Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 61 DAGBÓK ÁRGANGUR 1948 - HAGASKÓLA Miðvikudaginn 4. maí (kvöldið fyrir uppstigningardag) verður nemendamót í Naustinu, Vesturgötu 3. Húsið opnað kl. 19. Þeir, sem ekki hafa tilkynnt þátttöku, hafi samband við: Maríu Maríusdóttur, s. 898 0648 eða Thomas Kaaber, s. 861 9966. Til sölu BALDWIN SD 10 konsertflygill (2,70) Mjög vandað og vel með farið hljóðfæri Uppl. í símum 581 2725 og 897 9731 SKÓGRÆKTARFÉLAG ÍSLANDS Skógræktarnámskeið fyrir áhugafólk Viltu ná árangri í ræktunarstarfinu? Hin sívinsælu skógræktarnámskeið Björns Jónssonar, fyrrv. skólastjóra, verða haldin nú í vor. Undanfarin ár hafa um 1.000 manns sótt þessi námskeið. Námskeiðin eru sniðin að þörfum áhugafólks sem vill ná góðum árangri í skógræktarstarfinu. Sérstaklega áhugaverð fyrir sumarhúsaeigendur, þar sem fjallað er um helstu atriði ræktunarstarfsins. Fyrirhuguð eru þrjú námskeið: I. Reykjavík, Mörkin 6 (hús Ferðafélagsins) Námskeið A. Fimmtudaginn 12. maí frá kl. 19.00-22.30 Námskeið B. Miðvikudaginn 18. maí frá kl. 19.00-22.30 II. Reykjanesbær Námskeið C. Haldið fyrstu vikuna í júní. Auglýst nánar síðar, en skráning er hafin. Námskeiðsgjald með eigulegum námskeiðsgögnum og kaffi kr. 5.000. Félagar í Skógræktarfélagi kr. 4.000. Hjónagjald kr. 8.000. Upplýsingar og skráning: Sími 551 8150, netfang skog@skog.is - Heimasíða www.skog.is Skógræktarfélag Íslands næsta laugardag, sunnudag og mánudag, verður handverkssýning í Hraunseli opin milli kl. 13 og 17. Kaffi/ kakó/vöfflur. Húsið verður lokað föstudaginn 6. maí venga uppsetn- ingar sýningarinnar. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Betri stofa og Listasmiðja opnar kl. 9–16 virka daga. Fjölbreytt tómstundastarf. Upplýsingar í síma 568-3132. Korpúlfar Grafarvogi | Gönguhópur frá Egilshöll kl. 11 á morgun. Kvenfélag Garðabæjar | Lokafundur vetrarins verður haldinn í Garðaholti þriðjudaginn 3. maí og hefst kl. 19.30. Konur munið að skrá ykkur á fundinn. Stjórn KGB. Kvenfélagið Heimaey | Lokakaffi verður í Súlnasal Hótels Sögu sunnu- daginn 1. maí kl. 14. Vesturgata 7 | Flóamarkaður verður miðvikudaginn 4. maí og föstudaginn 6. maí frá kl. 13–16 báða dagana. Vesturgata 7 | Hálfsdagsferð. Mánu- daginn 9. maí kl. 13 verður farið á handverkssýningar í Bólstaðarhlíð 43 og Hraunbæ 105. Skoðunarferð um höfuðborgarsvæðið. Kaffiveit- ingar, skráning í síma 535-2740. Kirkjustarf Árbæjarkirkja | Sunnudagskvöldið 1. maí kl. 20 Gospelkór Árbæjarkirku leiðir sönginn undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár. Egill Antonsson leikur á flygil, Sigurjón Alexendersson á gít- ar og Jón Óskar Jónsson á trommur. Sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar. Köku- hlaðborð eftir messu, 500 kr. á mann. Grafarvogskirkja | Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587- 9070. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Brauðsbrotning kl. 11. Lofgjörð- arsamkoma kl. 16.30 með Gospelkór Fíladelfíu. Aldursskipt barnakirkja meðan ásamkomu stendur. Allir vel- komnir. Hægt er að horfa á beina út- sendingu á www.gospel.is eða hlusta á Lindina fm 102,9. Kl. 20. er sam- koma frá Fíladelfíu á Omega. Kristniboðssambandið | Hin árlega kaffisala Kristniboðsfélags kvenna verður í Kristniboðssalnum á Háaleit- isbraut 58–60 sunnudaginn 1. maí kl. 14–18. Kaffiveitingar. Ágóðinn rennur til kristniboðsins. Neikvæð landkynning ÉG ER alveg fjúkandi reið út í ís- lenska sjónvarpskonu vegna ummæla hennar í bandarískum sjónvarps- þætti þar sem hún segir að íslenskar konur séu lauslátar, sofi hjá karl- mönnum frá unga aldri, jafnvel á fyrsta stefnumótinu o.fl. o.fl. Þetta er ófyrirgefanlegt og gefur ekki rétta mynd af íslenskum konum almennt. Ég er íslensk kona og vil ekki sitja undir þessum ummælum. Þar að auki er þetta ljót landkynning og neikvæð í hæsta máta. Hvers vegna þurfa Ís- lendingar, þegar þeir hitta útlend- inga, endilega að gefa þeim einhverja ýkta og æsilega mynd af landinu og fólkinu sem hér býr? Þetta er einhver óskiljanleg ástríða og kannski sagt í þeirri trú að þá muni útlendingarnir betur eftir okkur. En er þetta sönn mynd af íslenskum konum sem þarna er dregin upp? Svo vildi til að ég hitti rútubílstjóra sama daginn og þessi frétt kom í DV og hann sagði mér að íslenskir leið- sögumenn ættu það líka til að grípa til svona æsandi lýsinga á Íslandi og Ís- lendingum. Hann sagðist oft hafa orðið var við þetta þegar hann keyrði um landið með erlenda túrista. T.d. hefði ein íslensk leiðsögukona haft það fyrir reglu í hverri ferð að segja farþegum sínum að Íslendingar væru mjög frjálslegir í samskiptum, allir svæfu hjá öllum og það þætti bara sjálfsagður hlutur. Ef þetta er sú mynd sem íslenskt fjölmiðlafólk og þar meðtaldir leiðsögumenn gefa af Íslendingum er það hreint út sagt ófyrirgefanlegt og þar að auki alveg óskiljanlegt. Öskureið íslensk kona. Shop USA bæti þjónustuna MIG langar aðeins til að deila reynslu minni af shopusa.is með lesendum Morgunblaðsins. Þannig er að 7. apríl sl. panta ég vörur frá Ameríku í gegn- um Shop USA. Ég hafði heyrt góðar sögur af þessu fyrirtæki og bjóst við að fá vöruna afhenta um 15.–16. apríl hér á landi þar sem varan skilaði sér til þeirra 13. apríl. Nei nei, varan er tilbúin til afhend- ingar hér á Íslandi 29. apríl þó að hún hafi borist hingað um síðustu helgi. Ég hringdi í Shop USA og fékk þau svör að það væri bara boðið upp á flug einu sinni í viku og þegar varan mín hefði komið hinn 13. hefði verið búið að loka fyrir sendingar í flugið. Og þær útskýringar sem ég fæ á því að varan mín sé ekki tilbúin hér fyrr en viku eftir að hún kom til landsins eru þær að það er of fátt starfsfólk og allt of mikið að gera. Ég get mér þess til að um helmingur Íslendinga hafi verslað í gegnum þetta fyrirtæki vörur frá Ameríku og ég spyr, þar sem vinsældir vörukaupa frá Amer- íku í gegnum þetta fyrirtæki eru eins miklar og raun ber vitni, hvers vegna þjónusta þessa fyrirtækis er svona slök? Af hverju er ekki boðið upp á flug með vörurnar oftar í viku? Af hverju er ekki miðstöðin hér í Reykjavík stækkuð og ráðið fleira fólk? Ef það yrði gert myndi þjónust- an batna. Einnig mætti fjölga fyrir- tækjum sem bjóða upp á sendingar frá Ameríku. Og ég tel mig geta full- yrt að það er örugglega fleira fólk hér heima sem segir sömu sögu og ég. Tryggvi Rafn Tómasson. Tólf postular og tíu tittir ÁGÆTU lesendur. Mig langar til að vekja athygli á grein sem birtist í Morgunblaðinu þriðjudaginn 24. apríl sl. eftir Sigurð V. Sigurjónsson röntgenlækni sem hann skrifaði um Landspítala – há- skólasjúkrahús. Greinin er allrar at- hygli verð. Heilbrigðiskerfið er það kerfi sem snertir okkur öll frá vöggu til grafar. Einkenni á sjúkum fjöl- skyldum er að þagga hlutina í hel meðan einkenni á heilbrigðum fjöl- skyldum er að ræða hlutina af opnum og einlægum huga. Það sama gildir um stofnanir. Það þarf mikið til að starfsmaður ryðjist fram á ritvöllinn með slík mál og er ekki að ófyr- irsynju. Margar aðrar greinar um LHS hafa birst sem einnig er vert að velta fyrir sér, þótt þessi sé sér- staklega nefnd hér. Hrönn Jónsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur á eftirlaunum. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÁRLEGIR vortónleikar Karlakórs Reykjavíkur verða haldnir 1. til 7. maí. Alls verða sungnir 7 tónleikar, þeir fyrstu 1. maí kl. 16 og 20, og síð- an 3. maí kl. 20, 4. maí kl. 20, 5. maí kl. 16 og 20, og 7. maí kl. 16 verða aukatónleikar í Langholtskirkju. Efnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt segir í tilkynningu frá kórn- um. „Sungið verður um sægarpa, landnema og hetjur svo eitthvað sé nefnt. Kórinn syngur um vorið, nótt- ina og kemur við á kránni þar sem munkarnir í Carmina Burana skála fyrir hverju sem þeim dettur í hug. Yfirbragðið er fjölþjóðlegt, sungið verður á íslensku, dönsku og latínu.“ Söngstjóri er Friðrik S. Krist- insson. Undirleikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir. Einsöngvarar, Ás- geir Eiríksson, Hreiðar Pálmason, Sigurður Haukur Gíslason og Stefán Sigurjónsson. Miðasala í Ými fyrir tónleikana. Morgunblaðið/Kristinn Vortónleikar Karlakórs Reykjavíkur Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Árskógar 4 | Handverkssýning frá kl. 13 til 16.30. Kaffi og meðlæti frá kl. 14. Skemmtiatriði. Allir velkomnir. Ellimálaráð Reykjavíkurprófasts- dæma | Ellimálaráð Reykjavík- urprófastsdæma og ellimálanefnd Þjóðkirkjunnar efna til sumardvalar fyrir eldri borgara á Löngumýri í sumar. Boðið er upp á fimm daga dvöl frá mánudegi til föstudags. Um er að ræða tvo hópa í júní og einn í júlí. Upplýsingar á skrifstofu elli- málaráðs f.h. virka daga, s. 557-1666. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur í kvöld kl. 20, Hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Félagsstarf Gerðubergs | Þriðjudag- inn 3. maí kl. 13.15 „Kynslóðir saman í Breiðholti“, félagsvist í samstarfi við Fellaskóla, Hólabrekkuskóla og Selja- skóla, ESSO veitir verðlaun, dregnir verða út tíu vinningar úr öllum fé- lagsvistarspjöldum vetrarins. Hraunbær 105 | Handverkssýning verður sunnudaginn 8. maí frá kl. 13– 17 og mánudaginn 9. maí frá kl. 9–17. Margir fallegir munir. Kaffiveitingar. Hraunsel | Hinn 7., 8. og 9. maí, þ.e.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.