Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 11 FRÉTTIR Sídægra rokksins á sunnudag Flugan Helgi Snær Rokkari eins og ég  Beach Boys  MaturVínGóður smekkur...Hollusta Kross- gáta Pistill „FÁI átröskunarsjúklingur rétta greiningu og meðferð sérstakra át- röskunarsérfræðinga innan við þrjú ár frá upptökum veikinda eru allt að 60-90% líkur á að einstaklingurinn nái fullum bata. Ef greining og með- ferð dregst fram yfir þrjú ár frá upp- tökum veikinda sýna rannsóknir okk- ur að allar líkur eru á því að viðkomandi þurfi að glíma við átrösk- unarsjúkdóminn í að minnsta kosti sex ár. Sökum þessa skiptir höf- uðmáli að átröskunarsjúklingar séu greindir og fái eins góða meðferð og hægt er eins snemma og unnt er,“ segir Gill Todd, hjúkrunarfræðingur og yfirmaður klínísks hjúkrunarsviðs við Maudsley-spítalann í Lundúnum, en hún hélt nýverið námskeið á veg- um Endurmenntunarstofnunar HÍ um meðferð við átröskunum á spítöl- um og heilsugæslum ásamt Wendy Whitaker, félagsráðgjafa við sama spítala, og Janet Treasuer geðlækni við Maudsley-spítalann og prófessor við Kinǵs College. Allar eru þær hluti af átröskunarteymi Maudsley-spítala sem talið er leiðandi í meðferð átrösk- unar í heiminum í dag. Að sögn Todd hefur Treasure í rannsóknum sínum beint sjónunum bæði að ástæðum átröskunar, hvern- ig hún þróast, hvað veldur því að veikin viðhelst og hvernig bæta megi þær meðferðir sem fyrir hendi eru með það að markmiði að auka líkur á árangri meðferðar. „Treasure er þannig að skoða marga mismunandi þætti, vegna þess að því betur sem við skiljum skilyrði sjúkdómsins þeim mun meiri líkur eru á að við getum bætt meðferðarúrræðin sem í boði eru,“ segir Todd. Í þessu samhengi bendir Whitaker á mikilvægi þess að meðferðarúrræðin sem í boði eru brúi allt bilið frá bernsku til fullorð- insára. „Lystarstol er ekki sjúkdóm- ur sem hverfur af sjálfu sér þegar einstaklingurinn þroskast úr unglingi í fullorðinn einstakling og reynslan sýnir okkur að margir sjúklingar hafa átt mjög erfitt með það að vera færðir af unglingadeild yfir á fullorð- insdeild. Við völdum því þá leið á Maudsley-spítalanum að hafa enga aldursgreiningu, þannig að átrösk- unarteymið okkar sinnir ein- staklingum hvort heldur þeir eru tán- ingar eða komnir á fullorðinsár,“ segir Whitaker og bendir á að Íslend- ingar hafi tækifæri til að læra af mis- tökum annarra og velja bestu leiðina. „Eftir því sem ég fæ best skilið er- uð þið með barna- og unglingateymi annars vegar og fullorðinsteymi hins vegar og mér heyrist íslenskir með- ferðaraðilar hafa mikinn áhuga á að samhæfa og jafnvel sameina þessi tvö teymi. Einnig heyrist mér vera mikill áhugi meðal fagfólks, er starfar með átröskunarsjúklingum, að geta sér- hæft sig á þessu sviði, í stað þess að þurfa líka að sinna öðrum geðrösk- unum samhliða í starfi sínu. Að mínu mati er það afar skynsamlegt, enda hefur reynslan sýnt að það er mun vænlegra til árangurs að átrösk- unarteymin geti einbeitt sér að því að sinna einvörðungu átröskunum. Það er því afar mikilvægt að stjórnvöld beiti sér fyrir því annars vegar að þessi tvö teymi geti starfað nánar saman og myndað svo að segja eitt teymi sem sinni jafnt börnum, ung- lingum og fullorðnum og hins vegar að starfsfólkið í teyminu fái tækifæri til að sérhæfa sig í átröskunum og sé einvörðungu að sinna því,“ segir Todd. Lykilatriði að nýta reynslu að- standenda átröskunarsjúklinga Aðspurðar segja Todd og Whitak- er áhersluna í meðferðinni á Maudsl- ey-spítala vera á svokallaða áhuga- hvetjandi meðferð (motivational enhancement therapy), sem byggist á sömu hugmyndafræði og áfengis- og vímuefnameðferðir, en stór hluti meðferðarinnar felst í áhugahvetj- andi samtalsmeðferð. „Hugmyndin er að við hjálpum sjúklingunum til að vilja sjálfir breytast,“ segir Whitaker. „Við hjálpum sjúklingum til að verða móttækilegir fyrir breytingum og auka færni sína til breytinga á lífs- háttum sínum. Í því skyni notum við t.a.m. hrós til þess að byggja upp sjálfstraust sjúklinganna og styrkj- um getu þeirra til að breytast,“ segir Todd. Spurðar um gildi hugrænnar atferlismeðferðar í meðferð á átrösk- un segja þær slíka meðferð aðeins skila árangri hjá helmingi þeirra sem glíma við lotugræðgi, en að ekki hafi verið sýnt fram á að meðferðin sé ár- angursrík í glímunni við lystarstol. Að sögn Whitaker hefur á umliðn- um árum verið lögð æ meiri áhersla á þátttöku fjölskyldu eða aðstandenda átröskunarsjúklingsins í meðferð við sjúkdómnum. „Við erum sífellt að gera okkur betur grein fyrir því að við verðum að njóta aðstoðar og vinna með aðstandendum átrösk- unarsjúklinga, hvort sem er um er að ræða fjölskyldumeðlim, maka eða vin, til þess að fá átröskunarsjúkling- inn til þess að horfast í augu við og viðurkenna sjúkdóm sinn í því skyni að fá sem mest út úr meðferðinni. Reynsla aðstandenda átrösk- unarsjúklings skiptir sköpum og við verðum að nýta þá reynslu til að hjálpa sjúklingnum að ná bata,“ segir Todd. „Það er þannig algjört lyk- ilatriði að líta á fjölskylduna sem nauðsynlegan hluta meðferðarinnar í stað þess að líta á hana sem hluta af vandanum. Í áranna rás hefur fjöl- skyldunni oft verið kennt um átrösk- unarvanda sjúklingins, hins vegar er ekkert sem styður þá ályktun. Okkar reynsla sýnir að bestur árangur næst sé meðferðin unnin í náinni samvinnu við fjölskyldu sjúklingsins,“ segir Whitaker. Rétt greining á fyrstu stigum átröskunar lykilatriði Hjálpum sjúklingnum til að vilja breytast Morgunblaðið/Kristinn Að sögn Wendy Whitaker og Gill Todd er mikilvægt að meðferðarúrræðin sem í boði eru fyrir átröskunarsjúklinga brúi allt bilið frá bernsku til full- orðinsára, enda sé átröskun ekki sjúkdómur sem hverfi af sjálfu sér þegar einstaklingurinn þroskast úr unglingi í fullorðinn einstakling. HÓLMFRÍÐUR Pét- ursdóttir, húsfreyja í Víðihlíð í Mývatns- sveit, lést á Sjúkra- húsi Húsavíkur að- faranótt síðastliðins miðvikudags, 78 ára að aldri. Hólmfríður var fædd 17. júlí 1926 í Reykjahlíð og giftist 18. apríl 1949 Sverri Tryggvasyni frá Víði- keri í Bárðardal, sem látinn er fyrir nokkr- um árum. Þau eign- uðust fjögur börn sem öll lifa foreldra sína. Hólmfríður vann alla tíð mikið að fé- lagsmálum bæði innan sveitar og á héraðs- grundvelli. Hún var mikil skóg- ræktarkona og hvers konar hannyrðir voru leikur í höndum henn- ar. Hún hlaut heiðurs- merki Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að félagsmálum. Andlát HÓLMFRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR Í GREIN Hafþórs Hafsteinssonar, forstjóra Atlanta, sem birt er í árs- skýrslu Rannsóknarnefndar flug- slysa, kemur m.a. fram að ekki sé nóg að tilkynna flugatvik þar sem legið hafi við slysi því atvik sem virð- ist lítil þegar þau gerast geti verið undanfari slyss sé ekki á þeim tekið. „Þessi atvik koma ekki til skoðun- ar, hvorki hjá flugrekendum né flug- málayfirvöldum. Þessu viljum við breyta og til að ná þessu marki hefur Air Atlanta sett sér hærri staðla varðandi það sem tilkynna ber innan félagsins. Til að úr gæti orðið varð að skapa umhverfi þar sem starfsmenn eru hvattir til að tilkynna öll atvik, hversu smávægileg sem þau eru, og þeim ekki refsað eða dregnir til ábyrgðar þótt mistök séu gerð.“ Seg- ir Hafþór ennfremur að með því að fá slík atvik tilkynnt sé unnt að draga af þeim lærdóm og eru þau sett í gagna- banka hjá félaginu og unnið úr þeim. Kemur og fram að fleiri íslensk flug- félög séu að íhuga að taka upp notk- un á sams konar gagnagrunni. Margar tillögur í öryggisátt Frá árinu 1996 til 2003 hefur RNF gert 103 tillögur í öryggisátt, og af þeim voru nítján í fyrra. Tillögunum er beint til flugrekenda eða flug- málayfirvalda og segir í lögum um rannsókn flugslysa að þeir sem til- lögum er beint að skuli taka tilhlýði- legt tillit til þeirra og hrinda þeim í framkvæmd ef við á. Í ársskýrslu RNF eru tilgreind banaslys í flugi frá árinu 1920 til 2003. Á þessum tíma urðu 69 bana- slys í flugi á íslenskum loftförum inn- anlands og erlendis og létust 392 í þessum slysum. Tvisvar hafa orðið fjögur banaslys á sama ári og fimm sinnum þrjú slys á ári. Ekkert bana- slys varð í flugi árin 2001 til 2003. Ef litið er á meðaltal varð eitt banaslys á ári að meðaltali sé litið á síðustu tutt- ugu ár. Ef litið er á síðustu tíu ár eru banaslysin 0,7 og 0,2 sé litið á síðustu fimm ár. Fram kemur í ársskýrslunni að 1968 til 2003 hafi verið gefnar út 382 rannsóknarskýrslur, þ.e. vegna at- vika og slysa sem hlutu formlega rannsókn. Langflestar skýrslurnar voru vegna einkaflugs eða rúmlega 140, rúmlega 50 vegna áætlunarflugs og tæpar 40 vegna leiguflugs. Setja sér hærri staðla varðandi tilkynningar                                                                  !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.