Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ 30. apríl 1995: „Ræða Árna Vilhjálmssonar, prófessors og stjórnarformanns Granda hf., á aðalfundi fyrirtækisins sl. föstudag, markar tímamót í umræðum landsmanna um fiskveiðistefnuna. Í ræðu sinni sagði Árni Vilhjálmsson m.a.: „Segja má, að við upphaf vísis að núverandi kvótakerfi hafi það verið óhæfa að ekki skyldi hafa verið tekið á gjald- tökumálinu af festu og fram- sýni. Höfundum kerfisins var þó mikil vorkunn, þar sem verið var að fara út á alger- lega framandi braut.“ Þetta er mikilsverð yfirlýsing stjórn- arformanns eins stærsta út- gerðarfyrirtækis landsins um það ranglæti, sem meiri hluti þjóðarinnar var beittur við upptöku kvótakerfisins. Árni Vilhjálmsson gerði síðan grein fyrir sínum hug- myndum um, hvernig hægt væri að koma við gjaldtöku og lýsti því á þann hátt, að „núverandi handhöfum veiðiréttar, sem vilja taka við tryggum varanlegum veiðirétti verði gert að greiða einsinnisgjald, sem gæti t.d. verið á bilinu 50–80 kr. á hvert kg þorskígildis og haldist afla- markshlutdeildin óbreytt frá því, sem er í upphafi. Þennan veiðirétt yrði síðar unnt að taka eignarnámi með góðum fyrirvara, t.d. ef forsendur veiðigjaldsins reyndust veru- lega rangar og kæmu fullar bætur fyrir, sem tækju mið af upphaflegu gjaldi. Þeir sem þess óskuðu ættu kost á láni til fjölmargra ára enda yrðu boðnar fram viðunandi trygg- ingar og yrði lánið með fullum vöxtum, hinum sömu fyrir alla. Tekjur samfélagsins yrðu þá fólgnar í vöxtum af lánunum og því fé, sem kynni að verða staðgreitt. Með slíku kerfi væri verið að færa fram- tíðararðinn af auðlindinni inn í nútíðina. Með slíku kerfi tækju báðir aðilar, þjóðin og útgerðin, talsverða áhættu og mér finnst svo sannarlega, að sýna ætti útgerðinni nokkra mildi og um leið þeim, sem eiga afkomu sína undir henni.“ Það ber að lofa þann kjark, sem Árni Vilhjálmsson sýnir með því að hreyfa þessu máli á aðalfundi Granda hf. og leggja fram slíkar hugmyndir. Í ljósi þeirra viðhorfa, sem ríkt hafa meðal forystumanna útgerðarinnar og hatrammrar andstöðu sumra þeirra við gjaldtöku er ekki auðvelt fyrir forsvarsmann sjávarútvegs- fyrirtækis að tala á þennan veg. Þess vegna ekki sízt hafa hér orðið tímamót. Það er líka athyglisvert, að forysta fyrir breyttum tón í þessum umræðum skuli koma úr röðum forsvarsmanna at- vinnugreinarinnar sjálfrar. Þá kröfu hefði verið hægt að gera til kjörinna fulltrúa þjóð- arinnar á Alþingi og í ríkis- stjórn en kjarkleysi þeirra hefur hins vegar verið slíkt að þeir hafa ekki þorað af ótta við reiði samtaka útgerðar- manna. Efnislega eru hugmyndir Árna Vilhjálmssonar alveg nýr þáttur í þessum umræð- um og eiga eftir að hleypa nýju lífi í þær. Þær þarf að sjálfsögðu að skoða ofan í kjölinn en það er alls ekki óhugsandi, að þær geti orðið grundvöllur að einhvers kon- ar málamiðlun um þetta mesta hagsmunamál þjóðar- innar.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ að virðist færast í vöxt að frið- helgi einkalífsins og kröfur um aðgang yfirvalda að upp- lýsingum stangist á. Hér koma til margir þættir. Fyrst ber að nefna að tækni í sam- skiptum hefur fleygt fram á síðustu árum. Eftir því sem almennara verður að fólk nýti sér hina nýju tækni verður auðveldara að rekja athafnir þess og gerðir og allir möguleikar á eftirliti hafa því stóraukist. Í réttarríkinu er hins vegar allt eftirlit ákveðnum reglum og takmörkunum háð. Þessar reglur miða að því að vernda einstaklinginn fyrir ágangi yf- irvalda og misnotkun upplýsinga. Það er ekki að ástæðulausu að ekki er æskilegt að lögregla geti hlerað síma almennings að vild. Nú er hins vegar svo komið að rafræn viðskipti og rafræn skráning allra samskipta í gegnum síma og tölvur auk eftir- litsmyndavéla um allar trissur gera að verkum að yfirgengilegt magn upplýsinga hleðst upp um hvern einstakling. Það myndi krefjast ótrúlegrar fyrirhafnar að athafna sig þó ekki væri nema einn dag án þess að einhvers staðar yrði einhver athöfn skráð með rekjanlegum hætti. Eina ráðið væri sennilega að yfirgefa mannlegt samfélag og halda til fjalla. Máttur upplýsinga- byltingarinnar Í daglegu amstri er auðvelt að leiða þetta allt saman hjá sér, en hins vegar er full ástæða til að staldra við og velta fyrir sér hvar við erum á vegi stödd. Það er nefnilega þann- ig að þegar tæknin er fyrir hendi getur freistingin til að nýta hana orðið óbærileg. Kortafyrirtæki geta til dæmis hæglega búið til persónugreiningu þar sem koma fram þarfir og langanir hvers við- skiptavinar með því einfaldlega að taka saman hversu oft hann notar kortið til að fara í bíó, út að borða, bregða sér á völlinn eða kaupa sér bók eða geisladisk, svo eitthvað sé talið. Í ljósi neyslu- mynsturs er síðan hægt að flokka viðskiptavinina í markhópa og gefa síðan fyrirtækjum, sem sér- staklega vilja beina spjótum sínum að þeim kost á að gera það. Viðskiptalífið myndi kalla þetta þjón- ustu við viðskiptavininn, sem fengi þá frekar upp- lýsingar um vörur, sem hann hefur áhuga á, en það, sem ekki er á hans áhugasviði. En það mætti rétt eins tala um innrás í einkalíf manna og margir vilja sjálfir leita sér upplýsinga þegar þeir kjósa. Í fámennu þjóðfélagi eins og Íslandi er kannski minni ástæða fyrir fyrirtæki til að beita þessum aðferðum í markaðssetningu. Þjóðfélagið er ekki jafn lagskipt og gerist víða erlendis og auðveldara að ná til fólks í gegnum hina hefðbundnu fjölmiðla, jafnvel þótt markhópurinn geti verið þröngur, en þó þekkjum við mörg dæmi þess, til dæmis þegar sérstaklega er höfðað til fermingarbarna í mark- pósti, nýgift hjón fá markpóst frá fasteignasölu, eða bankar höfða til foreldra barna á ákveðnum aldri til að fá þá til að stofna reikninga fyrir þau. Erlendis er þess konar markaðssetning hins veg- ar með allt öðrum hætti. Í Bandaríkjunum hafa fyrirtæki, sem safna upplýsingum, vaxið og dafn- að. Fyrirtækið Acxiom er gott dæmi. Því er lýst í bókinni No Place To Hide eftir Robert O’Harrow, Jr., sem kom út fyrr á þessu ári. Fyrirtækið var stofnað árið 1969 þegar sú upplýsingabylting, sem nú er að umbreyta öllu, var að hefjast. Árið 1972 átti eigandi þess í fjárhagslegum vandræðum og seldi helminginn í fyrirtækinu fyrir 50 þúsund dollara. Bréf í fyrirtækinu ganga nú kaupum og sölum á opnum markaði og það er metið á einn milljarð dollara. Fyrirtækið hefur höfuðstöðvar í Arkansas og þar eru geymdar alls konar upplýs- ingar um Bandaríkjamenn. Þar koma ekki bara fram nöfn, aldur, heimilisfang og sími, heldur hjónabandsstaða og aldur barna, tekjur, andvirði heimilis og tegund og verð bíla. Fyrirtækið skráir líka óskráð símanúmer og upplýsingar um störf fólks, trúarbrögð og uppruna. Í sumum tilfellum veit það hvað fólk les, hvað það pantar í gegnum síma og tölvu og hvert það ferðast. Listar yfir bíleigendur, nýgift hjón og áskrif- endur tímarita hafa gengið kaupum og sölum í Bandaríkjunum frá því á fimmta áratug liðinnar aldar. Fyrirtæki söfnuðu einnig upplýsingum um fjárhagsstöðu fólks á þeim tíma og var fyrirtæki, sem nú heitir Equifax, með sjö þúsund manns á sínum snærum við þá iðju að safna upplýsingum um 45 milljónir manna. Það er kannski lítið mál að eitthvert fyrirtæki viti hvernig bíl þú átt eða hvar þú átt heima og upplýsingar eru glundroðakenndar þegar þær eru geymdar í einhverjum gríðarlegum haugi. Breytingin er hins vegar sú að fyrirtæki eins og Axciom geta keyrt allar þessar upplýsingar og lista saman kerfisbundið og búið til miklu heil- steyptari mynd af hverjum einstaklingi, en hægt var að gefa með einum lista. Axciom er til dæmis með nokkurs konar svipmyndir af 200 milljónum fullorðinna einstaklinga í gagnabönkum sínum án þess að þeir hafi hugmynd um hvaða upplýsingar er þar að finna. Hver einstaklingur er með 16 tákna kóða, sem notaður er til að flýta fyrir grein- ingu gagna. Axciom selur fyrirtækjum þessar upplýsingar, sem eru síðan notaðar til að ákveða hverjum sé vænlegt að senda vörulista, hverjum eigi að bjóða nýtt krítarkort, hverjir eigi að fá til- boð um tryggingar og hverjir ekki og hverjum eigi að selja tiltekið lyf. Þessi gögn eru notuð við að velja starfsfólk og ná í þá, sem skulda fé. Þau eru notuð til að gera grein fyrir og spá fyrir um hegð- un fólks. Það er auðvelt að gapa af undrun yfir þeim mætti, sem upplýsingabyltingin hefur fært mönnum. En það má heldur ekki gleyma því að ekkert er óbrigðult. Hvað á til dæmis að gera þeg- ar upplýsingarnar í gagnabankanum eru ekki réttar? Þess eru mýmörg dæmi í Bandaríkjunum að einstaklingur hafi ekki getað fengið lán vegna þess að lánastofnun hafði fengið rangar upplýs- ingar frá gagnafyrirtæki og það er ekki lítið mál að þurrka rangar upplýsingar út þegar þær hafa einu sinni verið skráðar. En vissulega getur það líka verið þægilegt og sparað sporin að allar upplýs- ingar liggi fyrir á augabragði þegar sótt er um lán. Einhvern tímann hefði það tekið einkaspæjara nokkra daga eða jafnvel vikur að safna saman upplýsingum, sem fyrirtæki á borð við Acxiom getur tínt til á augabragði, sekúndubroti. Skyndi- lega er fyrirhöfnin engin. Í Bandaríkjunum er gefin út skrá, sem nefnist SRDS Direct Marketing List Source. Þar er að finna upplýsingar um fólk, sem kaupir bækur og tímarit og eftirprentanir hjá listaverkasöfnum, svo eitthvað sé nefnt. Í skránni er til dæmis listi yf- ir samkynhneigða Bandaríkjamenn. Þar er að finna 700 þúsund nöfn. Þessi eftirsókn eftir upp- lýsingum um einstaklinga kann að vekja ýmsum hroll, en hins vegar er ósköp einföld ástæða fyrir því að listarnir eru svona eftirsóttir. Í bók Harrows kemur fram að árið 2003 tókst að selja vörur fyrir eina billjón dollara, það er milljón millj- ónir dollara, með því að nota lista yfir afmarkaða markhópa. Það er því greinilega eftir einhverju að slægjast. Hugarfars- breyting eftir 11. september Notkun upplýsinga hefur að sjálfsögðu ekki verið einskorðuð við viðskiptalífið. Yfir- völd hafa einnig nýtt sér upplýsingabylt- inguna, hvort sem það er skatturinn eða lögreglan. Á Vesturlöndum hefur hins vegar ávallt verið reynt að vernda friðhelgi einkalífsins með ein- hverjum hætti og stöðva ríkisvaldið þegar það hef- ur viljað seilast of langt í eftirliti með borgurunum. Engu að síður hefur smátt og smátt orðið auðveld- ara að fylgjast með fólki eftir því sem tækninni hefur fleygt fram. Tæknin er hins vegar ekki það eina, sem skiptir máli þegar eftirlit er annars veg- ar. Viðhorfið til þess hvernig hún er notuð skiptir sköpum og þar hefur orðið að því er virðist grund- vallarbreyting. Við hryðjuverkin 11. september 2001 í Bandaríkjunum urðu vatnaskil. Í öllum hin- um vestræna heimi fer sú tilhneiging nú vaxandi að rýmka heimildir yfirvalda til eftirlits og aðgang að upplýsingum. Harrow tekur í bók sinni sláandi dæmi um þessa hugarfarsbreytingu. Árið 1999 hugðust bandarísk stjórnvöld auka eftirlit með fjármálaupplýsingum með ýmsum aðgerðum. Bankarnir áttu að skilgreina viðskiptavini sína betur, greina mynstur í notkun reikninga þeirra og hafa auga með frávikum, sem gætu borið grun- samlegu atferli vitni. Markmiðið var að draga úr peningaþvætti. Bönkunum hafði verið gert að greina frá grunsamlegri hegðun og sömuleiðis láta stjórnvöld vita af öllum færslum yfir tíu þúsund dollurum, en þarna átti að ganga mun lengra. Þeg- ar farið var að fjalla um þessar fyrirætlanir breiddust út hávær mótmæli og mörg hundruð þúsund manns kvörtuðu. Í mars 1999 hættu stjórnvöld við áform sín. Þegar hin svokölluðu „fóstjarðarlög“ voru sett í Bandaríkjunum í kjöl- far hryðjuverkanna 11. september var gengið mun lengra en átti að gera 1999 og varla nokkur maður sagði orð. Mörk þess, sem taldist viðunandi, höfðu færst rækilega til. Nú eiga ekki aðeins bankar að greina yfirvöldum frá grunsamlegri hegðun við- skiptavina, heldur einnig verðbréfafyrirtæki og aðrar fjármálastofnanir. Lögin hvetja fjármála- stofnanir til að skiptast á upplýsingum um við- skiptavini ef grunur vaknar um að þeir tengist hryðjuverkum eða peningaþvætti og verndar þær gegn lögsókn fyrir að gera það. Þá eiga lögreglu- yfirvöld og njósnastofnanir nú greiðari aðgang að upplýsingum fjármálastofnana. Þar sem áður þurfti að fara með beiðni um trúnaðarupplýsingar fyrir dómara nægir nú að yfirmaður skrifi undir ef BARÁTTUDAGUR FYRIR BÆTTUM KJÖRUM Hreyfing stéttarfélaga um allanheim heldur í dag hátíðleganhinn alþjóðlega baráttudag verkalýðsins, 1. maí. A.m.k. hér á landi hefur yfirbragð þessa hátíðisdags breytzt verulega á undanförnum ára- tugum. Þeir eru núorðið fáir, sem sjá ástæðu til að mæta í kröfugöngu í til- efni dagsins. Það kann að vera til marks um að íslenzkir launþegar hafi það almennt gott í þjóðfélagi allsnægt- anna. Auðvitað er það raunin um flesta. Við megum hins vegar ekki gleyma þeim, sem lifa tæplega mann- sæmandi lífi á lægstu launatöxtunum, hvað þá þeim sem eiga í basli með að framfleyta fjölskyldu á örorku- eða at- vinnuleysisbótum. Baráttumál launþegahreyfingarinn- ar eru langt í frá tæmd. Þjóðfélagsþró- un síðustu áratuga hefur þvert á móti fært henni ný verkefni í hendur. Þar má fyrst nefna alþjóðavæðingu vinnumarkaðarins, sem við Íslending- ar finnum fyrir ekki síður en aðrar þjóðir. Verkalýðshreyfingin hefur gert rétt í því að standa vörð um réttindi og kjör þeirra erlendu starfsmanna, sem komið hafa hingað til lands frá heims- hlutum, þar sem laun eru til muna lægri en hér. Sú tilhneiging ýmissa vinnuveitenda að greiða þessu fólki smánarlaun, miklu lægri en þeir greiða íslenzkum starfsmönnum, er til skammar og á ekki að líðast. Hins vegar á verkalýðshreyfingin ekki að leggjast gegn því að útlend- ingar komi hingað til starfa, að því gefnu að þeir njóti sömu réttinda og Íslendingar. Erlent vinnuafl er ein undirstaða góðra lífskjara Íslendinga, því að innlendir starfsmenn fást ekki í öll þau störf, sem þarf að vinna. Launþegasamtökin eiga ekki heldur að leggjast gegn því að íslenzk fram- leiðslufyrirtæki flytji störf til heims- hluta, þar sem launakostnaður er lægri en hér. Yfirleitt er það í hag launþega í landinu, sem um ræðir, vegna þess að erlend fyrirtæki greiða alla jafna hærri laun en þar tíðkast al- mennt. Íslenzk fyrirtæki spara á slík- um útflutningi starfa og í staðinn verða til peningar, sem hægt er að nýta til nýsköpunar innanlands. Í annan stað hefur verkalýðshreyf- ingin á Íslandi tekið upp baráttu fyrir því að fyrirtæki ræki samfélagslega ábyrgð sína. Oft þarf engan þrýsting eða hvatningu til þess; löng hefð er fyrir því á Íslandi að athafnamenn hafi það að markmiði að bæta samfélagið með margvíslegum hætti. En aðhald stéttarfélaganna er hollt og nauðsyn- legt í þessu efni, t.d. hvað varðar starf fyrirtækja að umhverfismálum og fjöl- skyldumálum. Völd athafnamanna í ís- lenzku samfélagi hafa aukizt, um leið og völd stjórnmálamanna hafa minnk- að. Það er ekki síður ástæða til að halda athafnamönnum við efnið í mál- efnum samfélagsins en stjórnmála- mönnum. Í þriðja lagi er ástæða til að verka- lýðshreyfingin beini sjónum að fram- leiðni í íslenzku atvinnulífi. Aftur og aftur fáum við sannanir þess að Íslend- ingar þurfa að vinna miklu fleiri vinnu- stundir til að bera það sama úr býtum og ýmsar nágrannaþjóðir. Það getum við ekki sætt okkur við; hér hlýtur að þurfa betra skipulag og betri nýtingu á mannskap. Raunar hefur einnig komið fram að framleiðni hefur aukizt verulega hér á landi undanfarin ár, þótt ekki höfum við náð nágrannalöndunum. Eitt af viðfangsefnum stéttarfélaganna á 21. öldinni hlýtur að vera að framleiðni- aukning skili sér ekki einvörðungu í hærri launum, heldur einnig í lengra fríi og meiri möguleikum launþega á að verja tíma með fjölskyldu sinni. Það er fleira lífsgæði en peningar og ekki síð- ur hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að berjast fyrir þeim gæðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.