Morgunblaðið - 27.11.2004, Page 26

Morgunblaðið - 27.11.2004, Page 26
26 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk sími 004532975530 • gsm 004528488905 Kaupmannahöfn - La Villa Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgreiðslugjöld á flugvöllum.) Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna og rútur með/ án bílstjóra Julefrokost Hótelgisting og julefrokost við allra hæfi í nóv. og des. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk gsm símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan Bílaleigubílar Sumarhús í DANMÖRKU www.fylkir.is sími 456-3745 www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar Meðganga ertími breyt-inga í lífi hverrar konu. Daglegt líf snýst nú ekki aðeins um eigin þarfir heldur einnig um þarfir annars einstaklings. Heilsu- samlegt mataræði og rétt meðhöndlun mat- væla skiptir því sjaldan meira máli fyrir heilsu og líðan en einmitt á þessum tíma. Venjulegur, góður og næringarríkur matur Ekki er þörf fyrir neitt sérfæði á með- göngunni. Venjulegur, góður og fjölbreyttur matur fullnægir bæði þörfum barnsins og móðurinnar með fáein- um undantekningum. Helstu sérþarfirnar eru þær að öllum kon- um sem geta orðið barnshafandi er ráðlagt að taka 400 míkró- gramma fólasíntöflu daglega fyrir meðgöngu og fyrstu 12 vikur meðgöngu, auk þess sem þeim er ráðlagt að borða fólasín- ríkar matvörur til að draga úr hættu á alvarlegum fósturskaða á miðtaugakerfi. Barnshafandi konum, eins og raunar landsmönnum öllum, er ráð- lagt að taka D-vítamín aukalega, til dæmis með teskeið af þorskalýsi. Ekki er þó æskilegt að taka meira magn en sem nemur ráðlögðum dagskammti af vítamínum á með- göngunni. Þetta á ekki síst við um A-vítamín. Konum yfir kjörþyngd er ráðlagt að þyngjast nokkuð minna en hinum sem eru í eða undir kjörþyngd fyrir þungun. Öllum konum er hins vegar eðlilegt að þyngjast á meðgöngunni og of lítil þyngdaraukning er ekki síður óæskileg en of mikil aukning. Rétt meðhöndlun matvæla Hreinlæti við mat og matargerð skiptir ævinlega máli, en fær aukið vægi á meðgöngu þar sem skaðleg- ar bakteríur og sníkjudýr geta haft áhrif á heilsu bæði móður og fóst- urs. Sérstaklega er varað við að borða hrá matvæli eins og hráan fisk, hrátt kjöt, hrá egg eða drekka ógerilsneydda mjólk. Í bæklingn- um, sem sagt er frá hér í lokin, er fjallað nánar um það sem kemur fram hér í pistlinum, m.a. er fjallað um mataræði á ferðalögum erlend- is, þar sem hugsanlega þarf að var- ast einstaka fæðutegundir vegna aðskotaefna, mengunar eða sýking- arhættu. Hollir lífshættir á meðgöngu Hæfileg hreyfing og næg hvíld eru lykilatriði á meðgöngu. Notkun hvers kyns vímugjafa er hins vegar varhugaverð og best að sleppa notk- un þeirra algjörlega. Áfengi og tób- ak skaða beinlínis fóstrið og lyf, fæðubótarefni eða náttúruefni ætti heldur ekki að taka án þess að ráð- færa sig við lækni. Njóttu meðgöngunnar  Borðaðu góðan og næringarríkan mat.  Hreyfðu þig reglulega eins og þér líkar best.  Mundu að barnið er öruggara án áhrifa áfengis, tóbaks eða ann- arra vímuefna.  Finndu slökunarleið sem hentar þér og þú getur fléttað inn í dag- legt líf, t.d. lestur, tónlist, hug- leiðslu, leikfimi, gönguferðir eða böð.  Gerðu eitthvað sérstakt fyrir sjálfa þig eða barnið, eitthvað sem þér finnst gott og skemmti- legt.  Notfærðu þér þjónustu mæðra- verndar.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Lýðheilsustöð Hollt mataræði á meðgöngu Nýlega kom út á vegum Lýð- heilsustöðvar, Miðstöðvar mæðra- verndar og Umhverfisstofnunar bæklingur þar sem fjallað er um helstu atriði sem vert er að hafa í huga, bæði varðandi undirbúning meðgöngu og lífshætti á sjálfri meðgöngunni. Hægt er að panta bæklinginn hjá Miðstöð mæðra- verndar (mm@hr.is) og kostar hann 100 kr. Tenglar: www.lydheilsustod.is, www.hr.is, www.ust.is. Bryndís Eva Birgisdóttir næringarfræðingur. Laufey Steingrímsdóttir sviðsstjóri rannsókna, Lýðheilsustöð. Morgunblaðið/Ásdís Áaðventunni eru jólamarkaðirhaldnir víðs vegar um heim-inn, m.a. í þeim löndum sem Íslendingar heimsækja gjarnan. Markaðirnir eru litlir og stórir og þar er margt hægt að kaupa eða bara ganga um og skoða. Oft eru uppá- komur í tengslum við markaðina, eins og t.d. tónleikar, og jólamatur hvers lands skipar líka stóran sess á jóla- mörkuðunum. Fyrsti jólamarkaðurinn árið 1434 Aðventan er mikilvæg í Þýskalandi og þar í landi eru um 2.500 jólamark- aðir haldnir víðs vegar um landið í nóvember og desember. Fyrsti jóla- markaðurinn var t.d. haldinn í Dresden árið 1434. Stærstu mark- aðirnir eru í Köln, Bonn, Essen og Berlín og er verið að opna flesta um þessar mundir, að því er m.a. er greint frá á vef norska Dagbladet. Við dómkirkjuna í Köln er árviss jólamarkaður frá 22. nóvember til 23. desember. Fjórar milljónir heim- sækja markaðinn við hina heims- þekktu Kölnardómkirkju á hverju ári. Í fæðingarborg Beethovens, Bonn, er haldinn jólamarkaður ár hvert á Münsterplatz og aðliggjandi götum. Tónleikar með klassískri tón- list, jólaljós og hátíðlegar skreytingar eru einkennandi fyrir markaðinn. Í Essen í Þýskalandi var jólamark- aðurinn opnaður 18. nóvember og ár- lega sækja hann um 4,5 milljónir manns. Jólahefðir mismunandi landa eru kynntar á þessum markaði. Í Berlín verður jólamarkaðurinn á Breitscheidplatz opnaður 22. nóv- ember. Þessi hefðbundni markaður er opinn fram á aðfangadag. Auk þessara fjögurra stóru markaða eru jólamarkaðir í fleiri þýskum borgum, m.a. Flensborg, Hannover, Ham- borg, Kiel, Rostock, Frankfurt og München. Handverk og jólaskraut Jólamarkaðir eru víðar en í Þýska- landi, m.a. í Svíþjóð, Finnlandi og Tékklandi. Einn stærsti jólamark- aður sem haldinn er innandyra í Sví- þjóð er í Vadstena-höll í Östergot- land. Hann er opinn 19.–28. nóvember. Í Stokkhólmi eru haldnir jólamarkaðir við Skansen og í Gamla Stan. Á fyrrnefnda staðnum þrjár fyrstu helgarnar í aðventu og í gamla miðbænum 27. nóvember til 22. des- ember. Á þeim markaði er aðallega handverk og jólaskraut til sölu. Í Finnlandi er hægt að fara á jóla- markaði í Helsinki í byrjun aðventu. Í Sveaborg Festning 27.–28. nóvember og í Esplanade-garðinum 7.–9. des- ember. Í Tékklandi stendur jóla- markaður yfir á Ráðhústorginu í Prag frá 4. desember til 6. janúar. Kaupmannahöfn þekkja Íslend- ingar vel. Nú hafa dyr Tívolísins í Kaupmannahöfn verið opnaðar og Tívolí í jólabúningi verður opið til Þorláksmessu. Jólamarkaður er hald- inn þar í ellefta skipti í ár og var opn- aður strax 12. nóvember. Allt Tívolí er skreytt með þúsundum ljósapera og alls kyns jólaskrauti þessa dagana. Í sölubásum er handverk og danskt jólasælgæti til sölu og jólasveinar eru komnir á kreik. Í Amagersafninu í Dragør í 10 mínútna akstursfjarlægð frá Kastrup verður haldinn jólamark- aður 11. og 12. desember. Þar getur maður séð hvernig jólin voru haldin hátíðleg fyrir hundrað árum. Í Árós- um verður haldinn jólamarkaður frá 27. nóvember til 22. desember þar sem hægt verður að kynnast danskri jólasögu síðustu 300 ár og hvernig jól- in voru hjá þeim ríku og hjá þeim fá- tæku. Í Álaborg verður jólamarkaður á Gamle Torv opnaður 27. nóvember og stendur fram á Þorláksmessu. Í Óðinsvéum verður haldinn jólamark- aður í nafni H.C. Andersen. Allur gamli bæjarhlutinn í kringum safnið sem kennt er við skáldið verður skreyttur ljósum og sölubásum.  JÓLAMARKAÐIR Jólastemning víða um heim Morgunblaðið/Ómar Jólamarkaðir eru í nær öllum borgum og bæjum í Þýskalandi. Morgunblaðið/Ómar Í Þýskalandi eru haldnir um 2.500 jólamarkaðir ár hvert. DAGLEGT LÍF MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.