Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SJÁLFSTÆÐISMENN samein- ast nú í aðför að Þórólfi Árnasyni borgarstjóra. Davíð Oddsson segir að borgarstjóra sé hlíft í fjölmiðlum og Birni Bjarnasyni þykir við hæfi að tiltaka það sérstaklega að ef hann væri í sporum borg- arstjóra, þá myndi hann segja af sér. Minni Björns og sjálfsgagnrýni ná ekki langt. Hann þurfti að meta sína siðferðilegu ábyrgð á málefnum endurbyggingar Þjóð- leikhússins og útdeil- ingu eftirlitslausrar ábyrgðar til Árna Johnsen. Hvorki Björn né Árni hafa almennilega gengist við þeim málum með svo litlu sem að biðja þjóðina afsök- unar. Sama máli gegnir um marga aðra sjálfstæðismenn sem úthlutað hafði verið ábyrgðarstöðum við op- inberar stofnanir og hjá Landssím- anum, en þurftu að segja sig frá þeim vegna siðferðisbrests. Margt bendir til að Kristinn Björnsson, fyrrum forstjóri Skelj- ungs, hafi verið aðalhvatamaður að samráði olíufélaganna. Eftir inngrip Samkeppnisstofnunar var hann mjög gagnrýninn á störf stofnunar- innar og heimildir hennar til rann- sókna á starfsemi fyrirtækja. Nú er það ljóst að rannsókn þessara mála tafðist vegna þess að ekki fengust fjármunir til að fjölga starfsfólki svo vinna mætti hratt og markvisst að niðurstöðu. Það er auðvitað ekki hægt annað en að skoða hina hörðu gagnrýni Kristins á samkeppnisyfirvöld og synjun á auknu fjár- magni til rannsókn- arinnar í því ljósi að kona hans er ráðherra í ríkisstjórninni sem hafði ekki vilja til að ljúka málinu á skil- virkan hátt. Talið er líklegt að það hversu rannsóknin hefur tekið langan tíma muni stuðla að því að refsi- ábyrgð einstaklinga í málinu sé fyrnd. Nú er eðlilegt að spyrja Davíð Oddsson að því hvort það hafi verið meðvituð ákvörðun að hafa þennan hægagang í málinu til að „hlífa“ einhverjum aðilum? Í fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga hefur þungi umfjöllunarinnar um samráð olíufélaganna verið látinn á herðar Þórólfs Árnasonar borg- arstjóra. Hann hefur lýst því að hann skilji gremju fólks út af mál- inu, gengist við sinni ábyrgð, ræðir hana og horfir beint í augun á borgarbúum og landsmönnum öll- um. Forhertur brotavilji forsvars- manna Skeljungs og samstarfsvilji Þórólfs koma fram í ákvörðun Sam- keppnisstofnunar um mismiklar sektir, þar sem Esso fær mikinn af- slátt en Skeljungur engan. Hvar er Kristinn Björnsson í þessari um- ræðu? Það er ekki mikið um að hann komi fram í fjölmiðlum eftir að alvarleiki málsins varð ljós og útskýri þátt sinn í því sem virðist vera mikill. Hann mætti þó fyrir nokkru á fremsta bekk fyrir miðju á hátíðarsamkomu Sjálfstæð- isflokksins í tilefni 75 ára afmælis. Þar stigu þeir hver á eftir öðrum í pontu og töluðu af sannfæringu og sjálfbirgingi um óskeikula starfs- hætti flokksins. Fjölmiðlar mega ekki „hlífa“ fyrrverandi forstjóra Skeljungs sérstaklega vegna tengsla hans við Sjálfstæðisflokkinn og fyrrverandi dómsmálaráðherra. Úr múruðu glerhúsi Gunnlaugur B. Ólafsson fjallar um vandræði borgarstjóra ’Í fjölmiðlaumfjöllunsíðustu daga hefur þungi umfjöllunarinnar um samráð olíufélag- anna verið látinn á herðar Þórólfs Árnason- ar borgarstjóra.‘ Gunnlaugur B. Ólafsson Höfundur er framhaldsskólakennari. UNDARLEGUM áfanga náði Morgunblaðið í gær þegar blaðið birti grein eftir Guðrúnu Kristínu Steingrímsdóttur, titlaða tann- lækni, þar sem hlakkað var yfir hótunum um líkamlegt ofbeldi sem hafðar höfðu verið í frammi af al- kunnum ofbeldismanni við ætt- ingja starfsmanna á DV – í kjölfar þess að blaðið hafði skrifað um of- beldisverk viðkomandi, hótanir hans í garð fólks og annan ófögnuð af því tagi. Látum vera þótt Guðrúnu Krist- ínu þyki það skemmtilegt. Hitt þykir mér verra að Morgunblaðið skuli athugasemdalaust birta dæmalausar fullyrðingar Guðrún- ar Kristínar um vinnubrögð á DV. Þar er beinlínis fullyrt – eins og um staðreynd sé að ræða – að blaða- menn á DV „birta [vísvitandi] þeir meiðyrði, upplognar sögur um heiðvirt fólk“. Jafnframt er fullyrt að „sögur“ sem „illa gert og/eða vanheilt fólk“ hefur „spunnið upp“ hafi blaðamenn á DV síðan „skreytt með upplognum staðhæf- ingum“. Ef „sagan er ekki nógu djúsí þá sjá þeir um að redda því“. Og áfram í sama dúr talað um „lygar“, að lesendur DV láti „ljúga“ að sér og svo framvegis. Fyrir þessum óhróðri og rógi um alla starfsmenn á DV, sem undir þessu hljóta að liggja, birtir Guð- rún Kristín engin dæmi. Ekki eitt einasta. Fullyrðingar hennar geta því ekki verið svaraverðar en alvar- legra að Morgunblaðið skuli hafa birt þessa ritsmíð. Rökstudd gagn- rýni er eitt, en er það ný stefna Morgunblaðsins að birta svívirð- ingar um fólk algjörlega án rök- stuðnings? Dæmalaust með öllu? Ég get að minnsta kosti upplýst hér að grein af því tagi sem Morg- unblaðið birti í gær hefði ég ekki leyft birtingu á í DV. Ekki í óbreyttu formi. Þótt greinin sé – vegna þeirra annmarka sem á henni eru – ekki svaraverð hlýt ég þó að setja hér fram fáeinar athugasemdir um efni hennar. Hvaða skoðun sem Guðrún Kristín kann að hafa á ritstjórn- arstefnu DV, framsetningu frétta og þvíumlíku, þá verð ég að frá- biðja mér mjög stranglega allar fullyrðingar hennar um „upplogn- ar fréttir“ og þess háttar. DV fer að mörgu leyti aðrar leiðir en tíðk- ast hefur í íslenskri blaðamennsku um skeið og birtir til dæmis ýmsar fréttir sem hvorki Morgunblaðið né Fréttablaðið myndu birta en upplognar fréttir birtast EKKI á síðum blaðsins. Fyrir því eru engin dæmi Þótt blaðamenn DV hafi gegnum tíðina skrifað um mörg erfið og við- kvæm mál hefur það heldur aldrei gerst að blaðið hafi orðið uppvíst að upplognum fréttum. Stundum hefur mátt deila um framsetningu – stöku sinnum hafa blaðamenn gert mistök eins og allir blaðamenn á öllum blöðum gera – haft ekki alls kostar rétt eftir, túlkað eitthvað kannski ekki sem nákvæmast og þess háttar, eins og hendir alla blaðamenn stöku sinnum – en dæmi um slíkt af DV eru þó sárafá. Og þessi sárafáu dæmi eru ein- göngu til marks um mannleg mis- tök á ritstjórn blaðsins en auðvitað ekki vilja til að birta „upplognar sögur“. Við þolum alveg gagnrýni á vinnubrögð okkar. Ef við reynumst hafa gert eitthvað rangt viðurkennum við það fúslega og leiðréttum. En ég hef litla þolin- mæði gagnvart ásökunum af því tagi sem birtist í grein Guðrúnar Kristínar. Um „upplognar fréttir“ og þess háttar. Fyrir því er enginn staður. Reyndar get ég fullyrt að á DV gildi strangari innanhússreglur um að blaðamenn kanni sannleiksgildi fullyrðinga viðmælenda sinna en á nokkrum öðrum íslenskum fjöl- miðli. Að Morgunblaðið skuli birta þennan dæmalausa atvinnuróg um kollega þykir mér … ja, heldur verra, skulum við segja. Illugi Jökulsson Dæmalaust Höfundur er ritstjóri DV. Allt til músaveiða og fl ugnaveiða Rafmagnsfl ugnabanar, límborðar, fl ugnaljós o.fl . Verslunin er staðsett á Selfossi Opið mán.-fi m. 9-13, föstudaga 9-18 og laugardaga 11-14 Gagnheiði 59 • meindyravarnir@meindyravarnir.is www.meindyravarnir.is • s: 482 3337 & 893 9121 Fyrirtæki - stofnanir - heimili Hér með tilkynnist að umsókn („umsóknin”) um tilskipun að heimila flutn- ing almennrar áætlunar um vátryggingarviðskipti („áætlunin”) samkvæmt VII hluta fjármagnsþjónustu- og markaðslaga 2000, var hinn 14. október árið 2004 lögð fyrir undirrétt æðra dómstóls af hendi CMS. Áætlunin gerir ráð fyrir flutningi til CMS á almennum vátryggingaviðskiptum Bretlandsúti- bús flutningsaðilans. Afrit af skýrslunni, sem óháður sérfræðingur hefur samið, og yfirlýs- ing er gerir grein fyrir skilmálum áætlunarinnar og inniheldur ágrip af skýrslunni, fást á heimasíðunni http://www.grmsolutions.com/mer- ger.html. Einnig er hægt að fá afrit án afgjalds frá Reynolds Porter Chamberlain (lögmönnum flutningsaðila og CMS) eins og segir hér að neðan. Ákveðið er að umsóknin verði tekin fyrir hjá umsóknadómaranum í Royal Courts of Justice, Strand, London WC2A 2LL, hinn 17. desember 2004. Sér- hver aðili, sem telur að hann eða hún mundi verða fyrir skakkaföllum vegna framkvæmdar áætlunarinnar, á rétt á að koma máli sínu á framfæri (sjálf(ur) eða af hendi löglegs fulltrúa) í æðri dómstólnum þegar umsóknin verður tekin fyrir. Hver sá, sem hyggst gera það, og hver sá, er fellst ekki á áætlunina en hyggst ekki vera viðstaddur réttarhaldið, er beðin(n) að til- kynna mótbárur sínar Jonathan Hyde hjá Reynolds Porter Chamberlain að Chichester House, 278-282 High Holborn, London, WC1V 7HA eins fljótt og auðið er og allavega fyrir 15. desember 2004 eða í símbréfi í síma 00 44 (0)20 7242 1431 eða tölvupósti til jvh@rpc.co.uk Í UNDIRRÉTTI ÆÐRI DÓMSTÓLS (SÉRDEILD DÓMS) FÉLAGARÉTTUR Nr 6314 árið 2004 Málið varðandi THE CONTINENTAL INSURANCE COMPANY („flutningsaðili”) og málið varðandi CONTINENTAL MANAGEMENT SERVICES LIMITED („CMS”) og málið varðandi fjármagnsþjónustu- og markaðslög 2000 B L Ó Ð Þ R Ý S T I N G S M Æ L I R Eirberg ehf. • Stórhöfða 25 • 110 Reykjavík • sími 569 3100 • www.eirberg.is Blóðþrýstingsmælar frá Geratherm eru sjálfvirkir, nákvæmir og einfaldir í notkun. Mæla bæði blóðþrýsting og púls. Fylgstu með heilsunni. Greindu háþrýsting með reglulegum mælingum og fyrirbyggðu alvarlegar afleiðingar hans með viðeigandi læknismeðferð. á líkamann! Hlustaðu VEÐUR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.