Morgunblaðið - 05.11.2004, Side 21

Morgunblaðið - 05.11.2004, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 21 MINNSTAÐUR SENDUM Í PÓSTKRÖFU Náttúrulega leiðin til að léttast www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Borgartúni 24 Árnesaptóteki Selfossi Kárastíg 1 Fjarðarkaupum SKOÐIÐ HEIMASÍÐU MÚLALUNDAR. NOVUS B 10 FC Lítill og fer vel í hendi. Heftar allt að 15 blöð. Fletur heftin vel út. Verð 445 kr/stk NOVUS B 225 Gatar 25 síður. Má læsa í geymslu- stöðu eftir notkun. Verð 535 kr/stk NOVUS B 425 4ra gata endingargóður gatari með kvarða. Allur úr málmi og tekur 25 síður. Verð 2.995 kr/stk Novus B 80 Tengdamamma til að ná heftum úr. Verð 59 kr/stk Office mate penninn VERÐ 29 KR bréfabindi NOVUS B 50/3 Heftar allt að 140 blöð. Með stillingu til að hefta allt að 8 cm frá kanti Verð 7.450 kr/stk Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • 562 8501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is HJALTI Jón Sveinsson, annar af ritstjórum bókarinnar Íslenski hesturinn, kom færandi hendi á Amtsbókasafnið á Akureyri, en hann færði safninu bókina að gjöf í þakklætisskyni fyrir góða þjónustu. Gísli B. Björnsson er ritstjóri ásamt Hjalta Jóni, skólameistara Verkmennaskólans á Akureyri. Hjalti Jón leitaði víða fanga við skrif bókarinnar og kvaðst hann hafa fengið aðdáunarverða þjón- ustu á Amtsbókasafninu við öflun heimilda og það þrátt fyrir erfiðar aðstæður en umfangsmiklar breyt- ingar stóðu yfir á safninu mestallan þann tíma sem hann vann að bók- inni. Íslenski hesturinn er langstærsta og yfirgripsmesta verk sem komið hefur út um einstakt hrossakyn, en fjallað er um nær allt sem við- kemur hestinum; uppruna hans, sögu, notkun, eiginleika, liti, lifn- aðarhætti og hæfileika, einnig hlut- verk hans í daglegu lífi, á ferðalög- um og í skáldskap og listum auk ótrúlegs landnáms hans í útlöndum. Bókin er í stóru broti með yfir 700 ljósmyndum og auk Hjalta Jóns ritaði texta hennar kunn- áttufólk sem reynslu hefur af hin- um ýmsu hliðum hestamennsku og þekkir sögu íslenska hestsins. Þakkar góða þjónustu Morgunblaðið/Kristján Bókargjöf Hjalti Jón Sveinsson afhendir Hólmkeli Hreinssyni bókina. AKUREYRI AUSTURLAND Leiksvæði | Framkvæmdaráð Ak- ureyrar samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja til að á árunum 2005–2008 yrði varið allt að 45 millj- ónum króna til uppbyggingar og endurgerðar eldri leiksvæða í bæn- um í samræmi við nýja reglugerð og fyrirliggjandi áætlun fram- kvæmdadeildar. Þá samþykkti fram- kvæmdaráð að leggja til að veitt yrði heimild að fjárhæð 18 milljónir króna til kaupa á nýjum stræt- isvagni og 1,2 milljónir króna til kaupa og uppsetningar á tveimur biðskýlum á árinu 2005. Kökusala | Kvenfélagið Hlíf verður með kökusölu á Glerártorgi í dag, föstudaginn 5, nóvember, frá kl. 14– 17. Að vanda rennur ágóðinn til tækjakaupa fyrir barnadeild FSA. Vopnafjörður | Þeir voru kampa- kátir hafnarverkamennirnir sem voru að skipa út mjöli frá Tanga á Vopnafirði. Það eru 1200 tonn sem fara að þessu sinni en allar geymslur eru löngu fullar og hefur nánast allt geymslupláss í þorpinu verið fyllt af mjöli. Mikill afli hefur borist á land undanfarnar vikur, bæði síld og kolmunni. Síldin hefur verið flokk- uð og fryst hjá Tanga í uppsjáv- arfrystihúsi félagsins og hefur það staðið vel undir nafni sínu, „Millj- ón“. Búið er að frysta yfir þrjú þúsund tonn af síld í haust og mik- ið af því verið norsk-íslensk síld. Víkingur AK hefur komið með megnið af þeirri síld sem borist hefur en Svanur RE hefur einnig landað nokkur hundruð tonnum. Menn frá Fiskistofu hafa verið á Vopnafirði og fylgst með löndun- um úr síldarskipunum og mælt magnið af norsk-íslensku síldinni í aflanum. Frá 17. maí 2004 hafa 39.457 tonn af kolmunna borist til Tanga og hefur hann allur farið í bræðslu. Sunnuberg NS og Svanur RE hafa landað mestu af kolmunn- anum en nú síðustu misserin hafa skipin Ingunn AK og Faxi RE í eigu HB Granda haldið bræðslu- körlum við efnið þannig að þeir hafa brætt stanslaust í rúman mánuð. Til marks um vinnuna sem er á staðnum þá voru 27 landanir úr skipum í október eða nærri ein á dag. Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Kampakátir Mennirnir voru ánægðir með mikla vinnu, f.v.: Smári Valsson, Friðbjörn Marteinsson, Þorsteinn Sigurðsson og Baldvin Eyjólfsson. Stanslaust brætt í mánuð Vopnafjörður | Fólksbíll fór útaf á miðri Hellisheiði að vestanverðu í mikilli hálku og rann niður bratta skriðu en án þess að velta. Bíl- stjóranum tókst að stýra bílnum niður þannig að hann hékk á hjól- unum. Ökumanninn, sem var einn í bílnum, sakaði ekki. Björgunarsveitin Vopni-Örn ásamt kranabíl var fengin til að- stoðar við að ná bílnum upp á veg- inn aftur og var bíllinn dreginn með bíl björgunarsveitarinnar upp á veg en þegar kranabíllinn var að athafna sig á vettvangi biluðu bremsur á honum og rann hann afturábak og valt upp fyrir veginn og skemmdist hann nokk- uð. Ökumann kranabílsins sakaði ekki og ökumaður fólksbílsins sem var kominn inn í kranabílinn slapp aftur með skrekkinn. Frá þessu óhappi er sagt á vef Vopna- fjarðarhrepps. Slapp með skrekkinn FYLGI Sjálfstæðisflokks í bæj- arstjórn Akureyrar er nú 32%, sam- kvæmt þjóðmálakönnun Rann- sóknastofnunar Háskólans á Akureyri, en hún var gerð í október síðastliðnum, dagana 1. til 24. Flokk- urinn fékk 42% greiddra atkvæða við síðustu sveitarstjórnarkosn- ingar, árið 2002. Könnunin var gerð meðal Akureyringa, 600 manns á aldrinum 18 til 80 ára, og var svörun 70,6%. Alls tilgreindu 59% þeirra sem svöruðu ákveðinn flokk, 34% voru óákveðnir eða neituðu að svara og 7% sögðust ekki ætla að kjósa. Fylgi við flokka og framboð á Ak- ureyri mældist þannig að 26,4% sögðust ætla að kjósa Framsókn- arflokk, 13,7% Samfylkinguna, 11,2% Lista fólksins og 16,8% Vinstri græna. Þannig hefur framsókn- arflokkur bætt við sig fylgi miðað við síðustu kosningar, fékk þá um 22% atkvæða. Hið sama gildir um Samfylkinguna sem fékk 8% at- kvæða 2002, Listi fólksins fékk þá 13% atkvæða og hefur því um 2% minna fylgi nú samkvæmt könn- uninni. Vinstri grænir hafa aftur á móti bætt við sig 2%, voru mð 15% atkvæða við síðustu kosningar. D-listi tapar fylgi Egilsstaðir | Um 800 manns hafa séð söngleikinn Bugsy Malone í Vala- skjálf, en Leikfélag Fljótsdalshéraðs hefur sýnt leikinn sem fengið hefur góðar viðtökur og aðsókn einnig ver- ið góð. Öll hlutverk í Bugsy Malone eru leikin af krökkum á aldrinum 11–16 ára og þykja þau standa sig með miklum sóma bæði í leik, dansi og söng, segir í frétt á vefnum egilstad- ir.is. Um 70 leikendur og tónlistar- menn eru í verkinu og „það er örugg- lega ekki oft sem svo margir leikarar stíga á svið í einni leiksýningu hér á landi, hvað þá krakkar á þessum aldri“. Nú eru aðeins tvær sýningar eftir af Bugsy Malone í Valaskjálf og því síðustu forvöð að tryggja sér miða. Næsta sýning í kvöld, föstu- dagskvöldið 5. nóvember, og hefst hún kl. 20 og lokasýning er svo á sunnudaginn, 7. nóvember kl. 17. Góð aðsókn á Bugsy Malone Ljósmynd/Ágúst Ólafsson Tröllaskagi | Framfarafélagið efn- ir til fræðslufundar um jarðfræði og jarðhita á norðanverðum Trölla- skaga á morgun, laugardaginn 6. nóvember, kl. 13.30 að Rimum í Svarfaðardal. Kristján Sæmundsson, ÍSOR, flytur erindi um jarðhita við vest- anverðan Eyjafjörð. Árni Hjartarson, starfsmaður ÍSOR, mun fjalla um sögu jarð- myndana í Svarfaðardal og á Tröllaskaga. Ragnar Stefánsson, Veðurstofu Íslands, flytur erindi sem nefnist Jarðskjálftavirkni og jarðhiti á Tröllaskaga. Bjarni Gautason, starfsmaður Akureyr- arútibús ÍSOR, flytur erindi um starfsemi Íslenskra Orkurann- sókna á Akureyri. Ragnar Ás- mundsson, ÍSOR á Akureyri, fjallar um reynslu af varmadælum á Íslandi. Mikil umræða hefur verið í byggðarlaginu um jarðhitamál. Menn eru almennt sammála um að aukin nýting jarðhita sé mikilvæg til að efla byggðina, en með fræðslufundinum verður m.a. reynt að varpa ljósi á hvað vitað er um jarðfræði svæðisins, hvernig hægt er að auka við þekkinguna og hvort fleiri nýtanleg jarðhitasvæði eru á svæðinu en þau sem þegar eru nýtt. Jarðhiti á norðan- verðum Tröllaskaga       Menntasmiðjan 10 ára | Í tilefni af 10 ára afmæli Menntasmiðju kvenna verður efnt til afmæl- issamsætis í húsi Menntasmiðjunnar við Glerárgötu 28, 3. hæð, á laug- ardag, 6. nóvember, frá kl. 14 til 17. Konum verður þar boðið að stíga á pall og tjá sig um það sem þeim ligg- ur á hjarta og gildir þá einu hvort þær þekkja til Menntasmiðjunnar eður ei, málefnið getur verið hvað sem er og í hvaða formi sem er, s.s. ræða, ljóðalestur, söngur, upplestur, gjörningur eða dans. Uppákoman er í anda hugmyndafræði Mennta- smiðjunnar því nemendahópurinn sem þar hefur stundað nám síðasta áratug er fjölbreyttur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.