Morgunblaðið - 27.11.2004, Síða 2

Morgunblaðið - 27.11.2004, Síða 2
SVONEFNT Árshátíðarlag sem sam- ið var í tilefni árshátíðar Mennta- skólans í Reykjavík hefur vakið hörð viðbrögð skólayfirvalda og foreldra nemenda við skólann, en í laginu er sungið um ungar útúrdrukknar stúlk- ur sem strákar taka heim með sér sem kynlífsleikföng. Umrætt lag var af- rakstur lagasmíðakeppni sem Skóla- félag MR efndi til í tilefni árshátíðar skólans sem haldin var 14. október sl. Lagið var sett inn á vef skólans daginn eftir árshátíðina og var þar hægt að nálgast það og hala því niður þar til í gær er það var fjarlægt að kröfu rekt- ors skólans. „Ég get ekki annað en harmað þetta mjög,“ sagði Yngvi Pétursson, rektor MR, þegar Morgunblaðið leit- aði viðbragða hjá honum í gær. „Mér varð málið ekki ljóst fyrr en í gær- kvöldi [fimmtudag] þegar mér barst kvörtun frá áhyggjufullu foreldri nem- anda við skólann. Fyrstu viðbrögð mín voru náttúrlega að taka þetta út af vefnum og það var gert í dag [föstu- dag].“ Spurður hver eftirmálin yrðu sagði Yngvi málið verða rætt við stjórn Skólafélagsins. „Við höfum ákveðnar skólareglur varðandi það efni sem birt er á vef skólans er kveða á um að efnið skuli vera kurteisislega orðað og öllum sýnd virðing í hvívetna, auk þess sem í skólareglum er kveðið skýrt á um virðingu fyrir öðrum,“ segir Yngvi og tekur fram að sú afstaða sem birtist í texta Árshátíðarlagsins endurspegli á engan hátt þau manngildi sem starfs- menn séu að rækta með nemendum skólans. Vildum ekki sýna þá forræð- ishyggju að birta ekki lagið „Þetta er sorglegur atburður sem ég mun bregðast við í framhaldinu. Við reynum að fylgjast reglulega með því efni sem nemendur setja inn á vef- inn, en því miður fór þetta framhjá mér. Ég mun hins vegar gera allt sem í mínu valdi stendur til að svona komi ekki fyrir aftur,“ segir Yngvi og furðar sig á því að enginn skyldi hafa gert at- hugasemd við texta lagsins fyrr. „Við í stjórn Skólafélags MR erum allir sammála um að texti lagsins sé mjög slæmur og ég harma það ef text- inn kemur við kaunin á fólki,“ sagði Jón Bjarni Kristjánsson, inspector scholae. „Við vorum engu að síður undir miklum þrýstingi frá nem- endum skólans um að birta þetta sig- urlag lagasmíðakeppninnar á Netinu líkt og við höfðum gefið fyrirheit um þegar efnt var til keppninnar. Ég tek undir það að ákveðin karlremba birtist í laginu, en þó vegið sé að kvenþjóðinni er það greinilega gert í háði og því sáum við enga ástæðu til að sýna þá forræðishyggju að birta ekki lagið. Vissulega gengur textinn fram af flestum, en miðað við hvernig þetta er dags daglega í samfélaginu okkar er svo margt sem gengur fram af mörg- um, þannig að við töldum enga ástæðu fyrir því að veigra okkur við því að birta þetta lag svo lengi sem engar kvartanir bærust. Á þeim einum og hálfum mánuði sem lagið hefur verið á vefnum hefur enginn gert at- hugasemd við þetta lag fyrr en nú og þá er það ekki nemandi heldur for- eldri,“ segir Jón Bjarni. Hörð viðbrögð við árshátíðarlagi Menntaskólans í Reykjavík „Sorglegur atburður“ Morgunblaðið/Ásdís 2 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LEITA MÁLAMIÐLUNAR Forsetaefnin tvö í Úkraínu náðu í gær samkomulagi á fundi í Kíev um að skipa starfshóp til að reyna að finna málamiðlun í deilunum um for- setakosningarnar nýverið. Stjórn- arandstöðuleiðtoginn Viktor Jústsj- enkó sagðist í gær ætla að krefjast þess að efnt yrði til nýrra kosninga. Tekjustofnar sveitarfélaga Sveitarfélögin hafa ákveðið að halda áfram að ræða við fulltrúa rík- isins í tekjustofnanefnd. Stefnt er að því að ljúka endurskoðun núverandi tekjustofna fyrir lok janúar nk. Vilja fresta kosningum Sautján öflugar stjórnmálahreyf- ingar í Írak kröfðust þess í gær í sameiginlegri yfirlýsingu að kosn- ingum sem fyrirhugaðar eru í jan- úar, yrði frestað um sex mánuði. Myndi þá gefast ráðrúm til að bæta ástandið í öryggismálum. Digital Ísland truflar Skjá 1 Um 1.300 kvartanir hafa borist Skjá 1 vegna þess að útsendingar hans náðust verr eða ekki eftir að settir voru upp myndlyklar frá Digital Ísland. Svo virðist sem staf- ræna merkið trufli það hliðræna. Barghuti ekki fram Marwan Barghuti, sem talið var að myndi bjóða sig fram til embættis forseta Palestínumanna, ákvað í gær að lýsa yfir stuðningi við Mahmoud Abbas. Y f i r l i t Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Ferðaþjón- ustu bænda. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                  ! " #     $         %&' ( )***                        Í dag Sigmund 8 Skák 37 Viðskipti 14 Messur 38/39 Erlent 15 Kirkjustarf 40/41 Höfuðborgin 19 Brids 41 Akureyri 19 Myndasögur 46 Árborg 22 Dagbók 46/48 Landið 22 Listir 52/53 Daglegt líf 26 Leikhús 68 Ferðalög 26 Fólk 53/57 Úr Vesturheimi 28 Bíó 54/57 Umræðan 28/33 Ljósvakamiðlar 58 Forystugrein 30 Veður 59 Minningar 33/37 Staksteinar 59 * * * ÚTSKRIFTARNEMENDUR úr Fjölbrautaskólanum í Ármúla dimmiteruðu í miðbæ Reykjavíkur í gær og klæddust margskonar skrautlegum búningum. Hér eru þau mætt skötuhjúin Shrek og Fíóna prinsessa og fleiri fígúrur úr teiknimyndinni frægu er ekki á milli þeirra. Prófin eru framundan með tilheyrandi önnum og áhyggjum og unga fólkið notað því tækifærið í gær til að sletta úr klaufunum í miðborginni. Morgunblaðið/RAX Skrekkur og Fíóna í miðbænum OLÍUFÉLÖGIN, sem sökuð voru um ólögmætt samráð, kærðu öll í gær niðurstöðu samkeppnisráðs um stjórnvaldssektir vegna ólöglegs samráðs til áfrýjunarnefndar sam- keppnismála. Félögin eru Ker hf. (áður Olíufélagið hf.) Olíuverslun Ís- lands hf., Skeljungur hf. og Bensín- orkan hf. Krefjast félögin þess að úr- skurður samkeppnisráðs verði felldur úr gildi, en til vara að sekt- irnar verði lækkaðar verulega. Að sögn Kolbrúnar Sævarsdóttur, ritara áfrýjunarnefndarinnar, rann fjögurra vikna áfrýjunarfrestur vegna málsins út á miðnætti í gær. Samkvæmt lögum skal áfrýjunar- nefndin skila niðurstöðu innan sex vikna. Samkeppnisráði er gefinn frestur til að skila áfrýjunarnefnd greinargerð. Einnig gefst málsaðil- um kostur á að ganga á fund nefnd- arinnar og gera henni grein fyrir sín- um sjónarmiðum. Kæra til áfrýjunar- nefndar ♦♦♦ Hvetja til byggingar mislægra gatnamóta Á UMFERÐARÞINGI 2004, sem lauk í gær, var samþykkt ályktun þar sem skorað er á borgaryfirvöld í Reykjavík að beita sér fyrir því að sem fyrst verði ráðist í byggingu mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Í ályktuninni kemur fram að um gatnamótin fari nú um 85.000 bílar á sólarhring og talið er að þau séu mestu slysagatnamót landsins. Þannig nemur tjónskostnaður vegna gatnamótanna hundruðum milljóna króna árlega auk ómældra mann- legra þjáninga. ♦♦♦ Skeljungur og Olís hækka eldsneyti SKELJUNGUR og Olís tilkynntu í gær um hækkun á eldsneyti. Bens- ínlítrinn hækkar um 1 krónu og lítri af dísilolíu um 1,50 kr. Hækkunin er sögð vegna hækkunar heimsmark- aðsverðs á bensíni og dísilolíu. Styrking krónunnar gagnvart Bandaríkjadal mun ekki ná að vega upp þá hækkun, að því er fram kem- ur á heimasíðu Skeljungs. NÝ skýrsla BSRB um skuldir ís- lenska þjóðarbúsins er „varnaðar- orð gagnvart íslensku fjármálalífi“ að því er fram kom í máli Ög- mundar Jónassonar, formanns BSRB, þegar skýrslan var kynnt í gær. Fram kemur að skuldir heim- ilanna hafa aukist sem hlutfall af ráðstöfunartekjum úr 20% árið 1980 í um 180% í dag. Þá hafi skuldir íslenskra fyrirtækja tvö- faldast á tíu árum. Að sögn Ögmundar eru Íslend- ingar við „að slá heimsmet“ og að- eins Finnar og Nýsjálendingar skulda meira. Ögmundur beindi orðum sínum til bankanna sem bæru mikla ábyrgð í efnahags- og fjármálalífi landsmanna. Bankarn- ir tækju lán erlendis í stórum stíl á breytilegum vöxtum og lánuðu inn- anlands á föstum lágum vöxtum. „Þeir hvetja til gegndarlausrar neyslu, ekki aðeins eru þeir farnir að veita 100% íbúðalán heldur dynja á okkur auglýsingar, ekki aðeins frá bönkunum heldur sölu- aðilum hvers kyns, sem hvetja til aukinnar einkaneyslu. Það er ástæða til þess að bankarnir hugsi sinn gang,“ sagði Ögmundur. Erlendar skuldir þjóðarbúsins námu í fyrra rúmlega 1.100 millj- örðum, þar af er langstærstur hluti þeirra með breytilegum vöxt- um. Segir bankana hvetja til „gegndar- lausrar neyslu“  Skuldir fyrirtækja/30–31

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.