Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ É g var dæmdur í fjórfalt lífstíðarfangelsi fyrir morð,“ segir Noel Large. Hann er lágvax- inn og sköllóttur, líklega um fimmtugt og talar með sterkum norður- írskum hreim. Hann er einn um 15.000 fanga sem var gefið frelsi í kjölfar friðarsamkomulagsins sem náðist árið 1998 og kennt er við föstudaginn langa. Hann hafði setið inni í sextán ár þegar hann fékk frelsi. Enginn spyr hann hversu mörg líf hann hefur á samviskunni. Kannski veit hann það ekki sjálfur. Við erum stödd í Shankills-hverf- inu, harðasta vígi harðlínumanna í röðum mótmælenda í Vestur-Bel- fast. Shankill Road liggur samhliða Falls Road, þar sem kaþólikkar ráða lögum og lofum. Miklar óeirðir og bardagar áttu sér stað á þessum stað fyrir um 35 árum. „Mótmælendur voru fleiri en kaþólikkar og brenndu því ofan af kaþólikkum,“ segir hann. Í dag skilur himinhár öryggisveggur samfélögin að. Large var félagi í Ulster Volunteer Force (UVF), vopnuðum hópi mótmælenda. „Mér fannst að breska ríkisstjórnin tæki ekki nægilega vel á IRA [Írska lýð- veldishernum] og vildi verja sam- félagið mitt,“ segir hann um ástæður þess að hann gekk til liðs við UVF. „Hefði krúnan verið mér jafntrú og ég hef verið henni hefði ég ekki þurft að gera þetta. Ég var sakfelldur af krúnunni sem ég var hliðhollur.“ Á þeim sextán árum sem Large sat inni gerði hann sér grein fyrir því að ofbeldi væri ekki lausnin á deil- unum milli kaþólikka og mótmæl- enda. „Ég hugsaði með mér þegar ég kom út að fyrst ég var tilbúinn að deyja fyrir samfélagið mitt yrði ég að vera tilbúinn að vinna að því að gera það betra. Ég er að reyna að koma í veg fyrir að ungt fólk feti sama veg og ég gerði, það leysir eng- an vanda,“ sagði Large. „Bresk stjórnvöld vilja ekki að fyrrum fang- ar starfi að samfélagsmálum en við höfum mikilvægt verk að vinna hér,“ segir hann. Móðurleg skylda að ganga til liðs við IRA Sömu sögu er að segja frá hlið Kaþólikka. Coiste, samtök fyrrum IRA-fanga, vinna nú mikið starf í sínu samfélagi. Bæði við að hjálpa fyrrverandi föngum að fóta sig í breyttu samfélagi og eins að reyna að koma af stað umræðu um framtíð svæðisins. Rosena Brown, góðleg kona um fimmtugt, útskýrir hvernig stóð á því að hún gekk til liðs við IRA. „Mér finnst sem ég hafi barist fyrir jafnrétti allt mitt líf. Fyrst á heimili sem var stjórnað af karl- mönnum, seinna þegar ég var að reyna að leita mér að vinnu. Ég man þegar það var brennt ofan af systur minni og fjórum börnum hennar. Börn önduðu að sér táragasi og urðu vitni að sprengjum og skothríðum. Allt þetta varð til þess að auka póli- tíska meðvitund mína,“ segir Brown. Alls létust fimm ættingjar hennar í árásum frá Royal Ulster Constab- ulary-lögreglunni (RUC) – en í þá tíð voru aðeins um 5–10% liðsmanna RUC kaþólskir – breska hernum eða vopnuðum hópum mótmælenda. Ár- ið 1971 var hún síðan handtekin fyrir vopnaeign og sat inni í nokkurn tíma. Þegar hún kom út hafði hún skilið við manninn sinn og var einstæð móðir með sex börn. „Synir mínir og dætur urðu fyrir árásum og þegar þau sögðust vilja ganga til liðs við IRA bannaði ég þeim það,“ segir hún. „Sem móðir og höfuð heimilisins var það skylda mín að gera samfélagið betra og ég vona að mér hafi tekist það. Þetta var venjulegt fólk sem barðist fyrir jöfnu og sanngjörnu samfélagi.“ Erfitt fyrir fyrrum fanga að aðlagast samfélaginu eftir að þeir koma út Fyrrum fangar hafa lent í erfið- leikum eftir að út er komið og hafa samtök á borð við Coiste unnið að því að hjálpa fólki sem hefur setið inni í mörg ár að aðlagast samfélaginu að nýju. Brown segir að sumir hafi misst sambandið við fjölskylduna og mörgum hafi reynst erfitt að fá vinnu. Reyndar njóti fyrrum fangar mikillar virðingar í samfélögum sín- um en þar sem þeir hafi sakaferil geti þeir ekki fengið vinnu hjá hinu opinbera. Að mati kaþólikka er lögreglan stór hluti af vandamálinu á N-Írlandi þar sem margir þeirra telja sig hafa verið beitta misrétti af lögreglunni í átökunum. Í kjölfar friðarsamkomu- lagsins var nýtt lögreglulið stofnað, PSNI (Police Service Northern Ire- land), en menn sem höfðu verið í RUC fengu að halda sínum störfum. Kaþólikkar líta margir hverjir svo á að þar með sé mönnum sem hafi brotið á mannréttindum þeirra gert kleift að halda áfram að sinna lög- gæslu og á meðan svo sé geti lög- reglan ekki verið lögregla allra íbúa á N-Írlandi. Nú er unnið að því að fjölga kaþólikkum innan raða PSNI, en fyrrum fangar geta ekki fengið störf þar. Lögreglu ekki treyst „Ég mun aldrei styðja PSNI eða RUC. Innan raða lögreglunnar eru menn sem hafa í sífellu brotið á mannréttindum. Eina markmið þeirra er að hafa stjórnvöld við lýði sem eru hliðholl bresku krúnunni og til að ná því markmiði hafa þeir mis- þyrmt börnum og fullorðnu fólki. Það er ekki þannig að við viljum ekki löggæslu, ég samþykki hins vegar ekki að menn sem hafa brotið mann- réttindi gæti laga og réttar í götunni minni,“ segir John McCabe, en liðs- maður RUC skaut konu hans í hnakkann með plastkúlu út um glugga á lögreglubíl af stuttu færi, morgun einn þegar hún var á leið í verslun á Falls Road, með þeim af- leiðingum að hún lét lífið. Þá áttu þau þrjú ung börn. Í bæklingi fyrir innflytjendur í Vestur-Belfast þar sem nýjum íbú- um borgarinnar er hjálpað að fóta sig, sem hópur, sem virðist tengjast stjórnmálaflokknum Sinn Féin, gaf út meðan á dvöl okkar á N-Írlandi stóð stendur eftirfarandi um lögregl- una: „Eins og þú veist kannski nú þegar hafa flestir íbúar í V-Belfast enga trú á PSNI og myndu aðeins hafa samband við lögregluna sem lokaúrræði.“ Í staðinn er bent á hina ýmsu samfélagshópa sem geta hjálp- að. Halda öllum í járngreipum Staðreyndin er sú að vopnaðir hópar á borð við IRA og UVF lifa enn góðu lífi á N-Írlandi. Anne Patt- erson, starfar í Kvekara-húsinu í hlíðunum fyrir ofan Belfast, þar sem konum úr báðum samfélögunum, sem hafa lent í einhverjum erfiðleik- um, er hjálpað. Hún segir að helsta hindrunin í átt til friðar sé tilvera þessara hópa. Þeir haldi öllum í járn- greipum og fremji ýmiskonar glæpi til að halda starfsemi sinni áfram. Þeir hafi stundað það að skjóta í hnésbætur á fólki sem ekki hafi hlýtt þeim eða valdið óskunda og látum innan samfélags þeirra. Góð og virk lögregla virðist því vera lykill að því að ná varanlegum friði. Sean Montgomery, íbúi í sam- félagi kaþólikka í Shortstrand í Austur-Belfast, sem er umkringt byggð mótmælenda, segir að í Short- strand sé glæpatíðnin lág. Lögregl- an sé ekki velkomin þar heldur taki fólk innan samfélagsins sjálft á mál- um sem upp koma. Mikið hefur verið fjallað um morðið á Robert Mc- Cartney sem myrtur var í upphafi þessa árs, en hann var frá Short- strand. Montgomery fullyrðir að IRA hafi ekki staðið á bak við morðið sem systur hans og unnusta eru þó handvissar um, heldur hafi verið um rifrildi á bar að ræða. „Þeir sem báru ábyrgð á þessu ættu að fá líkamlega hegningu,“ segir hann, „stundum getur ofbeldi haft fyrirbyggjandi áhrif.“ Ekki eru þó allir á þessari skoðun. Tom Winstone, sem vinnur með samtökunum Alternatives, sem vinna að því að leysa smáglæpi innan samfélags mótmælenda á Shankill- svæðinu með sáttaumleitunum (Restorative Justice) segir: „Ofbeldi á Norður-Írlandi hefur fyllt kirkju- garðana og fangelsin, en það breytti ekki neinu. Vopnuðu hóparnir eru byrjaðir að sjá jákvæðar breytingar í kjölfar starfs okkar. Ef unglingar Hatast án þess að þekkjast Morgunblaðið/Nína Björk Algjör aðskilnaður Fountainside er griðastaður mótmælenda á Vesturbakkanum í borginni Londonderry/Derry, sem stundum er kölluð „Skástriksborg“. Þar búa 318 mótmælendur, umkringdir öryggisgirðingu. Hér er hægt að komast á milli samfélaganna tveggja. Gangstéttarbrúnin er máluð bresku fánalitunum svo það fari ekki á milli mála hver fer með yfirráð hér. Ástandið á Norður-Írlandi hefur batnað mikið á síðustu misserum þótt enn kraumi hatur undir yfirborðinu. Ólík- legt er að það breytist á meðan „friðarveggir“ halda sam- félögunum aðskildum og þau eiga engin samskipti sín á milli. Fangar sem sleppt var í kjölfar friðarsamkomulagsins sem gert var árið 1998 eru meðal þeirra sem vinna nú að því að ná varanlegum friði. Nína Björk Jónsdóttir ferðaðist með þeim um Norður-Írland.                                               !             !                   "     #              $% &!  '&     (    )    &   *+ )   ,  - '  %     %    .//0             $    %    *       (     1+$  %  %- Friðarveggir eða innilokunarmúrar? Öryggisgirðingin eða „friðarvegg- urinn“ sem umlykur Fountainside og skilur að samfélög mótmælenda og kaþ- ólikka. Öryggismyndavélar mynda einnig allt sem fram fer. Ofbeldi leysir engan vanda „Ég hugsaði með mér þegar ég kom út, að fyrst ég var tilbúinn að deyja fyrir samfélagið mitt yrði ég að vera tilbúinn að vinna að því að gera það betra. Ég er að reyna að koma í veg fyrir að ungt fólk feti sama veg og ég gerði, það leysir engan vanda,“ segir Noel Large. Hann var dæmdur í fjórfalt lífstíðarfangelsi fyrir morð og sat inni í sextán ár, áður en hon- um var gefið frelsi í kjölfar friðarsamkomulagsins 1998. Hann var dæmdur í Crumlin Road-dómshúsinu sem er fyrir aftan hann á þessari mynd og er í dag niðurnítt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.