Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 48
Buddy: Hvað á til bragðs að taka þegar hversdagslíf manns slær í gegn? Kopps: Sænskir laganna verðir kunna að stytta sér stundir og skapa atvinnu. DÁGÓÐUR völlur hefur verið á norrænni kvik- myndagerð síðustu árin. Hafa býsna margar myndir náð almennri hylli, ekki bara heima fyr- ir, heldur líka á erlendri grundu, ekki síst hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Hér á landi eru jafnan tiltölulega fáar myndir sýndar frá ná- grannalöndunum en þegar það gerist, þegar hingað berast góðar norrænar myndir, þá er þeim jafnan vel tekið. Á Norrænum bíódögum sem haldnir verða í Háskólabíói dagana 5.–15. nóvember verða sýndar sex norrænar myndir sem allar eiga það sameiginlegt að vera nýjar eða nýlegar, hafa almennt hlotið góða dóma gagnrýnenda, nutu vinsælda í heimalandinu og unnu til alþjóðlegra verðlauna. MIÐSUMARS (MIDSOMMER) Danmörk Allir eiga sér fortíð. Sumir eiga sér framtíð. Hér er á ferðinni dulmögnuð dönsk- sænsk spennumynd sem fjallar um nokkra danska menntaskólakrakka sem fara í ferðalag til Svíþjóðar, leigja sér sumarhús og ætla að eiga þar ógleymanlegar stundir í glaum og gleði. Að- alpersónan, Christian, er enn að ná sér eftir lát systur sinnar. En við komuna í sumarhúsið fara undarlegir og dularfullir hlutir að gerast. Unga fólkið fer að óttast um sinn hag og þau fara að gruna hvert annað um græsku. LÖGGUR (KOPPS) Svíþjóð Opnunarmynd hátíðarinnar. Gam- anmynd eftir Josef Fares, hinn sama og gerði Jalla! Jalla!, léttleikandi ádeila á hinn meinta „innflytjendavanda“ í Svíþjóð, sem sló rækilega í gegn bæði í heimalandinu og hérlendis. Kopps naut einnig mikilla vinsælda en hún skartar mörgum af þeim leikurum sem einmitt gerðu Jalla! Jalla! svo smellna. Myndin segir frá nokkrum smábæjarlöggum sem hafa ekkert að gera. Þegar aðgerðarleysið er alveg að fara með þá og niðurskurður í lögg- unni yfirvofandi ákveða þeir að taka málin í sín- ar hendur og fremja sjálfir glæpina. Bandarísku grínstjörnunni Adam Sandler leist svo vel á þennan söguþráð að hann tryggði sér réttinn til að endurgera myndina í Hollywood. FÉLAGI (BUDDY) Noregur Ein umtalaðasta og vinsælasta mynd sem komið hefur frá Noregi í lengri tíma. Frum- burður kvikmyndagerðarmannsins unga Mor- tens Tyldum, rómantísk gamanmynd um Krist- ofer, letihaug með lítið sjálfsálit. Hann býr með þremur vinum sínum og fer á bömmer þegar kærastan lætur hann róa. Fyrir tilviljun lendir kostuleg myndbandsdagbók hans hjá sjónvarps- stjórum, sem ákveða tafarlaust að gera úr henni sjónvarpsþætti, sem slá rækilega í gegn. Krist- ofer verður svo að segja frægur á einni nóttu og áður en hann veit af þarf hann að velja á milli frekari frama eða vináttunnar og ástarinnar. Myndin hefur unnið til fjölda alþjóðlegra við- urkenninga, fékk Amanda-verðlaunin í ár sem besta norska myndin og fyrir leik, áhorf- endaverðlaun í fyrra í Karlovy Vary í Tékklandi og í Varsjá í Póllandi. MIFFO Svíþjóð Rómantísk gamanmynd eftir Daniel Lind-Lagerlöf sem fjallar um Tobias, nýútskrif- aðan prest sem býr í íbúð fyrrverandi kærustu sinnar í Uppsölum. Kirkjusóknin er dræm svo Kvikmyndir | Norrænir bíódagar í Háskólabíói 5.–15. nóvember Myndirnar verða sýndar í Háskólabíói. Nánari upplýsingar um sýningartíma er að finna í Stað og stund og auglýsingu frá Háskólabíói. skarpi@mbl.is hann ákveður að banka upp á hjá sóknarbörnum til að vekja athygli á starfi sínu og kirkjunni. Fá- ir sýna viðbrögð en þegar hann hittir Carol verður breyting á í lífi hans. Rómantíkin blómstrar en ýmis atriði koma upp. Í aðal- hlutverkum eru Carina Boberg (Kopps) og Livia Millhagen (Beck). Myndin hefur hlotið all- nokkrar vegtyllur; valin besta myndin á Holly- wood Film Festival 2003 og Fort Lauderdale International Film Festival. Þá fékk hún dóm- nefndarverðlaun á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Mannheim-Heidelberg, auk þess sem Millhagen var tilnefnd til sænsku kvikmyndaverðlaunanna. SÚSÝ LITLA (SMALA SUSSIE) Svíþjóð Hér fer gamansöm spennumynd frá 2003 sem sögð hefur verið í anda hinnar skosku Trainspotting. Fjallar um Eirík sem kemur í heimabæ sinn til að leita að systur sinni Súsý litlu sem er týnd. Öllu er þarna stjórnað af glæpaklíkum og fljótlega kemst Erik að því að flest hefur breyst og lögreglan sinnir ekki verk- um sínum. Gömlu vinirnir eru glæpamenn og dópsalar og myndbandaleigueigandinn stjórnar öllu. Þráður sem minnir svolítið á Walking Tall en er bara sænskari að sjálfsögðu. Aðalhlutverk er í höndum Tuva Novotny (Jalla!Jalla!). FUGLADANSINN (MORS ELLING) Noregur Í tilefni af Norrænu bíódögunum verða á ný teknar upp sýningar á þessu fram- haldi af hinni vinsælu mynd um hinn sérlundaða Elling. Í raun er hér um forsögu Ellings að ræða en myndin greinir frá því þegar hann fer í sum- arfrí með móður sinni til Spánar. Þess má geta að þessi vinsæla skáldsaga Ingvars Am- bjørnsens kom nýverið út í íslenskri þýðingu og heitir Fugladansinn. Sænskar löggur, norskir félagar og danskir draugar ROKKSVEITIN Brain Police mun spila nýja breiðskífu sína, Electric Fungus, í heild sinni á Gauki á Stöng í kvöld en platan kom út fyrir stuttu og er þriðja plata hljómsveitarinnar. Platan kemur einnig út í takmörkuðu upplagi þar sem meðfylgjandi er mynddiskur sem inniheldur heimildarmynd um gerð plötunnar ásamt myndbandi við lagið „Coed Fever“. Brain Police hefur frá upphafi verið skipuð þeim Jóni Birni Rík- arðssyni, „Jónba“ trommuleikara, Herði Stefánssyni bassaleikara og Gunnlaugi Lárussyni gítarleikara (og nú orgel- og píanóleik- ara). Eftir vandræðagang mikinn með söngvara slóst Jens Ólafs- son (fyrrum Toy Machine) í hópinn fyrir tveimur árum og við það endurfæddist sveitin, styrktist til muna og í fyrra kom út önnur plata hennar, samnefnd sveitinni. Á henni voru Brain Police loks búnir að finna fótum sínum forráð og útkoman frábær rokkskífa. Á Electric Fungus heldur sveitin áfram reiki sínu um lendur eyðimerkurrokksins („stoner rock“ á ensku) og eru sem fyrr inn- blásnir af Black Sabbath, Kyuss, Fu Manchu og skyldum sveitum. „Síðasta plata var keyrð í gegn á skömmum tíma í hljóðverinu,“ segir Jónbi. „En við nostruðum meira við þessa og lágum lengur yfir henni.“ Hörður segir muninn á þessari og þeirri síðustu jafn- framt liggja í því að nú unnu þeir náið með upptökustjóra, Axeli Árnasyni (fyrrum trymbill 200.000 naglbíta) og varð hann einn af hópnum. Orgel, píanó og ýmis áhrifshljóð eru komin í hljóðmynd Brain Police og er Gunnlaugur gítarleikari að mestu ábyrgur fyrir þeim þætti. Liðsmenn viðurkenna fúslega að þeir hafi markmiðsbundið forðast að endurtaka síðustu plötu og hafi lagt sig í líma við að vinna áfram með formið, eyðimerkurrokkið, enda platan fjöl- breyttara verk en það síðasta. Útlönd heilla Heilalögguna að sjálfsögðu enda Íslandsmark- aðurinn fljótur að mettast. Sveitin hefur enda verið starfandi í sex ár. „Okkur langar auðvitað að fara út því það er fólk í röðum sem er að „fíla“ svona tónlist,“ segir Jenni en sveitin hefur gert efni sitt aðgengilegt á vefsíðunni www.stonerrock.com og hefur Brain Police selst þar í tæpum tvö hundruð eintökum. „Á þessari síðu er safn af mp3 skrám,“ segir Gunnlaugur. „Mað- ur hefur verið að kanna þetta og það kom mér á óvart hvað mikið af þessu var ekkert sérstakt þó að það sé stök snilld inni á milli.“ Brain Police ættu því að vera fyllilega samkeppnishæfir í þess- um geira og alltént er andinn í herbúðum sveitarinnar jákvæður, allir sem einn klárir í slaginn. „Brátt hrindum við af stað ákveðinni vinnuáætlun með útlönd í huga,“ segir Jónbi. „Við erum komin með einhver sambönd. Málið er að koma sér á einhvern túr með ráðsettari böndum eða þá böndum sem eru á svipuðum stað og við erum á núna. Þetta er allt í startholunum en við erum meira en tilbúnir að leggja á okkur þá vinnu sem þarf.“ Tónlist | Brain Police kynnir nýja breiðskífu á Gauknum Þriðja vaktin Brain Police: Jónbi, Jenni, Höddi, Gulli. Útgáfutónleikar Brain Police hefjast klukkan 23.00 í kvöld og aðgangseyrir er 500 krónur. Einnig leika Solid I.V. og Ensími. www.brainpolice.net www.stonerrock.com arnart@mbl.is 48 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grímsbæ & Ármúla 15 Stærðir 36 - 50 Glæsilegur fatnaður fyrir allar konur Þú færð skóna hjá okkur HELGIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.