voru fjögur og flug- atvikin 37. Árið 2002 skráði RNF á sama hátt 93 atvik og tók nefndin 38 at- vik eða alvarleg flugslys til með- ferðar. Þormóður Þormóðsson rannsóknarstjóri segir að fjölgun mála milli ára megi að nokkru leyti skýra með mikilli fjölgun á stórum þotum í flugflotanum og meiri umsvifum flugfélaganna og mun fleiri tilkynntum atvikum frá flugrekendum sem leggi sífellt meiri áherslu á að skrá frávik. Segir Þormóður það ekki síst eiga við um atvik sem tengjast árekstravörum flugvéla. Reglur mæla fyrir um að skrá og tilkynna skuli flugatvik og flug- umferðaratvik þar sem legið hefur við slysi en Þormóður segir flug- rekendur setja sér hærri staðla en reglur kveði á um. Kemur það m.a. fram í grein Hafþórs Hafsteins- sonar, forstjóra Atlanta, sem birt er í ársskýrslu RNF. Atvik getur verið undanfari slyss Í grein sinni segir Hafþór m.a. að ekki sé nóg að tilkynna atvik þar sem legið hafi við slysi því at- vik sem virðist lítil þegar þau ger- ast geti verið undanfari slyss sé ekki á þeim tekið. „Þessi atvik koma ekki til skoðunar, hvorki hjá flugrekendum né flugmálayfir- völdum. Þessu viljum við breyta og til að ná þessu marki hefur Air Atlanta sett sér hærri staðla varð- andi það sem tilkynna ber innan félagsins. Til að úr gæti orðið varð að skapa umhverfi þar sem starfs- menn eru hvattir til að tilkynna öll atvik, hversu smávægileg sem þau eru, og þeim ekki refsað eða dregnir til ábyrgðar þótt mistök séu gerð.“ Segir Hafþór ennfrem- ur að með því að fá slík atvik til- kynnt sé unnt að draga af þeim lærdóm og eru þau sett í gagna- banka hjá félaginu og unnið úr þeim. Kemur og fram að fleiri ís- lensk flugfélög séu að íhuga að taka upp notkun á sams konar gagnagrunni. Rannsóknarnefnd flugslysa á Íslandi Margfalt fleiri frávik í flugi skráð  Setja/11 HÁSKÓLARÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að Þjóðarbókhlaðan yrði opin á kvöldin frá og með næsta mánudegi. Afgreiðslutími safnsins var styttur fyrr á árinu og tók sú ákvörð- un gildi þegar skóli byrj- aði í haust. „Þetta er sigur fyrir stúdenta,“ segir Jar- þrúður Ásmundsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, og kveðst hún vera afar ánægð með samþykkt ráðsins. Hún segir stúd- enta sýna því fullan skilning að háskólinn sé aðþrengdur fjár- hagslega en í þessu tilviki sé um að ræða grunnþjónustu við nemendur sem megi ekki skera niður. Í fréttatilkynningu frá Stúdentaráði Há- skóla Íslands segir m.a. að: „Stúdentaráð Háskóla Íslands undir forystu Vöku, and- mælti þessari tilhögun og stóð meðal annars fyrir mótmælastöðu við safnið í september. Stúdentaráð fór að auki fram á að ákvörðun Háskólaráðs um skertan opnunartíma yrði endurskoðuð og var það gert á fundinum. Dagana fyrir fundinn fór fram undirskrift- arsöfnun meðal nemenda þar sem skorað var á ráðið að fallast á tillögur stúdenta og skrifuðu hátt á þriðja þúsund nemendur undir áskorunina. Í ákvörðun Háskólaráðs felst að Þjóðar- bókhlaðan verður opnuð aftur frá og með mánudeginum 8. nóvember og út árið en málið verður endurskoðað í janúar og frek- ari ákvarðanir teknar um framhaldið. Mikill hugur er innan ráðsins um að halda safninu opnu á kvöldin og leita lausna til að svo geti orðið.“ „Sigur fyrir stúdenta“ Þjóðarbókhlaðan verður opin á kvöldin Jarþrúður Ásmundsdóttir HVAÐ einkennir syfjaða framhalds- skólanema? er heiti faralds- fræðilegrar rannsóknar sem kynnt var á þingi heimilislækna á Akureyri. Kemur fram í niðurstöðum hennar að dagsyfja sé algeng kvörtun meðal unglinga og „tengist lífsstílsbreyt- ingum sem telja verður óæskilegar og muni í framtíðinni leggja grunn að heilsufarsvandamálum og jafnvel slysahættu,“ segir í útdrætti um rannsóknina. Í niðurstöðum kemur fram að unglinga hafi að meðaltali vantað um eina klukkustund uppá að svefnþörf væri fullnægt, einkum virka daga. Guðrún Gunnarsdóttir, einn læknanna sem unnu að rannsókninni, segir að lagður hafi verið ákveðinn mælikvarði á syfju unglinganna og hafi greinilega komið fram að dag- syfja sé marktækt hærri með aukinni vinnu með skóla. Þá hafi tæp 20% unglinganna lent í árekstri sem öku- menn og sé dagsyfja þeirra mark- tækt meiri, einnig hjá þeim sem reyki. Einnig eru talin sterk tengsl milli dagsyfju og algengi áfeng- isneyslu og merkja um áfengissýki og að unglingar kvarti um kvíða og hafi lélega sjálfsmynd. Guðrún segir að stúlkur vanti að meðaltali um einn klukkutíma á sólarhring uppá svefn og pilta um 40 mínútur. Sofa að með- altali klukku- stund of lítið Morgunblaðið/Árni Sæberg ♦♦♦ MIKIL framleiðniaukning á þessu ári verður að teljast ánægjuleg tíð- indi, að því er fram kemur í Frétta- bréfi Samtaka atvinnulífsins. Segir í Fréttabréfinu að starfandi fólki á vinnumarkaði hafi fækkað á undanförnum misserum samfara miklum hagvexti. Nú stefni í að framleiðniaukning á árinu verði 6%. Þótt fækkun starfa sé áhyggjuefni sé þessi mikla framleiðniaukning mjög ánægjuleg tíðindi. „Aukin framleiðni á alls ekki að þurfa að leiða til aukins atvinnuleys- is til lengri tíma,“ segir í Fréttabréf- inu. „Aukin skilvirkni eykur arðsemi fyrirtækja sem aftur leiðir til auk- inna fjárfestinga. Fjárfestingarnar auka tekjur annarra fyrirtækja og skapa ný störf hjá þeim.“ SA segja að aukist framleiðni geti kaupmáttur launa aukist, hagnaður fyrirtækja og arður hluthafa og hvati til fjárfestinga þar með einnig. Framleiðnin eykst  Stefnir/14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.