Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KJARTAN J. Hauksson kafari, sem fyrir tveimur árum varð að hætta við hringróður sinn um land- ið á árabát, er ekki af baki dottinn og ætlar hann í sumar að ljúka ætl- unarverki sínu. Ferðalagið hefst í Bolungarvík á sjómannadaginn sem er 5. júní og áætlar hann að ljúka ferðinni á sex til átta vikum. Þá hefur hann lagt að baki um 3.000 kílómetra. Sem fyrr er ferðin tileinkuð ferðasjóði Sjálfsbjargar. Tvisvar í sjávarháska sama árið Flestum er væntanlega í fersku minni fyrri tilraun Kjartans sum- arið 2003. Ferðalagið hófst í ágúst og sóttist honum ágætlega þar til ógæfan dundi yfir í Rekavík bak Látrum um mánuði síðar þar sem ankeri bátsins slitnaði upp með þeim afleiðingum að bátinn rak upp í brimgarðinn þar sem honum hvolfdi og hann gjöreyðilagðist. Kjartan slapp sem betur fer lítið meiddur og skip Grænfriðunga, Rainbow Warrior, fann seinna bát- inn og kom honum til hafnar. Þar með var hrakningum Kjartans það árið þó ekki lokið því í desember var hann við annan mann um borð í trillu sem sökk vestur af Reykja- nesi og björguðust þeir eftir að hafa ríghaldið sér í björgunarhring í um hálftíma. Þegar Morgun- blaðið ræddi við hann daginn eftir sagði hann að í ljósi síðustu at- burða væri réttast að breiða sæng- ina yfir sig og taka því rólega það sem eftir var af árinu. Nú er Kjart- an greinilega kominn undan sæng- inni og tilbúinn til að takast á við aðra þrekraun. Báturinn sem Kjartan reri árið 2003 hafði agnarsmátt hús sem Kjartan gat notað til að hvílast milli þess sem hann reri 14 tíma á dag og var ætlun hans að koma einungis 3–4 sinnum í land meðan á ferðalaginu stóð. Nú hefur Kjart- an fengið nýjan bát sem er veru- lega frábrugðinn þeim eldri og er t.a.m. ekki aðstaða til að sofa um borð. Kjartan mun því koma reglu- lega í land en á útvöldum stöðum verður tekið á móti honum með viðhöfn. Vekur athygli á ferða- möguleikum fatlaðra Markmiðið með ferðinni er að vekja athygli á möguleikum fatl- aðra til ferðalaga og að safna fé í hjálparliðasjóð Sjálfsbjargar sem hefur það markmið að auðvelda hreyfihömluðum að ferðast. Sjóð- urinn var stofnaður árið 1997 og voru veittir úr honum margir styrkir þar til sjóðurinn tæmdist árið 2004. Að sögn Arndísar Guðmunds- dóttur, fræðslufulltrúa Sjálfs- bjargar, er nú stefnt að því að safna nægilegu fé til að vextirnir dugi fyrir greiðslum úr sjóðnum. Fjáröflun meðal fyrirtækja muni hefjast von bráðar, á vefsíðu samtakanna verði tengill inn á styrktarsíðu auk þess sem fleira verði gert í fjáröflunarskyni. Arn- dís segir að Sjálfsbjörg beri engan kostnað vegna leiðangursins. Atl- antsskip hafi þegar styrkt verk- efnið með því að flytja bátinn frá Bandaríkjunum til Íslands. Kjartan J. Hauksson kafari er ekki af baki dottinn Ætlar að ljúka hringróðr- inum í kringum landið Morgunblaðið/Árni Sæberg Kjartan J. Hauksson ætlar að róa bátnum réttsælis um landið frá Bol- ungarvík til Reykjavíkur og safna fé fyrir Sjálfsbjörgu.                                    Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is KÁRAHNJÚKAVIRKJUN Bor- verkið í Kárahnjúkavirkjun hefur sem kunnugt er sigið nokkuð aftur úr áætlun. Fyrir því eru að sögn Sigurðar Arnalds hjá Landsvirkjun nokkrar ástæður. Þar á meðal erf- itt berg sem þarf að styrkja sér- staklega. Borinn þarf þá að stoppa á meðan bergið er styrkt með stál- bogum og sprautusteypu. Borinn TBM1, sem er á leiðinni inn eftir Fljótsdalsheiði og hefur gengið hvað verst, borar t.d. samsíða jarð- lögum. Lendi hann í mjúku jarðlagi er hann lengi að tafsa í því. Önnur ástæða tafa er bilanir. Borarnir sjálfir hafa ekki bilað og ekkert hefur hent krónurnar sem mylja bergið, en færiböndin sem hanga aftan úr borunum hafa viljað bila. Þá hefur TBM 3, sem byrjaði inn af Glúmsstaðadal og borar í átt að Hálslóni, verið undanfarið í mjög vatnsríku bergi og myndarlegur lækur verið inni í þeim göngum. Vatnsaginn þar hefur með jarð- fræðina að gera, en þar eru berglög sem hafa orðið til við eldgos undir jökli; bólstraberg, kubbaberg og mjög brotið berg sem aldrei hefur verið þjappað almennilega saman af mörgum ísöldum. Þetta berg er því mjög vatnsríkt og pípir hraust- lega inn í göngin þar. Verði borverkið nokkra mánuði á eftir áætlun megi t.d. bora með gömlu aðferðinni, að bora og sprengja, á móti TBM-risabor- unum. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Vatn streymir í umtalsverðu magni út úr gangamunna í Glúmsstaðadal, þar sem risabor þrjú hefur snúist 4,5 km á rúmlega 150 m dýpi í áttina að Hálslóni. Hann á tæpan kílómetra eftir á áfangastað. Pípir hraustlega inn í göngin Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is EKKI verður gengið lengra í aðhaldi og sparnaði ef Háskólinn á áfram að geta staðið undir þeim kröfum og væntingum sem þjóðfélagið gerir til hans. Þá þarf fjárveiting til rann- sókna við Háskóla Íslands að minnsta kosti að tvöfaldast, til að það sé sambærilegt við rannsóknafé ann- arra norrænna háskóla. Þetta kemur fram í ályktun Há- skóla Íslands vegna skýrslu Ríkis- endurskoðunar, sem samþykkt var á sameiginlegum fundi háskólaráðs og deildarforseta. Einnig segir í álykt- uninni að fjárveiting til kennslu við HÍ sé einnig lág í samanburði við hliðstæða erlenda háskóla. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar eru sex nor- rænir háskólar bornir saman, en að meðaltali eru tekjur á skráðan nem- anda 90% hærri í hinum norrænu skólunum en í HÍ. Að lokum segi: „Í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar hefur menntamálaráðherra lýst því yfir að efla þurfi háskólamenntun í landinu með Háskóla Íslands í far- arbroddi. Um leið og tekið er undir þessi ummæli ráðherra verður að ætlast til þess að stjórnvöld hækki fjárveitingar til Háskóla Íslands svo þær verði sambærilegar við fjárveit- ingar til norrænna háskóla.“ Bæta þarf hlut Háskóla Íslands ÞINGMENN Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa birt upplýs- ingar um fjárhagsleg málefni sín, eignatengsl og allar tekjur í því skyni að opna fyrir umræðu um fjármál stjórnmálaflokka og stjórnmála- manna. Upplýsingar um fjármál þingmannanna er að finna á vefsíðu flokksins, www.vg.is undir liðnum „Þingmenn“. Bókhald flokksins hefur einnig frá upphafi legið fyrir. Fæstir þingmenn Vinstri-grænna hafa aðrar tekjur en þingfararkaup og þiggur Ögmundur Jónasson þing- flokksformaður ekki að jafnaði tekjur fyrir störf sín í þágu BSRB. Í tilkynningu frá VG segir að þótt gott sé og blessað að einstakir þing- menn birti upplýsingar um hagi sína sé síður en svo nóg að gert. Aðalatrið- ið sé að fjármál flokkanna liggi ljós fyrir og gefi ekki tilefni til tortryggni og gruns um óeðlileg hagsmuna- tengsl. Gera verði þá kröfu til stjórn- málaflokkanna að þeir opni bókhald sitt og upplýsi um fjármál sín. Þingmenn VG upp- lýsa um fjármál sín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.