Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 1
Gullvægu reglurnar þrjár Ásdís Halla Bragadóttir í viðtali við Skapta Hallgrímsson | 10 Tímaritið í dag Tímaritið | Mannauðurinn felst í fjölskyldunni  Töfrandi sumar- förðun  Mjólk er mjög smart  Grænar veislur í appelsínugulum sófa við blátt veggfóður  Að láta vínið gæla við matinn 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 Morgunblaðið/RAX Maísólin ’En í kvöld líkur vetrisérhvers vinnandi manns, og á morgun skín maísól, það er maísólin hans, það er maísólin okkar, okkar einíngarbands, fyrir þér ber ég fána þessa framtíðarlands.‘Halldór Laxness, Maístjarnan París. AFP. | Skoðanakönnun í Frakklandi gefur til kynna að 52% þeirra sem eru ákveðnir í að taka þátt í þjóðaratkvæða- greiðslunni 29. maí um stjórnarskrá Evr- ópusambandsins hyggist samþykkja hana. Er þetta í fyrsta sinn síðan í mars að könn- un sýnir meirihluta fyrir stjórnarskránni en undanfarnar vikur hafa allt að 60% að- spurðra verið á móti. Könnunin var gerð á vegum TNS- Sofres-Unilog fyrir útvarpsstöðina RTL og sagðist um fjórðungur aðspurðra ekki hafa gert upp hug sinn. Aðrar kannanir hafa einnig sýnt að andstaðan hefur minnkað. Mestu munar að andstaðan í röðum kjós- enda Sósíalistaflokksins hefur minnkað ört og segjast nú 51% þeirra vera á móti en fyr- ir nokkrum vikum var hlutfallið 63%. Mikill taugatitringur Andstaðan við stjórnarskrána síðustu mánuðina hefur valdið miklum taugatitr- ingi meðal ráðamanna í Frakklandi og fleiri ESB-ríkjum enda verða öll aðildarríkin 25 að samþykkja skrána til að hún öðlist gildi. Helstu flokkar eru klofnir í málinu en Jacq- ues Chirac Frakklandsforseti hefur beitt sér fyrir samþykki og hefur varað landa sína við því að áhrif þeirra í Evrópu muni dvína ef þeir felli skrána. Kannanir hafa sýnt að fáir Evrópumenn vita mikið um innihald skrárinnar. En talið er að margir kjósendur vilji nota tækifærið og refsa stjórnvöldum vegna stuðnings þeirra við aðild Tyrklands að ESB. Hörð andstaða er við þá hugmynd í Frakklandi. Meirihluti styður stjórn- arskrá ESB LANDSPÍTALI – háskólasjúkra- hús (LSH) hefur tekið forystu á Norðurlöndunum varðandi offituað- gerðir og hefur heilbrigðisstarfsfólk frá Danmörku, Noregi og Bretlandi komið hingað til lands til að læra að- ferðir íslenskra sérfræðinga í slík- um skurðaðgerðum. Björn Geir Leifsson og Hjörtur Gíslason skurðlæknar hafa umsjón með offituaðgerðum á LSH. Björn segir tækniþróun síðustu ára gera aðgerðirnar sífellt hættuminni fyrir sjúklinginn. Frá árinu 2000 hafa verið gerðar alls um 250 offituaðgerðir í gegnum kviksjá. Í aðgerðinni er tengt framhjá um 95% af maganum og efri þriðjungi af mjógirninu. Þetta leiðir til þess að sjúklingur getur að- eins neytt lítilla matarskammta í einu auk þess sem matarlyst hans minnkar. Ef sjúklingurinn borðar rangan mat, sérstaklega feitan mat, nýtist fitan illa og sjúklingur fær svokallaða fituskitu sem gerir hann fráhverfan feitum mat. Aðgerð gegnum fimm göt Aðgerðin fer fram í gegnum fimm lítil göt á kviðnum með hjálp kvið- sjár og er bati mjög skjótur eftir að- gerðina. Eru sjúklingar nokkuð hressir á fyrsta degi og eru venju- lega farnir heim á þriðja degi eftir aðgerð. Árangur hefur að sögn verið góður, en 90% sjúklinga missa um 80–90% af yfirþyngd sinni og fara flestir niður að kjörþyngd eftir eitt og hálft til tvö ár. Við þennan þyngdarmissi lagast oftast margir af fylgikvillum offitu, t.d. hár blóð- þrýstingur, sykursýki, kæfisvefn, hjarta- og æðasjúkdómar, geðdeyfð og félagsfælni. Þótt aðgerðirnar séu dýrar eru þær taldar borga sig upp á tveimur til þremur árum, því lyfjakostnaður snarminnkar og sjúklingar komast fljótt í vinnu. Þá getur aðgerð hindr- að örorku vegna offitu. Björn segir nýja tækni sem þróast hefur undanfarin ár gera að- gerðirnar mun fýsilegri og auðveld- ari fyrir sjúklingana. „Það er búið að vera að framkvæma offituaðgerðir í marga áratugi og þær hafa verið í stöðugri þróun. En þetta er fyrst síðustu árin orðið spennandi, þar sem ekki þarf að gera stóra skurði,“ segir Björn. „Nútíma kviðsjártækni og áhöld, þar á meðal örsmá hefti- tæki, hafa gjörbylt tækninni.“ Björn segir afar mikilvægt að gera sér grein fyrir því að aðgerðin er aðeins lítill hluti þeirrar meðferð- ar og undirbúnings sem sjúklingur- inn þarf að leggjast í, en þar er LSH í samstarfi við Reykjalund. Landspítali – háskólasjúkrahús með forystu í offituaðgerðum með kviksjá Erlendir læknar sækja þekkingu hingað til lands Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is Luong forseti sagði að lokabaráttan í Hoi Chi Minh-borg, sem áður nefndist Saigon, myndi ávallt verða talin hápunktur stríðsins. Stjórnvöld ýta nú undir einka- framtak og utanríkisviðskipti og hagvöxtur hefur verið geysimikill síðustu ár. „Við mælum með frið- samlegri samvinnu til að efla tengsl- in við þær þjóðir sem tóku þátt í Víetnamstríðinu,“ sagði Phan Van Khai forsætisráðherra í ávarpi í Hanoi í Norður-Víetnam. Bandaríkin eru nú helsta við- skiptaland Víetnams og þar búa um 2,7 milljónir manna af víetnömskum uppruna sem senda árlega um fjóra ÞESS var minnst í gær að rétt 30 ár voru liðin frá sigri norðanmanna og skæruliða á her Suður-Víetnams og Bandaríkjanna í Víetnamstríðinu. Talið er að allt að þrjá milljónir Víet- nama og um 58.000 Bandaríkjamenn hafi fallið í átökunum sem stóðu vel á annan áratug. Mikill meirihluti Víetnama, sem eru um 82 milljónir, er fæddur eftir 1975 og lögð var áhersla á að huga að framtíðinni og efnahagsframförum í hátíðarhöldunum. Gamlar stríðs- hetjur voru heiðraðar. Tran Duc milljarða dollara til ættingja í heimalandinu. Sumir hátíðarvagn- anna í Ho Chi Minh-borg voru skreyttir vörumerkjum banda- rískra krítarkortafyrirtækja og ungar stúlkur ýttu á undan sér inn- kaupakerrum, fullum af neysluvör- um. Yfir mannþrönginni sveimaði loftbelgur með merki Vietnam Air- lines. Reuters Víetnamskir unglingar mynda fána með hamri og sigð, tákni komm- únismans, í höfuðborginni Ho Chi Minh í hátíðarhöldunum gær. Minnst endaloka Víetnamstríðsins Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is STOFNAÐ 1913 116. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.