Morgunblaðið - 05.11.2004, Síða 45

Morgunblaðið - 05.11.2004, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 45 DAGBÓK Útilíf 20% afsláttur af Puma skóm, fótboltaskóm, hlaupaskóm, handboltaskóm, barnaskóm, götuskóm. Carat 15% endurgrei›sla af öllum keyptum vörum í nóv. ESSO 10 rósir í búnti 990 kr. fullt ver› 1.490 kr. Pizza Hut Tilbo›smáltí› fyrir 2 á 1.190 kr. Tvær litlar pönnupizzur me› 2 áleggstegundum og 1 lítri af Pepsí. Gildir í „Take away“. Sony Center Sony Harddisk Walkman 20 GB á tilbo›i 53.995 kr. fullt ver› 65.995 kr. Hagkaup 40% afsláttur af Nóa konfekti 20% afsláttur af Freschetta 20% afsláttur af barnakuldaskóm 15% afsláttur af herrabolum 20% afsláttur af KEEL böngsum 20% afsláttur af Pictionary og Scrabble. BT HP stafræn myndavél, tilbo› 19.990 kr. fullt ver› 27.990 kr. Apóteki› bar, grill Glæsilegur villibrá›amatse›ill, 10% endurgrei›sla af öllu í nóvember. TOPSHOP 20% afsláttur af skóm og 20% afsláttur af skyrtum. Dorothy Perkins 20% afsláttur af úlpum í nóvember. Kjóll og hvítt 20% endurgrei›sla af allri fljónustu í nóvember. Búsáhöld, Kringlunni 10% endurgrei›sla af öllum vörum í nóvember. Heimilistæki Whirlpool 1400 snúninga flvottavél, tilbo›sver› fyrir e-korthafa 59.995 kr. fullt ver› 79.995 kr. Nóvembertilbo› 2004 F í t o n / S Í A F I 0 1 0 9 9 2 Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Kátir karlar koma og syngja við undirleik og stjórn Sigrún- ar Þórsteinsdóttur í kaffitímanum eftir Bingó sem hefst kl. 14. Árskógar 4, | Bað kl. 8–14, handa- vinna kl. 9–12, smíði, útskurður kl.13– 16.30. Vetrarfagnaður laugardaginn 6. nóvember kl. 19. Borgfirðingafélagið í Reykjavík | spiluð félagsvist laugardaginn 16. nóvember kl. 14 í Síðumúla 37, 3. hæð. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böð- un, almenn handavinna, félagsvist. Félag eldri borgara í Kópavogi, | Bingó í Gullsmára kl. 14. Félagsvist í Gjábakka kl. 20.30. Skvettuball í Gull- smára 13 laugardaginn 6. nóv. kl. 20. Brids í Gjábakka kl. 13.15. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Fé- lagsvist í Garðabergi kl. 13 á vegum Félags eldri borgara. Slökunarjóga og teygjur kl. 10.30 og 11.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. bókband eftir hádegi. Kl. 10.30 gönguferð. Frá há- degi spilasalur opinn. Kl. 16. opnuð listmunasýning. S. 575 7720. Furugerði 1 | Kl. 9 aðstoð við böðun, kl. 14.15 verður Aðalheiður Þorsteins- dóttir við píanóið fram að kaffi kl. 15. Hraunbær 105 | Kl. 9 útskurður og hárgreiðsla, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 12 hádegismatur, kl. 14 bingó, kl. 15, kaffi. Árlegi basarinn verður laug- ardaginn 6. nóvember. Hvassaleiti 56–58 | Frjáls aðgangur að opinni vinnustofu. Böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir, hár- snyrting. Hæðargarður 31 | Opið félagsstarf, listasmiðja, myndlist, hárgreiðslu- stofa s. 568 3139, gönuhlaup kl. 9.30, bridge kl. 13.30. Skráning í há- degisverð alla daga. Edith Piaf í há- deginu á föstudag, saltkjöt og baunir. S. 568 3132. Norðurbrún 1 | Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9–12 myndlist, kl.10 boccia, kl. 14 leik- fimi, kl.15 kaffi. Seyðfirðingafélagið | Vinafagnaður Seyðfirðingafélagsins verður haldinn í Gjábakka, Fannborg 8, Kópavogi, laugardaginn 6. nóvember kl. 19. Skaftfellingabúð | Fyrsta mynda- kvöld vetrarins kl. 20.30 í Skaftfell- ingabúð, Laugavegi 178. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræð- ingur fjallar um ástand og horfur í Kötlu í máli og myndum. Aðgangur er ókeypis. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–14.30, hann- yrðir, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13.30–14.30 sungið v/flygilinn, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar, kl. 14.30– 16 dansað í Aðalsal, við lagaval Hall- dóru, gott með kaffinu. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, leirmótun, hárgreiðsla, morgunstund, fótsnyrting, leikfimi og bingó kl. 13.30. Jólamarkaðstorg verður á Vitatorgi fimmtudaginn 11. nóvember kl. 13.00 til 17.00. Þórðarsveigur 3 | Bænastund og samvera kl. 10. Kirkjustarf Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn alla föstudaga kl. 10. Kaffi og spjall. Sögustund fyrir börnin. Kl. 10–11. Hallgrímskirkja | Starf með öldr- uðum þriðjudaga og föstudaga kl. 11. Súpa, leikfimi, kaffi og spjall. Kl. 11–14. Kvenfélags Langholtssóknar | Hinn árlegi basar og happdrætti Kven- félags Langholtssóknar í Reykjavík verður í safnaðarheimili kirkjunnar á morgun, laugardaginn 6. nóvember, og hefst kl. 14. Mikið úrval verður af heimagerðum jólavörum, tertum og kökum. Eigulegar bækur fást í kaup- bæti í anddyri safnaðarheimilisins. Tilvalin fjölskylduskemmtun. Allur ágóði rennur í gluggasjóð kirkjunnar. ÓL í Istanbúl. Norður ♠732 ♥KG5 ♦754 ♣KG106 Vestur Austur ♠G5 ♠ÁD1084 ♥1092 ♥D743 ♦KG62 ♦983 ♣9832 ♣5 Suður ♠K96 ♥Á86 ♦ÁD10 ♣ÁD74 Ítalska ofursveitin spilar vel útfært og nútímalegt kerfi, en þegar grannt er skoðað kemur í ljós að styrkur liðs- ins liggur ekki í sögnum fyrst og fremst – miklu fremur í góðri vörn og úrspili. Spilið að ofan er ágætt dæmi, en það er frá átta liða úrslitum ÓL úr leik Ítala og Pakistana. Þrjú grönd voru spiluð á báðum borðum og hafði austur komið spað- anum að í sögnum. Vestur hóf vörnina með spaðagosa. Áður en lengra er haldið – hvort myndi lesandinn veðja á vörnina eða sóknina? Byrjum í lokaða salnum þar sem Ítalinn Bocchi var í suður gegn Fazli og Allanda. Bocchi dúkkaði spaðgos- ann og vestur spilaði spaða áfram, sem austur tók og spilaði þriðja spað- anum (tíunni), en vestur henti tígli. Bocchi átti slaginn á spaðakóng og fór inn á blindan á lauf til að spila tígli á tíuna. Vestur drap á gosann og skipti yfir í hjartatíu (spaðatía austurs áður var augljóst kall í hjarta). Bocchi prófaði hjartagosann og drap svo drottningu austurs með ás. Hann tók næst alla laufslagina, en spilaði svo hjartakóng og meira hjarta. Vestur lenti inni á hjartaníu og varð að spila frá tígulkóng í lokin upp í ÁD. Níu slagir. Þetta er vandað, en engin sérstök snilld. Á hinu borðinu fékk sagnhafi hins vegar ekkert tækifæri til að sýna sínar bestu hliðar. Útspilið var líka spaðagosi, en þar yfirdrap Versace í austur með drottningunni! Sagnhafi dúkkaði réttilega, en frekar en spila spaða áfram, skipti Versace yfir í tíg- ul. Sagnhafi svínaði tíunni, sem Lauria í vestur drap með gosa og spilaði spaða. Versace tók með ás og spilaði enn tígli. Sagnhafi svínaði aftur og enn mis- heppnaðist svíningin. Lauria fríaði tíg- ulinn og nú var hjartagosinn eini möguleiki sagnhafa á níunda slagnum. En svíningin misheppnaðist – einn niður og 10 stig til Ítala. Það er erfitt að eiga við svona menn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is BORGARKVARTETTINN verður á faraldsfæti í vetur og ætlar að halda tónleika víða um land. Ferð- in hefst á þrennum tónleikum á Snæfellsnesi nú um helgina. Fyrstu tónleikarnir verða í Ólafs- víkurkirkju kl. 20 í kvöld. Á laug- ardag munu þeir síðan syngja í Stykkishólmskirkju kl. 16. Frá Stykkishólmi verður síðan ekið til Grundarfjarðar þar sem loka- tónleikarnir verða haldnir á veit- ingastaðnum Krákunni kl. 22 um kvöldið. Borgarkvartettinn er karlakv- artett, skipaður þeim Þorvaldi Halldórssyni, Þorvaldi Þorvalds- syni, Atla Guðlaugssyni og Ásgeiri Páli Ágústssyni. Þeir hafa sungið saman um nokkurra ára skeið ýmsa tegund tónlistar. Í fyrstu lögðu þeir rækt við „barbershop“ lög og negrasálma, en smásaman hefur breiddin í lagavali aukist svo nú kennir þar ýmissa grasa og flytja þeir nú allt frá gömlum klassískum perlum upp í nútíma dægurlög. Kvartettinn hefur ekki síst vakið athygli fyrir nýja útsetningu á lag- inu Á sjó sem Þorvaldur Hall- dórsson gerði vinsælt á árum áður með hljómsveit Ingimars Eydal. Á tónleikunum á Snæfellsnesinu verða auk kvartettsöngsins flutt einsöngslög og dúettar en allir hafa meðlimirnir getið sér gott orð sem einsöngvarar. Morgunblaðið/Golli Kvartettinn æfir með undirleikaranum Árna Heiðari Karlssyni. Borgarkvartettinn heldur á Snæfellsnes Nánari upplýsingar má nálgast á www.borgarkvartett.is UM þessar mundir er öld frá fæðingu Sím- onar Jóhannesar Ágústssonar, en hann var mikilvirkur rithöfundur og vís- indamaður á sviði heimspeki, uppeld- isfræði og sálarfræði og meðal brautryðj- enda í kennslu í þeim greinum á Íslandi. Símon var prófessor í Háskóla Íslands um áratuga skeið. Í tilefni af aldarafmæli Símonar verður efnt til dagskrár í Hátíðarsal Háskóla Ís- lands á morgun milli klukkan 15 og 17. Þar munu nokkrir fræðimenn í þeim greinum sem Símon lét sig varða flytja stutt er- indi, þau Páll Skúlason, Sigurjón Björns- son, Tómas Helgason, Jörgen Pind, Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Guðný Guðbjörns- dóttir, Jón Torfi Jónasson og Þorbjörn Broddason. Milli erinda flytja Marta Guðrún Halldórs- dóttir söngkona og Örn Magnússon píanó- leikari lög eftir íslensk tónskáld við nokkr- ar vísur úr Vísnabókinni sem Símon ritstýrði á sínum tíma. Símonar Jóhannesar Ágústssonar minnst í HÍ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.