Morgunblaðið - 27.11.2004, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 27.11.2004, Qupperneq 55
Billy Bob Thornton: Verulega vafasamur jólasveinn. TIL að bjarga barnafjölskyldum frá hremmingum er rétt að taka það fram í upphafi að Slæmur jóli á ekk- ert skylt við dæmigerðar “„jóla- myndir“, gjarnan kenndar við Disn- ey. Sá jóli sem myndin dregur nafn sitt af er að vísu í rauða búningnum en er ættaður úr smiðju Coen- bræðra. Groddafyndnin sem heldur henni uppi minnir þó frekar á kímni- gáfu Farrelly-bræðra. Dvergurinn Marcus (Cox) og fyllibyttan Willie (Thornton), snúa bökum saman um hver jól og ráða sig til að skemmta börnum í versl- anaklösum. Willie sem jólasveinn, Marcus er álfurinn. Hvorugur er þó hlutverkinu vaxinn því Willie er drykkjusjúklingur og flagari en Marcus illskeyttur þorpari. Sam- vinnan kemur heldur ekki til af góðu því á bak við búningana búa út- smognir innbrotsþjófar sem láta greipar sópa um peningahirslur verslananna á aðfangadagkvöld og hverfa síðan á braut. Allt gengur að óskum uns þeir lenda í klónum á öryggisverði í Phoenix, Arizona, sem sér í gegnum þá og vill fá sinn hlut af þýfinu. Allt gengur út á að gera grín að hlutum sem hafa hingað til notið friðhelgi í jafnvel bleksvörtustu gamanmyndum. Sjálf jólahátíðin er gerð að skotmarki, bestu vinir barnanna, álfurinn og jólasveinninn, eru óuppdregnir skíthælar, börnin illþolandi, óspart grín gert að drykkjusýki, fötlun, ellihrumleika, einelti, sjálfur jólasveinninn ber ekki sitt barr eftir útreiðina sem hann fær hjá Billy Bob. Flest sem persón- urnar gera er í vafasamari kantinum uns kemur að samskiptum jóla og lítillar fitubollu (Brett Kelly), sem í einstæðingsskap sínum reynir að ná vináttu hins undarlega jólasveins og hjásvæfu hans. Til allrar lukku verð- ur sú vinátta ekki til þess að Slæmur jóli reyni að taka sig alvarlega að nokkru marki. Höfundarnir láta ekki deigan síga í mannfyrirlitningu, kaldhæðni og árásum á yfirborðs- hræsni kaupgleði jólanna, leikstjór- inn heldur sínu striki á óvissum mörkum smekkvísinnar og Billy Bob er yndislega útlifaður mannleri í jólasveinsbúningi. Þá fer John Ritter á kostum í sínu síðasta hlut- verki vesældarlegs verslunarstjóra og Bernie Mac er ámóta fyndinn sem spillti öryggisvörðurinn. Yfir- gengileg en oftast meinfyndin, hins- egin jólamynd. Öðruvísi jólaglaðningur KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: Terry Zwigoff. Aðalleikendur: Billy Bob Thornton, Tony Cox, Bernie Mac, Lauren Graham. 91 mín. Banda- ríkin. 2003. Slæmur jóli (Bad Santa)  Sæbjörn Valdimarsson MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 55 * * * * ** * * * * * * ** ** * * * * * * Nýr og betriHverfisgötu ☎ 551 9000 Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLE Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15. Ein besta spennu- og grínmynd ársins Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10. B.i. 14 ára. * * * ** * * * * * * * * *** * * * ** * * * * * Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLE Sýnd Kl 8 og 10. Ein besta spennu- og grínmynd ársins www.laugarasbio.is Kr. 500 www.regnboginn.is M.M.J. Kvikmyndir.com  Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.15. B.i. 14 ára. H.J. Mbl.  Kvikmyndir.is VINCE VAUGHN BEN STILLER Kolsvört jólagrínmynd með Billy Bob Thornton ... þú missir þig af hlári BILLY BOB THORTON BERNIE MAC LAUREN GRAHAM Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. Sýnd Kl. 5.45, 8 og 10.15. TIM ALLEN JAMIE LEE CURTIS Sýnd kl. 1.30, 3.40, 5.45, 8 og 10.15. Kr. 500 Kvikmyndir.com  PoppTíví  Ómar í Quarashi / DV  JÓLAMYND FJÖLSKYLDUNNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.