Morgunblaðið - 27.11.2004, Síða 9

Morgunblaðið - 27.11.2004, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 9 FRÉTTIR FJÁRMÁLASTJÓRI Reykjalundar segir að helsta ástæðan fyrir því að ekki hefur verið lokið við að bæta eld- varnir á Reykjalundi sé fjárskortur. Hann telur brunavarnir í ágætis horfi og segir að umræðan um ágallana hafi slæm áhrif á sjúklinga sem þar dvelja. Fyrir tæplega tveimur árum, í febrúar 2002, gerði Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins alvarlegar athuga- semdir við eldvarnir í nýbyggðri þjálfunarstöð Reykjalundar í Mos- fellsbæ og gerði grein fyrir að fyr- irhugað væri að loka húsinu ef ekki yrði bætt úr. Reykjalundi var gefinn kostur til andsvara og ekki var gripið til aðgerða að sinni. Að mati slökkvi- liðsins stóð Reykjalundur ekki við fyrirheit um úrbætur og í júní 2003 var fyrst óskað eftir því að Mosfells- bær samþykkti dagsektir en sú ósk var síðan dregin til baka. Í júlí 2004 fór slökkviliðið aftur fram á að Mos- fellsbær samþykkti dagsektir en bæj- arfélagið hefur ekki orðið við því. Meðal þeirra athugasemda sem gerðar voru við nýbygginguna voru að flóttaleiðir voru læstar með lykli. Byggingar á Reykjalundi væru sam- byggðar og þar sem eldvarnarhurðir virkuðu ekki væri húsið því sem næst eitt brunahólf. Kostar 20–25 milljónir Hvorki forstjóri né framkvæmda- stjóri Reykjalundar höfðu kost á að ræða við Morgunblaðið og varð Helgi Kristjónsson fjármálastjóri því fyrir svörum. Hann sagði að fjárskortur væri væntanlega helsta ástæðan fyrir því að svo langan tíma tæki að verða við kröfum slökkviliðsins. Mikið hefði þegar verið gert og nú væri unnið eft- ir verkáætlun um úrbætur. Aðspurð- ur sagðist hann telja að úrbætur muni kosta alls um 20–25 milljónir. „Við höfum verið að sinna úrbótum en höfum ekki gert það á þeim hraða sem okkur hefur verið gert, væntan- lega aðallega vegna fjárhagsmála, vegna þess hvað þetta kostar mikið. Aðrar skýringar hef ég í sjálfu sér ekki núna,“ segir hann. Vinnum með slökkviliðinu Helgi sagðist telja ástand bruna- varna á Reykjalundi í ágætis horfi og sjúklingum stafi ekki hætta af því að dvelja þar. Raunar hefði umfjöllun um ástandið slæm áhrif á marga sjúk- linga. „Við teljum ekki að við séum að gera þetta svo illa að það sé réttlæt- anlegt að vera með þessa umfjöllun á þessu plani. Við erum að vinna með slökkviliðinu og erum að gera allt sem við getum til að standast þeirra kröf- ur og finnst þeir fara fullharkalega fram gegn okkur,“ sagði hann. Það sem hafi verið klárað sé m.a. að bæta úr neyðarlýsingu, laga neyðar- útganga, taka læsingar af neyðar- hurðum og gera samning um þjón- ustu við eldvarnarkerfi. Þá verði brátt auglýst eftir tilboðum vegna eldhólfunar. Á næstu dögum verði gerðar viðeigandi ráðstafanir til að uppfylla kröfur slökkviliðsins. Athugasemdir við eldvarnir á Reykjalundi í febrúar 2002 Fjárskortur tefur úr- bætur í brunavörnum Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Jólafötin Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 15% afsláttur af öllum drögtum Síðasti tilboðsdagur Bankastræti 9, sími 511 1135 www.paulshark.is - paulshark.it Ný sending Full búð af frábærum jólagjöfum Kringlunni - sími 568 1822 68 1822 Falleg föt fyrir jólin Póstsendum Laugavegi 4, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Nýtt frá Ítalíu Mjúkir frottesloppar á frábæru verði margir glæsilegir litir Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið virka daga frá kl. 10-18 Opið laugardaga frá kl. 10-16 Úlpur fyrir ungu stúlkuna, mömmuna, ömmuna og langömmuna Dúnúlpur - Leðurúlpur - Hattar - Húfur Nóvembertilboð 20% afsláttur af úlpum og frökkum með lausu fóðri Vind- og vatnsþéttar SMÁRALIND - SÍMI 561 1690 Nærfatnaður T-bolir Hlýrabolir Boxer buxur frá RALPH LAUREN RALPH LAUREN Litir hvítur og svartur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.