Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 35
þess þyrftu allir að gæta, sem styðja stefnuna, að vinna ekki í gagnstæða átt. Ég kalla það að vinna í gagnstæða átt þegar menn sem skipa fremsta sæti í félagsskapnum gera annað eins og þetta sem hreppsnefndarmenn, gefa flokksbræðrum sínum „argvít- ugt“ spark yfir á sveitina, ef þeir þurfa lítils háttar á hjálp þeirra að halda. Því beið hreppsnefndin ekki eftir því, að maðurinn borgaði lánið sjálfur, ann- aðhvort af vertíðaraflanum eða síðar meir? Ég vil að svona sjóðir gefi lengri lánsfrest en aðrir sjóðir. Það er hættuleg aðferð að hirða ekki um, þótt rótað sé við helgustu tilfinningum manna, jafnvel rífa þær upp með ómannúð og illvilja. Mannúðin er komin á svo hátt stig, að það þykir vítavert að taka egg úr hreiðri, að minnsta kosti dýravinum. En þá er einnig víst, að mannvinum þykir hart að slíta börnin frá móðurinni, mann- inn frá konunni eða yfirhöfuð að tala slíta vináttubönd til að spara hreppn- um fé. Eru það ekki hreppsfélögin, sem eiga að leggja fé til að uppala börnin, ef fé foreldranna hrekkur ekki til? Foreldrarnir geta lagt fram, sem þau eru menn til, og svo það sem mestu varðar, föður- og móður-ást. Það eiga ekki hinir, sem máski eiga fé til framfærslu börnunum. Hver nýtur, ef einhvers er að njóta? Það er land og þjóð. Foreldrarnir eru verkfæri í hönd- um náttúrunnar til að viðhalda mann- kyninu. Það geta oft og tíðum ekki þeir auðugu, en þeir geta komið með peningana til að hjálpa til að uppala, svo að börnin séu ekki andlega og lík- amlega veikluð af skorti, heldur hraust og mannvænleg, fædd af fá- tækum, en óspilltum foreldrum. Heimili fátæku barnanna og foreldr- anna eiga að vera friðuð, ef hlynnt er að smákjarrinu, verður einhvern tíma skógur, ef hlynnt er að smælingjunum verður þjóðin þjóð, sem vonandi á góða framtíð, en ekki ef sparkað er í smælingjana og soranum skýlt. Þá má sízt af öllu bjarga fjárhag landsins á kostnað smælingjanna; það verður að finna aðrar leiðir. Ef hreppsnefndir eru tilneyddar laganna vegna að fara svona að, er sannarlega mál að færa lögin í mann- úðlegra horf, en ekki hafa nú bann- lögin verið svo vel haldin meðal þjóð- arinnar, að það hefði heitið stór blettur, þótt svona ómannúðleg lög hefðu ekki verið haldin í það ýtrasta. Kerling í koti.“ Móðir mín, Elísabet Jónsdóttir frá Eyvindarmúla í Fljótshlíð, birti þessa grein í Alþýðublaðinu 27. og 29. des- ember 1923. Móðir hennar, Guðrún Jónsdóttir frá Sauðtúni í Fljótshlíð lést 23. des- ember 1923. Fjölskylda okkar, móður minnar og systkina, var nýflutt til Reykjavíkur, 9. október 1923. Það gerðist sitt hvað á þessum umbrota- tímum. Amma mín Guðrún var fædd 1840. Hún var í vistarbandi allt til ársins 1897, þá keypti hún sig lausa. Sendi Magnúsi Torfasyni sýslumanni 2 krónur og bað hann senda sér um hæl lausamennskubréf. Hún eignaðist börn með afa mínum, Jóni Þórðarsyni óðalsbónda og vara- þingmanni. Amma mín gekk með börn sín milli vista. Móður mína skildi hún eftir 5 ára gamla hjá barnsföður sínum, sem þá var sjötugur. Amma mín svæfði dóttur sína. Lét vel að henni. Þegar barnið vaknaði var móð- irin farin, en alskeggjaður og hálf- blindur öldungur tekinn við uppeldi dóttur sinnar. Mörg voru örlög og meinleg. fæðast“ Höfundur er þulur. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 35 Búdapest 5. maí - Uppstigningardag frá kr. 39.990 Helgarferð í 4 nætur - Flug og gisting Munið Mastercard ferðaávísunina Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða helgarferð til þessarar stórkostlegu borgar í hjarta Evrópu 5. maí (Uppstigningardag). Búdapest býður einstakt mannlíf, menningu og skemmtun að ógleymdri gestrisni Ungverja. Þú velur um góð hótel í hjarta Búdapest og spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða. Verð kr. 39.990 Flug, gisting, skattar og íslensk farar- stjórn. M.v. 2 í herbergi í 4 nætur á 3* hóteli með morgunmat. Netverð. Ger›u flér dagamun og fagna›u vorinu á Hótel Flú›um. Vi› bjó›um sannkalla›a draumadaga alla virka daga í maí; gistingu fylgir morgun- ver›ur og flriggja rétta kvöldver›ur. Bóka›u gistingu og láttu drauminn rætast. • Kyrrlátt umhverfi • Eitt grænasta svæ›i landsins • Nálæg› vi› náttúruperlur • Frábærar veitingar • Vildarpunktar E N N E M M / S ÍA / N M 16 14 8 Á HÓTEL FLÚ‹UM Í MAÍ DRAUMADAGAR TILBO‹ Gisting eina nótt, morgunver›arhla›bor›, flriggja rétta kvöldver›ur. www.icehotels.isNordica I Loftlei›ir I Flughótel I Hamar I Flú›ir I Rangá I Klaustur I Héra› Sími: 444 4000 á mann alla virka daga 8.500 kr.Frá Frambo› á herb. er takmarka›. Firmakeppni Brids- sambandsins endurvakin Laugardaginn 21. maí nk. verður Firmakeppni BSÍ haldin, en þetta skemmtilega mót hefur legið niðri um nokkurra ára skeið. Spiluð verður sveitakeppni, stuttir leikir, spilatími frá 11 til 17.30. Þátt- tökugjald er 25 þús. kr. á sveit og eru veglegar veitingar innifaldar allan daginn. Spilað er um gullstig og eru óreyndir keppnisspilarar sérstak- lega velkomnir. Bridsfélag Reykjavíkur Ómar Olgeirsson og Páll Þórsson hafa skorað jafnt og þétt í baró- meterkeppni félagsins og eru nú komnir með 62 stiga forystu á toppn- um. Þeir náðu þriðju hæstu skor síð- asta spilakvöld en skor kvöldsins kom í hlut Helga Jónssonar og Hauks Ingasonar. Hæsta skor kvöldsins: Helgi Jónsson – Haukur Ingason 169 Guðm. Pálsson – Hallgr. Hallgrímsson 121 Ómar Olgeirsson – Páll Þórsson 107 Oddur Hjaltas. – Hrólfur Hjaltason 70 Staða efstu para að afloknum 4 kvöldum er nú þannig: Ómar Olgeirsson – Páll Þórsson 346 Matthías Þorvss. – Magnús Magnússon 284 Bernódus Kristins. – Hróðmar Sigurbjs. 281 Helgi Jónsson – Helgi Sigurðsson 227 Oddur Hjaltason – Hrólfur Hjaltason 212 Guðm. Pálsson – Hallgr. Hallgrímsson 166 Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Hraðsveitakeppninni lauk með öruggum sigri sveitar Magnúsar Orra Haraldssonar sem var í forystu allan tímann. Spilarar í sveit Magn- úsar Orra voru auka hans Anton og Sigurbjörn bræður hans og Bjarni Einarsson. Eftirtaldar sveitir náðu hæsta skorinu á síðasta spilakvöld- inu af þremur í keppninni (M=576): 1. Hrafnhildur 640 2. Guðrún Jörgensen 614 3. Magnús Orri Haraldsson 604 Lokastaða efstu sveita: 1. Magnús Orri Haraldsson 1904 2. Guðrún Jörgensen 1817 3. Ungu spilararnir 1764 4. Hrafnhildur 1739 5. Rúnar Einarsson 1732 Á lokasprettinum ætlar félagið að bjóða upp á eins kvölds tvímenning með verðlaunum fyrir efsta sætið, væntanlega sagnkeppnum Einars Jónssonar, mánudaginn 2. maí. Frá bridsdeild FEBK Gjábakka Þriðjudaginn 26. apríl var spilaður tvímenningur á fjórum borðum. Meðalskor 60. Úrslit urðu þessi. Magnús Oddsson – Ragnar Björnsson 74 Magnús Halldórss. – Oliver Kristóferss. 74 Eysteinn Einarsson – Jón Stefánsson 71 Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilaði tvímenning á 15 borðum fimmtudaginn 28. apríl. Miðlungur 264. Efst vóru í NS; Páll Ólason – Elís Kristjánsson 361 Sigtryggur Ellertss – Þorsteinn Laufdal 306 Ernst Backmann – Tómas Sigurðsson 301 Leifur Jóhanness. – Aðalbj. Benediktss . 300 AV Sigurður Herlufsen – Stígur Herlunfsen 360 Helga Helgad. – Þórhildur Magnúsd. 311 Sigrún Pétursd. – Unnar Guðmundss. 292 Nanna Eiríksd. – Björn Björnsson 289 Bridsfélag Kópavogs Fjögurra kvölda Butler-tvímenn- ingi lauk sl fimmtudag. Baráttan var hörð en að lokum fékkst afgerandi niðurstaða. Lokastaðan: Hermann Friðriksson – Ómar Olgeirss. 135 Ragnar Björns. – Sigurður Sigurjóns. 113 Guðm. Baldurss. – Steinberg Ríkharðss. 102 Loftur Pétursson – Sigurjón Karlsson / Eiríkur Kristófersson 102 Hæsta skor: Georg Sverrisson – Ragnar Jónsson 49 Helgi Bogason – Vignir Hauksson 37 Ármann Lárusson – Gísli Tryggvason 37 Atli Hjartarson – Sverrir Jónsson 26 Næsta fimmtudag verður eins kvölds tvímenningur. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Klapparstíg 44 sími 562 3614 Gluggagrind 60 cm. Verð kr. 1.900 Gluggagrind (smíðajárn) með fóðri 60 cm. Verð kr. 2.700 ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.