Morgunblaðið - 27.11.2004, Síða 14

Morgunblaðið - 27.11.2004, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 81%landsmanna telur Morgunblaðið miðil að sínu skapi❉ ❉Gallup mars 2004 Morgunblaðið 81% Skjár 1 76% mbl.is 64% Fréttablaðið 76% Sjónvarpið 66% Stöð 2 63,4% Rás 2 58,1% Bylgjan 55% „Morgunblaðið er miðill að mínu skapi“                          !  "# $  % "& ' ("& )" * )" +"& )" ' ("& ,!( ,!& ! (# -#    - " ! ./0! ./  !  "#)$ 1       / ' ("& (#(!   %/ " %() 2 3")$ % 4  $ 52 0 " 6)"  *#" +7 8" 2 "" 9:0! .' .( ;(# .("& .(/   0 4  0$ <"# <4## "#/   " = "" (  " 5/2 // >.8)!#     !"  )  !(& ?4  +"& 7/ ' ("& <8 8 =4## "# ;(# ' ("& .7    $!    >           >   > >    > > > >  > > > > > >   !4 "#  4   $! > > > > > >  > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > @ AB @ > AB @ AB @ > AB > > @ > AB > @ AB > > > @ >AB @ AB @ AB > @ AB > @  AB > > @ >AB > > @ AB > > > > > > > > > > > %! (&    &# " < () 7 ( &# C * .( $  $ $  >  $  $   $ $  $     $  $ > $ > $ > $  $ > $ > > > $ > > > > > > $                 >                                   > =    7 D3 $ $ <%$ E 0#"(  (&      >     > >  >   >  > > >  > > > > > > 9 &F .GH    A A <.? I J    A A K K -,J   A A *J 9 !    A A LK?J IM 6"!  A A IMG Gallup, Norðurljós, RÚV og Skjár einn skrifuðu í gær undir samning um að IMG Gallup prófi raf- rænar mælingar á áhorfi og hlustun á ofangreinda ljósvakamiðla. Samkvæmt fréttatilkynningu frá IMG Gallup er hér um að ræða mæl- ingu með svokölluðum Portable People Meter, PPM, eða hreyfanleg- um mæli á fólki í lauslegri þýðingu. en mælingin byggist á tækni banda- ríska fyrirtækisins Arbitron í sam- starfi við TNS Gallup í Noregi. Hafsteinn Már Einarsson, for- stöðumaður IMG Gallup, segir að um byltingu sé að ræða í mælingu á sjón- varps- og útvarpsnotkun og að þessi nýja tækni sé að ryðja sér til rúms í heiminum sem framtíðarmælitækni á áhorfi og hlustun á ljósvakamiðla. „Þessi aðferð leysir mörg vanda- mál sem verið hafa samfara mæling- um sem þessum. Með PPS er t.d. hægt að mæla áhorf, sama hvort um er að ræða áhorf á sjónvarpsefni í venjulegu sjónvarpstæki eða áhorf á sjónvarpsefni í gegnum Netið eða í GSM-síma svo dæmi séu tekin. Þá greinir tækið á milli þess hvort menn eru að hlusta á sjónvarpsfréttir í út- varpi eða horfa á þær í sjónvarpi,“ segir Hafsteinn. Hann segir að ef PPS verður inn- leitt sem aðalmælitæki fyrir ljósvaka- miðlana leysi það af hólmi dagbókarkann- anir fyrir þessa miðla og hægt verður að mæla áhorf og hlustun alla daga ársins. Mælt allan daginn Mælingin fer þann- ig fram að hver fjöl- skyldumeðlimur (not- ast verður við heilar fjölskyldur) þarf að ganga með mælitæk- ið, sem lítur út eins og símboði, á sér frá morgni til kvölds þannig að hægt sé að mæla fjölmiðla- notkun viðkomandi hvar sem hann kemur yfir daginn, hvort sem hann er í heimahúsi, í bíl, hjá vinafólki, á vinnustað eða á veitingahúsi. Á kvöldin, áður en farið er að sofa, er tækið sett í sérstakt hleðslutæki sem bæði hleður mælitækið fyrir notkun daginn eftir og sendir einnig frá sér gögn um fjölmiðlanotkun viðkomandi um símalínu og inn í gagnagrunn. IMG Gallup tekur við gögnunum og á hádegi daginn eftir er hægt að gefa þau út. Að sögn Hafsteins er ekki mögu- legt að taka tækið af sér og skilja það t.d. eftir fyrir framan sjónvarpið því á því er hreyfiskynjari og tækið hættir að meðtaka boð eftir fjögurra mínútna hreyfingarleysi. Hafsteinn segir að- spurður að tækið sé í prófun víða um heim og þegar sé búið að taka tæknina upp við útvarpsmælingar í Kanada og Singapúr. Hefst í janúar Prófunin hér á Ís- landi hefst um miðjan janúar nk. og stendur í tvo mánuði. Ef tæknin reynist vel, og kostnaður reynist viðunandi, á að skrifa undir samning um upptöku á þessari tækni á Íslandi í vor. Hafsteinn segir kostnaðinn við þessa mælitækni vera umtalsverðan en hann sé að lækka í hlutfalli við auglýsingamarkaðinn, sem hefur verið að stækka. Þótt kostnaður sé kannski ennþá mikill segir Hafsteinn að viðskiptavinir fái í staðinn dagleg- ar tölur um notkun miðlanna í stað þess að fá þær sex sinnum á ári eins og staðan er í dag. Hafsteinn segir að hér á Íslandi þurfi jafnan um 300 fjölskyldur að ganga með mælitækið á sér, sem gef- ur um 900–1.000 svör að hans sögn. www.arbitron.com Hægt að fá daglegar töl- ur um áhorf og hlustun IMG mælir útvarps- og sjónvarpsnotkun rafrænt DÓTTURFÉLAG KB banka, Kaup- thing Bank Luxembourg S.A., hefur keypt allt hlutafé líftryggingarfélags- ins PFA Pension Luxembourg. Selj- andi er danski lífeyrissjóðurinn PFA Pension. Starfsemi PFA Pension Luxem- bourg felst einkum í sölu söfnunarlíf- trygginga og eru viðskiptavinir þess bæði einstaklingar og fyrirtæki. Í tilkynningu frá KB banka segir að tilgangur kaupanna sé bæði að breikka viðskiptamannagrunn Kaup- thing Bank Luxembourg í einka- bankaþjónustu og að auka vörufram- boð, þ.e. bjóða söfnunarlíftryggingar til núverandi viðskiptavina. Eigið fé PFA Pension Luxembourg er 45 milljónir danskra króna, jafn- virði um 525 milljóna íslenskra króna, en eignir félagsins nemi 375 milljón- um danskra króna, um 4,4 milljörðum íslenskra króna. Í tilkynningu KB banka segir að kaupverðið sé trúnaðarmál. Með hlið- sjón af þeirri starfsemi sem fram fer hjá PFA Pension Luxembourg má ætla að kaupverðið sé eitthvað í krignum eigið fé félagsins, sam- kvæmt upplýsingum frá sérfræðing- um á fjármálamarkaði. Áformað er að kaupin gangi í gegn í janúar næstkomandi, en þau eru háð samþykki Tryggingaeftirlitsins í Lúxemborg. KB banki kaupir trygginga- félag SAMSTÆÐA Samherja hf. skilaði miklum hagnaði á þriðja ársfjórð- ungi miðað við sama tímabil í fyrra og skýrist hin mikla hagnaðaraukn- ing fyrst og fremst af áhrifum frá hlutdeildarfélaginu Kaldbaki. Nam hagnaðurinn á þriðja árs- fjórðungi 577 milljónum króna miðað við 19 milljónir í fyrra en þar af eru 433 milljónir, eða 75%, vegna hlut- deildarfélaga. Hagnaður af fyrstu níu mánuðum ársins var 1,7 milljarðar króna miðað við 622 milljarða árið áður og nema áhrif dótturfélaga Samherja þar af einum milljarði króna miðað við að árið áður námu þau 92 milljónum. Samherji og dótturfélög áttu sam- tals níu hlutdeildarfélög í septem- berlok og af þeim eina milljarði sem skilar sér frá þeim inn í rekstrar- reikning samstæðunnar nema áhrif- in frá hlutabréfaeign í Kaldbaki hf. 904 milljónum. Samherji seldi reyndar allan fjórðungshlut sinn í Kaldbaki í lok september en þar sem samningur um söluna kom ekki til framkvæmda fyrr en í október þá færist hagnaður af sölunni, 850 millj- ónir króna, í reikninga Samherja á fjórða ársfjórðungi. Eignarhlutir í félögum skila miklum hagnaði    # $    %  &  &! " ! " ! 5     6!(    7' '  8         '98    /%-1. /.0%& :1: )/-2 /..+  )%-2 /&/   # 8   !"#$  %& /.1-/ /&/1-  %& ; 8 (     8 (   /.22 /%%% :-&: 20&: &1/   )-0/ :%  )//. -/    &:21 /-%%/   /%&+ ///. '() *'  &  (+,-.-*' ' &   ' /01 '(234  &     soffia@mbl.is Uppgjör Samherji hf. ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● GENGI fjárfestingarbankans Carn- egie lækkaði um 2,1% á markaði í Stokkhólmi í gær, en eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær hefur Burð- arás eignast 13,3% hlut í bankanum. Í upptalningu á öðrum eignum Burð- aráss í blaðinu í gær var að finna vill- ur. Hið rétta er að Burðarás á 1,5% í KB banka, 0,5% í Íslandsbanka, 4% í Landsbankanum, 9% í Straumi og 9,5% í Singer & Friedlander. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Carnegie lækkaði ● ÚRVALSVÍSITALAN hélt áfram að hækka í gær þegar hún hækkaði um 0,11%. Lokagildi hennar var 3.529,24 stig. Mest hækkuðu bréf Straums fjárfestingarbanka í gær, eða um 3,2%. Áfram hækkun ● ÁREIÐANLEIKAKÖNNUN á Big Food Group er lokið, en eins og sagt hefur verið frá í Morgunblaðinu á Baugur í viðræðum um hugsanlega yfirtöku á því. Í breskum fjölmiðlum var sagt í gær að upp úr viðræðunum væri að slitna. Svo er ekki sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Áreiðanleikakönnun BFG lokið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.