Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún Frið-riksdóttir Hjart- ar fæddist á Suður- eyri við Súganda- fjörð 24. mars 1926. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness 29. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þóra Jónsdótt- ir Hjartar, frá Suð- ureyri, f. 19. desem- ber 1896, d. 31. desember 1982, og Friðrik S. Hjartar, skólastjóri, f. í Arn- kötludal í Stein- grímsfirði 15. september 1888, d. 6. nóvember 1954. Systkini Guð- rúnar eru: 1) Sigríður, húsfreyja og húsmæðrakennari, f. 4. nóv- ember 1914, d. 21. febrúar 1972, eiginmaður hennar var Þórleifur Bjarnason, námsstjóri og rithöf- undur, f. 30. janúar 1908, d. 22. september 1981. 2) Jón, íþrótta- kennari, f. 15. ágúst 1916, d. 31. maí 1996. Eftirlifandi eiginkona hans er Ragna Hjartardóttir, fv. bankaritari, f. 3. júlí 1927. 3) Ólaf- ur Þórður, fv. bókavörður, f. 15. október 1918. kvæntur Sigríði Sigurðardóttur, f. 22. júlí 1927. 4) mars 1984. 2) Friðrik Þór, cand. geom., landmælingaverkfræðing- ur hjá danska hernum, f. 30. apríl 1955, sambýliskona Hanne Krage- lund, tannlæknir, f. 12. nóv. 1956. Foreldrar: Jens og Edit Krage- lund. Börn: a) Sigrid, f. 8. apríl 1994. b) Asbjörn, f. 14. júní 1996. 3) Auður, kennari, f. 18. júlí 1958. Hún var gift Páli Steinþóri Bjarnasyni, byggingaiðnfr. Þau skildu. Barn: Þórhildur Erla, f. 9. apríl 1989. Seinni maður Auðar er Gunnlaugur V. Snævarr, yfirlög- regluþjónn við Lögregluskóla rík- isins, f. 7. apríl 1950. Foreldrar: Sr. Stefán V. Snævarr og Jóna G. Snævarr. 4) Þorgeir, garðyrkju- stjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, f. 17. desember 1964, sambýliskona Hrönn Hilmarsdóttir, íslensku- fræðingur, f. 15. júní 1966. For- eldrar: Hilmar Guðmundsson og Erla H. Ragnarsdóttir. Börn: a) Adam Þór, f. 9. ágúst 1991. b) Ragnhildur Erla, f. 22. febrúar 1995. Guðrún tók gagnfræðapróf á Siglufirði og var eitt ár í vefn- aðar- og húsmæðraskóla í Sví- þjóð. Hún vann í apóteki í Reykja- vík og á Akranesi í nokkur ár. Auk húsmóðurstarfa vann Guð- rún um árabil við verslunarstörf, lengst hjá Úra- og skartgripa- verslun Helga Júlíussonar. Útför Guðrúnar verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Svavar, f. 7. júlí 1923, d. 12. febrúar 1933. 5) Ingibjörg, f. 9. apríl 1928, gift Þorgils V. Stefánssyni, fv. yfir- kennara, f. 23. sept- ember 1918. Hinn 10. september 1949 giftist Guðrún Adam Þór Þorgeirs- syni, múrarameistara, f. 30. sept. 1924 í Nesi í Aðaldal. Foreldrar hans voru Þorgeir Sigurðsson, múrari á Húsavík, f. 18. apríl 1897 á Halldórsstöð- um í Bárðardal, d. 29. febrúar 1964, og Ólöf Baldvinsdóttir, f. 1. júlí 1904 í Nesi í Aðaldal, d. 2. febrúar 1985. Börn Guðrúnar og Adams eru: 1) Ólöf Erna, f. 22. febrúar 1952, fulltrúi forstjóra LSH, gift dr. Hreini Haraldssyni, framkvæmdastjóra hjá Vegagerð- inni, f. 24. júní 1949. Foreldrar hans eru Haraldur G. Sigfússon og Ragnheiður Jóhannesdóttir. Börn: a) Guðrún Ragna, ritari/ háskólanemi, f. í Svíþjóð 25. nóv. 1975. b) Hjördís Lára, BA í fjöl- miðlafræði, f. í Svíþjóð 18. febr- úar 1979. c) Hjalti Þór, nemi, f. 1. Hlýja, vinsemd, gestrisni, hjálp- semi, glaðværð. Þetta eru orð sem koma upp í hugann þegar ég minnist tengdamóður minnar, Guðrúnar F. Hjartar. Það er mér sterkt í minni þegar ég sá tengdafólk mitt fyrst, í þriggja ára afmæli Hjalta litla sem nú er orðinn stór. Ég var að sækja Þor- geir en var dregin inn og hitti þar alla fjölskylduna á einu bretti. Minningin tengist Gunnu reyndar ekki sérstak- lega en fljótlega sá ég hversu merki- leg kona hún var. Hún hafði þægilega návist, átti auðvelt með að umgangast fólk og var ýmislegt til lista lagt. Af- bragðskokkur, hafði fína söngrödd og gaman af að syngja, vel lesin, fróð og mikil málamanneskja. Það var ekki sjálfgefið að fólk af hennar kynslóð kynni erlend tungumál og ég dáðist að henni þegar hún spjallaði á sænsku, dönsku, ensku og jafnvel þýsku. Mér fannst líka sérstakt hvað þau hjónin Guðrún og Adam voru samhent og báru mikla virðingu hvort fyrir öðru. Við Gunna áttum margar góðar stundir saman; við sláturgerð, í jóla- veislum, gönguferðum inn í skógrækt og á Langasand eða bara í rólegheit- um heima. Fyrir tilkomu Hvalfjarð- arganganna sem styttu leiðina á Skagann gistum við Þorgeir yfirleitt í heimsóknum okkar og þá gafst góður tími til skrafs. Börnin okkar eiga líka minningar um góða ömmu sem gaf sér tíma til að spjalla og dekra við þau enda vitnaði hún oft í orð sem hún hafði einhvern tíma heyrt: „Ömmur eru eitur.“ Ófáar voru ferðirnar með henni upp í Harðarbakarí til að kaupa snúða eða annað góðgæti. Það var alltaf gaman þegar þær systur, Gunna og Inga, voru í essinu sínu, tóku lagið og sögðu sögur, m.a. frá veru sinni á húsmæðraskóla í Sví- þjóð. Þegar feðgarnir fóru út í garð sátum við Gunna oft inni og spjöll- uðum. Þá rifjaði hún iðulega upp fyrir mig æskuár sín á Siglufirði eða sokkabandsárin á Akranesi, sagði mér frá foreldrum sínum, systkinum, frændfólki og tengdafólki. Mér finnst ómetanlegt að hafa fengið innsýn og hlutdeild í sögu tengdaforeldra minna og geta þannig tekið þátt í að miðla henni áfram til barnanna okk- ar. Ég hef saknað þessara stunda eftir að óminnishegrinn tók völdin en er þakklát fyrir þann tíma sem við átt- um saman. En úr því að ég er farin að vitna í Hávamál er við hæfi að hafa yf- ir þetta erindi: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim sér góðan getur. Elsku Gunna, hvíl í friði. Hrönn Hilmarsdóttir. Saga Gunnu er saga íslenskrar al- þýðukonu, í bestu merkingu þess orðs. Hljóð og hógvær gekk hún að dagsverki sínu, glöð og ábyrg í senn. Í huganum sé ég móðurhöndina, milda og blíða strjúka kollana sína, hugga, gleðja og aga í senn. Með manni sín- um bjó hún fjölskyldunni gott, rausn- arlegt og fallegt heimili. Þótt starfs- vettvangur Gunnu væri að meira og minna leyti heimilið vann hún úti, nokkurn tíma, er börnin komust á legg. Ég hygg að henni hafi verið það nauðsyn. Hún hafði létta lund og naut samvista við fólk, var í ýmsum fé- lögum og söng m.a. lengi í kirkjukór Akraness. Hún hafði mikið yndi af söng og dansi eins og flestir úr þeirri ætt sem geta helst ekki setið kyrrir ef þeir heyra „gott“ lag. Gunna var margfróð, hafði yndi af lestri góðra bóka og naut þess að ræða um bók- menntir og listir yfirleitt. Hún hafði sjálf haga hönd og næmt auga. Hinn 10. sept. 1949 giftist hún Adam Þór Þorgeirssyni, múrara- meistara. Með þeim hjónum var jafnræði og milli þeirra eilíf ástúð. Ævi Gunnu varð alltof stutt. Fyrir nokkrum árum tók að bera á sjúk- leika hjá henni. Alzheimersjúkdóm- urinn vægði engu og hægt og rólega hvarf hún inn í sjálfa sig og varð fangi eigin líkama. Það reyndi á alla fjölskylduna en af meðfæddri tillitssemi varð Gunna aldrei erfiður sjúklingur heldur brosti við sínum flesta daga þótt hún talaði ekki af sér. Á síðustu dögum hennar kom ljóð Færeyingsins J.O.H. Djurhuus, Í búri, oft upp í huga mér. Það verður hinsta kveðja mín til Gunnu: Sefur þú litli söngfuglinn minn? Sár var þín dvöl í búri. Hljóðnuð er rödd og hlátur þinn, hvergi ég líf og gleðina finn. Söngfuglinn minn, fangi í fangabúri. Leitar þinn hugur í liðna tíð? Löng var þín dvöl í búri. Minnist þú flugs um fjöll og hlíð, flugið var létt og röddin þýð. Minningin blíð, fölnar í fangabúri. Sígur þér ljúfa, svefninn á brá? Sár var þín dvöl í búri. Dreymir þig ennþá um dægrin blá, dýrðina heims og vorsins þrá? Það var nú þá. Frjáls ert úr fangabúri. Gunnlaugur. Það er mikilsvert að eiga góða fjöl- skyldu en ekki síður mikilvægt að eiga góða tengdafjölskyldu, og því láni á ég að fagna. Frá fyrstu tíð, fyrir 30 árum, hefur mér verið tekið sem einum úr fjölskyldunni og aldrei borið þar skugga á. Það gleymist seint fyrsta ferðin á Skaga með gömlu Akraborginni, í úfnum sjó að vetrar- lagi, með hnút í maganum frammi fyrir því að hitta verðandi tengdafólk í fyrsta sinn, því hnúturinn hvarf ekki með öðru innihaldi magans í sjóferð- inni. En hann hvarf strax, og það end- anlega, þegar Adam tók mér fagn- andi á bryggjunni og Gunna faðmaði mig um leið og ég kom inn úr dyr- unum á Háholtinu. Það þurfti ekki margar heimsóknir til að finna að þau hjónin höfðu fölskvalausan áhuga á fólki og að gera því vel. Skyldum sem óskyldum. Það spillti greinilega ekki fyrir að ég var að nema jarðfræði, sem þau, og þó einkum Adam, höfðu mikinn áhuga á. Það var mikið spurt og spjallað um þau efni og reyndar önnur mál sem tengjast náttúru landsins. En ekki síður voru það bók- menntir og skáldskapur sem oft var til umræðu á Háholti 5, enda bæði mikill áhugi og þekking á þeim mál- um á heimilinu. Frá fyrstu tíð kynnt- ist ég því vel, án þess þó að skynja það til fullnustu, hversu náið, gott og skemmtilegt sambýli þær áttu á Akranesi á sínum tíma systurnar þrjár, Sigga, Gunna og Inga. Ótal sögur og tilvísanir til skemmtilegra viðburða frá þeim árum eru enn of- arlega í huga barna þeirra og greini- legt að þar ólust frændsystkin upp í nánu og gleðiríku umhverfi. Ég kynntist hins vegar vel hinu góða og mikla sambandi sem alltaf hefur verið og er enn milli fjölskyldna Gunnu og Ingu á Háholti 5 og 7. Guðrún hafði góða nærveru. Það var útilokað að láta sér leiðast eða vera leiðinlegur í návist hennar. Létt og kát, með Hjartar-húmorinn stutt undan og alltaf til í að syngja! Það var líka aðdáunarvert að fylgjast með henni, þegar hún á svo nærgætinn en samt eðlilegan hátt sinnti móður sinni Þóru eftir að hún fór að veikjast, en Þóra dvaldi alla tíð í sambýli við Guð- rúnu og Adam. Þá fengu barnabörn Guðrúnar líka sinn skammt af glað- værðinni og umhyggjunni, og aldrei þurfti að dekstra þau til að fara í heimsókn til ömmu og afa á Skagan- um. Eitt af því sem ég tengi sterkt við Guðrúnu er Hvalfjarðargöngin. Hún var stolt af því að tengdasonurinn kom töluvert að þeirri framkvæmd, og nefndi oft þegar hún ók þar í gegn hvað það væri stórkostlegt að geta skotist í gegnum göngin hans Hreins, í stað þess að þurfa að aka fyrir fjörð! Enda hef ég stundum haft að orði, til að sýna virðingu mína fyrir henni, að það sé örugglega leitun að þeim mönnum sem græfu göng undir heil- an fjörð til að stytta leiðina til tengda- mömmu! En þannig var einmitt Guð- rún, það þurfti ekki að draga neinn í heimsókn til hennar, heldur lagði fólk lykkju á leið sína til að geta hitt hana. Það er erfitt að skrifa um Guðrúnu án þess að nefna Adam. Adam og Gunna var hugtak. Það var hugtak um eitthvað gott og skemmtilegt, eitthvað sem gott var að vera sam- vistum við. Enda tel ég að leitun sé að jafnsamrýndum hjónum, ekkert allt- af sammála en samt alltaf einn sam- hljómur. Og mikil samvera. Og áfram hélt Adam að hugsa um Gunnu og fara með hana í bíltúra og heimsóknir eftir að hún fór að veikjast, allt þar til sjúkrahúsvist varð óhjákvæmileg og daglegar heimsóknir hans þangað tóku við. Flestir eiga góða daga og slæma daga. Ég held að Guðrún hafi fyrst og fremst átt góða daga. Að minnsta kosti kynntist ég ekki öðru, og það rímar vel við það sem ég hef heyrt af umfjöllun annarra fyrr og síðar. Enda lýsti það af henni, allt þar til veikindin tóku við fyrir fáum árum. Henni leið vel, hún var hamingjusöm ef hægt er að vísa til slíks hugtaks. Og umhverfið allt litaðist af þessari ham- ingju hennar. Það er gott að minnast þess í dag. Mikið ósköp væri heim- urinn nú mikið skemmtilegri og betri ef hann byggðu fleiri sem líktust Guð- rúnu tengdamóður minni. Hreinn Haraldsson. Nú er hún Gunna amma dáin. Það var alltaf gott að koma til afa og ömmu á Akranesi hvort sem það var með pabba og mömmu eða í pössun. Þegar ég var lítill og gisti hjá þeim svaf ég á dýnu við rúmið hjá ömmu og hún las alltaf fyrir mig áður en ég fór að sofa. Eins og flest önnur börn sem komu á Háholt 5 hafði ég gaman af því að renna mér niður handriðið í stiganum og þá stóð amma alltaf fyrir neðan og tók á móti. Ég man líka eftir því þegar hún hossaði mér á hnjánum og söng: „Svona ríður jómfrúin …“ Amma var alltaf góð við mig og leyfði mér að fá sykur út á kornflexið sem mamma leyfir mér aldrei. Ég á marg- ar góðar minningar um ömmu og fannst erfitt þegar hún fór á sjúkra- húsið og hætti að þekkja okkur. Adam Þór Þorgeirsson. Elsku amma. Þótt þú hafir ekki verið heima á Háholtinu nú alveg síð- ustu árin finnst okkur alltaf að þú bíð- ir þar brosandi og fagnandi þegar okkur ber að garði, eins og þú tókst á móti okkur eins og öllum þínum gest- um. Það var ætíð mikið tilhlökkunar- efni að fá að fara á Skagann í heim- sókn til ykkar afa, svolítið eins og að fá að fara í sveit! Alltaf var eitthvað um að vera og alltaf snerist þú í kringum okkur til að okkur leiddist nú alls ekki, og til að við fengjum örugglega nóg að borða! Fara í Harð- arbakarí, til Einars Ól, með nesti upp á Langasand eða bara leggja kapal heima á Háholtinu. Og jafnvel að fá að hjálpa til við að pakka inn í búðinni hjá Helga Júl! Allt var þetta jafn skemmtilegt. Þú varst alltaf svo góð og þegar við hugsum til baka finnst okkur að öll þín tilvera hafi snúist um að öðrum liði vel. En þér leið líka vel með afa, það þurfti enga sérfræðinga til að sjá það. Við geymum minn- inguna um þig, brosandi og káta, í hjarta okkar alla tíð. Guðrún Ragna, Hjördís Lára og Hjalti Þór. Guðrún F. Hjartar, elskuleg mág- kona mín og vinkona, er látin. Síðustu ár hafa verið Adam, eiginmanni henn- ar, og nánustu ættingjum mikil sorg- ar- og þrautaganga. Það er erfitt að sjá nákominn ættingja hverfa í burtu á löngum tíma. En þau önnuðust hana af alúð og kærleika. Það er gott að geta ornað sér við ljúfar minningar liðins tíma. Ég kynntist Guðrúnu mágkonu minni fyrst haustið 1946. Þá lögðum við upp í leiðangur til útlanda í fyrsta sinn, þrjár ungar vonglaðar, bjartsýnar og lífsglaðar stúlkur. Ferðinni var heitið til Svíþjóðar og þar dvöldum við vetr- arlangt í skóla. Gunna var okkar leið- togi og fórst henni það vel úr hendi, eins og allt sem hún gerði. Þennan vetur bundumst við órjúfandi tryggðaböndum. Þessi tími var lík- astur ævintýri. Við sungum saman, hlógum, lærðum af kappi og ferðuð- umst, – nutum þess að vera til og kynnast öðru ungu fólki. Þegar heim kom blasti svo alvara lífsins við og fljótlega stofnuðum við allar heimili. Guðrún og Adam, eiginmaður hennar, voru einstaklega samstiga í lífinu. Heimili þeirra stóð opið þar sem gestrisni, menning og góðvild blasti við gestum. Ég minnist með þakklæti allra glöðu og góðu sam- skiptanna, jólaboðanna, ferðalaganna og vináttunnar sem við hjónin og syn- ir okkar nutum með fjölskyldu þeirra. Það sem einkenndi Guðrúnu mest í samskiptum hennar við aðra var geð- prýði, glaðlyndi og gjafmildi. Hún var svo þjónustuviljug við alla sem hún umgekkst, gaf öðrum af lífi sínu með hógværð og prúðmennsku. Hún bar með sér reisn sem allir virtu. Ég vil enda þessi kveðjuorð mín með tveim- ur erindum úr ljóði eftir Úlf Ragn- arsson: Ég veit ekki hvort þú hefur huga þinn við það fest, að fegursta gjöf, sem þú gefur er gjöfin sem varla sést, ástúð í andartaki, augað, sem glaðlega hlær, hlýja í handartaki, hjarta, sem örar slær. Ég, synir mínir og fjölskyldur þeirra sendum Adam, börnunum þeirra og nánum ættingjum hug- heilar samúðarkveðjur. Guð blessi Guðrúnu F. Hjartar. Ragna H. Hjartar. Það er alltaf erfitt að sætta sig við ástvinamissi, þótt vitað sé að kveðju- stundina geti borið að án langs fyr- irvara. Þannig var það með Guðrúnu F. Hjartar mágkonu mína sem jarð- sett verður í dag. Hún hafði dvalið á Sjúkrahúsi Akraness nokkuð á þriðja ár, lengst af án þess að þekkja sína nánustu. Mér finnst ekki rétt að segja í minningargrein að löngu sjúkdóms- stríði sé lokið, þegar um Alzheimer- sjúkling er að ræða. Hann getur ekki barist, því fljótlega sviptir sjúkdóm- urinn hann allri sjálfsvarnarhvöt og baráttuvilja, sem oft er svo mikilvægt að eiga eins og kunnugt er varðandi marga aðra sjúkdóma. Hann verður að bíða og bíða oft árum saman. Enginn veit í hans muna, þjáist hann andlega eða ekki? E.t.v. reynir oft meira á hans nánustu, sem eygja enga von. Það hefur sannarlega reynt á skapstyrk og þolgæði Adams svila míns, sem daglega hefur gengið að sjúkrabeði konu sinnar þennan langa tíma án þess lengst af að fá nokkur viðbrögð um mikilvægi heimsókn- GUÐRÚN F. HJARTAR Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður minnar, tengda- móður, ömmu og langömmu, FJÓLU JÓELSDÓTTUR fyrrv. stöðvarstjóra Pósts og síma, Grindavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 2B á Hrafnistu, Hafnarfirði fyrir einstaklega nærfærna og góða umönnun. Rafnar Sigurðsson Laufey Sigurðardóttir, Þorgerður Kristjánsdóttir, Þorgeir Axelsson, Elína Dís og Axel Þór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.