Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Svona, þið farið létt með að hesthúsa þetta strákar, þið hafið nú ekki fengið samninga- vöfflur í tíu ár. Útstreymi gróður-húsalofttegundavegna umferðar fólksbíla í Reykjavík er talið hafa aukist um tæp 10% frá árinu 1999 til 2002 en sé einnig tekið tillit til útblásturs vegna umferð- ar sendiferðabifreiða nemur aukningin á um- ræddum fjórum árum 11,7%. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri grein- argerð Finns Sveinssonar um losun gróðurhúsaloft- tegunda af völdum um- ferðar í Reykjavík á árun- um 1999 til 2002 en greinargerðin var unnin fyrir Umhverfis- og heilbrigðis- stofu Reykjavíkur. Útstreymi gróðurhúsaloftteg- unda frá bæði fólks- og sendi- ferðabifreiðum jókst umtalsvert en aftur á móti dró úr því frá strætisvögnum. Sé horft til út- streymis á landinu öllu er aukn- ingin á útstreymi gróðurhúsaloft- tegunda öllu minni eða um 1,7% á ári. Ástæða þess að útstreymið eykst meira í Reykjavík er sú að þar fjölgar mun hraðar í bílaflot- anum en annars staðar á landinu. Um fjórðungur af útstreymi á gróðurhúsalofttegundum á Ís- landi er vegna samgangna. Fjórar af hverjum tíu bifreiðum í landinu eru skráðar í Reykjavík og því má ætla að um 10% af útstreymi gróð- urhúsalofttegunda séu vegna um- ferðar bifreiða sem skráðar eru í Reykjavík. Aukning útstreymis um 10% í Reykjavík á tímabilinu 1999–2002 jafngildir því um 1% aukningu á útstreymi gróður- húsalofttegunda í landinu öllu. Gróðurhúsalofttegundir og mengun ekki sami hluturinn En hvað eru gróðurhúsaloftteg- undir og þýðir aukið útstreymi þeirra í Reykjavík að mengun þar hafi vaxið? Nei, í raun er málið alls ekki svo einfalt. Gróðurhúsalofttegundir eru ekki eingöngu koltvísýringur. Við bætist útstreymi á metani vegna ófullkomins bruna á elds- neyti og hláturgasi, sérstaklega frá bifreiðum sem knúnar eru dís- ilvélum. Ekki er beint samhengi á milli útstreymis á gróðurhúsaloft- tegundum og mengunar sem hef- ur áhrif á líf og heilsu fólks í höf- uðborginni. Til lengri tíma litið veldur koltvísýringurinn hinum svoköll- uðum gróðurhúsaáhrifum sem aftur hafa bein áhrif á veðurfar, hitastig o.s.frv. Koltvísýringur er aftur á móti ekki lofttegund sem er eitruð fyrir fólk í því magni sem hér er rætt um. „Þetta er kannski mengun til lengri tíma litið í þeim skilningi að hún raskar ákveðnu jafnvægi í kolefnishringrásinni og öðru slíku. En það er rétt að taka það skýrt fram að þetta er ekki eitthvað sem fer ofan í lungun á okkur og gerir eitthvað illt,“ segir Hjalti Guðmundsson hjá Um- hverfisstofu. En 11,7% aukning á útstreymi er mikil aukning á aðeins fjögurra ára tímabili. Er þess að vænta að þessi þróun haldi áfram á næstu árum? Nei, svo er ekki, að minnsta kosta ekki með sama hraða, segir Hjalti. „Við skulum orða það þannig að við gerum ekki ráð fyrir að þessi þróun verði svona ör á næstum árum vegna þess að það eru ákveðnar vísbendingar sem benda til þess að við séum einfald- lega að ná ákveðinni mettun í bíla- eign. Þannig að við gerum alls ekki ráð fyrir að þessi aukning verði svona stíf eins og undanfarin ár og þessar niðurstöður gefa til kynna,“ segir Hjalti. Spurður hvort Reykjavíkur- borg hafi sett sér einhver mark- mið um losun gróðurhúsaloftteg- unda á næstu árum segir Hjalti að ástæða þess að Umhverfis- og heilbrigðisstofa borgarinnar er að velta fyrir sér umhverfisvísum al- mennt sé sú að menn þurfi að meta stöðuna. „Þetta er stöðumat á þeim um- hverfismálum sem við teljum brýnust einmitt núna, þ.e. sam- göngugeirinn í heild sinni. Við gerðum sambærilega skýrslu fyr- ir ári síðan með miklu fleiri mæli- kvörðum raunar. Þá kom auðvitað fljótlega í ljós að brýnasta úr- lausnarefnið hér í borginni er á sviði samgöngumála. Þannig að nú látum við gera þessa skýrsla til þess að meta stöðuna í þeim mála- flokki og síðan er eftir að vinna þá vinnu. Ein ástæða þess að við ger- um þetta einmitt núna er að við erum að fara í endurskoðun á um- hverfisáætlun Reykjavíkurborgar og reiknum með því að ljúka þeirri vinnu á næsta ári. Þannig að það er engin markmiðasetning komin enn, þetta er stöðumat.“ Hjalti segir að nú séu 615 bílar á hverja þúsund íbúa og fræðilega séð tali menn um að sú tala geti kannski farið í 620–630 bíla en þá sé staðan orðin sú að eitt bílpróf sé á hvern bíl. „Við getum einfaldlega ekki keyrt mikið fleiri bíla eða keyrt mikið meira innan borgarmark- anna og því gerum við ekki ráð fyrir því, miðað við óbreytta land- notkun, að það verði nein veruleg aukning á útstreymi gróðurhúsa- lofttegunda á næstu árum. Sam- setning bílaflotans getur að vísu breyst en það er þá eini óvissu- þátturinn,“ segir Hjalti. Fréttaskýring | Útblástur í Reykjavík Útstreymið óx um tæp 12% Ekki gert ráð fyrir að útstreymið muni aukast jafnmikið á næstu árum Bílaflotinn stækkar og útstreymið eykst. Fjölgun í bílaflotanum langmest í höfuðborginni  Aukið útstreymi gróðurhúsa- lofttegunda í Reykjavík talið til- komið vegna fjölgunar og auk- innar umferðar bæði einkabíla og sendibifreiða en aftur á móti hefur dregið úr útstreymi á gróðurhúsalofttegundum frá strætisvögnum. Afar ósennilegt er að þessi þróun muni haldi áfram með sama hraða þar sem bifreiðaeignin er farin að nálgast það að einn bíll sé á hvert einasta ökuskírteini. arnorg@mbl.is EF VIÐ reynum að nálgast börnin á þeirra forsendum og notum aðferðir og leiðir sem henta þeim þá kom- umst við að því að þau hafa skoðanir á hlutunum og geta tjáð þær ef þau fá tækifæri til þess á sinn hátt. Börn eiga rétt á að segja álit sitt á mál- efnum er þau varða og okkur ber því raunverulega skylda til að finna að- ferðir sem henta börnunum til að leita eftir skoðunum þeirra. Þetta er mat Jóhönnu Einarsdóttur, dósents í menntunarfræði við Kennarahá- skóla Íslands, en hún mun í dag flytja erindi er nefnist „Við lærum mannasiði í leikskólanum. Mat fimm ára barna á leikskólastarfi“ á mál- þingi um börn og unglinga sem fram fer í Háskóla Íslands í dag. Í fyrirlestri sínum segist Jóhanna munu gera grein fyrir niðurstöðum rannsóknar þar sem mat leikskóla- barna og viðhorf þeirra til leikskól- ans voru könnuð. Að sögn Jóhönnu notaði hún fjöl- breyttar aðferðir í rannsókn sinni á viðhorfum barnanna. „Þegar maður talar við krakka er mikilvægt að hafa í huga að ekki er hægt að nota sömu aðferðir og þegar rætt er við fullorðna,“ segir Jóhanna, en meðal aðferða sem hún notaði voru hóp- viðtöl og að láta börnin teikna. „Einnig fórum við um leikskólana og tókum myndir af því sem krökk- unum þótti markverðast og ræddum svo saman út frá myndunum. Auk þess vorum við með spurn- ingakönnun í formi spils, þannig að könnunin varð að leik,“ segir Jó- hanna og tekur fram að niðurstöður rannsóknarinnar hafi sýnt að börnin höfðu myndað sér ákveðnar skoð- anir á leikskólanum og því starfi sem þar fór fram og þau greindu skil- merkilega frá þeim. Hvenær upplifa börn fátækt? Er hægt að gefa sér að barn búi við fátækt ef foreldrar þess hafa tekjur undir ákveðnum viðmið- unarmörkum? Búa börn efnaðra for- eldra við allsnægtir eða geta þau lið- ið skort? Þetta eru meðal þeirra spurninga sem Cynthia Liisa Jeans, félagsráðgjafi og MA-nemi í fé- lagsráðgjöf við Há- skóla Íslands, mun velta fyrir sér í erindi sem nefnist „Fátækt barna í velferð- arríkjum“. Í erindi sínu mun Cynthia einnig greina frá undirbúningi að ís- lenskri rannsókn á fátækt sem hún mun ásamt Guðnýju Björk Eydal, félagsráðgjafa og lektor í fé- lagsráðgjöf við Há- skóla Íslands, vinna í samvinnu við Félagsþjónustuna í Reykjavík á næstu mánuðum. Aðspurð segir Guðný hvatann að rannsókninni þá niðurstöðu erlendra fræðimanna að ekki sé sjálfgefið samhengi milli þess að fjölskylda barns sé með tekjur undir fátækt- armörkum og að barnið upplifi fá- tækt. „Þannig sýna erlendar rann- sóknir að viss hluti barna í fjölskyldum, sem mælast undir ákveðnum tekjumörkum, upplifir ekki fátækt. Þau virðast því ekki búa við skort þrátt fyrir lágar tekjur heimilisins og geta t.d. tekið þátt í íþrótta- og tómstundastarfi, sem helgast oft af því að for- eldrar barnanna setja þarfir barnanna fram fyrir allt annað og líða jafnvel skort sjálf. Að sögn Guðnýjar er mikilvægt að kanna við- horf barnanna til fátækt- ar og upplifun þeirra á fátækt. „Því ef þú ætlar að mæla fátækt sem eitt- hvað meira en tekjur undir einhverri ákveðinni línu og líta á það sem spurningu um hvort við- komandi sé útskúfaður frá einhverri félagslegri þátttöku verður auðvitað að mæla það út frá sjónarhóli barnanna, því það getur enginn full- orðinn sagt hvað barnið þarf til að finnast það vera með félagslega, hvað það er sem jafningjahópurinn er að gera og hvað það er sem barnið skilgreinir sem „ekki-þátttöku“ eða útskúfun.“ Verðum að nálgast börnin á þeirra forsendum Morgunblaðið/Þorkell Cynthia Liisa Jeans, félagsráðgjafi og MA-nemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, og Guðný Björk Eydal, félagsráðgjafi og lektor í félagsráðgjöf við HÍ, beina sjónum sínum að fátækt barna í velferðarríkjum. Jóhanna Einarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.