Morgunblaðið - 05.11.2004, Side 14

Morgunblaðið - 05.11.2004, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÍSLENDINGAR mega eiga von á ódýrari flugfargjöldum til Banda- ríkjanna í framtíðinni, að því er segir í viðtali norska Aftenposten við Sig- urð Helgason, forstjóra Flugleiða. Blaðið segir Sigurð hafa óskað eftir fundi með Stelios Haji-Ioannou, stofnanda og stærsta eiganda Easy- Jet, sem Flugleiðir eiga nú 10% hlut í, til að ræða lágfargjaldaflug á milli Evrópu og Bandaríkjanna. „Það eru lágfargjaldaflugfélög sem fljúga á milli vesturstrandar og austurstrandar Bandaríkjanna, það flug tekur fimm tíma. Og við getum notað okkar staðsetningu til að tengja saman Evrópu og Norður- Ameríku,“ er haft eftir Sigurði. Hann telur að í framtíðinni muni lág- fargjaldafélög vera með 50% hlut- deild á evrópskum flugmarkaði, og Ryanair og EasyJet verði stærst. Ódýrari flugfargjöld til Bandaríkjanna ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands hækkaði í gær, annan daginn í röð, eftir undangegna tíu daga sam- fellda lækkun. Hækkaði úrvals- vísitalan í gær um 2,2% og var loka- gildi hennar 3.381,44 stig. Heildarviðskipti í Kauphöllinni námu tæpum 20 milljörðum króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir rúma 6 milljarða. Rúmur helm- ingur af viðskiptunum með hlutabréf voru með bréf í KB banka, eða fyrir 3,9 milljarða. Hækkaði gengi bréf- anna um 2,3%. Mest hækkuðu hins vegar bréf í SH, eða um 5,9%. Hluta- bréf í Flugleiðum lækkuðu hins veg- ar mest í gær, eða um 2,1%. Úrvalsvísitalan hækk- ar annan daginn í röð STARFANDI fólki á vinnumarkaði hefur fækkað á undanförnum miss- erum samfara miklum hagvexti og stefnir í að framleiðniaukning á þessu ári verði 6%. Í Fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins (SA) segir að þótt fækkun starfa sé áhyggjuefni sé þessi mikla framleiðniaukning mjög ánægjuleg tíðindi. „Aukin framleiðni á alls ekki að þurfa að leiða til aukins atvinnuleys- is til lengri tíma. Aukin skilvirkni eykur arðsemi fyrirtækja sem aftur leiðir til aukinna fjárfestinga. Fjár- festingarnar auka tekjur annarra fyrirtækja og skapa ný störf hjá þeim,“ segir SA. Samkvæmt niðurstöðum vinnu- markaðskönnunar Hagstofu Íslands voru störf um 4.800 færri á þriðja fjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra, sem er 3% fækkun milli ára. Fækkunin er minni ef litið er til fyrstu níu mánaða þessa árs saman- borið við sama tímabil 2003, en þá var fækkunin um 2.000 störf, sem er 1,3% fækkun. Segir í Fréttabréfi SA að niðurstöður könnunarinnar komi nokkuð á óvart. Þegar rætt er um framleiðniaukn- ingu er átt við hlutfallið milli aukn- ingar landsframleiðslu og aukningar í heildarfjölda starfandi. Segir SA að ef tekið er tillit til breytingar á vinnutíma verði matið á framleiðni- aukningunni lægra. Vinnutími hafi lengst nokkuð þannig að á fyrstu níu mánuðum þessa árs hafi vinnumagn landsmanna minnkað í heild minna en hvað störfunum fækkaði, eða um 0,4%. Þar sem hagvöxturinn sé tal- inn hafa verið 5,5% á fyrri helmingi ársins virðist stefna í verulega fram- leiðniaukningu á árinu, eða sem nemur hagvextinum að viðbættri minnkun vinnumagnsins, eða sam- tals um 6%. Vöxtur lífsnauðsynlegur „Ef það er rétt að framleiðniaukn- ing sé svona mikil þá verða það að teljast ánægjuleg tíðindi vegna þess að ef framleiðni eykst getur kaup- máttur launa aukist, sem og hagn- aður fyrirtækja og arður hluthafa og hvati til fjárfestinga þar með einnig. Ef á hinn bóginn framleiðni eykst lít- ið sem ekkert eru allar líkur á stöðn- un sem að öllum líkindum fylgir verðbólga, aukið atvinnuleysi og minnkandi kaupmáttur. Staðreyndin er því sú að kröftugur framleiðni- vöxtur er lífsnauðsynlegur, ekki síst í heimi hnattvæðingar þar sem sam- keppnin fer sífellt harðnandi,“ segir í Fréttabréfi SA. Þar segir einnig að tækninýjung- ar, sem komu fram um og upp úr miðjum síðasta áratug, hafi valdið því að framleiðniaukningin hafi færst á hærra stig. Farsímar, far- tölvur, tölvupóstur, háhraðanet og tölvustýrð framleiðslukerfi hafi leitt til framleiðnibyltingar. Þessi fram- leiðnibylting sé hins vegar þess eðlis að hún byggist á tækninýjungum og nýjum vinnuaðferðum og sé þannig í eðli sínu stighækkun í eitt skipti þótt áhrifin af þessum tækninýjungum og stöðugum endurbótum á þeim séu að koma fram á allmörgum árum. „Það er hins vegar umhugsunar- efni hvort sambandið á milli hag- vaxtar og atvinnusköpunar hafi breyst varanlega með þeim hætti að stöfum fjölgi hægar en áður, í krafti fyrrnefndra tækninýjunga,“ segir í Fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins. Stefnir í mikla framleiðniaukn- ingu á þessu ári Morgunblaðið/Þorkell Ný störf Aukin skilvirkni fyrirtækja eykur fjárfestingar þeirra, sem auka tekjur annarra fyrirtækja og skapa ný störf hjá þeim, að sögn SA. ● AFL fjárfestingarfélag hf. hefur eignast 14,49% eignarhlut í breska iðnfyrirtækinu Low and Bonar, en félagið hefur átt hlut í hinu breska fyrirtæki í rúm tvö ár. Frá því var greint í tilkynn- ingu til Kaup- hallar Íslands í gær að tilkynning um eignarhlut Afls í Low and Bonar hefði birst í Kauphöllinni í London í fyrradag. Afl fjárfestingarfélag er dótturfélag Fjárfestingarfélagsins Atorku hf., en Atorka á í dag rúmlega 99% af virku hlutafé í Afli. Styrmir Þór Bragason, fram- kvæmdastjóri Atorku, segir að geng- ið í kaupunum hafi verið 113,5 til 114 pens á hlut. Þetta séu góð kaup. Fyrirtækið hafi verið að skila góðum rekstrarárangri. „Miðað við verðlagningu á íslenskum hluta- bréfamarkaði er verðlagningin mjög hagstæð,“ segir hann. Eign Afls í Low and Bonar er nú rúmlega tveggja milljarða króna virði. Afl með rúm 14% í bresku iðnfyrirtæki Styrmir Þór Bragason ● MARKAÐSVIRÐI hlutabréfa fyr- irtækjanna fimmtán í Úrvalsvísitöl- unni er tuttugu og fimm sinnum hærra en hagnaður fyrirtækjanna. Er þetta þriðja hæsta V/H-hlutfall úr- valsvísitölu í 18 löndum Vestur- Evrópu, samkvæmt könnun Bloom- berg.com sem byggist á síðustu fjór- um ársfjórðungum. Aðeins á Írlandi og í Lúxemborg er hlutfallið hærra. Í frétt Bloomberg segir að V/H- hlutfallið á Íslandi sé það þriðja hæsta þrátt fyrir mikla verðlækkun að undanförnu. Lækkunarlota ís- lensku úrvalsvísitölunnar hafi varað í 10 daga og numið 16% en áður hafi hún hækkað um 87% frá áramótum. Það sé mesta hækkun úrvalsvísitölu í Vestur-Evrópu. Hækkunin sé reynd- ar enn mest hér á landi þrátt fyrir lækkunina undanfarið. Úrvals- vísitalan ATX í Austurríki hafi hækkað næst mest á árinu, eða um 40%. Vitnað er til Lionel Heurtin, sjóðs- stjóra State Street Banqués Midcap Europe-sjóðsins í París, sem keypti hlutabréf í KB banka í desember í fyrra og seldi níu mánuðum síðar á 123% hærra verði. „Hlutabréf í Kaupþingi voru ódýr, fyrirtækið leit út fyrir að geta skilað góðum hagnaði,“ er haft eftir Heurtin. „Skyndilega var Ísland komið á ratsjána hjá mér.“ Ísland með þriðja hæsta V/H-hlutfallið                        !!"     # $% &$'"                      () *  +,$-. / !! *0, +,$-. /-,1 ,2 32,4") '5 ,46 )$,! 7/ +, ' 89 ': '! / : '! ; ': '! 89 '  ,"9 "( ," 9 5 5 43 ,! .) . ' !",4 <=",3 ), -<-, 32,4") '5 :6 >-,    !< ,! 1-, 89 ' 9-59" 1 , 7 <. 13 ' 79-) :,3?1-, /@' 1 ,:6 7, 14,A) )6 B?,= 4' , & ,1:$, ' ,  9: !-, 05-' ;C4)D!' 3?1-, '' E=",3 8 92)-,4F9 5 -1-,9 ' D.9 ) 09-< 1)01 =, 14,A) =6  '5 ,A55 '5 < 1)01 ' G ''9-)01 ' B$,<?1-, , << H D:",5      ! -)-,: !!  !"9 A3 43 ,1 , ; 'C< 89 ' D! 4D, G2),A55 '5 4F9 5 89 ' C1 ) * 1!6*",1     H            H   H H  H  H H H H H H H H H H H /,"A) '5 4,2 4A,, * 1!6*",1  H H   H  H H H H H H H   H H   H H H H H H H H H H H H I J I  J I J H H I  J I  J I  J I  J I J I  J I HJ I H J I J H H H H I  J H I H J I J H H I  J H H H H H H H H H H H H H 7" 9 ,* 1! .)  5 '  9:$1 C 9$!  5K  -. 9 6 6   6  6 H  6 6 6 6 6 6  6  6  6 H  6 H H 6 6 H  6 6 H   6 H H H H H H H H H                  H H    H                      H    H        G 1! .) C L@6 !,6 76 M )=-5-' ,9 ) 309 * 1! .)   H        H H  H  H   H  H H H H H H H H H

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.